Tíminn - 13.05.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.05.1972, Blaðsíða 3
Tr f. r * V *r' Laugardagur 13. mai 1972. TÍMINN „Stromp- leikur” afmælis- verk Leikfélags Akureyrar SB-Reykjavik Leikfélagi Akureyrar þótti vcl fara á aö taka til sýningar verk eftir llalldór Laxness, um þessar mundir, þvi eins og alþjóö mun kunnugt, átti skáldið afmæli fyrir skenimstu og nokkrum dögum áður varö Leikfclag Akureyrar 55 ára. „Strompleikur” verður þvi frumsýndur á Akureyri á laugar- dagskvöldið og er liann þriðja verkefni höfundarins, sem félagið tekur til sýningar. A 55 ára ævi félagsins hefur það sýnt 142 verkefni og þar af 45 eftir islenzka höfunda. Sýningar á þessum árum eru alls orðnar 1496 og mun þvi Stromp- leikurinn fylla 15. hundraðið. Leikstjóri er Maria Kristjáns- dóttir. Leikmynd gerði Ivan Török. Hlutverk eru 18 og með helztu þeirra fara Guðlaug Her- mannsdóttir, Kristjana Jóns- dóttir, Aðalsteinn Bergdal, Jóhann ögmundsson, Július Oddsson, Gestur Einar Jónasson, og Þráinn Karlsson. 33 krónur fengust í Grimsby ÞÖ-Reykjavik Skuttogarinn Barði frá Neskaupsstað, seldi 113 lestir af þorski i Grimsby i gær. Þessar 113 lestir seldust fyrir 16.264 sterlingspund eða 3.7 milljónir króna. Meðalverðið er 33 krónur. Talar um útsaumslist Bjarnfriður Einarsdóttir sýnir myndir og flytur skýringar um útsaumslist i I. kennslustofu Háskólans I kvöld, laugardags- kvöld, kl. 20:30. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Tók sæti á Alþingi EB-Reykjavik. Magnús H. Gislason, 1. vara- þingmaður Framsóknarflokksins i Norðurlandskjördæmi vestra, tók i gær sæti á Alþingi fyrir Ólaf Jóhannesson forsætisráðherra. UPPSTEYTUR I LOFTLEIÐAVEL SJ-Reykjavik. Töf varð á brottför Loft- leiðavélar frá Keflavikurflug- velli i gær vegna uppsteyts meðal nokkurra farþega frá Bandarikjunum, sem neituðu að hefja ferðina án félaga sins, sem orðið hafði strandaglóp- ur. Menn þessir virtust i annarlegu ástandi. 1 gær kl. 07.45 kom þota Loftleiða til Keflavikurflug- vallar frá New York. Þessi flugvél, sem var á leið til Luxemborgar, fór frá flug- stöðvarbyggingunni eftir 45 minútna viðdvöl. Við prófun tækja fyrir flugtak kom i ljós að súrefniskerfi farþegasalar virtist bilað. Var þá ákveðið að snúa aftur til flugstöðvar- byggingarinnar og farþegum skýrt frá, að gert væri ráð fyrir hálfs annars klukkutima töf. Farþegar fóru svo úr flug- vélinni inn i flugstöðvarbygg- inguna. Viðgerð súrefniskerfisins tók skemmri tima en reiknað hafði verið með, og voru far- þegar þess vegna beðnir að ganga um borð rétt fyrir klukkan 10. Eftir að þeir voru seztir kom i ljós að einn far- þeganna vantaði. Nafn hans var kallað i hátalarkerfi flug- stöðvarinnar, og hans leitað inni i byggingunni. Er leitin varð árangurslaus var ákveð- ið að leggja af stað eftir að a.m.k. 10 minútna töf hafði orðið vegna týnda farþegans. Flugvélinni var svo ekið aö brautarenda. Þegar þangað var komið risu fimm farþegar úr sætum sinum, skýrðu frá að týndi farþeginn væri einn úr hópi 15 samferðamanna, og kváðustekki fara fyrr en hann væri kominn i leitirnar. Birgir Karlsson, sem var fyrirliði framreiðslufólks i farþegasal, skýrði fimmenningunum frá, að ekki yrði lagt af stað fyrr en þeir settust, en er þeir höfðu enn uppi andmæli var af- greiðslustjóra Loftleiða, Frið- rik Guðjónssyni, skýrt frá málinu. Hann talaði þá við farþegana fimm og skýrði þeim frá, að Stefán Gislason flugstjóri myndi ekki leggja af stað fyrr en eftir að fylgt hefði verið öllum öryggisreglum, og myndi lögregla þess vegna til kvödd, ef farþegarnir vildu ekki setjast i sæti sin. Þar sem þeir voru ófáanlegir til þess komu þrir lögregluþjónar út i flugvélina, og fylgdu far- þegarnir þeim mótþróalaust inn i flugstöðina. Um svipað leyti hafði toll- gæzlumaður rekizt á týnda farþegann, þar sem hann var á rangli við bifreiðastöð, sem er i námunda við flugstöðvar- bygginguna. Lögreglan tók nú sexmenn- ingana til bráðabirgða i sina vörzlu, en svo voru þeir fluttir aftur i flugstöðvarbygging- una, þar sem þeir fengu að borða. Félagar þeirr niu, sem héldu ferðinni áfram til Luxemborgar i gær, kváðust myndu varðveita farangur hópsins og biða félaga sinna til morguns. öll var framkoma þessa fólks i gærmorgun svo an- kannaleg, að ástæða var til að ætla,að það heföi verið undir annarlegum áhrifum, en eftir að það hafði fengið sér væran hádegisblund gerðist það ljúf- ara i viðmóti, og var fram- koma þess óaðfinnanleg upp frá þvi. Sexmenningarnir héldu til Luxemborgar i morgun, og er ekki annað vitað en þeir hafi þá verið búnir að læra þá lexiu, að hlita settum reglum um oryggi i flugtaki, og halda sig að öðru leyti að þeim fyrir- mælum, sem gefin eru þeim farþegum, sem viðdvalir eiga i flughöfnum. Hér var um að ræða 6 Bandarikjamenn á aldrinum 26-35 ára. j Kaffisala Kvenfélags Grensássóknar Á sunnudaginn efnir Kvenfélag Grensássóknar til kaffisölu i Þórskaffi, Brautar- holti 20. Hefst kaffisalan kl. 3 og stendur fram til kl. 6. Kaffisalan er til styrktar byggingu félagsheim ilis Grensássóknar, en það eru vonir safnaðarfólksins að hægt verði að vigja til nota fyrir söfnuðinn safnaðar- heimili hans i september n.k. Kvenfélag Grensássóknar hefur unnið mjög kappsam- lega aö fjáröflunarmálum fyrir söfnuðinn frá upphafi bæöi með kaffisölu og bözurum. Kaffisala í Lindarbæ Nemendasamband hús- mæðraskólans á Löngumýri efnir til kaffisölu i Lindarbæ i Reykjavik 14. mai n.k.. Efast þeir ekki um,er til þekkja, að þar verður góður kaffisopi á boðstólum, þvi að baki standa myndarlegar húsmæður. Hef- ur hópur sá sýnt skólanum á Löngumýri mikla tryggð og vinsemd á undanförnum ár- um. Auk þess hefur hann haft með höndum margþætta og skemmtilega fræðslustarf- semi innan sinna eigin vé- banda. Hafa þessar fórnfúsu og duglegu húsfreyjur einnig oft rétt fjárhagslegar hjálpar- hendur ýmsum menningar- og mannúðarmálum, er alþjóð varðar. Nú er t.d. ákveðið að verja hagnaði af þessari væntanlegu kaffisölu til styrktar Geð- verndarfélagi Islands, sem vinnur að merkum mannúðar- störfum og vill byrgja brunna áður en börn detta i þá. Geðverndarfélagið er holl- vinur heilsufars allra lands- manna, þess vert að virða það vel og styrkja eftir föngum. Kaffisalan hefst kl. 2.30 n.k. sunnudag. Fjölmennum þang- að og drekkum þar veizlukaffi vorsins til stuðnings góðu mál- efni. Ingibjörg Jóhannsdóttir frá Löngumýri. Mæðradagurinn í Kópavogi Mæðrastyrksnefnd Kópa- vogs vill vekja athygli á, aö mæðradagurinn er sunnudag- inn 14. mai. Guðþjónusta verður i Kópa- vogskirkju kl. 2. Séra Arni Pálsson predikar og eru konur hvattar til að fara i kirkju. Kaffisala Mæðrastyrks- nefndar og handavinnusýning Kvenfélagasambands Kópa- vogs verður i Félagsheimilinu kl. 3-6, einnig verða sýnd mál- verk eftir Benedikt Gunnars- son. Mæðrablómið verður selt i bænum. Mæður eru beðnar að hvetja börn sin til að selja Mæðrablómið, sem afhent verður laugardaginn 13. mai kl. 4-5 i Kársnesskóla og Kópa- vogsskóla. Börn eru beðin að skila af sér sunnudaginn 14. mai i þeim skólum, sem þau fengu Mæðrablómið. Kópavogsbúar takið vel á móti börnunum með blómin. Sýningu Guðmundu að Ijúka FB-Reykjavik. Málverkasýningu Guð- mundu Andrésdóttur, sem veriðhefur i Bogasalnum, lýk- ur á sunnudagskvöldið. Góð aðsókn hefur verið að sýning- unni, en á henni eru 20 oliu- málverk og 6 vatnslitamyndir. Hafa 9 myndir selzt. Syningin er opin frá kl. 2 til 10. Kökubazar í Arbæjarsókn Hinn árlegi kökubasar kvenfélags Arbæjarsóknar verður haldinn sunnudaginn 14. mai kl. 3 siðdegis 1 anddyri Arbæjarskóla (Rofabæjarmegin) að aflokinni guðsþjónustu i skólanum. Þetta er i 3. sinn, sem félagskonur efna til kökubasars til fjáröflunar fyrir fjölþætta starfsemi sina til stuðn- ings safnaðarlifi og til eflingar hvers kyns framfara- og menn- ingarmála innan sóknarinnar. Mæðrablómið í Reykjavík Sunnudaginn 14. mai er mæðradagurinn og þá er mæðra- blómið selt á götum Reykjavikur á vegum Mæðrastyrksnefndar til fáröflunar þeirri margþættu starfsemi, er nefndin hefur með höndum. Um margra ára skeið hefur Mæðrastyrksnefnd haft um 2 1/2 mán. sumardvöl fyrir um 50 dvalargesti á dag án nokkurs endurgjalds. Blómin verða afgreidd á eftir- töldum skólum frá kl. 9 1/2 að morgni sunnudagsins 14. mai. Langholtsskóla, Melaskóla, Laugarnesskóla, Hamrahliðar- skóla, öldugötuskóla, Alftamýrarskóla, Austurbæjar- skóla, Breiðagerðisskóla, Isaks- skóla, Vogaskóla, Arbæjarskóla, Breiðholtsskóla. Anddyri Laugarásbiós og skrif- stofu Mæðrastyrksnefndarinnar að Njálsgötu 3. Flóamarkaður í Laugardalshöllinni SB-Reykjavik Flóamarkaður einn mikill vcrður i Laugardalshöllinni á sunnudaginn kl. 2. Það eru Samtök Svarfdæla í Reykjavík og nágrenni, sem þarna selja ,.a111 milli himins og jarðar” fyrir 10 til 1000 krónur. Agóðinn af Flóamarkaðnum rennur til liknar- og menn- ingarmála, m.a. mun hluti ágóðans renna i sjóð Blaða- mannafélags tslands, sem safnar nú fyrir fullkomnum hjartabil i minningu Hauks Haukssonar blaöamanns, en Haukur var Svarfdælingur i báðar ættir. Blaðamenn heimsóttu Svarfdælskar konur, er þær voru að ganga frá mununum, sem fara eiga á Flóamarkað- inn. Fyllti dótið einn bilskúr, eitt meðalherbergi og ótaí kassa þar fyrir utan Auk þess voru hundruð muna i hreins- un, þvi allt á að seljast tandur- hreint. Til að nefna eitthvað af þvi, sem fólki gefst tækifæri til að eignast á sunnudaginn, eru þar föt af öllu tagi, einkar margt heppilegt á börnin i sveitina, enníremur eitt og annað til heimilisprýði, mál- verk, dúkar púðar o.fl. Hattar eru i hundraðatali og geysi- mikið af skóm. Ekki er að efa, það þeir, sem leggja leið sina i Laugardals- höllina á sunnudaginn, geta gert þar afbragðs kaup, auk þess að styrkja góð málefni. Formaður samtaka Svarf- dæla i Reykjavik er Björk Guðjónsdóttir frá Skáldalæk. Austfirðingar stofna flugfélag JK-Egilsstöðum. Um þessar mundir er unnið að stofnun almenningshlutafélags um rekstur flugvéla á Austur- landi. Undirbúningsfundur áhugamanna um stofnun félg,gsins var haldinn á Egils- stöðum 16. april s.l. Á fundinum voru eftirtaldir menn kosnir i undirbúningsstjórn: Guðmundur Sigurðsson, héraðslæknir Egilsstöðum, Guðmundur Magnússon oddviti, Egilsstöðum, Steingrimur Ingimundarson Djúpavogi, Þengill Oddsson, héraðslæknir, Vopnafirði og Þorsteinn Sveinsosn kauptélagsstjóri Egilsstöðum. Stjórnin fékk Jón Oddsson lög- fræðing, til þess að gera uppkast að samþykktum fyrir félagið og liggur nú uppkastið fyrir. Er þar stungið upp á heitinu Flugfélag Austurlands h.f. Tilgangur félagsins yrði að tryggja öruggar og greiðar flugsamgöngur á Austurlandi og við Austurland og með þvi að kaupa og reka flug- vélar i þvi augnamiði, svo og til hvers konar leiguflugs, póstflugs, og ekki sizt sjúkraflugs. Þá yrði og tilgangur félagsins hvers konar þátttaka i rekstri flugvéla varðandi flugsamgöngur á Austurlandi og við Austurland. Áætlað hlutafé nemur 2 milljónum og sjö hundruð þúsund krónum og skiptist það i 200 eitt- þúsund króna hluti og 500 fimmþúsund króna hluti. Hluta- fjáreign einstaklings er ótak- mörkuð, en atkvæðisréttur hins- vegar takmarkaður þannig, að enginn hluthafi geti fyrir sjálfs sins hönd farið með meira en 1/10 hluta samanlagðra at- kvæða i félaginu. Einnig hefur stjórnin fengið sérfróðan aðila til að gera kostnaðaráætlun um kaup og rekstur nokkurra gerða flugvéla sem til greina kæmi að festa kaup á. Benda þær áætlanir til að grundvöllur sé fyrir hendi til reksturs tveggja til þriggja ára gamallar flugvélar af gerðinni Piper Axtec PA 23-250. Vélar af þessari gerð eru tveggja, hreyfla, sex sæta, og eru búnar fullkomnum hreyflum, isvarnar- tækjum og fullkomnum blind- flugstækjum. Slikar vélar kosta 4- 5 milljónir króna. Meðal stofnenda félagsins verða væntanlega tveir flug- menn, búsettir á Austurlandi. Auk reksturs eða þátttöku i rekstri flugvélar, myndi félagið samkvæmt tilgangi sinum beita áhrifum sinum til úrbóta i flug- vallarmálum og flugöryggis- málum á Austurlandi en i þeim málum biða mörg verkefni úr- lausnar. Undirbúningsstjórnin hefur i hyggju að boða til stofnfundar félagsins að Egilsstöðum fyrir lok maimánaðar 1972. Fyrir þann tima hyggst stjórnin kanna væntanlega hlutafjárþátttólu meðal almennings á Austurlandi. Treystir stjórnin á skilning Austifirðina á nauðsyn virkrar þátttöku þeirra i rekstri sam- göngufyrirtækja á Austurlandi. Guðmundur Sigurðsson, læknir og Guðmundur Magnússon oddviti á Egilsstöðum, létu frétt- ritara þessar upplýsingar i té á fimmtudag. Undirstrikuðu þeir nauðsyn þessy að heimamenn væru virkir aðilar og þátt- takendur i uppbyggingu flugsam- gangna i fjórðungnum, og reynslan hefursýnt, að flugið er æ þýðingarmeiri og eftirtektar- verðari þáttur i samgöngumálum fjórðungsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.