Tíminn - 13.05.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.05.1972, Blaðsíða 9
TÍMINN Laugardagur 13. mal 1972. Laugardagur 13. mal 1972. TÍMINN Efling Framsóknarflokks- ins er sjálf forsenda - þess, að landinu verði stjórnað í anda félagshyggju Káöstefna FUF i Reykjavik i lok siöasta mánaðar um Fram- sóknarflokkinn i nútiö og framtiö var mjög fjölsótt og vakti inikla athygli. i niöurlagi þeirrar álykt- unar, sem ráðstefnan gerði, cr lögð scrstök áherzla á mikilvægi þess aö tryggja, að landinu veröi i framtiöinni stjórnaö i anda félagshyggju, að Framsóknar- flokkurinn veröi efldur sem mest. Itáöstefnuna setti Uorsteinn Ályktun ráðstefnunnar i lok ráöstcfnunnar var gerö ályktun. Fyrri hluti ályktunarinnar var horinn upp af Ólafi Ilagnari (Irimssyni en niöurlag hennar, er fjallar um eflingu Framsóknar- flokksins var borinn upp sem viö- aukatillaga frá lJorsteini Geirssyni, formanni FUF i Keykjavik. Alyktun þessi var samþykkt sam hljóöa. Káðstefna FUF i Reykjavik, haldin 29. og 30april,um Fram- sóknarflokkinn i nútið og framtiö fagnar þvi,að flokkurinn hefur nú tekiö viö forystu um stjórn landsins, og fagnar samþykkt nýafstaöins aöalfundar miö- stjórnar flokksins við ákvörðun framkvæmdastjórnar ,,um aö gerast aöili að stofnun nefndar fjögurra flokka, sem hafi þaö hlutverk aö kanna og gera til- lögur um á hvern hált verði bezt mótað sameiginlegt stjórnmála- afl alira þeirra, sem aðhyllast hugsjónir jafnaðar, samvinnu og lýðræöis”. Ráöstefnan treystir þvi.að störf nefndarinnar veröi til aö treysta grundvöll núverandi stjórnarsamstarfs. Ráöstefna FUF i Reykjavik haldin 29. og 30.april, um Fram- sóknarflokkinn i nútið og fram- tið fagnar samþykki nýafstaðins aðalfundar miðstjórnar flokk- sins við ákvörðun framkvæmda- stjórnar ,,um aö gerast aðili að stofnun nefndar fjögurra flokka, sem hafi þaö hlutverk aö kanna og gera tillögur á hvern hátt verði bezt mótaö sameiginlegt stjórnmálaafl allra þeirra.sem aðhyllast hugsjónir jafnaðar, samvinnu og lýðræðis.” Jafnframt telur ráöstefnan nauðsynlegt, að i viðræðum um mótun þessa sameiginlega stjórnmálaafls verði lögð áherzla á grundvallarstefnu Fram- sóknarflokksins eins og hún var mótuð af siöasta flokksþingi. I þeirri grundvallarstefnu er lögö höfuðáherzla á verndun og eflingu menningarlegs, efnalegs og stjórnarfarsiegs sjálfstæöis þjóöarinnar og lýst yfir eftirfar- andi stefnugildum: „jafnrétti og jafnræöi allra þegna þjóðfélagsins, — félagslegri samstöðu um lausn þjóðfélagsvandamála, — skipulegri uppbyggingu efnahagslifsins og nýtingu islenzkra auðlinda, — jafnri aðstöðu til menntunar, — framför landsins alls, — auknum almannatrygg- ingum, — óskertum yfirráðarétti landsmanna yfir atvinnutækjum, — viðnámi gegn yfirdrottnun fjármagns og óeölilegum af- skiptum rikisvalds, — útrýmingu misréttis milli stetta og kynja og milli þegn- anna eftir búsetu.” Ennfremur var i grundvallar- stefnu flokksþingsins talið nauð- synlegt að„ fara nýjar leiðir til aðgera lýðræðið virkara i fram- kvæmd og tryggja áhrif þegn- anna, ekki aðeins i kosningum til löggjafarþings og sveitarstjórna, heldur og i skólum, hagsmuna- samtökum, fyrirtækjum og rikis- stofnunum." Að lokum tekur ráðstefnan undir með ályktun miðstjórnar SUF, þings SUF og ungra manna i flokksstjórn SFV, að kjarni við- ræönanna um mótun hins sam- eiginlega stjórnmálaafls verði á næstu mánuöum „itarleg könnun á málefnalegri samstööu og hug- sjónagrundvelli.” Jafnframt skorar ráðstefnan á alla Framsóknarmenn og aðra velunnara flokksins, að efla Framsóknarflokkinn sem mest, þvi efling hans er besta trygg ingin fyrir þvi, að landinu verði stjórnað i framtiðinni i anda félagshyggju. Geirsson, formaður FUF. Ráð- stefnustjóri var Friðjón Guð- rööarson. Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra, flutti ávarp. Krindi fluttu á ráðstefnunni Ey- steinn Jónsson, Guðmundur Þórarinsson og Iiannes Jónsson. I niöurlagi erindis sins sagði Hannes Jónsson m.a.: Fra msóknarflokkurinn cr frjálslyndur u m bótaf lokkur, byggður upp á grundvclli megin- sjónarmiöa hinna vaxandi is- len/.ku miðstétta og félags- hyggjumanna. Hann vill standa vörð um sjálfstæði, frelsi og fullveldi islenzka rikisins, tryggja islendingum lýðveldisstjórnar- form á grundvelli lýöræðis og þingræðis og þar með stuðla að frelsi, jafnrétti og öryggi borgar- anna innan ramma löghundins skipulags. Hann vill beita sér fyr- ir dreifingu ríkisvaldsins og efna- hagslega valdsins. Til þess að stuðla að hagvexti, framleiðni, framleiösluaukningu og alhliða framförum lands og lýðs, vill liann koma á samvinnuhagkerfi á islandi. Jafnframt þvi vill hann stuöla að stofnun velferðarþjóð- félags, félagslegu öryggi, réttlæti og aukinni menningu i landinu. Hann telur mikilvægt að sætta striöandi andstæður og hags- munahópa og leita jafnvægis i cfnahags- og stjórnmálum. Að sjálfsögðu vil ég taka fram, að þau megingildi, sem felast i þessu orðalagi á gildakerfi Fram- sóknarflokksins eða langtima- markmiðum hans, mætti setja eitthvað öðru visi fram án þess að túlkunarmöguleikar þeirra breyttust að nokkru verulegu leyti. Þannig hefur t.d. Eysteinn Jónsson sett fram gildakefi Framsóknarflokksins á mjög stuttan og greinargóðan hátt án þess að nota sérstakl. tækniheiti stjórnfræði eða stjórnfræðilegrar félagsfræði. Hann sagði svo um langtimamarkmið flokksins-i sinu merka erindi um sögu megin- stefnu Framsóknarflokksins, sem flutt var á vegum Félagsmála- stofnunarinnar 21. marz 1965. „Framsóknarflokkurinn vill byggja upp á islandi sannkallað frjálst lýðræðis- og menningar- þjóðfélag efnalega sjálfstæöra inanna, scm leysa sameiginleg verkefni eftir lciöum samtaka, samvinnu og félagshyggju. Þjóö- félag, þar sem manngildið er metið meira en auðgildið, og vinnan, þekkingin og framtakiö er sett ofar og látið vcga meira en auðdýrkun og fésýsla”. Eysteinn Jónsson flytur erindi sitt á ráðstefnunni. Við fundarhoröið sitja Iiannes Jónsson, hlaðafulltrúi, ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra, Friðjón Guðröða-rson.ráöstefnustjóri. Alfreð Þorsteinssonvaraform. FUF, Kristján B. Þórarinsson, stjórnarmaður i FUF og Þorsteinn Geirsson, formaður FUF. FRAArtSOKNARFLOKKURINN í NÚTÍÐ OG FRAArtTÍÐ Félag ungra Framsóknar- manna i Reykjavik gekkst fyrir ráðstefnu um „Framsóknarflokkinn i nútið og framtið” að Hótel Loftleiðum 29. og 30. april s.l. Var ráðstefnan mjög fjölsótt, en samtals munu hátt á annað hundrað manns hafa sótt ráð- stefnuna, bæði Fram- sóknarfólk úr Reykjavik og utan að landi. í þessari opnu eru viðtöl við nokkra ráðstefnugesti, birtur útdráttur úr erindi Hannesar Jónssonar, blaðafulltrúa, og ályktun, sem samþykkt var á ráð- stefnunni. fSLENZKUR FLOKKUR, SEM MÓTAR STEFNU SÍNA EFTIR ÍSLENZKUM STAÐHÁTTUM Eftir erindi sitt um Framsóknarflokkin-og langtimamarkmiö hans, sat Hannes Jónsson, blaöafulltrúi fyrir svörum ásamt Tómasi KarlSsyni, ritstjóra, Erlendi Einarssyni, forstjóra og Siguröi Gizurarsyni. Ómar Kristjánsson stjórnar- inaður i FUF var einn þeirra, er sat fyrir svörum um skipulags- mál flokksins. Hvernig fannst þér ráðstefnan um Framsóknarflokkinn i nútið og framtið takast? Þegar það er haft i huga, að i flestum félögum verða menn nú til dags varir við vissa fundar- þreytu eða áhugaleysi, geta ungir Framsóknarmenn verið mjög ánægðir með þessa glæsi- legu ráðstefnu. Ert þú ánægður með stöðu Framsóknarflokksins i dag? Staða Framsóknarflokksins i dag undir forsjálli stjórn Ólafs Jóhannessonar, og sem forystu- flokkur i farsælli rikisstjórn er öllum flokksmönnum til sóma. Hver er þin skoðun á stefnu Framsóknarflokksins? Eins og fram kom i stórmerku erindi Hannesar Jónssonar, þá er Framsóknarflokkurinn frjáls- lyndur umbótaflokkur, sem hefur jafnrettishugtak, samvinnu og lýðræöis að aðalsmerki. Hann er islenzkur flokkur, sem hefur mótað stefnu sina að islenzkum staðháttum, en ekki erlendu hug- myndakerfi um draumalandið. Hann er flokkur, sem afneitar kreddukenningum til vinstri og hægri. Ég lit á Framsóknar- flókkinn sem m iöflokk, sem stefnir að réttlátri samkeppni samvinnu, einka-og rikisrekstar. Fannst þér. að i frjálsu umræðunum kæmi fram einhugur um stefnu flokksins? Greinilegt er, að menn eru ein- huga um stefnu flokksins. Þó tel ég að flokkurinn verði að taka skýrari afstöðu til sameininga- málsins i stað þess að láta örfáa menn túlka hana að eigin geð- þótta. Svo verð ég að segja, að fátt er hjákátlegra en að heyra menn tala án afláts til þess eins að láta á sér bera, slikir menn eru þvi miður til i flestum félögum. Hvað með samstarf Fram- soknarflokksins og samvinnu- félagana? Reynslan sannar, að barátta Framsóknarflokksins fyrir fram- gangi samv.félaganna um land allt, hefur orðið launþegum til ómetanlegs gagns, þess eru mörg dæmi^að samvinnuhreyfingin hefur verið uppbyggjandi at- vinnulifs i sumum byggðarlögum, vona ég að svo verði áfram. Flokkar verða að hafa langtímamarkmið sín til sífelldrar endurskoðunar Ómar Kristjánsson Meðal þeirra fjölmörgu, er sátu ráðstefnu FUF um Framsóknar- flokkinn i nútið og framtiö, var Siguröur Gizurarson, hrl. — Hvernig fannst þér ráð- stefna FUF um Framsóknar- flokkinn takast? — Mér fannst hún takast ágæt- lega. Það er ekki of sterkt að orði kveðið, þó að sagt sé, að ólgandi áhugi hafi komið fram á umræðu- efnum. Þótt á slikri tveggja daga ráðstefnu verði naumast brotin til mergjar yfirgripsmikil viðfangs- efni, getur hún þó orðið neistinn að almennri umræðu um hug- sjónalegan grundvöll Fram- sóknarflokksins og þannig orðið til stórgagns. — Hvað vilt þú segja um lang- timamarkmið Framsóknar- flokksins? Eru menn á eitt sáttir um, hver þau séu eða er þar endurskoðunar þörf? — Nei, sem betur fer eru menn ekki á eitt sáttir um þau. Til þess, að flokkur geti verið i lifrænum tengslum við fólkið i landinu og þarfir þess, hlýtur hann að hafa langtimamarkmið sin til sifelldr- ar endurskoðunar, þau hljóta ávallt að vera i deiglunni. Það gegnir þar þvi sama og um stór- skip á langferðarsiglingu. Auö- vitað eru tiðar beygjur út af strik- inu óheppilegar og til að seinka ferðinni, en þegar fyrir annes er komið, verður þó að marka stefn- una að nýju, að taka nýtt strik. — Hvar finnst þér þá skórinn kreppa einkum i dag varðandi stefnumörkun Framsóknar- flokksins? — Að minu áliti þarf að koma skýrar fram en hingað til, i hvaða merkingu menn nota hin stóru orð eins og félagshyggja, einstaklingshyggja, skipulags- hyggja o.s.frv. 011 virðast þessi orð tákna, að hugsun manna ein- kennist af einhverri grundvallar- stefnu. Þetta er islenzkun á svo- kölluðum „ismum”, sem ekki verður þverfótað fyrir, hvorki vestan tjalds né austan. — Telurðu þá, að Framsóknar- flokkurinn ofnoti eða misnoti þessi orð? — Framsóknarflokkurinn gerir það eflaust ekki frekar en aðrir flokkar að misnota þessi hugtök eða ofnota. Hugtakaruglingurinn virðist mér vera almennur i is- lenzkum stjórnmálum. Mönnum hættir til að nota þessi orð á sama hátt og gert var fyrir 40 árum. Þá bjó alþýða manna viöast hvar við örbirgð- Uppúrfátækt- inni sköguðu fáeinir auðmenn, sem bjuggu við allsnægtir. Þá varð það almenningi til láns, að félagsleg úrræði náðu fram að ganga til að jafna hag manna og að lyfta þeim, sem minna höfðu mátt sin, til bjargálna. A þessum tima stóð styrrinn milli félags- hyggju fjöldans, sósialisma og einstaklingshyggju stórlaxanna. Við lifum ekki lengur á þessum timum. Framsóknarflokkurinn Sigurður Gizurarson og eins hinir vinstri flokkarnir verða að gera sér þess grein. Hugtök eins og félagshyggja og einstaklingshyggja eru afstæð. Efling markaðs- og efnahags- bandalaga okkar tima er stórfelld félagshyggja, sem auðveldlega getur kæft heilar þjóðir i hafi heildarinnar ef ekki er farið að með gát. Framsóknarflokkurinn hefur einmitt varað við hvatvis- legri félagshyggju smáþjóðar I þeim efnum. Þar sem heilum þjóðum getur stafaö lifshætta af félagshyggjunni, þá þarf ekki að leiða löngum getum að þvi, að velferð einstakra þegna er einatt búin ógn af opinberum samsteyp- um. Landhelgisbarátta Islendinga er helzta dæmið um þá einstakl- ingshyggju, sem vinstri stjórnin heldur uppi gunnfána fyrir gagnvart félags- og heildar- hyggju stórþjóðanna. Útfærsla landhelginnar miðar að þvi að helga litla einstaklingnum úti i Atlantshafi einkarétt til fiskimiö- anna i kringum Island. Einmitt i báðum þeim stórmálum, sem ég hef hér minnzt á, hafa vinstri flokkarnir islenzku haldið uppi miklu meiri einstaklingshyggju en Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur annaðhvort viljað hafa meira samráð við stærri heildir eða að biða eftir ákvörðunum þeirra. — Ertu ekki með þessu að upp- hefja slagorð, sem hefur verið einkaeign Sjálfstæðisflokksins? Gildir ekki annað um stærri heild- ir eins og þjóðfélag en einn ein- stakan þegn innan þjóðfélags? — Það er alrangt, að einstakl- ingshyggja sé einkaeign Sjálf- stæðisfiokksins. öllu máli skiptir að nefna hlutina réttum nöfnum. I reynd hefur Sjálfstæðisflokkurinn haldið uppi mikilli félagshyggju að minnsta kosti hefur búning- urinn verið sá. Hann hefur gengið lengra i opinberum rekstri en t.d. sósialdemókratar á hinum Norð urlöndunum. Þótt vinstri flokk- arnir séu vinstra megin við Sjálfstæðisflokkinn, leiðir ekki af þvi með neinni rökrænni nauð syn, að þeir verði að ganga enn lengra en Sjálfstæðisflokkurinn i rikisrekstri. F’élagshyggja og rikisrekstur eru ekki markmið i sjálfu sér, heldur aðeins tæki til að ná góðum árangri, ef ljóst má vera að lokinni athugun málefnis, að það.sé heillavænlegasta leiðin til að efla hagsæld almennings. Ég vil benda á það, að Fram- sóknarflokkurinn og einnig hinir vinstri flokkarnir hafa átt þátt i stórkostlegri eflingu einstak- lingshyggju með stofnsetningu Húsnæðismálastjórnar. Markmið þeirrar stofnunar er að hjálpa hverjum og einum fjölskylduföð- ur á Islandi til að eignast öruggt heimili undir eigin þaki. Með pessari opinberu ráðstöfun er eignarhvötinni gefin heilbrigð og jákvæð útrás. Hún stuðlar stór- lega að þeirri einstaklingshyggju hvers islenzks alþýðumanns að geta orðið kóngur eða drottning i eigin kastala, eigin ibúð með full- um eignarráöum. Og vissulega stuðlar slik einstaklingshyggja allra að meiri hamingju al- mennings, auk þess sem hún gerir þegnana ábyrgari gagnvart þjóðfélaginu og stuðlar að sköpun og varðveizlu þjóðfélagslegra verðmæta. — Ef ég skil orð þin rétt, ertu þá ekki að upphefja einstaklings- hýggjuna en að niðurlægja fé- lagshyggjuna? — Nei, alls ekki. Ég tel dag- legan vanda og jafnframt lang- timamarkmið Framsóknar- flokksins vera að finna rétt jafn- vægi milli félagshyggju og ein- staklingshyggju, milli einka- hyggju og heildarhyggju. Það verður ekki gert nema með vand- legri athugun á þvi, hvaða ein- staklingsbundin verðmæti eru i húfi, hverju sinni sem ætlunin er að gripa til félagslegra úrræða. En eins og Húsnæðismálastjórnin er gott dæmi um, má stuðla með félagslegum úrræðum að sköpun og viðhaldi einstaklingsbundinna verðmæta, og þá þegar á heildina er litið stuðla að meiri almennri hagsæld. KOSNINGASAMVINNA SKYNSAMLEGRI EN ÓRAUNHÆFT SAMEININGARHJAL Alfreö Þorsteinsson, borgar- fuiltrúi, var einn þeirra, sem sat ráðstefnuna. — Hvernig þótti þér ráðstefnan takast? — Ég var að mörgu leyti ánægður með hana, einkum og sér i lagi vegna þess, hve fjölsótt hún var. Það bendir til þess, að. það sé lifandi stjórnmálaáhugi meðal ungs Framsóknarfólks. Yfirlitserindi þeirra Eysteins Jónssonar og Guömundar G., Þórarinssonar voru fróðleg og veittu innsýn í starfsemi flokksins fyrr og nú. Sömuleiöis var erindi Hannesar Jónssonar, blaðafulltrúa, athyglisvert um margt, enda þótt menn greindi á um skoðanir þær, sem Hannes setti fram. — Hvert er álit þitt á stööu Framsóknarflokksins? — Ef veriö er að fiska sérstak- lega eftir þvi, hvort að ég áliti flokkinn vinstri flokk eða hægri flokk eða öllu heldur, hvort hann sé vinstri sinnaöur eða hægri sinnaður, þá held ég, að bezta svarið við þvi sé, að stefna Fram- sóknarflokksins áé hvorki til hægri né vinstri — heldur beint fram, eins og Hermann Jónasson komst eitt sinn að orði. Fram- sóknarflokkurinn er frjálslyndur umbótaflokkur, sem hafnar öfgum til hægri og vinstri. Og persónulega finnst mér vara- samt, þegar fámennir hópar innan stórs stjórnmálaflokksgera tilraun til aö koma eíns konar kreddustimpli á hann. Eðli málsins samkvæmt getur Fram- sóknarflokkurinn unnið með hvaöa öðrum stjórnmálaflokkum á Islandi sem er, svo framarlega, sem trygging fæst fyrir þvi, að stefna hans nái fram að ganga. Þess vegna var mjög eölilegt, þegar Framáóknarflokkurinn hafði verið lengi i stjórnarand- stöðu ásamt vinstri flokkunum, að hann tæki upp samvinnu við þá eftir siðustu kosningar. Þá sam- vinnu ber að efla á alla lund. — Hve langt á að ganga i slíkri samvinnu. A að leggja flokkinn niður og sameina hann vinstri flokkunum? — Það er barnalegt að hugsa sér að leggja Framsóknarflokk- inn niður. Hitt er svo annað mál, að mér finnst ekkert á móti þvi að kanna gaumgæfilega alla mögu- leika á nánara samstarfi flokk- anna. Jafnvel er hugsanlegt, aö þeir geti boðið sameiginlega fram við næstu bæjar- og sveitar- stjórnakosningar, t.d. hér i Reykjavik. Er talsverður áhugi á sliku meðal borgarfulltrúa minni- hlutaflokkanna, er mér óhætt aö segja, en eins og kunnugt er, hafa þessir flokkar meirihluta atkvæöa á bak viö sig, enda þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi, vegna ó’hagstæðrar skiptingar atkvæðanna, meirihluta borgargulltrúa. Þetta mál þarf nánari könnunar við, og langeðlilegast, að um það sé fjallað af hálfu, þeirra manna, sem flokkarnir hafa kosið serstaklega til þess. Það er nær að snúa ser að ræki- legri athugun á sliku samstarfi i stað þess óraunhæfa hjals aö unnt sé að sameina Framsóknar- flokkinn einhverjum öðrum flokki á þessu kjörtimabili. Kosninga- samvinna er möguleg, en sameining Framsóknarflokksins og annarra flokka er óhugsandi á næstu misserum. Alfreð Þorsteinsson Arangur slikrar kosningasam- vinnu og undirtektir kjósendanna hljóta svo að verða algerlega r- áðandi um það,hvert framhaldið yrði um hánari samvinnu þessara flokka.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.