Tíminn - 14.05.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.05.1972, Blaðsíða 2
TÍMINN Sunnudagur 14. mai 1972 Árelíus Níelsson: Þráðurinn að ofan Mörg okkar, sem lærðum dönsku fyrir mörgum árum, munum eftir sögu, ævintýri eftir Jóhannes Jörgensen, sem hét „Þráðurinn að ofan". Þetta ævintýri var um könguló, sem átti svo stóran og sterkan vef, sem hún hafði alltaf verið að bæta, breyta og auka við, frá þvi að hún kom einn fagran vormorg- un svifandi i þræði af hárri trjá- grein niður til þess staðar, sem hún hafði ofið sinn mikla vef. Svo var það löngu siðar, að hún var að athuga allt sitt ævistarf, treysta bilaða þræði og end- urbæta, að hún kom að þessum þræði, sem henni sýndist nú liggja beint út i loftið og hvergi eiga sér upptök, að hún hugsaði: „Þessi þráður hefur ekkert gildi. Hann er eiginlega bæði til ónýtis og athlægis. Eg slit hann bara sundur" Og hún kippti fast og oft i þennan furðulega þráð, sem lá beint inn i himininn og ósýnileik- ann, þangað til hann slitnaði. En þá hrundi allur vefurinn hennar saman, og vafðist eins og glitr- andi voð utan um hana. Og hún sjálf varð föst i sinum eigin vef. Hún gat sig hvergi hrært og kafn- aði að lokum. Hún hafði slitið þráðinn, sem var uppistaða allra hinna og allt hennar lifsstarf byggðist á. Slitið þráðinn að ofan. Stundum á vorin, þegar við horfum á dýr og blóm breiða lifs- störf sin móti hækkandi sól, leidd af ósýnilegri hönd hins alvalda magns, sem heimana hrærir, hugsa ég til þessarar sögu. Og mér finnst hún vera hin þarfasta hugvekja fyrir börn þessarar kynslóðar, sem hafa ofið sinn mikla tæknivef sýnilegra hluta sýnilegra efnisverðmæta. Þetta gengur allt saman vel og getur veitt heillir og hamingju, meðan við ennþá skynjum, að það er og þarf að vera byggt á þræðinum að ofan. Byggt á lifstrú hins góða, sem Kristur kenndi að meta mest og sagði um: Leitið fyrst rikis Guðs og réttlætis, þá mun allt hitt veitast yður að auki. Hér er ekki átt við einhverja sérstaka leið trúfræði-iðkana og trúarjatninga, heldur einmitt þann anda,þann ósýnilega Krist, sem birtist i góðleika i hvaða trú- arbrögðum, sem vera skal. En ætti auðvitað að eiga greiðasta leið að sálum, sem kenna sig við Krist og hafa unnið honum ævi- heit um fylgd og hollustu. En það er kirkja hans. Raunar hefur hún undir forystu og stjórn margra misviturra for- ingja á ýmsum öldum vikið svo grátlega langt frá anda hans og orðum. En það haggar ekki nauð- syn þess að taka tillit til þráðarins að ofan, guðstrúar og áhrifa hennar, hornsteins þess, sem nefnist elska og kærleikur. BRflUíl »6006„ BRAUN - "6006,, með synkrónisku platínuhúðuðu blaði, nýja rakvélin, sem veldur þáttaskilum í rakvéla- tækni, fæst í raftækjaverzlunum í Reykjavík og víða um land. BRAUN-umboðið: RAFTÆKJAVERZLUN ÍSLANDS HF. SÍMI 17975 OG 17976, BEYKJAVÍK HESTAFOÐURBLANÐA HESTAHAFRAR ^^W | Samband isl samvinnufélaga S^ INNFLUTNINGSDEILD XI Vörumarkaðurtnn hf. J Armúla 1A - Reykjavlk - S 64 111 Um sparikortin Þau vcita yður 10 afslátl þannig: KR. 900,- Heimilar vöruúttekt fyrir . KR. 1000,- á einingarverði í hreinlœtis- og matvörum. INNLAGT KR. 1.000.oo Úttekt kr. Eftirst. kr. Þér kaupið knrt á 900 kr., en meKi« -vcrzla íyrir 1.000 kr. Kf pér verzlio fyrir minna en 1.000 kr . |iá rit- ar afcrcio.slumaour innista^u yoai á knrlifl. l>anniK gctjB |>ór vcrzlao eins litio „K yður henlar i hvert skipti. N-gar |)ér hafið vcrzlað fyrir 1000 kr (1 kort, sem koslar 900 kr.) kaupið |>ór nýlt kort. örfáar vörulecurilir i suirum pakkninRum fara ckki inn .i s|unknrtin l.d. hvem fig sykur i sekkjum, ávexlir i kossum, W.r. pappir i pokum t,K þvuifíipínl i slórum um- búðum. I>cssar uirulccundir cru strax reikn- aðar á spankortavcrði. SPARIkorun gilda á 1. hæð, (,,.. i mal- voruilcild. Il>;iu gilda einniK á hinum árlcga jólamar-k aði.) Athugið að allar vhrur cru wrðmerktar án afsláttar. NOTIJ) Sl' A R I K UIITI N C K R I 0 V K R 1) S A M A N H V R Ð [S1 Vörumarkaðurinn „I. _i Armuio 1A K*ykjn-.. M.itvururl.ih. sími W.-H1 Hus«;icn.t. új; LJ.ifiKVrudnld fl&.na \Yfn;.fl..r\wru- íi« htimtlifttV'kJ.'idfMd flfi-in Sýnishorn ot SPARI-tCORT EINKAUMBOÐ FYRIR Electrolux Engin samfelld röð umhugsun- arefna kirkjunnar veitir betri innsýn i þetta en guðspjöllin á sunnudögum vorsins. Þau minna flest eða óll fyrst og fremst á hinn ósýnilega Krist, sem er imynd þess máttar, sem við nefnum Guð, og birtist meðal annars i skapandi og ummyndandi mætti vorsins.Dýrð hvers blóms, litir hvers morguns. Lif lambsins, hreiður fuglsins, allt eru þetta op- inberunarmyndir þess Guðs, sem Kristur kenndi að kalla föður og sagði svo um þessi táknlegu dul- arfullu orð. „Faðirinn er i mér og ég i yður". Sjá, Guðsriki er i yðar eigin sálum.— Jafnvel lærisveinarnir, sem voru þó daglega undir áhrifum hans og stjórn, skildu oft svo sorglega litið af því, sem hann sagði. — Það þarf þvi engan að undra, þótt við séum lika tornæm núna á 20. öldinni. Að sjálfsögðu birtist Guð i blómi og dýri, en hve áhrifarik ætti þá endurspeglun hans að vera i mannsvitund, sem getur verið svo óendanlega æðri nokk- urri blómjurt jarðar og gróðri vor, þótt allt sé sömu ættar. Gleymi mannssálin þessum uppruna sinum, þá slitur hún þráðinn að ofan og verður eða getur orðið i einu vetfangi um- komulausari vorblómi og hreið- urgesti. Menningarheillir byggj- ast á þessum þræði, sem tengir við hinn ósýnilega heim kærleik- ans. An þessa verður öll heimsins tækni og dýrð ekki annað en yfir- skin og gervihamingja, ekki ann- að en Gróttakvörn gulls og efna, sem gefa hamingju meðan þeim er stjórnað af anda góðleikans, guðstrú réttlætisins, en færa ann- ars allt i kaf, þar sem mannkyn jarðar verður undir rústunum, innan i hrúgunni, ósjálfbjarga eins og köngulóin i ævintýri ¦¦. Jóhannesar Jörgensens, hinni dugmiklu en ógæfusömu könguló, sem gleymdi þráðnum að ofan. meiri afköst mecf 3 sláttuþyrlu AAest selda sláttu þyrlan í Evrópu Tvær stærðir: 1,35 og 1,65 m — AAeiri sláttuhraöi engar tafir — Aðeins 4/6 hnífar auðveld hnífaskipting — AAest reynzla í smíði sláttuþyrla ÞORHF REYKJAVIK SKOLAVOROUSTIG 25 TRAKTORAR FLOAMARKAÐUR og BASAR Samtök Svarfdælinga halda Flóamarkað og basar i Laugardalshöllinni, sunnu- daginn 14.mai kl. 2. Ótrúleg fjölbreytni muna. Verð kr. 10 til 1.000 Nefndin_ ÁC Filters eklázfí 'jote um OUUSIGTI BILABUÐ HSARMULA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.