Tíminn - 14.05.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.05.1972, Blaðsíða 3
Sunnudágur 14. mai 1972 TÍMINN Árnes í Gnúpverja- hreppi áningarstaður í stórbrotnu umhverfi Félagsheimilið Árnes er sem kunnugt er eitthvert stærsta og glæsilegasta félagsheimili i sveit hér á landi og af engum vanefn- um byggt. Þao stendur við veginn upp i Þjórsardal og að Búrfells- virkjun. og umhverfið er allt hið stórbrotnasta, Hekla og suður- jöklarblasa þaðan við, og i Þjórs- ardal er mikil nátturufegurð, svo sem við Hjálparfoss og Gjána, og þar eru bæjarrústirnar á Stöng. Gnúpverjahreppur sjálfur er sérstæður að fegurð og tilbreytni mikil, þar sem flestir bæir eiga sér séstakt bæjarfjall. Gnúp- verjahrepp er ekki hægt að skoða eins og margar aðrar sveitir með þvi að aka þar fram með sam- felldri bæjarröð undir einni fjalls- hlíð eða i beinum dal. Þar er hvert bæjarstæði sérstakur heim- ur og margt að skoða. Enginn vafi er á þvi, að ferða- menn munu leggja i auknum mæli leiðir sinar á þessar slóðir á næstu árum, og þarna mun veröa áningarstaður, sem kemur i góð- ar þarfir. 1 Árnesi hefur nú verið opnað sumarveitingahús, og mun það taka jafnt á móti stórum ferðahóp um og einstaklingum. Þarna verður fullkomin matsala og önn- ur gestamóttaka, unnt að fá hvers konar veitingar allan daginn. í kynningarriti, sem Árnes hefur sent frá sér, segir að þar geti um 300 gestir setið að borðum i einu, og afgreiðsla getur farið fram i þremur sölum, mismunandi stór- um, svo að unnt er að afgreiða samtimis stóra hópa og færri menn saman. Þarna er einnig bensinsala og önnur ferðaþjón- usta. Árnes mun einnig geta tekið á móti nokkrum næturgestum, hefur nokkur herbergi til leigu, að þvi er forstöðukona veitingahúss- íns, f'rú Eva Pétursdóttir sagði. Þá sagði hún einnig, að tjaldstæði væru til reiðu á af- mörkuðu svæði á bökkunum við ána, og hægt væri að fá þar silungsveiðileyfi. Eva sagði, að hafðir yrðu á boð- stólum bæði almennir og alþjóð- legir réttir og islenzkir sérréttir. 1 ráði mun að hafa á hverju föstu- dagskvöldi diskotek þar sem góð- ar hljómsveitir lékju. 1 námunda er góð útisundlaug. þar sem fólk getur iðkað sund við góð skilyrði, og umhverfið býður upp á fagrar og margbreytilegar gönguleiðir. Laug þessi er við orkuverið við Búrfell, og er að- gangur að henni ókeypis allan ársins hring. Fyrir dyrum mun standa að gera ¦ ýmsar lagfæringar um- hverfis félagsheimilið og leiða þangað heitt vatn. Enginn vafi er á þvi, að þetta glæsilega félags- heimili Gnúpverja mun verða mikilvæg félagsmiðstöð fyrir sveitina og ágætur samkomustað- ur, jafnframt þvi að vera ferða- mannamiðstöð á sumrin, einkar vel sett á fjölsóttu ferðasvæði, sem býður upp á margþætta nátt- úruskoðun. -AK VINNA — SVEIT 15—16 ára stúlka óskast á stórt bú i Húna- vatnssýslu, einnig vantar 17 ára pilt. Upp- lýsingar i sima 40097 milli kl. 20 og 22. Switiaft Rafgeymaþjónusta Rafgeymasala Alhliða rafgeymaviðgerðir og hleðsla. Notum eingöngu og seljum járninnihaldslaust kemisk hreinsað rafgeymavatn. — Næg bflastæði. Fljót og örugg þjónusta. „SÖNNAK RÆSrR BlLINN" Tækniver, afgreiðsla Dugguvogur 21. — Simi 33 1 55. AFL HREYSTI LIFSGLEÐI Q HEILSURÆKT ATLAS — æfingatimi 10—15 mínútur á dag. KerfiB þarfnast engra áhalda. Þetta er álitin bezta og tljótvirkasta aSterðin til að fá mikinn vöSvastyrk, góSa heilsu og fagran líkamsvöxt. Árangurinn mun sýna sig eftir vikutíma þjálfun. ? LlKAMSn/EKT JOWETTS — leiSin til alhliSa likamsþjálfunar, eftir heimsmeistarann I lyftingum og gllmu, George F. Jowett. Jowett er nokkurs konar áframhald af Atlas. Bækurnar kosta 200 kr. hvor, sendum I póstkröfu ef óskaS er. Setjið kross viS þá bók (bækur), sem þið óskið að fá senda. O VASA-LEIKFIMITÆKI — þlálfar allan líkamann á stuttum tlma, sérstak- lega þjálfar þetta tæki: brjóstiS, bakið og hand- leggsvöðvana (s|á meðf. mynd). TækiB er svo fyrir- ferBarlltiS, aS hægt er aS hafa þaS I vasanum. Tæk- iS ásamt leiSarvlsi og myndum kostar kr. 350,00. SendiB nafn og helmilisfang lll'; „LlKAMSRÆKT", pósthólf 1115. Reyklavlk. NAFN .............................................................................. HEIMILISFANG ........................................................... ixöTTirrr rjJTTTJ Auglýsingar, sem eiga aö koma f blaoinu á sunnudögum þurfa aö berast fyrir kl. 4 á föstudögum. Augl.stofaTimans er I Bankastræti 7. Simar: 19523 -18300. YOKOHAMA FYRIR SUMARIÐ HJÓLBARÐAR Höföatúni 8-Símar 86780 og 38900 SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA - VÉLADEILD

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.