Tíminn - 14.05.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.05.1972, Blaðsíða 5
Sunnudagur 14. mai 1972 TÍMINN Kristján B. Þórarinsson: SOGULEG UMSKIPTI SEM MARKA TÍMAMÓT A undanförnum mánuðum hafa orðið stórfelldar breyt- ingar á islenzkum þjóðfélags- háttum. Með nánu samstarfi er þeirri rikisstjórn, sem nú situr að völdum, kleift að koma þeim málum i fram- kvæmd^sem urðu hornreka hjá fyrrverandi rikisstjórn. Það verður að teljast til tiðinda,er það náðust samningar til tveggja ára og sú samstaða, sem stjórnarflokkunum hefur tekizt að ná við stjórnarand- stöðu um landhelgismálið er mikið gleðiefni. Þá má einnig teljast til tiðindaier bætur til aldraðra voru hækkaðar um meira en helming. Það má vera mönnum tilhlökkunar- efni það stórfellda átak, sem á að gera i vegamálum á næstu mánuðum. Það er lika eftir- tektarvert hversu miklar framkvæmdir eru alls staðar og sá stórhugur, sem hefur verið með þjóðinni, þrátt fyrir þau niðurrifsskrif, sem Morgunblaðið hefur reynt að bera á borð fyrir alþjóð. Það er von að stjórnarandstaðan sé grátklökk, er hún sér hvernig almenningur hristir af sér afturhaldið, sem hann hefur búið við síðastliðin ár. Það hefur einnig sýnt sigi hversu óábyrg fyrrverandi rikisstjórn var, er hún van- rækti endurnýjun togara- flotans, en fyrir það sinnuleysi, sem hún sýndi þeim malum, er islenzkur sjávarútvegur að blæða fyrir nú. Engum getur duiizt,hversu okkur er mikil nauðsyn að eiga öflugan togaraflota. I ljósi þeirra fáu punkta, sem ég hef talið upp hér að framan, þá getur engum dulizt hversu vel sú rikisstjórn hefur staðið að þeim málefnasamn- ingi, sem hún gerði undir for- sæti Ólafs Jóhannessonar, for- manns Framsóknarflokksíns, enda kom það glöggt i ljós, er ungir Framsóknarmenn efndu til ráðstefnu að Hótel Loftleið- um þann 29. og 30. april s.l. Sú ráðstefna sannaði svo ekki verður um villzt, hvað Fram- sóknarflokkurinn nýtur mikils trausts meðal þjóðarinnar, en þar var svo yfirfullt hús af áhugasömu fólki, að ekki eru nema örfá dæmi til um slikt. Það sýnir fólki og Fram- sóknarmönnum, að hann er flokkur frjálslyndra umbóta- manna. Með þessa ráðstefnu að leið- arljósi hlýtur mönnum að vera það ljóst, að Framsóknar- flokkurinn er sterkt stjórn- málaafl, sem nýtur mikils trausts og flokkurinn er ein- huga um uppbyggingu Fram- sónarflokksins. Það sannast enn, sem Eysteinn Jónsson sagði eitt sinn,er hann ræddi um Framsóknarflokkinn: „Framsóknarflokkurinn vill byggja upp á tslandi sannkall- að frjálst lýðræðis- og menn- ingar þjóðfél. efnalega sjálf- stæðra manna, sem leysa sameiginleg verkefni eftir leiðum samtaka, samvinnu og félagshyggju. Þjóðfélag, þar sem manngildið er metið meira en auðgildið, og vinnan, þekkingin og framtakið er sett ofar og látið vega meira en auðdýrkun og fésýsla." Það þurfti kjarkmenn til að takast á við þá hrollvekju, sem stjórnin fékk i arf og prófessor Ölafur Björnsson talaði sem mest um i fyrra. Hann er það framsýnn maður, að hann sá afleiðingar við- reisnarstefnunnar fyrir. Hann sagði einnig fyrir um þau úr- ræði, sem beitt myndi verða að kosningum loknum, ef við- reisnarstjórnin héldi velli, en þau úrræði, sagði hann að væru gengin sér til húðar. Núverandi rikisstjórn er nú að takast á við afleiðingar við- reisnarinnar með nýjum úr- ræðum og nýrri stefnu, sem hentar islenzku þjóðfélagi. Það var þetta, sem kjósend- ur hlustuðu eftir, er þeir felldu viðreisnarstjórnina. Hún var búin að fá að spreyta sig of lengi. NÝTT FRA ATON RUGGUSTÓLAR SELSKINN OG SALUN ÁKLÆDI ATON-umboðið: ÓÐINSTORG Bankastræti 9 Simi 14275 Sendum gcgn póstkröfu Buið ykkur aukið öryggi og sparið óþarfa erfiði Stöðugt fleiri launþegar láta færa laun sín beint inn á banka- reikning, annaðhvort ávísana- eða sparisjóósreikning. Að sama skapi vex f jöldi þeirra ellilífeyrísþega, er láta Trygg- ingastofnunina færa ellilífeyri sinn á ávísana- eða sparisjóðs- reikning. Með þessu er tryggt að: — ekki þarf lengur að standa í biðröðum til þess að fá lífeyri eða laun greidd, peningarnir eru komnir í bankann á útborgunardegi. — þú losnar við að vera með ótryggt, vaxtalaust fé á vinnustað, í vösum eða í heimahúsum. — auðveldara er að fylgjast með eigín fjárhag, þar sem bankinn sendir yfirlit yfir innlegg og stöðu reikn- ingsins við hver mánaðamót. — með því að stofna til fastra viðskipta við Alþýðubank- ann leggur þú drög að fyrir- greiðslu bankans á ýmsum sviðum við sjálfan þig. §k Alþýöubankinn \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.