Tíminn - 14.05.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.05.1972, Blaðsíða 7
Sunnudagur 14. mai 1972 TÍMINN S2Qr Skaðabætur vegna tanntöku Tuttugu og átta ára gömul hjúkrunarkona, Julia Seller i Edinborg i Skotlandi hefur farið fram á 70 þúsund punda skaða- bætur vegna þess að fyrir nokkru var hún lögð inn á sjúkrahús, þar sem taka þurfti úr henni visdómsjaxlinn, en af- leiðingarnar af þessari tanntöku urðu slæmar. Hlaut hún varan- iegar heilaskemmdir. Sagt er, að hjúkrunarkonan sé algjör aumingi og muni þurfa á hjúkrun og lyfjagjöfum að halda það sem eftir er ævinnar. Um hvaö tala búrhvalir Starfslið Kyrrahafs fiskveiða og hafrannsóknarstoí'nunarinnar hefur fundið svar við þessari spurningu. Rannsóknir, sem visindamenn gerðu með þvi að nota mjög næm tæki, sýna, að búrhvalurinn getur framleitt hljóð i mjög viðum tónskala. Þaö geta t.d. verið dimm drynj- andi hljóð með hálfrar sekúndu millibili eða skörp brakhljóð. Algengasti „talsmáti" þessara hvala er samt sem áður ákaf- lega tið smellhljóð (upp i 50 á sekúndu) og þau eru ekki eins hjá neinum tveimur búrhvölum. Svo virðist sem þessi dýrnoti ólikar tegundir hljóða til þess að gera hvert öðru upplýsingar. Þannig gefa hvalirnir hver öðr- um upplýsingar i sambandi við fæðuöflun, fjarlægð frá strönd- inni, dýpt sjávar og annað þvi- likt. Kastrúpflugvöllur að breytast Fjölmargir lslendingar, sem ferðast hafa til Evrópulanda, hafa haft viðkomu á Kastrup- flugvelli i Kaupmannahöfn. Nú standa fyrir dyrum geysilega miklar breytingar og endur- bætur á flugvellinum fyrir sem svarar 600 milljónum isl. króna. Mikil umferð er um i'lugvöllinn. Á siðasta ári voru tekjur af rekstri hans 174 milljónir danskra króna, en út- gjöldin voru 122 milljónir danskra króna. Nú sem stend ur starfa 747 manns á flugvell- inum. Breytingarnar, sem nú eiga sér stað i flugstöðvarbygg- ingunni eru til þess að bæta að- búnað fólks, sem leið á um flug- völlinn. Þar verður m.a. margt gert til þess að létta fötluðu fólki að komast um byggingarnar. • Stoltur sótari Hann Köbler sótari i Hocken- heim i Þýzkalandi er stoltur, og ekki að ástæðulausu. Hann á tvær dætur, Petru, sem er sextán ára, og þið sjáið hér á miðri mynd og Sonyu, sem er 22 ára og stendur við hlið syst- ur sinnar. Þau þrjú eyða dögun-' um uppi á þökum húsanna i Hockenheim, sem er skammt frá Heidelberg og öll stunda þau sótarastörf. Köbler er sótara- meistari, og dætur hans eru báðar orðnar duglegir sótarar, og hyggjast i náinni framtið setja upp eigin sótarafyrirtæki, og jafnvel taka lærlinga. Snoya hefur lokið námi sem sótara- sveinn föður sins, en Petra á enn eftir nokkurn námstima. Þessi þrjú eru öll mjög vinsæl i heimabyggð sinni, og sú hjátrú er rikjandi i Þýzkalandi, að það fylgi hamingja sóturunum. Haustið strax i hugum manna Þótt vorið sé tæpast liðið hér á norðurhveli hjá okkur, er haustið þegar komið i huga manna i öðrum löndum. Aðal- lega er það þó fólkið sem lifir og hrærist i tizkunni. sem er farið að hugsa um haustið. Hér sjáið þið hausttízkuna 1972 eins og hún kemur fram hjá tizku- teiknaranum Tania Solskin. Þessi furðulegi fatnaður var áýndur á New Berkley hótelinu i London 1. mái sl. Sýningar- stúlkan heitir Carina Fitzalan Howard og er hér klædd skikkju og pisli úr svörtu ullarkrepi, og hvort tveggja er prýtt með gulu satíni. Hatturinn og slörið fylgja þessum búningi. Venjulegur haustbúningur, og varla til þess að ganga i hversdags. /-> —Neigóðan daginn herra. Venju- :------t? lega cr það konan yðar, sem bað- ar sig á föstudögum.- OCT. 16,197/ National HMSöoy uay 1&2 Hvað er i eftirrétt, mamma' — Er úrið mitt bilað, eða hefurðu bara verið hérna i tvo tima, tengdamamma? — Ég er orðinn hundleiður á fé- lagsskap þinum, gamli minn. Hefurðu nokkuð á móti þvi að flyja? DENNI DÆAAALAUSI Jói, cf þú vilt bera út blöð verð- urðu að vera nógu stór til þess að ná upp í póstkassana, og svo verðurðu að ná niður á petalana á hjólinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.