Tíminn - 14.05.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.05.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Sunnudagur 14. mai 1972 Menn og málefni Þjóðin aldrei búið við betri lífskjör t útvarpsumræðunum i fyrra- kvöld töluðu þeir Olafur Jóhannesson forsætisráðherra og Einar Agústsson utanrikisráð- herra af hálfu Framsóknar- manna. 1 upphafi ræðu sinnar gerði ólafur Jóhannesson grein fyrir helztu atriðum i störfum rikisstjórnarinnar frá þvi hún kom til valda, og var gerð gréin fyrirþeim i forystugrein blaðsins i gær. Jafnframt var skýrt frá efni nokkurra annarra kafla ræðu hans. Hér á eftir fara nokkrir kaflar til viðbótar, og sá kafli ræðu Einars Ágústssonar utan rikisráðherra, er um einahags- mál fjallaði. Lastaranum líkar ei neitt Um nöldurseggina i islenzku þjóðlifi nú sagði forsætisráðherra m.a.: Þeir eru til, sem hafa allt á hornum sér, halda þvi fram, að horfurnar séu allt annað en glæsi- legar — framundan séu, að manni skilst, ragnarök — og auð- vitað sé það stjórnin, sem áé að fara með allt til fjandans. Þessi svartnættis efasýki, ef á sann- færingu er byggð, er nær óskiljanleg. Þjóðin aldrei búið við betri kjör Sannleikurinn er sá, aö islenzka þjóðin hefur aldrei búið við betri lifskjör en einmitt nú. Menn búa við almenna velmegun, atvinna er næg, vinnufriöur rikir, fram- leiðsluaukning á flestum sviðum, verðlag á útflutningsafuröum yfirleitt ágætt, árferði gott og ytri aðstæður yfirleitt hagstæðar. Framfarir blasa hvarvetna við, og framkvæmdir eru meiri en nokkru sinni fyrr. Sannleikurinn er lika sá, að sjaldan hefur rikt meiri bjartsýni i islenzku þjóðlifi en einmitt nú. Framfara- og framkvæmda- viljinnhefur aldrei verið sterkari en einmitt nú. Það er eins og allir — jafnt einstaklingar sem hið opinbera — vilji ráðast i fram- kvæmdir. Eftirspurn eftir at- vinnutækjum, stórum og smáum, er óvenjulega mikil, og eru togarakaupin þar um gleggsta dæmið. Hvarvetna blasir við gróska en ekki stöðnun. Þetta sjá allir, nema þá helzt málgögn stjórnarandstöðunnar. En þess verður ekki vart i reyndinni, að úrtölur þeirra og hrakspár dragi úr mönnum kjark eða kæfi hinn almenna sóknarhug. Það er svo sannarlega enginn undanlátstónn i lslendingum um þessar mundir. Það er enginn uppgjafarsvipur á lslendingum i dag. Auðvitað eru til menn, sem alltaf . eru ó- ánægðir, vanþakka allt og alltaf kvarta. En það eru ekki þeir menn, sem setja svip sinn á islenzkt þjóðfélag um þessar mundir. Það er gott að vera tslendingur i dag. Það er gaman að vera tslendingur i dag. Vita- skuld dettur mér ekki i hug að halda þvi fram, að velmegunin sé eingöngu að þakka nýrri stjórnarstefnu. Arferði og aðrar ytriaðstæður ráða þar um mestu. En hinu held ég fram, að hin nýja stjórnarstefna hafi vakið bjart- sýni, aukið mönnum áræði, örvað framtak og leyst ný öfl úr læðingi. Engin ástæða til bölsýni Auðvitað getur enginn með neinni vissu spáð um framtiðina. Þar geta óviðráðanlegar ástæður ráðiö svo miklu. Óhagstæðar hagsveiflur geta skyndilega átt sér stað. En ég held,að það sé engin , sérstök ástæða til svartsyni. Ég held þvert á móti, að sterkar likur séu fyrir áfram- haldandi framfarasókn og batnandi lifsskilyrðum. Utfærsla íandhelginnar, hin nýju og stóru skip og vaxandi úrvinnsluiðnaður munu bæta aðstöðu okkar og Ólafur Jóhannesson forsætisráöherra f ræöustól á Alþingi. skapa nýja möguleika á efna- hagssviðinu. Aukin orkuvinnsla og ný stóriðja i þvi sambandi munu styrkja grundvöll atvinnu lifsins. En það er min skoðun, að traustir atvinnuvegir og blómlegt atvinnulif sé þaö, sem framar öllu öðru ber að leggja áherzlu á. Það er sú undirstaða, sem allt annað verður að byggjast á. Að sjálf- sögðu ber að fylgjast vel með i þeim efnum, en eins og nú horfir, finnst mér siður en svo ástæða til bölsyni. En það er engu likara en sumir menn hafi að kjörorði hið gamla ihaldsspakmæli:. „Við illu má búast, þvi að gott skaðar ekki”. Eðli verðstöðvunar Einar Agústsson utanríkisráö- herra ræddi, auk landhelgis- málsins, sem rætt er um i leiðara blaðsins i dag, einnig efnhags- málin og þann vanda, sem við væri að etja i þeim. Hann sagði m.a.: ..Það er auðvitað bæði rétt og skylt að viðurkenna, að vandi verðbólgunnar er mikill og rikis- stjórnin hefur enn ekki náð á honum nægilegum tökum. En jafnframt er þó skylt að gera sér grein fyrir þvi, af hverju vanda- málið stafar, hvað það er, sem við er að fást. Fyrrverandi rikis- stjórn, viðreisnarstjórnin jvo- nefnda, brá á áerstakt ráð ser til lifsbjargar fyrir tvennar siðustu kosningar. Ráð þetta var verð- stöðvun. Eins og mönnum er p.ú fyllilega ljóst, leysir verðstöðvun engan vanda i efnahagsmálum, heldur skýtur honum á frest fram yfir þann tima, sem verð- stöðvunin varir. Notagildi verð- stöðvunar er þvi aðeins fólgið i þvi ráðrumi, sem þannig gefst til undirbúnings raunhæfra aögerða. Sé timinn ekki til þess notaður, kemur vandinn aftur til sögunnar og mun verri viður- eignar, en hefði strax verið ráðizt gegn honum. Dæmin sanna, að þá skellur yfir alda verðbólgu og verðhækkana, rétt eins og þegar sprengd er flóðgátt i stiflu. Ég skal rifja upp. hvernig fór um verðstöðvunina 1967, af þvi að svo virðist sem furðumargir séu búnir að gleyma þvi, hvernig þá tókst til. Fyrri verðstöðvun viðreisnarstjórnarinnar, sem i gildivarfrá 15. nóvember 1966 til 31.október 1967, leysti aðeins einn vanda þeirrar rikisstjórnar, sem sé þann að halda velli i kosning- unum 1967. Það bragð að blekkja landsmenn með verðstöðvun t- ékst i það skiptið, og rikisstjórnin hélt velli. Afleiðingarnar að öðru leyti urðu hins vegar þær, að á næstu tveim mánuðum eftir að verðstöðvun lauk — eða frá októ- berlokum 1967 og fram i janúar 1968hækkaði framfærsluvisitalan um 21 stig. Til samanburðar má geta þess, aö allt árið 1966 hækkaði framfærsluvisitalan þó ekki nema um 13 stig og þótti auð- vitað yfrið nóg, og allt árið 1965 hækkaði þessi sama visitala um 15stig.Þetta einfalda dæmi sýnir vel það eðli verðstöðvunar að slá vandanum á frest en leysa hann ekki. Og þetta dæmi sýnir lika, að landsmenn þurftu á skömmum tima en meðærnum tilkostnaði að greiða kosningavixil viðreisnar- stjórnarinnar, enda varð ekkert lát á verðhækkunum allt árið 1968 en á þvi ári hækkaði visitala framfærslukostnaðar um 19 stig, þrátt fyrir risastökkið i árslok 1967. Leikurinn endurtekinn Nú eru kosningar venjulega á fjögurra ára fresti, og þegar að þvi dró á árinu 1971,að landsmenn skyldu enn einu sinni ganga að kjörborðinu, tók fyrrverandi rikisstjórn að lita i kringum sig i leit að ráðstöfunum. sem likleg- astar gætu virzt til bjargar i kom- andi kosningum, þvi að á afreka- skrá kjörtimabilsins var fátt um fina drætti og ekkert öruggt flot- holt,sem notast mætti við. Þá var brugðið á sama ráð og 1967 og verðstöðvun boðuð. Sú verðstöðv- un tók gildi 1. nóvember 1970 og skyldi standa til 31. ágúst 1971. Þannig átti á nýjan leik að slá þann kosningarvixil, er duga mundi til áframhaldandi lifdaga. Allir vita, hvernig þessum leik lauk. Landsmenn létu ekki blekkjast eins og 1967, viðreisnar- stjórnin féll, og á hana verður ekki framar kallað til raunhæfrar ábyrgðar. En fylgja hennar er enn á meðal vor. Núverandi rikis- stjórn og landsmenn allir verða að glima við þann vanda, sem fráfarandi rikisstjórn skildi eftir óleystan, sem sé þann, að nú eftir lok verðstöðvunartimabilsins ris sú háa alda verðbólgu og verð- hækkana, sem sumpart var til meðan á verðstöðvuninni stóð en sumpart var fyrir hendi áður'en verðstöðvun tók gildi. Um þetta segir t.d. Gunnar J. Friðriksson, formaður Félags islenzkra iðn- rekenda, i ræðu á ársþingi þess félagsskapar nú fyrir skemmstu með leyfi hæstvirts forseta: „Þegar verðstöðvunin var sett á 1. nóvember 1970, hafði fjöldi iðnfyrirtækja ekki enn reiknað inn i verðlag vöru sinnar þær hækkanir, sem orðið höfðu undangengna mánuði. Auk þess varð veruleg hækkun á þjónustu- og flutningsgjöldum skömmu eft- ir að verðstöðvunarlögin tóku gildi. Þessi fyrirtæki voru þvi þegar i upphafi verðstöðvunar mjög illa sett. Auk þessa urðu allt verðstöðvunartimabilið stöðugar hækkanir á aðfengnum rekstrar- vörum iðnaðarins, sérstaklega þegar kom fram yfir mitt ár, en þá varð veruleg hækkun á hráefn- um frá þeim þjóðum, sem sjá iðnaöinum fyrir megninu af þeim erlendu hráefnum,sem hann not- ar, vegna breytinga á gengi gjaldmiðils þeirra. Allar þessar hækkanir varð iðnaðurinn að taka á sig, án þess að geta borið þær uppi i hærra verði á framleiðslu- vörum sinum. Ég lýsti á siðasta ársþingi ótta iðnrekenda viö áhrif þessarar verðstöðvunar. Það er viðurkennt af öllum, að verð- stöðvun leysi engan vanda heldur veiti aðeins frest til þess að takast á við hann”. Hér lýkur þessari til- vitnun i ræðu Gunnars J. Frið- rikssonar, en Gunnar Friðriksson hefur sagt meira en þetta. Hann hefur áréttað þessi ummæli sin enn betur eftir að þau höfðu verið gagnrýnd og dregin i efa af for- manni Sjálfstæðisflokksins, þvi að i grein i Morgunblaðinu — þann 4. mai 1972 segir Gunnar enn með leyfi hæstvirts forseta: „Ræðan var lögð fyrir stjórnar- fund áður en hún var flutt, og samþykkt þar einróma og siðan rædd og samþykkt á ársþinginu eftir að hún var flutt þar. Túlkar hún þvi ekki aðeins minar per- sónulegu skoðanir, heldur einnig skoðanir þorra einstaklinga”. 1 greininni eru nefnd dæmi þvi til staðfestingar, sem i umræddri ræðu greinir, að verðhækkanirn- ar voru óframkomnar. Þannie hækkuðu flutningsgjöld um 10% i október 1970, póstur og simi um 15-20% i nóvember sama ár, og olia um 12% einnig á árinu 1970, það var i september. Launaskatt- ur hækkaði um 150%, og ýms hrá- efni hækkuðu verulega, auk þeirrar gengisbreytingar, sem áður er um getið. Arfurinn Það,sem hér segir um iðnað,á auðvitað við i flestum ef ekki öll- um atvinnugreinum öðrum, og er það þvi deginum ljósara, að vandi sá, sem við er að glíma, er að stórum hluta arfur frá fyrri stjórn, fallinn kosningarvixill viðreisnarstjórnarinnar, sem landsmenn eru að greiöa, þvi að vitanlega nota þessi iðnfyrirtæki og önnur atvinnufyrirtæki i land- inu, sem búið hafa við þá skerð- ingu verðstöðvunar, sem Gunnar Friðriksson lýsti i þeim ummæl- uraer ég rakti, fyrsta tækifæri til þess að fá leiðréttingu mála sinna, það er að hækka fram- leiðsluvöru sina sem þessum útgjaldaauka nemur. Auðvitað ber að viðurkenna, að nú upp á siðkastið hafa orðið verðhækkan- ir, sem rekja verður til annarra orsaka en þeirra, sem hér hafa verið gerðar að umtalsefni, og viðskiptaráðherra hefur nýlega gefið opinberlega og á Alþingi sundurliöun á þeim hækkunum, sem orðið hafa, og skal ég þvi sleppa að telja þær hér. Þótt nauðsynlegt sé að átta sig á þvi, sem reynt hefur verið að draga fram, það er af hverju verðbólgan stafar, er þó hitt meira virði að gera sér grein fyrir þvi, hvað sé til ráða. Spornað gegn verðbólgu Nú er ákveðið, að allar þær hækkanir, sem um er beðið skuli háðar endanlegu samþykki rikis- stjórnarinnar, sem þannig tekur á sig þá ábyrgð að greina á milli óhjákvæmilegra verðhækkana og hinna, sem komast má hjá, og freista þess á þann hátt að halda verðbólgunni i skefjum. Það var þvi rikisstjórnin, sem ákvað, að hitaveitugjöldin i Reykjavik hækkuðu um 5% i staðinn fyrir 13,2%, eins og Sjálfstæðismenn i borgarstjórn Reykjavikur fóru fram á, og rafmagnið um 10% en ekki 16,6% eins og sömu menn vildu þó að yrði. Afnotagjöld út- varpsins hækkuðu af sömu ástæðu um 10% en ekki um 30%, eins og forráðamenn þeirrar stofnunar fóru fram á Gosdrykkir hækkuðu um 12% i stað þeirrar 28,7% hækkunar, sem framleið- endur töldu sig þurfa, svo að ég nefni dæmi sitt úr hverri átt- inni. Þannig hefur þessi rikis- stjórn reynt að sporna við vexti verðbólgunnar, þótt enn skuli viðurkennt, að ekki sé nóg aðgert og betur þurfi á að taka. En er það of mikil bjartsýni að vona, að verðhækkunarskriðan, sem inni- birgð var, hafi nú um það bil fengið útrás og að við geti tekiö stöðugra timabil? Ég held ekki,að sú bjartsýni þurfi að verða sér til skammar. Að visu er það svo, aö nokkrar kauphækkanir eru ennþá óframkomnar, bæði af þeim,sem samið var um i tið fyrrverandi rikisstjórnar og eins frá þvi i desembersamningunum 1971, og vafalaust verður atvinnurekstr- inum i sumum tilfellum örðugt að mæta þeim. A móti þessu kemur þó alveg ótvirætt hagræði af þvi, að samningar tókust nú til lengri tima en áður, og siðast en ekki sizt það, að þeir samningar feng- ust án verkfalla, en verkföll hafa löngum reynzt fyrirtækjunum fjárhagslega erfið, enda er mér kunnugt um það, að sanngjarnir atvinnurekendur meta þessa staðreynd til verulegra fjármuna og vilja heldur borga starfsf ólk- inu sinu þá i formi hærri launa en að verja þeim til herkostnaðar gegn samstarfsmönnum sinum”. — TK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.