Tíminn - 14.05.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.05.1972, Blaðsíða 9
Sunnudagur 14. mai 1972 TÍMINN Utgefamii; Franií6krtarff6kkurfnn ;lítr:áj£jicva?irái^^ fcárarlnsson (áb), Andrés KfWíánSSOn, Jóft HöigaíOrt, Inár&l ¦¦:¦ 6. Þorsteinsson og T<5m«* Ks-rlsson, Aö^lýsinsfasiíórt: Stsfn- jfrífrtor Gíslason. RltsftófnarskTÍfstofur: I Cdduhú$i«W;:: sfntWÍ > ¦¦: 18300:¦:—¦ 18 306. 5krif?tofvr : Bankastfæfi 7. : -~ Afsrelðsiusími 113Í3. Augtýsingasími 195Í3> ASrar sícrifstofur siml T830£l^ Áikrlffargfald kr; Ít2$,00 á mánutti innanlantfs. í laUsas»1<f kr. I5.<» 4inUK». ~ BfaSaprent h.f. (OH*4t) Samheldnin mestur styrkur í ræðu sinni i útvarpsumræðunum i fyrra- kvöld ræddi Einar Ágústsson m.a. um land- helgismálið. Ráðherrann sagði, að i för sinni til Lundúna 23. mai n.k, myndu hann og sjávarút- vegsráðherra ræða við utanríkisráðherra Breta og fleiri ráðherra og freista þess að komast að samkomulagi, að minnsta kosti til bráðabirgða, um þau vandamál, sem útfærsla landhelginnar kann að valda brezkum hags- munum, og taldi hann mikils virði,að slikt samkomulag gæti náðst. ,,Við íslendingar þekkjum rök okkar og rétt i þessu lifshagsmunamáli", sagði ráðherrann, „en við getum lika áreiðanlega öðrum fremur sett okkur i spor þess góða alþýðufólks i hafnarborgum Englands, Skotlands og Vestur- Þýzkalands, sem hefur alla sina afkomu,kyn- slóðum saman,átt undir fiskveiðum i grennd við Island. Það er vegna þessa fólks, sem við leggjum okkur fram um að geta veitt umþóttunartima.'' Ennfremur sagði Einar: ,,Engu skal ég spá um, hverjar niðurstöður þessara samningaumleitana kunna að verða, þvi að vissulega er við ramman reip að draga, þar sem er rótgróin tregða viðsemjenda okkar að viðurkenna rétt smáþjóða til einhliða útfærslu fiskveiðilögsögunnar, en ég leyfi mér þó að vona, að takast megi að finna viðhlitandi lausn, þvi að vissulega væri það illa farið, ef sjálfsbjargarviðleitni okkar íslendinga yrði til þess að spilla vináttu okkar við þær þjóðir Vestur-Evrópu, sem við viljum eiga samskipti við, ekki einungis viðskiptaleg samskipti, heldur einnig og ekki siður mannleg og menningarleg. En hvernig sem um þessa samninga verður er hitt óumbreytanleg staðreynd, að eigi siðar en 1. september n.k. verður islenzka fiskveiði- lögsagan færð út i 50 sjómilur frá grunnlinum og það er bjargföst trú min, að sú stefna okkar, að strandriki og eyriki eigi fullan rétt á ein- hliða ákvörðunum um landhelgi sina og að sú regla eigi að gilda ekkert siður um fiskveiðar heldur en t.d. nýtingu hafsbotnsins, se' stefna framtiðarinnar, enda sýnir stuðningur vaxandi þjóðafjölda við hana það, að svo hljóti að verða. Nýverið hafa Bandarikin gert samning við Brasiliu, þar sem i reynd er viður- kenndur réttur Brasiliu til tiltekinna veiða allt að 200 milum frá landi.Ummæli Rogers, utan- ríkisráðherra Bandarikjanna, við islenzku fréttamennina um daginn voru einnig til þess fallin að auka okkur vonir auk fleiri atburða, sem borizt hafa fregnir af og allir þekkja. Engu að siður skulum við varast órökstudda bjart- sýni en lita raunsætt á þá staðreynd, að við erum litil þjóð i deilu við volduga and stæðinga. Að visu eigum við góða og öfluga bandamenn, og er skylt að þakka það, en mestur styrkur er þó okkar eigin samheldni, allrar þjóðarinnar, megi hún aldrei rofna." —TK Grein úr Science Horizons: Olíuvinnsla hafin á 700 feta dýpi Olíuleit beinist í sívaxandi mæli að hafsbotninum 1 HAFDJÚPUNUM leynast miklar oliulindir, sem biða þess, að úr þeim verði dælt. Fyrir skömmu tilkynnti Humble Oilland Refining Company, systurfélag Stand ard Oil Company, um slikan fund i Santa Barbara sundinu úti fyrir ströndum Kaliforniu á 700 til 1500 feta dýpi. Oliu- turnar og önnur vinnslutæki við þetta nýja og mikla oliu- nám verða á tvisvar til þrisvar sinnum meira dýpi en dæmi þekkjast um áður. Oliu- nám á jafn miklu dýpi og þarna er fyrirhugað markar timamót i leit oliuiðnaðarins að lindum til að fullnægja si- vaxandi orkuþörf. Tæknin, sem beita á við oliuvinnsluna i Santa Barbara sundinu, er ekki ný, heldur út- færsla eða áframhald aðferða, sem beitt hefir verið árum saman við oliuvinnslu á litlu dýpi með ströndum fram. Tæki Humble-felagsins eru engu að siður stórfengleg og má i þvi sambandi athuga fyrsta vinnslupallinn, sem reisa á. Smiða verður fer- hyrnda grind, sem gnæfir 775 fetum hærra en fimmtiu hæða hús og kemur að notum á 700 feta djúpu vatni. Þungi grind- arinnar verður eitthvað yfir 20 þús. smálestir. Pallurinn efst er um 150 fet og þaðan má bora allt að 60 holum. Neðri hluti hornsúlanna verður 17 fet i þvermál og milli þeirra verð- ur rúm ekra sjávarbotns. betta verður langsamlega stærsti borpallur, sem sögur fara af. A VESTURSTRONDINNI er engin skipasmiðastöð, sem getur tekið að sér að smiða þetta bákn. Sennilega verður pallurinn smiðaður i gryfju, sem svo verður hleypt á sjó, þegar smiðinni er lokið. Þá á turninn að fljóta upp og verður ' siðan dreginn á sinn stað 25 milur vestur af borginni Santa Barbara. Þegar á staðinn er komið verður pallurinn reistur upp og sökkt til botns með þvi að opna flothylki i hornsúlun- um á réttum tima. Að þvi loknu verður pallinum fest með þvi að reka djúpt niður i botninn risavaxna stálteina, sem leika i sliðrum á horn- súlunum. Borunartækjum verður 'komið fyrir á efra gólfi palls- ins. A neðra gólfinu verða svo tæki til að taka við oliunni og gasinu, og þar verða einnig alls konar tæki til að stjórna vinnslutækjum i kafi. Frá öllu verður gengið á þann hátt, að það þoli tröllaukinn öldugang. Ennfremur á pallurinn að þola * allmikinn jarðskjálfta, enda nærri strönd Kaliforniu. Pallurinn er svipaður þeim borpöllum, sem notaðir eru með ströndum fram, nema hvað hann er-miklu stærri og viðameiri en áður hefir þekkzt. VINNSLUKERFIÐ i kafi er ætlað til notkunar á miklu dýpi og kemur i stað sams konar útbúnaðar ofansjávar. Við smiði þess hefir verið beitt nýjustu tækni. Hvert kaf-kerfi nær til allt að 40 hola, sem bor- aðar eru i hvirfingu. Holurnar verða boraðar frá borturn- inum, tengdar kaf-kerfinu, þegar þær eru orðnar vinnslu- hæfar og þá streymir olian frá þeim eftir rörum upp á pall- inn. Mikilli tækni verður beitt við daglega starfrækslu hvers borturns, þar á meðal tölvum til að stjórna kerfinu og öryggisbúnaði, sem lokar sjálfkrafa fyrir hvern þann hluta þess, sem bregður út af eðlilegu starfi. Þegar mikið liggur við verður gripið til mjög sér- stæðra tækja. Þurfi til dæmis að skipta um lokur verður þessi búnaður látinn siga frá báti niður með vinnslukerfinu, þar sem hann lendir á spori umhverfis kerfið og rennur eftir þvi unz hann er i réttri af- stöðu til að framkvæma loku skiptin. Þá er hinn bilaði hlutur fjarlægður, nýjum komið fyrir i hans stað og hann reyndur, en siðan rennur búnaðurinn aftur á sinn stað og biður þess, að vera tekinn upp á yfirborðið. 1 búnaðinum er ljós og sjónvarp, sem gerir starfsmenni kleift að fylgjast með viðgerðinni. Þessum búnaði fylgir einnig dýfingar- hylki, sem tæknimaður getur farið i áhættulaust niður á botn og unnið þar ef þörf krefur. HUMBLE-félagið telur inn- byggðar mengunarvarnir afar mikilvægar. Komið verður fyrir „lekabyttu", sem um- lykur allan borturninn og tek- ur við öllum oliuleka. Olian lendir i rennu og flýtur þaðan upp á pallinn eftir leiðslu. Um leið og leka verður vart fer af stað rafþreifir, sem lokar hol- um og leiðslum i þeim hluta kerfisins, sem bilaður er. Eftirliking af þriggja bor- hola kerfi er i smiðum i Vent- ura i Kaliforniu. Það verður reynt á þurru fyrst og siðan i kafi i steinsteyptum geymi. Þegar þessum athugunum er lokið er ætlunin áð koma eftir- likingunni fyrir i burðar- ramma fyrsta turnsins á 200 feta dýpi. Þar verða boraðar þrjár holur og kerfið reynt að nýju. Boranir eftir oliu hafa farið fram i Santa Barbara sundinu siðan fyrir 1950. Þar hafa þeg- ar verið boraðar yfir 200 holur. Kalifornia var fyrst allra fylkja til að setja reglur um vinnslu i sjó og var það gert árið 1921. Oliuvinnsla frá bor- palli hófst 1958 og nú eru starf- ræktar þarna um 20 oliu- og gasvinnslustöðvar i sjó. MARGT varð að kanna áður en unnt var að hef ja vinnslu á miklu dýpi Humble-félagið hefir starfrækt tvær fljótandi borstöðvar siðan það keypti rikisleyfi til oliuleitar árið 1968. Stöðvarnar eru Wodeco IV, sem likist venjulegu skipi, og Bluewater II, eins konar marandi pallur — og eru báð- ar ætlaðar til vinnslu á miklu dýpi. Verkfræðingar útbjuggu sérstakt festakerfi til þess að halda fljótandi borbúnaði kyrrum beint yfir forholu á sjávarbotni á 1000 feta dýpi. Umhverfis borstöðvarnar er komið fyrir 8 drekum i hring. Hver um sig vegur 10 smálest- ir og er þvermál hringsins ná- lega tvær milur. Hver einstakur dreki er tengdur borstöðinni fljótandi með keðju og virum, sem þola yfir 200 tonna átak. Tölva skipsins eða hinnar fljótandi stöðvar var stillt á fjarlægðina frá drekunum og afstöðuna til borholunnar, sem veríð er að bora. Þetta festingarkerfi reyndist það öruggt, að lóðrétt lina frá hinum fljótandi bor- stað að holunni haggaðist ekki nema um þrjá af hundraði af dýptinni, en svo lítili skakki truflar ekki starfræksluna. Fyllsti öryggisbúnaður hefir verið notaður við tilraunabor- unina. Verði vart háþrýstings i borholu getur gosvarna búnaður yfir opinu lokað bil- inu milli borpipunnar og sliðursins á örfáum sekúnd- um, og þá er unnt að hafa hemil á þrýstingnum. HVERNIG stendur á þvi, að oliufélögin halda áfram oliu- leit á meira dýpi en áður hefir verið glimt við, jafn gifurlega dýrt og þaö er? Svarið er ein- falt. Oliufélögin leggja á djúp- ið vegna þess.að þau eiga ekki annars kost. Dagleg notkun oliu i Banda- rikjunum nemur meira en tveimur milljónum smálesta og gasnotkunin um fimmtiu þúsund milljón rúmfetum. Gert er ráð fyrir, að oliu- notkunin á dag aukist upp i um þrjár milljónir smálesta til ársins 1980 og verði komin vel yfir fjórar milljónir smálesta um aldamótin. Gasnotkunin á dag er álitin verða um 70 þús. milljónir rúmfeta i lok aldar- innar. Þetta þýðir, að Bandarikja- menn þarfnast á næstu þrjátiu árum tvöfalt meira af oliu og jarðgasi en þeir hafa notað þau 112 ár, sem liðin eru siðan oliuvinnsla hófst árið 1859. Oliu- og gaslindir verða æ tor- fundnari á þurru landi. Þá er ekki annað að gera en að leita á haf út. Jarðfræðingar álita, að finnanlegur forði undir- landgrunni Bandaríkjanna kunni að nema riflega 200 milljörðum tunna af oliu og billjón rúmfeta af gasi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.