Tíminn - 14.05.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 14.05.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 14. mai 1972 Þorsteinn Matthíasson: ¦ Asgeir Guðmundsson skóla- stjóri. Arni Magnússon yfirkennari Hann kann aö umgangast börnin. Þau hafa ekki valdiö hon- um erfiöleikum i húsvarðarstarf- inu. Heimsókn í unglingadeild Við Hliðaskóla er skólastjóri Asgeir Guðmundsson. Hann kom að skólanum haustið 1961, þá yfir- kennari, en tók svo við skólastjórn, þegar Magnús Sigurðsson hætti fyrir tveimur eða þremur árum. Einn veigamikill þáttur i starfi Hliðaskóla er félagsskapur, sem byggður er upp sameiginlega af kennurum skólans og foreldrum barnanna, sem þangað sækja nám sitt. Skólastjórinn skýrir hér fyrir okkur, hvernig þessu starfi er hátt- að. — Upphafið var á þann veg, að við stofnuðum til kynningar- og fræöslufunda með foreldrum hvers aldursflokks i byrjun hvers skóla- árs, i september eða október, og tókum þá til umræöu ýmsa þætti i starfi þess aldursflokks yfir vetur- inn, bæði námsefni, kennsiuna sjálfa, félagslif nemenda og ýms vandamál, sem skólinn er að glima við hverju sinni. Upp úr þessu fæðist, eða öllu heldur styrkist, sú skoðun min, að i hverfinu þurfi að vera félagsskap- ur foreldra i sem nánustum tengsl- um viö skólann. Þetta varð til þess, að við hér i skólanum ræddum það á okkar kennarafundum, hvort við ættum að standa að stofnun foreldrasam- taka i hverfinu, og var samþykkt að vekja máls á þvi. Við boðuðum svo'til kynningar- fundarum þetta rriál, sem leiddi til þess, að félag var stofnað. I lögum félagsins er svo fyrir mælt, að félagar séu allir þeir for- eldrar, sem börn eiga i skólanum, og einnig allir starfandi kennarar við skólann. Félagið heitir þvi Foreldra- og kennarafélag Hliða skóla. Þetta samstarf tel ég ákaf- lega mikilvægt, og það hefur raun- ar komið i ljós. Félagið hefur starfað allmyndar- lega og tekið afstöðu til ýmissa mála, og er greinilegt, að skólinn nýtur stuðnings þess i miklum mæli, sem bezt kemur fram i þvi, að byggingaframkvæmdir við skól- ann munu hefjast nú á þessu ári - þökk sé félagsskapnum. Eins hafa verið tekin til umræðu hjá félaginu ýmiss önnur mál, sem varða nemendur skólans bæði nám, félágsmál og aðstöðu i skólanum að öðru leyti. Einnig þær venjur og reglur, sem foreldrar i skólahverf- inu glima við. Það er ýmislegt fleira á ferðinni i sambandi viö samstarf skólans og foreldranna, kennaranna og for- eldranna. Við höfum t.d. haft um- ræðufundi i aldursflokkum og feng- ið þangað gesti. Þessir fundir hafa heppnazt sérlega vel. Einstakir bekkir hafa gengizt fyrir skemmtifundum, sem foreldrar hafa sótt. Nemendurnir hafa troðið upp með skemmtiefni, en for eldrarnir komið með kaffi og með- læti. Þetta hefur vakið mikla ánægju. Þá má geta þess, að foreldrar barnanna i yngstu deildunum hafa gjarnan komiö inn i skólastarfið og hjálpað til við ýmsa þætti, svo sem eins og styttri ferðalög, gönguferð- ir eða ýmis verkefni, sem kennari á erfitt með að ráöa við einn. Þetta er mjög skemmtilegt. Foreldrar gera það með sérlegri ánægju, að koma til skólans i slikum erindagjörðum. Þetta nána samstarf hefur orðið þess valdandi, að það má heita óþekkt fyrirbrigði, að fólk hlaupi upp til handa og fóta út af vanda- málum, sem upp koma án þess að kanna þau nánar, og við höfum lagt á það geysimikla áherzlu, að fólk 'komi beint til okkar með vanda- málin, áður en það fellir dóm um vissa þætti, sem verið er að glima við. Ef einhver nemandi reynist erfiður, er mjög auðvelt að leita þar samstarfs við foreldrana - þeir ætlast til þess. Til viðbótar er kannski rétt að geta þess, að kennarar við barna- stigið hafa hér fasta viðtalstima hálfsmánaðarlega. Og eru for- eldrar bæði boðaðir og geta komið ótilkvaddir. Þetta er mikið notað. Foreldrar eiga kost á þvi að koma i skólann og kynna sér starf- ið. Við höfum ekki beinlinis farið inn á það, að opna skólann i kennslustundum. Það hefur hins vegar komið til umræðu. Hvernig við leysum það, vil ég á þessu stigi málsins, ekki um segja. — Koma foreldrar til skólans með sin vandamál? — Það er mjög almennt. Um leið og eitthvert vandamál kemur upp hjá barn, þá er trúlegt að þar sé eitthyað fleira að. I flestum tilfell- um gefa foreldrar skólanum til kynna, ef þeir verða varir við ein- hverja erfiðleika hjá börnum sin- um, og ég man ekki, nú hin siðari ár, eftir verulega neikvæðri afstöðu foreldris gagnvart erfiðleikum, sem skólinn á i vegna viðkomandi nemanda. Og sjaldan er skólanum gefiö að sök, þótt námsárangur hjá einstökum nemendum sé ekki eins mikill og æskilegt væri. Við höfum sagt þessu ágæta fólki i kringum okkur, að við ráðum ekki við öll vandamáí, og við veröum að fá aðstoð frá þvi. Og mér virðist, að foreldrar hafi sýnt þessu skilning, og liti oft i eigin barm og spyrji: „Hvað get ég gert til að draga úr þessum vanda"? Eitt af þvi, sem komið hefur mikið til umræðu á foreldrafundum, er vandamál heimilanna, að hafa nemendurna rólega inni á heimilum og fá þá til að sinna verkefnum. Það eru ýms öfl i þjóðfélaginu, sem toga i krakk- ana, og heimilin eru, tiltölulega fá, þess megnug að standa þar i móti. Annað, sem við gjarnan getum minnzt á, er félagslif nemenda, en það er talsvert mikið hér innan skólans einkum á unglingastiginu. Það félagslif er skipulagt af nemendum og kennurum i félag inu. Um skipulag þess fá allir að vita hálft skólaár fram i timann. Hvað er á döfinni, hvenær það er, hvað það kostar, og hverjir eiga að sjá um það. Þetta fyrirkomulag hefur skapað mikla festu og mikinn frið i skóla.- Um vandamál varðandi félags- lifið hef ég það að segja, að þau hafa ekki komið upp hér. Við verð- um aldrei varir við reykingar eða áfengisnotkun á skemmtunum i skólanum, enda höfum við tekið mjög fast á slikum hlutum og nemenduf gera sér fulla grein fyrir þvi, að þeir gera sig brottræka úr skóla verði þeir staðnir að þvi, að hafa slikt um hönd hér. — Þú ert búinn að starfa hér i áratug. Hver finnst þér breyting á nemandanum sem einstaklingi? — Hann er frjálslegri i umgengni, og hann er frakkari. Það er talsvert áberandi, að börn, ég á þar ekki eingöngu við ung- linga, heldur börn yfirleitt, leyfa sér meira en áður. Þetta kann þó að speglast I öðrum atriðum varðandi þennan skóla. Við höfum gengið i gegnum dálitið óvenjulegar kringumstæður hér. Viö vorum á sinum tima með hálft fjórtánda hundrað nemendur i sama húsnæði, og við erum nú með um átta hundruð nemendur. Og þegar mjög þröngt er i húsi, þá þýðir það harðari og strangari reglur, öðruvisi gengur það ekki. Þegar siðan losnar um i skólanum, og það verður lifvænlegra að búa þar og lifa, þá kannski losnar lika dálitið um strangleika agans. Ég býst alls ekki við minna af unglingunum nú en áður. Þeir lofa góðu. En umhverfið hefur skapað þeim og okkur, stórkostlega örðug- leika. Og það eru þvi miður alltof margir i umhverfinu, sem fá leyfi til þess að spila á veika þræði. Og við þessa hluti erum við i skólunum að berjast. Trúlega hafa unglingarnir of mikil f járráð, þvi færri kunna með að fara á skynsamlegan hátt. Og mér yirðist^að það félagslif, sem ýmsir „aðrir" eru að skapa þessu unga fólki, sé ákaflega tóirit, án þess að það sé þroskandi og gefi lifsfyllingu. Persónulega er ég þeirrar skoð- unar, að skóli eigi að þjóna sinu hverfi i öllu tilliti, bæði félagslegu og menntunarlegu. Og er það ekki eingöngu bundið við skyldunám, heldur á hann að vera opinn öllum þeim, sem hafa löngum til að nema og vinna að þroskandi tómstunda- iðju. Og vonandi kemur að þvi, að við opnum skólann meira fyrir þeim aðilum, sem að honum standa. Að fólkið i landinu veit ekki nægi- lega mikið um hið innra starf skól- anna,má kannski bezt sjá á þvi, að þegar við byrjuðum okkar um- ræðu- og fræðslufundi, þá voru spurningar fólksins allt aðrar en þær eru nú. Þær upplýsingar, sem við nöfurn komið til fólksins, virð- ast mér vera að bera árangur núna. Það gerir sér betur grein fyr- ir þvi hvað skóli er, hvað hann gerir og hvaða vandamál hann hefur við að fást. Upplýsingastarfsemi um verksvið og störf skólanna hefur litil verið. Hins vegar er flest það, sem neikvætt er og úrskeiðis gengur, vandlega útmálað fyrir almenn- ingi. Frábær árangur eða ástundua nemenda innan skólaveggjanna þykja ekki fréttnæmt efni handa fjölmiðlum, en brotnar rúrðurv fylliri og flöskubrot er vandlega matreitt og borið á borð fyrir al- menning. Það er von okkar, að við getum aukið til muna þátt listgreina hér i skólanum t.d. myndiðar handa- vinnu og tónlistar. Að gefa þessu gaum, gerir hverja stofnun rikari. Við höfum hér I skólanum aðila, sem liklegir eru til að lyfta Grettis- taki á þessu sviði. Um aðra þætti get ég sagt það, að við höfum reynt að vera með I öll- um þeim nýjungum, sem yfir okkur hafa flætt, eftir þvi sem við höfum talið þær stefna i framfaraátt, þessi seinustu ár. Kennarar skólans háfa verið mjög áhuga- samir að sækja námskeið i nýju námsefni og breyttum kennsluhátt- um. Allt það starf, sem getið er um hér að framan, hefur orðið til fyrst og fremst vegna framsýni og ósér- hlifni kennara. Og allar þær nýjungar, sem við erum með á hverjum tima hé'r i skólanum, ganga beint út til for- eldranna i gegnum upplýsinga- starfsemi. Ef viðekki hefðum þetta þannig, þá mætti búast við, að við fengjum andstöðu gegn ýmsum '"'ohmuiidur Emilsson Arni Pálsson kennari Edvard Ragnarsson Hrólfur Kjartansson Jóhanna leiðbeinir þeim yngstu.'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.