Tíminn - 14.05.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 14.05.1972, Blaðsíða 11
Sunnudagur 14. mai 1972 TÍMINN 11 SKÓLALÍF V I Hlíðaskóla þáttum. Fóik, sem þekkir ekki, veit ekki og dæmir án þess, verður nei- kvætt i afstöðu sinni. En ég held mér sé óhætt að segja, að þaö kem- ur tæpast fyrir að sú alda risi milli heimila og skóla hér i þessu hverfi. Árni Magnússon yfirkennari Hann hefur kennt við Hliðaskóla siðan haustið 1963, og stundaö fyrstu fimm árin jafnframt há- skólanám. Fyrir hálfu þriðja ári varð hann svo yfirkennari skólans og hefur gegnt þ^i starfi siðan. — Þegar ég kom hingað, haustið 1963, var okkur, sem byrjuðum að kenna hér, sagt frá þvi, að aðeins væri búið að ljúka fyrsta áfanga skólabyggingarinnar, og kominn liðlega þriðjungur þess rúmmetra- fjölda, sem fyrirhugaður væri. En siðar kom annað veigamikið atriði til sögunnar. Fækkun barna, sem skóla sækja i hverfinu, hefur orðið geysilega mikil. Þá vorum við með hvern aldursárgang i fimm til sex, jafnvel sjö, fullskipuðum deildum, en nú eru aðeins þrjár i yngstu aldursflokkunum. Byggingaþörfin hefur þvi ekki ver- ið eins brýn, enda engu húsnæöi bætt við siðan. Nú eru i skólanum rúmlega átta hundruð nemendur, en voru vorið 1965 rétt innan við hálft fjórtánda hundrað. í tveim elztu aldursflokkunum 7. og 8. bekk eru um 280 nemendur. Þeir árgangar eru langfjölmenn- astir, fækkunin er ekki komin i gegnum skólann. A þessu timabili hefur orðið mikil breyting á flestum sviðum þjóðlif- sins, og hún hefur einnig náð til skólanna. Kennslutæki eru fleiri og fjölbreyttari og kennslutækni meiri. Hér i skólanum höfum við fengið aukið húsnæði vegna nemend.afækkunarinnar og það hefur gefið okkur möguleika á að taka inn i skólastarfið ýmsa mikils- verða þætti, sem i upphafi var ekki hægt. Þó er húsnæðið of litið. Skólann vantar leikfimihús. Við verðum að fara með krakkana niður i Vals- heimili, og barnaskólinn fær ekki þá leikfimitima, sem hann á að fá. Einnig vantar aðstöðu til ýmissa félagslegra starfa og skemmtana- halds. Við höfum þó verið með tóm- stundakvöld, venjulega einu sinni i hálfum mánuði. Þau hafa verið vel sótt, sérstaklega fyrri hluta vetrar. Þá munu þrir af hverjum fjórum nemendum unglingaskóladeild- anna hafa mætt. Seinni hluta vetr- ar dregur heldur úr þessu, þó aldrei niður fyrir helming. En þá kerhur til fermingarundirbúningur. — Þú sagðir áðan, að kennslu tækni væri meiri en áður. Segir það, að árangur sé betri, hvað námið snertir? Skilar skólinn skyldunámsnemanda betur mennt- uðum en áður? — Ég hugsa, að þetta sé nú ekki fullreynt. En með þessari kennslu- tækni er fyrst og fremst unnið þannig, að nemandinn tekur virk- ari þátt i skólastarfinu en áður var. Hann fær að vinna meira sjálfstætt og ákvarða sitt verkefni. Hið hefð- bundna yfirheyrsluform hefur þok- að um set. Hins vegar verður þvi ekki á móti mælt, að umhverfis- áhrifin eru mun fjölþættari en áður var, og án efa er þar ýmislegt nei- kvætt, sem truflar starfsáhuga unglinganna. Annað er svo til bóta. Til dæmis höfum við Valsheimilið hér á næsta leiti og þangaö sækir stór hópur krakkanna i sinum frit- imum. A hinu leitinu er svo Tóna- bær. A timabili kom hann dálitið illa við okkur hér. Krakkarnir voru hætt að sækja skemmtanir i skól- anum. En nú er þetta gjörbreytt, og eins það, að gömlu dansarnir, sem varla þýddi að spila, eru-nú i miklu uppáhaidi og skapa hressandi ánægju. — Agaspursmálið? Ég held að fullyröa megi, aö hér innan skólans er mjög góður agi. Þar um ræður fyrst og fremst sam- staða kennaranna. Nemendur eru látnir finna það, að haldi þeir aga, koma kennararnir til móts við þá. Við keppum við krakkana i ýms- um iþróttum og styðjum þá i félagslegu starfi. Við reynum að vera jöfnum höndum húsbændur þeirra og félagar. Hvað námsefni snertir, finnst mér skólakerfið höfða of mikið til fortiðarinnar t.d. i sögu. Ég^álit, að i nútima þjóðfélagi sé nauðsynlegt aö verja mestum tima i samtima sögu og jafnvel lita til framtiðar- innar. Þar með á ég ekki við, að slitin séu öll tengsl við fortiðina. — Hvað með refsingar? — Refsingu verður að beita i ein- hverri mynd, en þó þannig, aö hún misbjóði ekki nemandanum, og sizt af öllu, að hann verði fyrir andlegri þvingun. Ég vil segja það, sem min loka- orð, að ég er bjartsýnn, þegar ég lit til framtiðarinnar. Ég hef trú á þessu unga fólki, sem nú er á þroskaskeiði, ekki siður en þegar ég byrjaði kennsluferil minn fyrir um það bil áratug. (Frábær bekkjardeild) 8. A.P. Guðmundur Emilsson tónlistarkennari — Þetta er fyrsti veturinn, sem ég starfa einungis við kennslu. Ég er tónlistarkennari með próf frá Tónlistarskólanum i Reykjavik. Námið þar tekur þrjú til fimm ár. Það var fyrir forgöngu skóla- stjórans, Asgeirs Guðmundssonar, að gerð er hér i skólanum i vetur tilraun, sem er allt að þvi einstök, a.m.k hér á Reykjavikursvæðinu, að þvi leyti, að nemendum i gagn- fræðaskóla er gefinn kostur á að fá almenna menntun i tónlist, fram yfir það, sem heitir söngur. Þess vegna köllum við námsgreinina tónmennt. Að visu kemur þar inn i einhver söngur, en á hann er ekki lögð höfuðáherzla. •Ég var ekki bundinn af neinum fyrirfram ákveðnum kennsluform- um, mátti þar haga háttum minum að eigin vild. Þegar ég kom úr skóla, fannst mér ég hafa vaxið til skilnings á þvi, að áberandi vöntun væri á tón- listarskilningi, bæði innan skól- anna og i almennu lifi borgaranna. Ekki sem virkur þátttakandi, held- ur sem áheyrandi. Og þess vegna miðast öll min kennsla við það að ala upp áheyrendur, sem eru dóm- bærir á það, hvað vel er og illa gert i flutningi tónlistar. Það krefst talsverðrar einbeitni af 13-14 ára gömlum unglingi að sitja i tónlistartima 40 minútur og hafa ekkert fyrir stafni annað en að hlusta. En þetta er það, sem ung- lingarnir verða að gera, ætli þeir að sækja tónleika. Til þess að fá krakkana til að gera þetta, verður auðvitaö að kynna verkin, sem verið er að bjóða þeim, á skemmtilegan hátt. Ég hef notað sem átyllu til að fá þau til að hlusta á sem fjölbreytt- asta tónlist, gamla og nýja, kynn- ingu á ýmiss konar hljóðfærum, t.d. selesta, marimba, obó, ensku horni og guró, svo að eitthvað sé nefnt. Þessari kynningu fylgir margt, sem krökkunum er fram- andi i tónlist. Þetta verður þvi jöfnun höndum hljóðfærafræöi og tónlistarsaga. Og ég vona, að það sé ekki ofmælt, að þetta hefur borið mjög mikinn árangur. Timasókn nemendanna hefur veriö mjög góð i vetur, miklu betri en skólastjórinn þorði i upp hafi að vona. Krakkarnir hafa ver- ið mjög prúðir i timum og hlustaö vel. Hér i Hliðaskólanum er það stórt atriöi, að nemendur hans hafa fengið svo gott tónlistaruppeldi frá þvi þau fyrst hófu skólagöngu. Þau hafa haft mjög færan og áhugasaman tónlistarkennara þar sem frú Guðrún Þorsteinsdóttir er. Hún hefur kennt þeim söngmennt frá þvi að þau settust i fyrsta bekk, sex eða sjö ára gömul. Ég tek þvi við mjög vel undirbúnu fólki. Mitt markmið með kennslunni er fyrst og fremst það, að auka skiln- ing á tónlistinni og kenna fólkinu að njóta hennar, og jafnframt á þann hátt styðja við bakið á þeim, sem hafa tónlist að atvinnu. Og ég hef orðið var við að i ýmsum tilfellum hefur þetta tekizt. Ég hitti t.d. um daginn ungan nemanda minn i strætisvagni. Hann var með plötu undir hendinni, og ég spurði, hvort hann hefði verið að kaupa sér þetta. Já, hann hafði verið að þvi, og þegar ég athugaði piötuna, sá ég, aö á henni var verk, sem ég var þá nýlega búinn að kynna i bekknum hans i skólanum. Og þetta er ekkert einsdæmi. Kannski legg ég of litla áherzlu á sönginn, má ef til vill rekja það til eðlilegra öfga ungs kennara, sem hefur ákveðna skoöun. Ég hugsa, að ég láti þau syngja meira næsta vetur. Hér i Hliðaskólanum er gott að vera. Agaspursmálið er mjög litið, og finnst mér það ganga furöu Framhald af bls. 17 II. Listakona. Auöna Agústsdóttir Jóhann Baldursson Óskar Einarsson Asgerður Magnúsdóttir Blaðamaðurinn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.