Tíminn - 14.05.1972, Page 13

Tíminn - 14.05.1972, Page 13
Sunnudagur 14. mai 1972 13 ,Drekar' spúa eitri! Fjöldi tslendinga hefur komið á Kastrupflugvöll við Kaupmannahöfn og séð hina miklu umferð þar. En fæstir mundu kjósa sér bustað i grennd flugvallarins vegna hávaðans. tbúar i nágrenninu kvarta mjög undan drununum i flugvélunum og einnig undan svælunni frá þeim. Mengun er orðin þarna mikil. Þúsundir tonna af kolsýringi, kolvetni, köfnunarefnisildum og óhrein- indaögnum streyma úr mótor- um flugvélanna, einkum þot- anna, og dreifast um nágrenn- ið. Mengunarmóðan þynnist fýrst að mun þegar komið er upp i um 900 m hæð, og dreifist þá yfir stór svæði. Verkfræð- ingurinn Fritz Krag byrjaði mengunarrannsóknir i Kast- rup og notar ameriskar að- ferðir. Hann telur,að frá flug- vélum á Kastrupflugvelli hafi árið 1970 komið 7819 tonn af kolsýringi, 1295 tonn af kol- vatnsefni, 164 tonn af köfnun- arefnisildi og 86 tonn af óhreinindaögnum. Þetta láta vélar flugvélanna frá sér aðal- lega i gangi á jörðu niðri, og þegar þær hefja sig til flugs og lenda. Mikil mengun stafar þó vitanlega frá vélunum allan timann meðan þær eru á flugi, og einkum i grennd flugvall- anna, mest fyrstu 20 minúturnar»er vélin léttir eða lendir. Mikið er um þessi mál rætt og ritað i Bandarikjunum og viðar. Er raunar búizt við, að innan tiðar verði sett lög og reglur, þar sem flugfélögum verði gert að skyldu að setja hreinsitæki i vélar sinar, ef þær eigi að fá lendingarleyfi á flugvöllum Bandarikjanna. Mengun frá bilum er alkunn. Hvað skyldi þurfa marga bila til að menga loftið álika mikið og ein þota gerir? Það er sennilega auðvelt fyrir tækni- fróða menn að reikna það út, og væri fróðlegt að frétta niðurstöðuna. Mengun mun vera töluverð á flugvellinum i Reykjavik, en þar er sjaldan logn, kannski sem betur fer. Oft stendur næðingsstrengur um lægðina milli Skerjaf jarðar og hafnarinnar, gegnum Hljóm- skálagarðinn og miðbæjar- kvosina. Þotuflug allt fer að likindum fram um Keflavik- urflugvöll i framtiðinni og leysir Reykjavikurflugvöll og grennd undan vaxandi hávaöa og mengun. Danir hugleiða að létta umferð af Kastrupflug- velli, en gera i staðinn mikinn flugvöll á Salthólmanum úti i Eyrarsundi, liklega i sam- vinnu við Svia. Einnig er ráð- gerð brú yfir Eyrarsund, yfir til Sviþjóðar. Það er orðið þröngt á Kastrupflugvelli. Stóru flugfélögin drottna þar miðsvæðis, en litil flugfélög hirast úti i horni. Lögmál við- skiptalifsins, segja menn, og ekkert við þvi að gera! Plöntutegundir þola mengað loftæði misvel. Barrtré, gladi- ólur og ýmsir túlipanar eru næmir flúormengun. Fléttur eða skófir hverfa af steinum, þola ekki borgaloftið. Ingólfur Daviðsson Regnbogasilungur að Athugasemd frá landbúnaðarráðuneytinu 1 blaðinu Timinn 7. mai s.l. er birt grein undir nafninu: „Ævintýrið að Laxalóni: Eins og að komast undir regnbogann að fá heilbrigðan regnbogasilung suður i Evrópu”. 1 netodri grein er fjallað um afskipti ýfirstjórnar veiði- og fiskeldismála af meðferð á regnbogasilungi i eldisstöðinni að Laxalóni. Vill landbúnaðar- ráðuneytið i þvi sambandi taka fram eftirfarandi: 1. 1 bréfi dags. 10. april 1951, sótti Skúli Pálsson, Laxalóni, um leyfi til innflutings á regnboga silungshrognum frá Danmörku með það fyrir augum að klekja þeim út og ala upp regnbogasil- ung „i sérstaklega tilbúnum tjörnum, þangað til fiskurinn hef- ur náð ékveðinni stærð fyrir sölu á erlendum markaði” á hliðstæð- an hátt og gert er i Danmörku. 1 bréfi Skula er einnig gefið fyrir- heit um að fara eftir reglum, sem „ef til vill” yrði óskað að setja varðandi „þennan atvinnuveg”. 2. Atvinnumálaráðuneytið gaf leyfi til innflutnings regnboga- silungshrogna með vissum skil- yrðum, sem sé ákvæðum um sótt- hreinsun og einangrun, enda var vitað um mikinn dauða i alifiski i Danmörku um þær mundir. Þótti eðlilegt að gera nefndar varúðar- ráðstafanir til þess að forðast, að fisksjúkdómar, sem geta borizt á milli með hrognum, flyttust til landsins og dreifðust út til fiska innanlands. Var þá sérstaklega höfö i huga kýlaveiki („furun- culosis”), sem er mjög skæður sjúkdómur i laxfiskum og veldur miklu tjóni árlega erlendis. Eru slikar varúðarráðstafanir algengar erlendis og þykja sjálf- sagðar til þess að reyna að draga úr útbreiðslu sjúkdóma og til þess m.a. að tryggja öruggari rekstur eldisstöðva. Aðurnefndum skil- yrðum ráðuneytisins var ekki fullnægt að dómi þess. A árunum 1955 og 1956 var þvi gerð leit að kýlaveikissmitberum i regnboga- silungi frá Laxalóni að Tilrauna- stöð Háskólans að Keldum. Fannst nefndur smitberi ekki i þeirri rannsókn, en slik rannsókn útilokar ekki þá hættu, að um- ræddur smitberi gæti leynzt f regnbogasilungssíöíninum að Laxalóni eða þá aðrir sjúkdómar en sá, sem leitað var, sbr. álit Fiskisjúkdómanefndar um það efni siðar. Þótti þvi ekki ástæða til að taka neina áhættu i þessu efni, og var einangruninni þvi haldið áfram. 3. Skúla Pálssyni hefur aldrei veriðneitað um útflutning á regn- bogasilungi eða regnbogasilungs- hrognum og hefur þvi ekki verið hindraður i að „rækta” regn- bogasilunginn til sölu á erlendum markaði eins og hann ráðgerði, þegar hann sótti um innflutning regnbogasilungshrognanna, sbr. áðurnefnt bréf hans frá 10. april 1951. 4. Haustið 1964 bað Skúli Pálsson leyfis til að flytja regn- bogasilgungsáeiði, 8-12 cm að lengd, i eldisstöð Búðaoss h/f á Snæfellsnes.i Var sú beiðni ekki veitt af varúðarástæðum. Hinsvegar hafði Búðaós h/f verið veitt leyfi til kaupa á regnboga- silungshrognum frá Laxalóni vorið 1964, með þvi skilyrði að þau yrðu sótthreinsuð á tilskilinn hátt. Þessum málalokum vildi Skúli Pálsson ekki sæta, þrátt fyrir fyrirheit sitt i bréfinu frá 1951 um að fara eftir reglum, sem honum yrði settar um regnboga- silungseldið. Krafðist hann fjár- bóta. Dómur i máli Skúla VEIÐIMENN Stangaveiði i Veiðivötnum á Landmanna- afrétti miðvikudaginn 14. júni n.k. Veiðileyfi seld að Skarði, Landsveit. Simi um Meiritungu. Veljið yður í hag - Úrsmíði er okkar fag OMEGA Nivada JUpina. piCRPom IMagnús E. Baldvinsson Laugavegi 12 — Simi 22804 Laxalóni Pálssonar gegn ráðuneytinu hefur verið kveðinn upp i undir- rétjti, og hefur málinu verið visað til Hæstaréttar. Biður það þar dóms. Að lokum skal tekið fram, að ráðuneytið lelur brýna nauðsyn bera til að gera varúðarráðstaf- anir i sambandi við innflutning dýra þar með taldra fiska, eins og lög mæla fyrir um. BÆNDUR 12 ára drengur vill komast á gott sveita- heimili i sumar. Upplýsingar i sima 40527. Póstsendum Viðgeröarþjónusta MAGNÚS ÁSMUNDSS0N Úra & skartgripaverzlun Sími 17884. Dagana 11.-14. mai verða 25 málverk eftir finnska listmálar- ann Juhani Taivaljarvi til sýnis 1 að Eyrarvegi 15 í Framsóknar- salnum á Selfossi. 1 mai i fyrra kom Juhani Taivaljarvi til Is- lands og hélt þá sýningu i Nor- ræna húsinu við mjög góðar und- irtektir. Juhani Taivaljarvi notar einangrunarplast sem undirstöðu og mótar það fyrst og setur striga ofan á og málar svo. Hann er natúralisti, og i þetta skipti eru fleiri málverk sótt i islenzkt um hverfi. Þetta er önnur sýning af verk- um hans hér á landi, en siðastlið- inn vetur hélt hann tvær sýningar i heimalandi sinu, og þá voru verk hans einnig til sýnis i Þýzkalandi. Þess má geta einnig, að önnur sýning verður haldin i Keflavik 16.-18. júni. Sýningin i Framsóknarsalnum á Selfossi er opin daglega frá kl. 14. til 22. mfiu 1 Auglýsingastofa Timans er i >• Bankastræti 7 simar 19523 — 18300. ) Aætlunargerð um hús tannlæknadeildar Háskóla Islands ARKITEKTAR • VERKFRÆÐINGAR í ráði er að hefja á næsta ári byggingu húss fyrir tannlæknakennslu við Háskóla íslands. Undirbúningsnefnd lækna- og tannlækna- kennsluhúss við háskólann hefur fengið sem ráðgjafa brezka arkitektastofu, Llewelyn-Davies Weeks Forestier-Walker & Bor i London. Rýmisáætlun ráðgjafanna gerir ráð fyrir 2038 fm gólffleti nettó á 3 hæðum fyrir tannlæknakennsluna, sem er fyrsti áfangi stærri byggingasamstæðu (alls um 5800 fm), sem rúma á kennsluaðstöðu i grundvallargreinum læknisfræðinnar auk tannlæknakennslunnar. Siðar bætast við fyrirlestrarsalur og bókasafn. í samráði við rektors embætti háskólans er með auglýsingu þessari leitað sam- bands við arkitekta og verkfræðinga, sem tekið geta að sér áætlunargerð við ofan- greinda byggingu, þ.e. eftirgreinda þætti i undirbúningsvinnu að verklegri fram- kvæmd, sbr. lög nr. 63/1970 um skipan opinberra framkvæmda: Fullnaðaruppdrættir og tæknileg verk- lýsing, skrá um efnisþörf, nákvæm kostnaðaráætlun um verkið og tima- og greiðsluáætlun um framkvæmd þess. Stefnt er að sem styztum undirbúnings- tima og er þvi nauðsynlegt að ná saman nokkuð stórum samstilltum hópi til lausn- ar verkefninu. Aðilar þurfa að hafa skilað skriflegri greinargerð fyrir 23. mai n.k. og eru nán- ari upplýsingar veittar hjá framkvæmda- deild Innkaupastofnunar rikisins, Hverfisgötu 113, 4. hæð, dagl. kl. 13—14. Framkvæmdadeild Innkaupastofnunar ríkisins

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.