Tíminn - 14.05.1972, Síða 15

Tíminn - 14.05.1972, Síða 15
Suiinudagur 14. maí 1972 TÍMINN 15 GISTIHÚS - HEIMAVISTARSKÓLAR Til sölu þvottahúsavélar. Upplýsingar á kvöldin i sima 19584. Ilinu hcimsfrægi knattspyrnumahur liobby Charlton kom hingaft til lands á föstudaginn. Ræddi hann vift blaftamenn þá um kvöldift. Vifttal vift Charlton mun birtast i blafiinu á þriftjudaginn. ( Timamynd Cunnar.)' Skýring vegna ríkisleiklistarskóla t þingfréttum Timans i gær, fimmtudaginn 11. mai, er greinargerð núverandi mennta- málaráðherra, þar sem m.a. er getið nefndarskipunar vegna rikisleiklistarskóla. Þar segir: ,,15. júli 1969 var nefndin skipuð, þannig: Af hálfu bjóðleikhussins Guðlaugar Rósinkranz, þjóðleik hússtjóri, af hálfu Leikfélags Reykjavikur Sveinn Einarsson leikhússtjóri, af hálfú Félags islenzkra leikara Klemenz Jóns- son leikari, af hálfu Reykjavikur- borgar Jón G. Tómasson skrif- stofustjóri. Formaður var skipað- ur án tilnefningar Vilhjálmur Þ. Gislason, formaður þjóðleikhús ráðs. Sveinn Einarsson óskaði þó ekki að starfa i nefndinni. Tiinefndi Leikfélag Reykjavikúr engan i hans stað, þrátt fyrir beiðni ráðuneytisins um það i bréfi 30. september 1969. Nefnd þessi skilaði áliti til ráðuneytisins 9. febrúar 1970, en ekki var það i frumvarpsformi. Ritaði ráðu- neytið nefndinni 23. marz 1971, og fór fram á, að nefndin felldi til- lögur sinar i frumvarpsform og sendi ráðuneytinu. Nefndin hefur ekki skilað sliku formi til ráðu- neytisins”. bar sem úrsögn undirritaðs úr nefndinni gæti af ókunnugum skilizt sem áhugaleysi um þetta brýna menningarmál, þykir rétt að taka fram eftirfarandi: 1. Tilmæli um tilnefningu i nefndina bárust seint i janúar 1969. Leikfélag Reykjavikur til- nefndi undirritaðan fyrri hluta febrúarmánaðar. 1 mailok hafði hins vegar aldrei verið boðað til fundar i þessari nefnd, svo að ekki varð séð, að málefnið væri brýnt. Um það leyti var haldið svonefnt Vasa-námskeið ungra norrænna leikstjóra, þar sem tek- in var til endurskoðunar leik- listarkennsla á öllum Norður- löndum. Venja hafði verið að tveir isl. leikstjórar sæktu þessi námskeið, til þess kostaðir af islenzkum stjórnvöldum, en hinar Norðurlandaþjóðirnar bera hins vegar allan kostnað af nám- skeiðshaldinu, svo og kosta sina þátttakendur, enda er almennt viðurkennt, að af þessum nám- skeiðum hefur skapazt árangurs- rikasta samvinna Norðurland- anna á leiklistarsviðinu. Tilviljun olli þvi, að undirritaður var annar þeirra leikstjóra, sem valdist til farar á námskeiðið i þetta sinn. En nú brá svo við, vegna undan- farandi gengisfellinga, að ekki var talið unnt að styrkja þátttak- endur nema að rúmlega hálfu leyti til fararinnar. Ég skrifaði ráðuneytinu og benti á þetta, en vakti jafnframt athygli á þvi, að þarna yrðu samankomnir allir helztu leikskólamenn Norður- landa, þar sem hinar þjóðirnar sendu ekki aðeins leikstjóra þangað, heldur skólastjóra og kennara leiklistarskólanna og jafnvel fulltrúa nemenda. Auk þess yrðu þarna heimsfrægir fyr- irlesarar frá öðrum löndum. Ráðuneytið sá ekki ástæðu til að notfæra sér þetta tækifæri. Lok málsins urðu þau, að Vasa-nám- skeiðið sjálft lagði fram fé svo að undirritaður kæmist þangað i krafti þess(að hann var þá skóla- stjóri Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavikur, 2. Þó að nefndin hefði ekki verið kölluð saman, hafði mér borizt til eyrna, að meiri hluti hennar myndu verða sömu menn og rekið höfðu Leiklistarskóla Þjóðleik- hússins, þá undanfarna áratugi og verið innanhandar að gera þar tillögur til úrbóta, ef vilji hefði verið fyrir hendi. Ég gat ekki séð, að ég hefði neitt i slika nefnd að gera. Hálfum öðrum mánuði eftir að ég sagði mig úr nefndinni, kom fréttatilkynning um það, að nefndin hefði verið skipuð, og var mitt nafn talið þar. Ég neyddist þvi til að skrifa ráðuneytinu aftur og benda þvi á, að ég hefði ekki óskað að eiga sæti i nefndinni, enda ekki orðið var við þann áhuga stjórnvalda á málinu, sem ég hafði búizt við, þetta hefði gerzt i mailok, og lýsti ég furðu minni yfir þvi, að það hefði farið framhjá ráðuneytinu allan þenn- an tima. Vasa-námskeiðið 1969 varð talsverð vakning fyrir hin Norðurlöndin i leikskólamálum. Niðurstöður þess voru ræddar i hópi ungra leikhúsmanna i Reykjavik veturinn eftir, og gerð siðan samþykkt.sem samin var og undirrituð að 16 leikstjórum, sem margir hverjir höfðu fengizt við leiklistarkennslu. Þessi álykt- un var send menntamálaráðu- neytinu og fjölmiðlum, Siðar er mér sagt.að ráðuneytið hafi styrkt Vilhjálm. Þ. Gislason til að ferðast um á Norðurlöndum og kynna sér nýjungar i leiklistarkennslu. Er mér til efs, að sú ferð hafi kostað rikið minna en þátttaka margra leik- húsmanna á Vasa-námskeiðinu. En hvað sem öllu þessu liður, verður það að teljast höfuðatriði, ef núverandi menntamálaráð- herra ætlar að koma i fram- kvæmd stofnun skólans. Leik- listarskóli verður ekki lengur rekinn i hjáverkum. Reykjavik, 12. mai 1972. Sveinn Einarsson. ^ . -V^ Erlingur Bertelsson héraftsdómslögmaftur KIRKJUTORGI6 Simar 15545 og 14965 Ni "i- Leika á Laugardalsvellinum i kvöld kl. 20.00 Þetta er siðasti leikur skozku atvinnumann- anna.Verður það gamla K.R sem sigrar. Verð aðgöngumiða: Fullorðnir kr. 150.00. Börn kr. 50.00. K.R. — F.H. Landsliðsins i knattspyrnu biða erfið verkefni á næstunni. en innan fárra daga fara fram leikir lslands og Belgiu i heimsmeistarakeppninni. Báðir leikirnir fara fram i Belgiu, samkvæmt sérstökum samningum, sem KSl gerði við Belgiumenn. Fara leik- irnir fram i borgunum Liege og Brugge. Það er ástæða til að óska landsliðsmönnum okkar fararheilla. Þeir munu leika við mjög erfiðar aðstæður, vægast sagt, ekki aðeins vegna þess, aö mótherjarnir eru meðal beztu knattspyrnu- þjóða Evrópu og hafa knatt- spyrnu að atvinnu, heldur og vegna þess, að keppnistima- bilið hjá okkur þ.e. sumarver- tiðin, er nýbyrjuð, en hinir belgisku atvinnumenn eru u.þ.b. að ljúka sinu keppnis- timabili og eru þar af leiðandi i fullri keppnisþjálfun. Með tilliti til þessara stað- reynda er varasamt, svo að ekki sé fastar að orði kveðið, að læða þvi inn hjá almenn- ingi, að islenzka landsliðið sé ágætlega undirbúið fyrir þessi átök. Þaö er engum gerður greiði með sliku, hvorki al- menningi né leikmönnum. Þvert á móti virðist það koma fram i prófleik islanzka lands- liðsins gegn skozka liðinu Morton á dögunum, að liðið væri ekki i þeirri æfingu, sem krefjast verður. Vel má vera, að islenzkir knattspyrnumenn séu ekki verri i byrjun sumar- vertiðar nú en á undanförnum árum, en slik viðmiðun er gagnslaus, þvi að nú verðum við að gera helmingi meiri kröfur um æfingu þeirra með tilliti til þeirra verkefna, sem framundan eru. Framhjá þessari augljósu staðreynd má ekki ganga. Á þetta er bent nú til að vara forráðamenn landsliðsins við of mikilli bjartsýni, en slik bjartsýni varð okkur að falli 1967, er islenzka landsliðið beið sitt mesta afhroð fyrr og siðar. Þá gengu menn til leiks, fullir bjartsýni, ákveðnir i að leika sóknarleik gegn Dönum. Sá sóknarleikur varð á kostnað varnarinnar. sem opnaðist eins og flóðgátt, og það var óskemmtilegt að horfa á islenzku liðsmennina hirða knöttinn 14 sinnum úr netinu. Spyrja má, hvað sé til ráða, hvort ekki sé sama hvaða leik- aðferð sé beitt i Belgiu. Auð- vitað er ekkert skemmtilegt að þurfa að mæla með varnar- leik, en hvað annað er skyn- samlegt? Viðerum neyddir til þess, nema forustumenn is- íenzkrar knattspyrnu i dag telji sig hafa svo breíð bök, að þeir geti staðið undir öðrum 14-2 leik. Meira að segja sterk- ari lið en islenzka landsliðið telja sig ekki hafa efni á að leika annað en varnarleik, þegar leikið er að heiman. Þetta ættu stjórnendur is- lenzka liðsins að hafa i huga og láta af barnalegri bjart- sýni. — Alf K.R. - M0RT0N F.C. Því miður er varnarleikur eina skynsamlega ráðið

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.