Tíminn - 14.05.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 14.05.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Sunnudagur 14. mai 1972 Athugasemd frá Læknafélagi Rvk Eftirfarandi athugasemd barst Timanum frá Læknafélagi Reykjavikur á miðvikudaginn, en vegna rúmleysis i blaðinu hafa ekki verið tök á að birta hana i heild fyrr en nú. I. t svari fjármálaráðherra á Alþingi 8. mai sl., við fyrir- spurn um samningaviðræður lækna, komu fram furöulegar og alveg óvæntar upplýsingar, þar sem svar ráðherrans fól i sér sérlega villandi fullyrð- ingar um kröfur lækna, eins og þær voru settar fram i upp- hafi samningaviðræðna, svo og þau tilboð, er fram komu á samningafundum. Vill stjórn Læknafélags Reykjavikur koma á framfæri leiðrétt- ingum og skýringum við nokkra veigamikla þætti þessa máls. II. Ráðherra fullyrti, að launa- kröfur lækna jafngiltu 102 millj. króna útgjaldaaukningu fyrir ríkisspitalana og hefur þetta verið túlkað i fjölmiðlum sem 1 milljón króna árleg launahækkun á hvern lækni. Þessum útreikningi vill stjórn Læknafélags Reykjavikur mótmæla harðlega, og bendir m.a. á eftirfarandi: a. Um 25 millj. krónur eru áætl- uö laun til annarra lækna en þeirra, er beina aðild eiga að þessum launakröfum. b. Um 15 millj. króna er áætlað vegna aukinnar yfirvinnu, en hjá henni er unnt aö komast með breyttri vinnutilhögun. c. Um 10 millj. króna eru áætl- uð framlög til life'yrissjóös. d. Um 6 millj. króna er greiðsla til staðgengla vegna afleys- inga i sumarleyfum. e. Um 4 millj. króna er framlag til visindasjóðs til eflingar vis- indastarfsemi viö rikisspital- ana. Samtals gerir þetta 60 millj. króna. III. Samanburður á launum i des. og launum skv. upphaflegum kröfum L.R. A. Sérfræðingar eftir 6 ára starf Mánaöarlaun 36 klst. pr. viku 69.500,- 4- 15% i lifeyrissj., námssj. o.fl. Aukavinnutaxtar: Eftirvinna fyrstu 6 klst. pr. klst. önnur eftirvinna pr. klst. Næturvinna pr. klst. Gæzluvaktir pr. klst. B. Aðstoðarlæknar 1 stigs. Mánaðarlaun 45 klst. pr. viku 45.242. 00 -í- 15% i lifeyrissj., námssj. o.fl. Aukavinnutaxtar: Eftir vinna pr. klst. Næturvinna pr. klst. Gæzluvaktir pr. klst. des. 1971 59.075. 00 0.00 298.00 375.00 61.00 38.456.00 246.00 313.00 50.00 Upphafl. kröfur I jan. 1972. 86.150.00 4- 9% i lifeyrissj. o.fl. Yfirvinna pr. klst. Gæzluvaktir pr. klst. 36 klst. pr. viku 56.100.00 -i- 9% i lifeyrissj. o.fl. 51.051.00 Yfirvinna pr. klst. Gæzluvaktir pr. klst. 78.397.00 934.00 195.00 696.00 145.00 Af föstum launum greiða læknar 10% i iifeyrissjóð og 5% i námssjóð til að viöhalda menntun sinni. Læknar fóru fram á, að vinnuveitendur þeirra greiddu 6% fastra launa i lifeyrissjóð. Auk þess greiða læknar fyrir hóptryggingu, þar eð veikindaleyfi er ekkert, þrátt fyrir fullyrðingu ráðherrans, nema það sem ákveðið er i landslögum (14 dagar). Það skal skýrt tekið fram, að ofangreindar tölur miðast við 12 mán- aða greiðslur. IV. 1 svari ráðherra kemur fram, að eftir- og næturvinna aðstoðarlækna sé allt aö 140 klst. á mánuði (35 klst. á viku), auk gæziuvakta, en ráðherra telur sig hafa boðiö læknum 90—100 þús. krónur á mánuði meö „hóflegu vinnu- álagi”. Þetta þýðir 40 klst. dagvinnu og 35 klst. auka- vinnu, alls 74 klst. vinnuviku, auk gæzluvakta, en á gæziu- vöktum eru aðstoðarlæknar á sjúkrahúsunum, en sérfræð- ingar geta dvalið heima, reiðubúnir að sinna vanda- samari tilfellúm, sem upp kunna að koma á nóttu eða degi. Það er augijósiega alger fjarstæða að telja vinnuálag sem þetta „hóflegt”. Rann- sóknir, sem birzt hafa nýlega i tveim stærstu læknatimarit- um Englands og Bandarikj- anna, sýna, að þreyta i starfi hjá læknum með vinnuálag likt þvi, sem að ofan greinir, rýrir nákvæmni og skarp- skyggni og býður heim mis- tökum. Læknar hafa ekki átt þess kost að draga úr yfirvinnu og vaktavinnu sökum lækna- skorts á sjúkrahúsunum. Þessi skortur stafar að nokkru leyti af þvi, að stjórnendur sjúkrahúsa hafa talið hag- kvæmara að láta lækna frem- ur vinna aukna nætur vinnu, en ráða nægilega marga lækna til starfa, vegna þess að nætur vinna hefur verið lægra greidd en dagvinna. Þessu fyrirkomulagi þarf að breyta og hafa læknar margoft á þaö bent, siöast á undangengnum samningafundum, að minnka má yfirvinnu með breyttu vinnuskipulagi og hagræð- ingu, og ráðningu fleiri lækna. V. Ef gengið hefði verið að öil- um launakröfum Læknafélags Reykjavikur, miðað við nú- verandi yfirvinnu og gæzlu- vaktir, hefðu mánaðartekjur sérfræðings orðið sem hér segir: Föst laun kr. 86.150.00, aukavinna og gæzluvaktir kr. 36.738.00, samtals kr. 122.888.00. Ef treysta má málgagni fjármalaráðherra, Timanum 9. mai sl„ þar sem segir i for- siðufrétt, að læknum hafi verið boðnar 130 þús. krónur á mánuði, verður eigi betur séð, en fjármálaráðherra hafi nú yfirboðið upphaflegar launa- kröfur lækna, og má þvi merkilegtheita, að samningar skuli ekki hafa náðst! Reykjavik 10. mai 1972 Stjórn Læknafélags Reykjavikur. Kjör nú skv. siðustu samningum: Vinna gegn föstum launum, 42 klst. á viku, þ.e. 182 klst. á mánuði (miðað við 12 mánaða greislu). Yfirvinna 30klst. á mánuði (meðaltal) Samtals á mánuði fyrir 49 1/2 klst. vinnuviku: 60klst. á gæzluvakt á mán. (meðaltal). Kröfur L.R.: Vinna gegn föstum launum, 36 klst. á viku, þ.e. 156 klst. á mánuði Yfirvinna 56klst. á mán. (meðaltal). Samt. á má. fyrir 49 1/2 klst. vinnuviku: 60klst. á gæzluvakt á mánuði (meðaltal). Lifeyrissjóður 6% Laun kr. 70.090.00 11.474:00 81.564.00 81.564.00 3.672.00 85.236.00 86.912.00 52.752.00 139.664.00 139.644.00 11.802.00 5.215.00 Fréttatilkynning frá fjár- málaráðherra um launa- kröfur sjúkrahúslækna Lenging á sumarfrii úr 27 dögum i 42 Aukning dagpeninga i utanferðum Krafa um framlag i visindasjóð Samtals Kröfur um greiðslur á mánuði Sambærileg kjör nú Hækkuná mánuði Hækkun % = 97 % Hækkunárári = 992.988.00 7.254.00 550.00 3.500.00 167.985.00 167.985.00 85.236.00 82.749.00 Vegna yfirlýsingar fjármála- ráðherra á Alþingi 8. mai s.l., um launakröfur sjúkrahúslækna i samningaumleitunum við þá, hefur stjórn Læknafélags Reykjavikur sent frá sér yfirlýs- ingu og útreikninga, sem birzt hafa i fjölmiölum. Voru upplýs- ingar ráðherra þar taldar „furðu- legar” og „villandi” og rakin ýmis atriði þvi til stuðnings. Þar eð hér er um að ræða mál- efni, sem er þjóðfélagslega mjög mikilvægt og hefur hlotið verð- skuldaða athygli almennings, tel- ur ráðuneytið nauðsynlegt að gera þessari yfirlýsingu stjórnar Læknafélags Reykjavikur ali- itarleg skil. Vill ráðuneytið hvetja fólk til aö kynna sér málið vandlega, svo að kjarni þess glat- ist ekki i stóryrtum fullyrðingum. í yfirlýsingu sinni skýrði ráð- herra frá útreikningi Skrifstofu rikisspitalanna um, að upphaf- legar kröfur sjúkrahúslækna kosti um 102 millj. kr. útgjalda- aukningu rikisspitalanna vegna samninga um kjör 107 lækna. Stjórn L.R. gefur i skyn, að þessi yfirlýsing sé röng. Þessa tölu sé eðlilegt að lækka um 60 millj. kr„ eins og hér verður rakið: 1. 25 millj. kr. eru taldar launa- hækkanir til lækna, sem ekki eiga beina aðild að launakröf- unum. Hér er rétt með farið að þvi leyti, að rúmlega 25 millj. kr. kröfunnar snýst um beina launahækkun til 25 yfirlækna, en þeir eru með taldir i lækna- fjöldanum 107. Svo sem fram kom i yfirlýsingu ráðherra, er ein aðalkrafa spitalalækna að fá óskorðaðan samningsrétt fyrir þessa yfirlækna,þe. að stjórn. L.R. getur af þeim sök- um ekki borið af sér þennan hluta krafanna. Ef þessar kröf- ur eru af hálfu L.R. lagðar til hliðar stendur eftir 77 millj. kr. útgjaldaaukning, vegna 82 lækna. Oll þessi fjárhæð, að undanskildum 3-4 millj. kr„ ætti skv. kröfunum að renna til læknanna. 2. 15millj. kr. þessarar fjárhæðar eru taldar útgjöld, sem hægt er að komast hjá með breyttri vinnutilhögun. Það skal viður- kennt i þessu sambandi, að fjármálaráðuneytið er ekki i aðstöðu til að meta þessa full- yröingu. Hún stangast að visu á við það, sem siðar segir i yfir- lýsingu stjórnar L.R., um að læknar hafi ekki átt þess kost að draga úr yfirvinnu.Þvi er hér við að bæta, að öll vinnutil- högun lækna á rikisspitölunum hefur veriö i höndum læknanna sjálfra. Gagnrýni á þá tilhögun verður þvi að visa i þeirra eigin hóp. Þess má geta, að fjár- málaráðuneytið hefur itrekað reynt að fá upplýsingar um, hvernig vinnutimaákvæði læknasamninga undanfarinna ára hafa verið framkvæmd, en ekki fengið. 3. Stjórn L.R. virðist telja, að krafa um framlög til lifeyris- sjóðs sé ekki krafa um greiðslu til læknis. Þessi framlög eru nú innif iföstum launum. Sé gerð krafa um þau til viðbótar föst- um launum verður að meta þá kröfu sem beina launahækkun. 4. Stjórn L.R. telur ekki kröfu um auknar greiðslur til staðgengla i sumarleyfum sem launa- hækkanir. Alla vega eru þessar f járhæðir bein hækkun launaút- gjalda, sem af samningi mundi leiða. Hér er i ýmsum tilfellum um að ræða hækkaðar greiðslur til einstakra lækna fryri óbreytt vinnuframlag, sem ekki verða taldar annað en bein launahækkun. 5. Krafa um framlag til visinda- sjóðs verður ekki talin launa- krafa. Hins vegar er þetta bein krafa um útgjaldaaukningu, sem neraur sem svarar nál. 3300 kr. á lækni á mánuði. Rétt þykir að setja fram út- reikning á núverandi kjörum sér- fræðings á rikisspitala, saman- borið við kjör skv. kröfum lækna, miðað við óbreyttan vinnutima og þá gengið út frá, að ekki áéu tök á að stytta þann tima. Miðað er viö gildandi visitölu 109,29: Auk ofangreindra krafa hafa læknar krafizt stóraukinna rétt- inda til að vera fjarverandi á launum i veikindum. Eins og stendur hafa læknar rétt til allt að tveggja vikna leyfis á launum á ári i veikindum af sama sjúk- dómi. Nú er krafizt allt að 180 daga leyfis á hverjum 12 mánuð- um. Útgjöld vegna þessarar kröfu hafa ekki verið áætluð til launa, en ættu að sjálfsögðu að koma til hækkunar kröfum lækna. I yfirlýsingu stjórnar L.R. eru ráðherra tileinkuð þau sjónar- mið, að 75 klst. vinnuvika sé „hóf- legt vinnuálag”. I þessum skrif- um er fólgin gróf tilraun til blekk- ingar. Þegar ráðherra ræddi hóf- legt vinnuálag i lok yfirlýsingar sinnar, ræddi hann eingöngu um sérfræðinga' og aðstoðarlækna. Þeir hafa fengið greiddar að meðaltali 12 stundir i yfirvinnu á mánuði á rannsóknarstofum, 19- 22stundir á handlækningadeild og tiðast 33-44 stundir á mánuði á öðrum deildum.iAðmati ráðherra er þetta hóflegt vinnuálag með 42 st. vinnuviku, sem verið hefur i dagvinnu. Tölurnar, sem stjórn L.R. notar máli sinu til framdráttar eru hins vegar yfirvinnutimi kandidata, sem lengst af hefur verið óhófleg- ur, jafnt að dómi ráðuneytisins sem lækna. Tilboð rikisins ætlar kandidötum i samræmi við það verulega meiri hækkun en sér- fræðingum og aðstoðarlæknum. I yfirlýsingu stjórnar L.R. er bent á ráðningu viðbótarlækna sem leið til að minnka yfirvinnu þeirra, sem fyrir eru. Svo augljóst sem það er, vill ráðu- neytið taka fram af þessu tilefni, að laun nýrra lækna eru algerlega jafn áþreifanlegur kostnaður við rekstur spitalanna og yfirvinnu- greiðslur, þótt þau gætu e.t.v. orðið nokkru lægri. Hins vegar mundu slikar ráðningar auka á vandræði við að fá lækna til að sinna öðrum greinum læknisþjón- ustu. Ráðuneytið telur, að áðurnefnd yfirlýsing stjórnar Læknafélags Reykjavikur og þær skýringar, sem hér að framan eru raktar, hljóti að leiða almenningí fyrir sjónir, að kröfugerð sjúkrahús- lækna i þessum samningum, jafn- vel eftir þær tilslakanir, sem boð- aðar hafa verið og ráðuneytið hefur ekki talið rétt að skýra frá, sé langt ofan þeirra marka, sem verjandi er af rikisins hálfu að semja um. Vill ráðuneytið itreka áskorun fjármálaráðherra til lækna, sem hér eiga i hlut að ráöa nú ráðum sinum að nýju og skoða tilboð rik- isins i ljósi þeirra kjara, sem þetta samfélag telst geta boðið öðrum þegnum sfnum. Fjármálaráðuneytið 12. mai 1972.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.