Tíminn - 14.05.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 14.05.1972, Blaðsíða 17
Sunnudagur 14. mai 1972 TÍMINN 17 Heimsókn í unglinga- deild Hlíðaskóla Framhald af bls. 11. næst, þar sem ég fæ börnin aðeins eina kennslust. á viku, og hef þá litinn tima til að vinna þau á mitt band, og þetta er þar að auki náms- grein, sem talin hefur verið fremur óvinsæl. Ég hef ekkert á móti pop-músik, en ég held, að krakkarnir yrðu miklu sælli, og það hefur komið i ljós, af að hlutsa á og skemmta sér við tónlist, sem ekki er öll á einn veg. Til dæmis á samkomum virð- ast þau njóta þess betur að hlusta á gómul danslög og dansa eftir þeim. Ég hef, auk kennslunnar hér i Hliðaskóla, starfað á Laugarvatni hálfa vikuna i allan vetur. Ég hef þvi samanburð á öllum skólunum þar við Hliðaskólann. Nú veit ég ekki um feril hvers nemanda á Laugarvatni, hvaða tónfræðslu þeir hafa að baki. Það er sjálfsagt talsvert misjafnt. En ég finn mik- inn mun á að koma og kenna i Hliðaskólanum, þar sem hefur ver- ið, og er, rikjandi mjög sterk hefð i tónlist, eða á Laugarvatni, þar sem fólkið hefur mjög sundurleit við- horf og ólikt baksvið. Þessi munur er ótrúlega mikill - krakkarnir hérna eru miklu næmari, miklu opnari fyrir öllu, sem heitir list - allri fegurð. En ég held þó, að krakkarnir þar eystra geti náð góð- um árangri, og þau vilja það, en engu að siður er mikið betra að kenna i Hliðaskólanum. kennslustunda liggur oft geysileg vinna þar fyrir utan. En þótt svona sé, dregur það engan dökkva yfir þá ánægju, sem starfið veitir - það er fjölbreytt og skapandi og hefur lifrænan undirtón. . Árni Pétursson hefur kennt við Hliðaskólann i fimm ár. 1 vetur kennir hann og hefur umsjón með 8. bekk, einni deild þess bekkjar. — Þessi bekkur er alveg frábær. Unglingarnir eru eðlilegir og frjálslegir, en þó kurteisir eins og bezt verður á kosið. Þau hafa ákveðnar skoðanir og ræða hispurslaust um það, sem efst er á baugi i samtiðinni - stjórnmál, trú- mál, bókmenntir og listir. Náms- hæfni þeirra er ágæt, og þau vinna vel. Flest eða öll ætla þau i lands- próf, og sum horfa talsvert lengra fram i timann á menntabrautinni. Mér fellur kennslustarfið vel. Samskiptin við umhverfið eru góð, ekki einungis börnin, heldur einnig foreldrana. Hvað skólakerfið snertir vildi ég hafa frjálsari hendur með val á námsefni, og á lokaprófi skyldu- náms vil ég, að nemendur njóti eða gjaldi starfseinkunnar yfir vetur- inn. Ég er ánægður með þá nýbreytni, sem tekin hefur verið upp, að halda sumarnámskeið, þar sem kennarar fá tækifæri til að endurnýja og auka þekkingu sina og starfshæfni. En starf kennarans er erfitt og slit- andi, og að baki hinna lögboðnu Og svo er ég staddur i 8. bekk Á.P. — Ætla hér allir i landspróf? Jú, allar hendur á lofti. — Þú heitir óskar Einarsson og ætlar i landspróf? — Já, þetta gengur vel. — Hefur þú verið hér allan þinn skólaferil? — Nei, ég var úti i Bandarikjun- um - það er gott hvað viðkemur enskunni. Ég fer i landspróf með það fyrir augum að halda áfram námi þangað til ég hef lokið prófi i læknisfræði. Ég stefni markvisst að þessu og ætla ekki að hlaupa, út undan mér. — Þú heitir Jóhann Baldursson? — Já. — Og ætlar að verða sjómaður? — Já. — Háseti? — Nei, ég ætla i stýrimannaskól- ann og hugsa til að vinna mig upp i það að stjórna skipi. — Hefurðu verið á sjó? — Já, og verð á sjó i sumar. Ég verð á Narfanum, Bróðir minn er þar stýrimaður. Hvers vegna velur þú sjómennsku? Er það vegna þess að þér þykir gaman á sjó, eða vegna fjárafla- möguleika? — Vegna þess, að mér þykir fyrst og fremst gaman á sjónum. — Ég heiti Asgerður Magnúsdóttir.Ég ætla að læra ein- hvers konar sálarfræði. Gunnlaugur Guðjónsson — Ég ætla að verða blaðamaður og reyna að skrifa. — Hvers vegna? — Það er fyrst og fremst vegna þess, hve ég er forvitinn. Ég held, að blaðamenn séu forvitnir, og verði jafnvel að vera það, þvi að annars gætu þeir ekki svalað for- vitni fólksins. Hrólfur Kjartansson kennir náttúrufræði og eðlis- og efnafræði i Hliðaskóla. — 1 eðlisfræði hafa þær nýjungar verið upp teknar, að kennslan er þvi nær eingöngu verkleg. Nemendur gera tilraunir og draga af þeim ályktanir og komast út frá þeim að einhverri niðurstöðu. Kannski ekki endilega réttri i fyrstu lotu, en þá er byrjað aftur og rannsakað, i hverju mistökin liggja. Kennslubækurnar eru svo notaðar samhliða sem handbækur. Auk þess að vera miklu skemmtilegri, bæði fyrir nemendur og kennara, gefur þessi kennsluað- fer miklu betri árangur en áður náðist. Edvard Ragnarsson — Ég hef séð um siðaferðir nemenda Hliðaskólans. Við tökum K.R. - skálann á leigu og alla að- stöðu þar, en þar er um að ræða, auk húsnæðisins, skiðalyfturnar og skiðakennara. Við skiptum 8. deild i tvo hópa og dveljumst svo i skálanum þrjá daga með hvorn. Ferðirnar skipu- leggjum við fyrirfram hér heima, ogsendum upplýsingar inn á hvert heimili, sem hlut á að máli. Hverdvalardagur er skipulagður frá kl. 8 að morgni til kl. 12 að kvöldi. Þetta hefur gefizt með ágætum. Með krökkunum fara oftast þrir kennarar aldrei færri. Við förum kringum 20. marz, og höfum oftast fengið gott veður. Þetta hafa verið mjög ánægju- legar ferðir. Hjá ýmsum nemend- um kemur fram ný hlið hvað snert- ir þrek og dugnað. Eiginleikar, sem maður hefði ef til vill aldrei kynnzt undir öðrum kringumstæðum. Við höfum aldrei orðið fyrir neinu óhappi og aldrei þurft að senda nemanda heim vegna meiðsla. Þakka ég það mest þvi, hve ferð- irnar.eru vel undirbunar. Það er ákaflega gott að starfa með nemendum skólans hér, enda Nemendaráo Hliöaskóla. vinnum við mikið með þeim, einnig utan skólans. Auðna Ágústsdóttir Hún heitir Auðna Agústsdóttir unga stúlkan, sem situr hér and- spænis mér, og hún er formaður nemendaraðs Hliðaskóla, sem kos- ið er a hverju hausti úr öllum deild- um 7. og 8. bekkjar, einn úr hverri deild 7. bekkjar, en tveir úr 8. bekkjardeildum. — Mitt starf er að halda nemendaraðsfundi, en þeir skipu- leggja vetrarstarfið fyrir hálft skólaár i einu. í^yrst fram að jól- um, og svo eftir jól til vors. Er þá tekið mið af þvi, hvernig gengið hefur fyrri hluta vetrarins, og þá endurskipulagt það, sem ekki hefur reynzt nógu vel. Félagslif er tiltölulega gott. Fyr- ir 7. og 8. bekk eru plötu- eða spila- kvöld einu sinni i hálfum mánuði. Þar til viðbótar eru þrjár dans- skemmtanir, ein þeirra árshátið. Hjá 8. bekk er svo lokadansleikur, sem þær deildir sækja eingóngu. Þetta virðist ganga vel, þótt fyrir komi, að einstaka nemendur taki sig út úr og vilji sýna sig öðruvisi en annað fólk. Hvað skemmtanahald snertir, skapa húsþrengslin örðugleika. Hér rikir skemmtilegur agi, og ég er þess fullviss, að ég á eftir að sakna skólans, þegar ég fer héðan. Kennara höfum við góða - ef til vill dálitið misgóða. Þeir kenna flestir skemmtilega og vekja áhuga á þvi námsefni, sem um er fjallað, og halda jafnframt uppi þeim aga, sem nauðsynlegur er til að skapa vinnufrið i bekknum. Flestir nemendur eru jákvæðir gagnvart skólanum, en þó eru alltaf einhverjir, sem eru andvigir þvi að leggja á sig nám, og það markar auðvitað afstöðu þeirra til skólans. Vegna starfs mins er ég vafa- laust i meira sambandi við yfir- síjórn skólans, skólastjóra og yfir- kennara en ella mundi vera. Mér hefur fallið það samstarf ákaflega vel. Þeir hafa tekið til greina l'lest það, sem við höfum boriö fram og stutt okkur með ráðum og dáð i öllu þvi, sem þeir hafa viðurkennt, að væri til bóta. Mér finnst að umhverfið mætti taka meira tillit til unglinganna, leyfa þeim að ráða meira. Jú, það er sagt, að unglingar drekki mikið brennivin. Mér finnst það eiga að vera mál þeirra sjálfra. Fulloröið fólk ætti fremur að leiðbeina ungu lólki um meðferð áfengis heldur en að vera með sifellda fordóma i garð unglinganna. Já, ungt fólk hefur flest talsverð fjárráð, og mer finnst nauðsynlegt, að svo sé. Bezt er að það geti sjalft unnið fyrir sinu eyðslufé. Ég er ekkert byltingarsinnuð, en eg er vinstrisinnuð og vil gjarna rökræða málin.. Námið gengur vel. Ég lýk ung- lingaprófi héðan frá skólanum i vor og sezt næsta haust I landsprófs deild. Svo er það menntaskólinn, og þaðan i háskóla til sálarfræðináms Að visu geta allar áætlanir brugðizt. Húsvorðurinn Giinnar Bjargmundsson. Hann kann vel við sig I æskuglöð um nemendahópi skólans, og sam skiptin, sem nauðsynlega eri mikil, ganga árekstralaust. Hægt að fækka Framhald af bls. 1 eru gerðar tilraunir með fengieldi til að fá aukna frjó- semi með mismunandi eldi fyrir fengitimann. Er skepn- unum komið i gott holdafar, áður en þær fá og einnig eru gerðar tilraunir með hormónagjafir. Er þeim ám, sem aldrei hafa verið tvi- lembdar gefin hormónalyf. Hormónatilraunir hafa verið gerðar hér áður, en á Hesti eru þær nú gerðar i ákveðnum til- gangi. Það er að fá fleiri lömb til að gera tilraun með að ala þau upp án mæðranna, á svokallaðri gervimjólk. 1 fyrra voru 30 ær notaðar til essara rannsókna og fengust á rétt tæplega tvö lömb á hverja á að meðalt. Fjórar ær voru þá fjórlembdar, sex voru þrilembdar og afgangur- inn tvilembdarog einlembdar. 1 gervimjólkurtilraununum var borin saman nýmjólk og gervimjólk. Er notuð kálfa- fóðurblanda frá Mjókurbúi Flóamanna. Er það undanrennuduft blandað með tólg. S.l. sumar var útkoma úr þessu f stórum dráttum sú, að kálfafóðurblandan gaf betri raun er mjólkin eintóm. Verður tilrauninni haldið áfram i sumar, en þá á þann hátt, að notað verður mismun- andi fitumagn i kálfafóður- blönduna. Verða lömbin, eins og i fyrra, tekin frá mæðrum sinum og alin eingöngu á til- raunablöndunum yfir sumar- ið. Stefán sagði.að svipuð fóðr- un væri viða tiðkuð erlendis. Sýni rannsóknirnar hér góða raun og hagkvæma, er ekkert þvi til fyrirstöðu að hefja slík- an sauðfjárbúskap með sams- konar eldi. Ef nægur markað- ur er fyrir hendi fyrir dilka- kjöt, er þetta eina leiðin til að auka framleiðsluna, og er þá mikilsvert að vera búinn að gera þessar tilraunir i tíma. Gefur þetta möguleika á að hafa færri ær á fóðrum yfir veturinn, en leggja fleiri dilka inn að hausti, en með þvi búskaparlagi, sem nú er við- haft. Það verður einfaldlega meiri d ilk ak jö tsf ra m - leiðsla á hverja einingu, sem bóndinn þarf að fóðra yfir veturinn. En fleiri atriði geta komið til, sem athuga þarf nánar. Verðið á tilbúna fóðr- inu er mikið atriði, og hvort það verður svo ódýrt að hag- kvæmt verður að gefa hana eða ekki. í sumar verður m.a. prófaðhvort meiri fita i blönd- uninni gefi betri raun en sú blanda, sem notuð var i fyrra. Einar Gislason, bústjóri á Hesti, sagði að áður hafi verið gerðar þar tilraunir með hormónagjafir, og að ekkert sé þvi til fyrirstöðu að gera ær tvilembdar, en rannsóknirnar beinast nú að þvuhvort það sé hagfræðilegur grundvöllur fyrir að hafa marglembinga og ala hluta af þeim á gervi- mjólk, og gera mögulegt að hafa færri ær, en geta skapað mörg lömb. Lömbin, sem fengu aðeins gervimjólkina i fyrra urðu geysilega væn. Þeim var gefið fram i ágúst- mánuð og voru siðan áfram á túni úr þvi. Þá voru lömbin i tveim flokkum, annar hópur- inn fékk nýmjólk, en hinn gervimjólkina, og reyndist ný- mjólkin ekkert betur. Einar sagði, að gera þyrfti tilraunir sem þessar i mörg ár til að nægilegt öryggi fengist og treysta mætti niðurstöðun- um. MallOrCa Framhald af bls. 1. Minna er spurt um ferðir til sólarlanda vor og haust þótt sá timi sé ekki siðri til slikra ferðalaga. Það er óþægilegt fyrirferðaskrifstofufólk, hve þessar ferðir dreifast illa — ,Eldhúsið' KB—Keykjavík. Útvarpaft veröur aftur annað kvöld almennum stjórnmála- umræðum i Sameinuöu Alþingi. Verður röð þingflokkanna sem he> segir: Framsóknarflokkur, Samtök frjálslyndra og vinstri manna, Sjálfstæöisflokkur, Alþýðuflokkur og Alþýðu- bandalag. bæði vegna hótelrýmis og flugferða. Mjög mikil eftirspurn er einnig eftir Mallorcaferðum feröaskrifstofunnar Úrvals i ágúst og september, en Orval skipuleggur ekki ferð- ir þangað á öðrum árstim- um. — Yfirleitt er meira bókað hjá okkur en i fyrra, svo fólk virðist hafa næg fjárráð, sagði Steinn Lárus- son framkvæmdastjóri Timanum — Mallorcaferð- irnar eru tiltölulega ódýr- astar. Við erum einnig með óvenjulega ferð til Skotlands og Orkneyja i júli, vinupp- skeruferð til Mið-Evrópu i september og ferð á Edin- borgarhátiðina i sama rrián- uði. Af hálfu Framsóknarflokksins tala þeir Steingrimur Hermanns- son, Vilhjálmur Hjálmarsson, Halldór E. Sigurðsson, og Þórarinn Þórarinsson. Hannibal Valdimarsson, Karvel Pálmason og Bjarni Guðnason tala af hálfu Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Fyrir Sjálfstæðisflokk- inn tala Geir Hallgrlmsson, Lárus Jónsson, Ellert B. Schram, Ragn- hildur Helgadóttir og Ingólfur Jónsson. Þá tala fyrir Alþýðu- flokkinn þeir Bendikt Gröndal, Jón Ármann Héöinsson og Gylfi Þ. Gislason — og fyrir Alþýðu- bandalagið tala þeir Ragnar Arnalds, Lúðvik Jóspsson, Svava Jakobsdóttir og Gils Guð- mundsson. Rektorskjör við Háskóla Is- lands fer fram I dag. Nýlega voru prófkosningar í Háskólanum vegna rektorskjörsins, og fengu þeir Magnús Már Lárusson nú- verandi háskólarektor og Guð- laugur Þorvaldsson prófessor i viðskiptadeild mestan atkvæða- fjölda. Guðlaugur mun þó ekki gefa kost á sér til rektorskjörs þar sem hann telur Magnús Má hafa fengið slika traustsyfirlýsingu að ekki sé verjandi að vera i fram- boði á móti honum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.