Tíminn - 14.05.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 14.05.1972, Blaðsíða 20
Vorið góða grænt og hlýtt SB-SJ-KLP, Reykjavík. „Elztu tnenn muna ekki annað eins" er gjarna viðkvæðið þessa dagana, þegar rætt er um vorið og sumarið. Timinn hafði sam- band við nokkra fréttaritara sfna i sveitum landsins fyrir'helgina og kvað þar mjög við sama tón, sumarið með eindæmum og lifið virðist brosa við bændum. Farið er að setja niður kartöflur og taka upp rabarbara, vegir eru með bezta móti viðast hvar og hiti hefur farið upp i 17 stig. Bezta vor síðan 1929 Hjá Þorsteini Sigurðssyni, bónda i Vatnsleysu i Biskups- tungum, fengum við þær fréttir, aö þaðan væri ekkert nema gott aö segja, þvi allt væri eins gott og þaö gæti verið. Túnin væru fagurgræn hvert sem litið væri, sauðburður gengi vel, hvergi væri klaki i jörð og menn væru farnir að undirbúa að setja niður í garða sina. Þorsteinn sagði, að þetta vor væri með beztu vorum, sem hann myndi eftir. Arið 1923 og 1929 hefðu þau verið eins góð en ekkert nú á seinni árum væri nálægt þvi. Hann sagöi, að veðrið væri ein- stakt,- i morgun hefði verið 10. stiga hiti kl. 8,um I hádegið hefði verið 15 stiga hiti og um kaffið hefði verið kominn 17 stiga hiti. Ekkert útivinnuveður í Mýrdalnum siðustu daga Sveinn Einarsson á Reyni i Mýrdal, sagði að i Mýrdalnum væri gróður með þvi mesta, sem verið hafi um þetta leyti árs, i áraraðir..Þar væri allt grænt og fallegt um að litast. Hann sagöi, að aðeins væri far- ið að eiga við garðlönd, en undan- farna daga hefði þó litið verið hægt að vinna, þvi það hafi rignt óvenju mikiö og varla verið úti- vinnuveður. Hefði verið nær stanzlausar rigningar i nær heila viku og væri þvi orðið vel rakt i rót. Sauðburður væri hafinn fyrir J nokkru og hefði hann farið vel af stað eins og allflest á þessu ein- dæma góða vori. Tók upp rabarbara í apríl Stefán Guðmundsson i Túni i Hraungerðishr. i Arnessýslu, sagði, að það væri iangt síðan að hann myndi annað eins vor og þetta. Voriö tæki við af sérstak- lega góóum vetri og væri nú allur Svart: Reykjavik: Torfi Stefánsson og KristjAn Guð- mundsiu.n. A B C D E V G H A B C D E F G H Hvitt: Akureyri: Sveinbjorn . Sigurðsson og Hólmgrimuri Heiðreksson. • ' $ 18. leikur Reykjavik: c7 — c6 gróður a.m.k. einum mánuði fyrr en á undanförnum árum. Hann sagði sem dæmi um það, að hann hefði tekið upp rabarbara i lok april, og vissi hann ekki þess dæmi, að það hefði verið gert áð- ur svo snemma árs. Sauðburður væri kominn vel af stað. Hefði hann gengið vel i þessu góða veðri, og væri mikið um tvilembd. Ekki væri langt i að kýrnar yrðu settar út, enn væru ekki komnir nægilegir hagar fyrir þær, en þess væri ekki langt að biða ef veðrið héldist svona. Veiða hrognkelsi á þurru landi MA-Tjaldanesi III, Saurbæjar- hreppi, Gilsfiröi. Þetta er bezta vor i fjölda mörg ár hér i Gilsfirði. Útlitið er mjög ánægjulegt, mikið farið að gróa. Sauðburður er að byrja og virðist ætla að ganga vel. Hrognkelsi eru farin að veiðast. Þau eru tekin á þurru landi eða veidd i net, sem lögö eru úr landi. Hér var stofnað fyrir tveim ár- um hlutafélagið Fóðuriðjan, sem i sumar mun hefja framleiðslu á heykögglum. Einnig erætluninað vinna fóður úr þangi, sem mikið er af hér i firðinum. Hlutafélagið á 200 ha fallegt land, sem unnið var sl. haust og i vor, og nú á að fara að sá i um helming þess. Fóðuriðjan verður í Litlaholti. Það á að fara að byggja hús yfir vélarnar, sem eru að koma, og einnig hefur verið keypt gamalt hús i Lindarholti, til nota fyrir Fóðuriðjuna. Þá hefur veiðifélag leigt Reyk- vikingum Hvolsá og Staðarhólsá. Leigjendurnir munu á næstu ár- um byggja veiðimannaskála i Hvolsdal. Vantar vætu í Húnavatns- sýslu Úr Húnavatnssýslunni fengum við þær fréttir hjá Kristófer Kristjánssyni, bónda i Köldukinn, aðgróður væri þar a.m.k. mánuði fyrr. Jörð væri klakalaus og jarð- vinnsla hafin fyrir nokkru. t vetur hefði verið unnið við jarðvinnslu og þá brotið fleiri hektarar lands, en það væri einsdæmi um vetur á þessum slóðum. Kristófer sagði • að menn væru farnir, að bera á tún en það sem vantaði nú væri meiri vætu. Mikl ir þurrkar hefðu verið aö undan- förnu og vantaði nauðsynlega rigningu til að koma gróðrinum enn betur af stað. Sauðburður væri ekki almennt hafinn en þó á flestum bæjum eitthvað. Sumar5 vikum á undan á- ætlun Friðbjörn Zóphoniasson bóndi á Hóli i Svarfaðard. sagði, að þar myndu elzu menn ekki eftir öðru eins vori eða sumri. Sumarið væri nú einum fimm vikum fyrr á ferð- inni en venjulega.- Þetta er alveg dásamlegt, og lifið leikur við okk- ur hérna núna, sagði Friðbjörn. Nú sézt ekki kal á túnum i Svarfaðardal og gömul köl eru sem óðast að gróa upp og lita bara vel út. Sauðburður er byrj- aður hjá nokkrum bændum og hefur ekki annað heyrzt, en allt gangi vel. Veðursins og garðanna vegna, væri hægt að setja strax niður kartöflur, þó enginn sé far- inn til þess enn. Það eina, sem Friðbjörn sagði, að Svarfdæling- ar gætu kvartað yfir núna, væri enginn virtist láta sér detta i hug lengur, að vegirnir þyrftu við- hald. Kartöflurnar að komast í moldina Sverrir Guðmundsson á Lóma tjörn við Grenivik sagði, að þar væri útlitið aldeilis glæsilegt. Tún væru orðin græn og menn farnir að setja niður kartöflur. Þetta væri allt mun fyrr á ferðinni e/i vanalega. Veðrið hefur verið frá- bært þar nyrðra og vegirnir eru góðir, hafa ekkert spillzt i vor og vel gengur þvi að keyra út áburð- inn. Kal sézt ekki á túnum og sauðburður er að byrja. Menn þarna um slóðir væru ákaflega bjartsýnir á sumarið sagði Sverrir. Sunnangola og sólskin Óli Halldórsson, Gunnarsstöð- um á Þórshöfn, kvað ekki bera á öðru, en sumarið væri komið þangað og hefði það ekki verið fyrr á ferðinni siðan 1939. Tún eru orðin græn svo og allur gróður á láglendi. Rabarbarinn er farinn að risa og menn eru i óða önn að undirbúa kartöflugarða sina. Þegar við töluðum á föstudaginn, var sunnangola og sólskin á Þórs- höfn og við slikar aðstæður gerist veður ekki betra þar. Allt er að verða grænt fyrir austan Jón Kristjánsson á Egilsstöðum sagði, að þar eystra væri sumarið snemma eins og annars staðar á landinu. Undanfarið hefur þó verið nokkuð kalt og vætusamt, en nú væri að koma bliðuveður. Tún eru farin að grænka og úthagi lika og útlit er fyrir gott gras. Vegirnir sagði Jón, að væru góðir miðað við árstima, en rign- ingar undanfarið hefðu þó nokkuð spillt fjallvegum, en vegir i byggð væru orðnir alveg frostlausir, enda litið frost verið siðarihluta vetrar. Þó að páskahretinu fylgdi mikill snjór, náði jörð ekkert að frjósa. Ekkert sagðist Jón hafa heyrt um kalin tún i ár og að end- ingu sagði hann, að sauðburður væri að hefjast hjá þeim fyrstu. Ekki klakavottur í jörð JD—Neðri Hjarðardal, Mýrar- hreppi, V-ls. Hér hefur verið indælisveður siðan á Sumardaginn fyrsta, hiti nótt og dag og sæmileg úrkoma. Tún eru viða algræn orðin og farið að lifna i úthaganum. Það litur mjbg vel út með gróður. Menn eru að byrja að sleppa geldfé. Burður er i byrjun og gengur vel. Skepnuhald má kall- ast gott. Menn eru aðeins að byrja að setja niður i garða, og þeir eru mjög vel farnir. Ekki hefur verið klakavottur i jörð siðan um sumarmál og varla i vetur. Vegir eru þurrir og alfærir. Nú kveöur vid nýjan töti Allar götur síðan 1936 hefur Málningarverk- smiðjan Harpa verið í fararbroddi, hvað snertir nýjungar í framleiðslu á málningu, lakki og ýms- um kemiskum efnum byggingariðnaðarins. Frá upphafi hefur rannsóknarstofa fyrirtækisins rekið umfangsmikla starfsemi, sem beinist að því að reyna þol og gæði framleiðslunnar við mismunandi íslenzkar aðstæður. Sérstaða Hörpu meðal málningarframleiðenda á (slandi er fólgin í því, að Harpa notar ein- göngu uppskriftir sem hannaðar eru á rann- sóknarstofunni fyrir hina umhleypingasömu ís- lenzku veðráttu. Reynsla fengin af nær 40 ára viðureign við íslenzkt veðurfar tryggir gæði framleiðslunnar. LÁTIÐ HÖRPU GEFA TÓNINN HARPA EINHOLTI 8

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.