Tíminn - 16.05.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.05.1972, Blaðsíða 1
IGNIS UPPÞVOTTAVÉLAR RAFIBJAN SIMI19294 RAFTORG SÍMI: 26660 108. tölublað — Þriðjudagur 16. mai 1972 — 56. árgangur. IGNIS FRYSTIKISTUR HAtUlHt SIMI 26660 RAFIÐJAN SÍMI: 19294 2/3 af fjárlagahækkuninni er arfur frá viðreisninni - sagði Halldór E. Sigurðsson, fjármálaráðherra, í eldhúsumræðunum í gærkveldi TK—Reykjavík i útvarpsumræðunum í gærkveidi gerði Halldór E. Sigurðsson fjármálaráð- herra, m.a. grein fyrir orsökum þeirra hækkana, sem urðu á f járlögum þessa árs. Kom fram í ræðu hans, að 2/3 af hækkun útg ja Ida á fjárlögum 1972 væri arfur frá viðreisnarstjórninni og þó nokkru betur, þegar nánar væri skoðaö, og gerði ráðherrann grein fyrir því. — 2.200 milljónir komu i arf frá viðreisninni vegna kjarasamninga opinberra starfsmanna og löggjafar, sem viðreisnar- stjórnin beitti sér fyrir. 1300 milljónir flytjast frá sveitarfélögunum til gjalda hjá ríkissjóöi. Þetta eru samtals 3.500 milljónir. Þá erueftirl800 milljónir, sem er hin raunverulega útgjaldahækkun skv. ákvörðun núv. rikis- stjórnar. Helmingurinn fer til framkvæmda og atvinnumála og hinn helmingurinn til aukinna almannatrygginga. Hér fer á eftir sá kafli ræðu fjármálaráðherra, er um þetta efni fjallar: „Fjárlögin 1972 hækkuðu um 5.3 milljarða króna frá fjárlögum ársins 1971. Sundurliðast hækk- unin þannig: 2.200 milljónir er arfur frá við- reisnarstjórninni. Þessi arfur á rót sina að rekja til kjara- samninga við opinbera starfs- menn i des. 1970, sem ekki voru teknir með i útgjöldum á fjár- lögum 1971 og löggjafar, sem viðreisnarstjórnin beitti sér fyrir á Alþingi veturinn 1971. 13 hundruð milljónirflytjast frá sveitarfélögunum til gjalda hjá rikissjóði, en með þvi tekur rikis- sjóður að sér að fjármagna almannatryggingakerfið að fullu og tekur á sig löggæzlukostnað. Hér er þvi ekki um að ræða aukin útgjöld hjá stjórnsýslunni i heild, aðeins tilfærslu innan hennar. Þessir tveir útgjaldaliðir gera samtals þrjú þúsund og fimm- hundruð milljónir króna. Eru þá eftir 18 hundruð milljón króna hækkun, en það er hin raun- verulega úrgjaldahækkun.samkv. ákvörðun núverandi rikis- stjórnar. Helmingurinn af þessum 18hundruð milljónum eru Halldór E. Sigurðsson Fjármálaráöherra aukin framlög til framkvæmda og atvinnumála. Hinn helmingurinn Framhald á bls. 18 Á hestamannamóti á Kjóa- völlum á sunnudaginn var m.a. keppt i hindrunarhlaupi. Þar gerðist það, að frægur hestur ölvaldur frá Ferjukoti i Borgarfirði, sem setinn var af eiganda sfnum, Guðrún Fjeld- sted, nýútskrifuðum búfræð- ingi frá Hvanneyri, féll um eina hindrunina. Bæði sluppu þau ómeidd og héldu áfram i hlaupinu. Gunnar Andrésson ljósmyndari hjá Timanum var til staðar, og festi atburðinn á filinu. Minni myndin er tekin sekúndubroti áður en hestur- inn féll, og sú stærri i fallinu. Sjá viðtal við knapann á bls. 3 Lögreglan komst yfir hass og LSD að söluverð- mæti um 1 millj. kr. - Sjá bls. 3 Skotið á Wallace NTB-Washington Skotárás var gerð á George Wallace rikis- stjóra i Alabama, er hann var á kosninga- ferðalagi i Maryland i gærkvöldi. Árásar- maðurinn skaut á rikis- stjórann af stuttu færi, og lentu skotin i hand- legg Wallace, brjóstholi og kviðarholi. Honum var strax komið á nær- liggjandi sjúkrahús, þar sem gerð var skurðað- gerð á honum. Við segj- um itarlegar fréttir af skotárásinni á baksiðu. Á bls. 18 er æviágrip Wallace og skýrt frá stjórnmálaferli hans og skoðunum i stórum dráttum. SÍMAMYNDIR AF ATBURÐINUM A BAKSÍÐU

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.