Tíminn - 16.05.1972, Blaðsíða 3
Þriðjudagur. 16. maí. 1972
TÍMINN
Lögreglan komst yfir milljón
króna verðmæti af hassi og LSD
Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæzluvarðhald
Oó-Reykjavík.
Lögreglan hefur komist
yfirmesta magn fiknilyfja,
sem til þessa hafa fundizt á
landinu. Fjöldi mannshafa
veriöyfirheyrðirog nokkrir
úrskuröaöir í gæzluvarð-
hald. Þeir, sem vinna að
rannsókn málsins/ segjast
ekki vita með vissu, hve
mikið magn af hassi og
LSD þeir hafa tekið i sína
HUN LÆRÐI AÐ DETTA
ER HÚN GLÍMDI VIÐ
BEKKJARBRÆÐUR SÍNA
Klp-Reykjavík.
Hestamannafélagið
Gustur í Kópavogi hélt á
sunnudaginn kappreiðar
að Kjóavöllum. Þar var
bæði margt um hesta og
menn- áhorfendurnir
eitthvað hátt á annað
þúsund og hestarnir á
annað hundrað.
Á þessu móti var keppt
tveim greinum, sem
sjaldan eru á dagskrá á
kappreiðum hérlendis,
viðavangshiaupi og
hindrunarhlaupi. I hin-
fyrrnefnda var
hlaupið í þúfum og mel-
um, eina 1200 metra
vegalengd en í hinu
var hlaupið yfir hindran-
ir, sem komið var fyrir á
hlaupabrautinni.
Eins og við höfum oft
séð í erlendum frétta-
myndum, er hindrunar-
hlaup á hestum, heldur
glannalegt. Hestar og
knapar þeirra falla þar
unnvörpum við hindran-
irnar og oft orðið þar stór
slys á báðum.
i þessu hindrunar-
hlaupi gerðist það, að
einn hestur féll, eftir að
hann var kominn yfir
eina hindrúnina. Hestur-
inn var frægur veð-
hlaupahestur, ölvaldur
frá Ferjukoti í Borgar-
firði og var hann setinn
af eiganda sinum Guð-
rúnu Fjeldsted, sem er
19 ára gömul.
Guðrún kom til mótsins
beint frá Bændaskólanum á
Hvanneyri, þar sem hún út-
skrifaðist sem búfræðingur nú
fyrir nokkrum dögum. Hún
kom ásamt þrem öðrum félög-
um sinum með 23 hesta riö-
andi ofan úr Borgarfirði, en
tveir þeirra héldu áfram aust-
ur i sveitir.
Síðan Guðrún var smástelpa
hefur hún mikið umgengist
hesta, — er þegar orðin þekkt-
ur knapi og i hávegum höfð
meðal „hestakallanna." Hún
var ekki há i loftinu, þegar hún
var fyrst knapi. Þá var hún
svo létt, að það þurfti að setja
liðlega 50 kg. sandpoka á
hnakkinn fyrir aftan hana, svo
hún næði þeirri lágmarks-
þyngd, sem knapi þarf að
vera, eða 64 kg.
Guðrún sagði okkur, er við
spurðum hana um hvað hefði
gerzt,þegar hesturinn féll með
hana i hlaupinu, að næsti hest-
ur við hliðina á hennar hefði
skollið utani hennar hest og
þar með hefði hann hrasað og
hún fallið af baki.
„En ég hefði ekki verið með
i þessu hlaupi.ef ég hefði vitað
hvernig fyrirkomulagið var,"
sagði hún. „Ég hélt,að það ætti
einn og einn hestur að hlaupa i
einu, en þarna hlupu allir
saman og þaö var startað á
fullriferð. Hæðin á hindrunun-
um var samt ekki neitt
glannaleg, hún var 80 sm., en
þær voru fastar. Um hlaup
sem þessi þarf að gera reglur
og fara eftir þeim, en svo hef-
ur ekki verið gert. I svona
hlaupi ætti aðeins að hleypa
einum hesti i einu og gefa fyrir
stil og hæð, en ekki bara fyrir
hver væri fyrstur."
Hún sagðist hafa komið hálf
illa niður, en samt farið aftur
á bak og lokið við hlaupið, svo
og tekið þátt i úrslitahlaupinu i
300 m. stökki, þar sem hún
varð önnur. Eftir það hefði
hún farið að finna til, og þá
farið á Slysavarðstofuna. Hún
væri ekkert brotin, en illa
marin og aum i öxlinni.
Ekki sagði hún þetta vera i
fyrsta sinn, sem hún dytti af
baki. Hún væri orðin vön þvi
og hefði vanið sig á að kasta
sér undan. Svo hefði hún lært
að detta í skólanum i vetur, en
þá hefði hún stundað glimu
með bekkjabræðrum sinum og
hefði það komiö sér að góðum
notum i þetta sinn.
Guðrún varð fyrir þvi i vet-
ur að missa 4 hesta i flóðinu í
Norðurá og þar missti bróðir
hennar 3. Fyrir nokkru bætti
Hestamannafélagi
Borgarfirði, henni
nokkru, með þvi að I
að gjöf hryssu af góðu kyni.
Var hún raunar vel að þeirri
gjöf komin, enda eru þau ekki
svo ófá skiptin, sem hún hefur
glatt fólk á hestamannamót-
um með fallegri ásetu, kjarki
og meðfæddri hestamennsku.
OÓ-Reykjavik.
Rektorskjör fór fram i Háskóla
Islands s.l. sunnudag. Var
Magnús Már Lárusson endur-
kjörin rektor til næstu þriggja
ára, og er það annað kjörtimabil
hans i þessu embætti. Var
Magnús Már kjörinn' með 46 at-
kvæðum. Þór Vilhjálmsson hlaut
25 atkvæði
Á kjörskrá voru 96, en 78
greiddu atkvæði, eða 81,25%. Eru
það allir kennarar Háskólans og
11 stúdentar. Samkvæmt reglum
þarf hreinan meirihluta til að
rektorskjör sé gilt. Þegar fyrst
var kosið hlaut enginn meirihluta
atkvæða. Fór sú kosning þannig,
að Magnús Már Lárusson fékk 35
atkvæði, Þór Vilhjálmsson 23 at-
kvæði, Guðlaugur Þorvaldsson 4
atkvæði Magnús Magnússon 3 at-
kvæði. Eitt atkvæði hlutu Sigurð-
ur Nordal, Sigurður Lindal, Jóna-
tan Þórmundsson og Gaukur
Jörundsson. Auðir seðlar voru 7
og 2 ógildir.
Var nú kosið aftur og hlaut
Magnús Már Lárusson þá 46, Þór
Vilhjálmsson 25, Guðlaugur Þor-
valdsson 2 og Magnús Magnússon
1. Auðir seðlar og ógildir voru 7 i
siðari umferð.
Stúdentarnir 11, sem hafa at-
kvæðisrétt við rektorskjör eru
formaður stúdentaráðs, tveir
fulltrúar stúdenta i háskólaráði
og siðan einn frá stúdentafélögum
hverrar deildar, guðfræðideild,
læknadeild, lagadeild, viðskipt-
adeild, heimspekideild, verk-
fræði- og raunvisindadeild, tann-
læknadeild og einn frá námbraut i
almennum þjóðfélagsfræðum.
Kjörtimabil rektors er frá 15.
sept. 1972 til jafnlegndar 1975.
okKru Dætti j
»ið Faxi i i
i tjónið að l
) færa henni »
vörzlu, en ekki mun fjarri
sanni að söluverð þess sé
um 1. millj. kr. Samanlagt
mun hassmagnið vera
nærri þrem kílóum og einn-
ig fundust töflur, sem álitn-
ar eru vera LSD og eru þær
milli 50 og 100 talsins. Sölu-
verð á hassi er nú um 250
kr. hvert gramm.
Lögreglan komst á sporið á
dansleik i Stapa i Ytri-Njarðvik
s.l. laugardagskvöld. Þar var
ungur maður, sem aðstoðaði
hljómsveitarmenn á staðnum við
burð og uppsetningu á hljóðfær-
um þeirra. Um kvöldið fór piltur-
inn út og veittu lögreglumenn við
dyrnar þvi athygli, þegar hann
kom að dyrunum aftur, að hann
var með tösku meðferðis. Hugðu
þeir áfengi vera i töskunni og
báðu um að fá að lita i hana.
Opnuðu þeir töskuna i höndum
mannsins, en hann þreif þá litinn
pakka, sem i henni var og kastaði
til kunningja sins, sem var nær-
staddur. Sá greip pakkann og
hljóp sem fætur toguðu á brott.
Hann var eltur og náðist brátt. 1
ljós kom að i pakkanum voru átta
grömm af hassi
Pilturinn með töskuna var
handtekinn.og við yfirheyrzlu ját-
aði hann að hafa keypt hassið af
tilteknum manni i Reykjavik. Var
hann handtekinn og húsleit gerð
heima hjá honum. Þar fannst
nokkurt magn af hassi. 1 ljós
kom, að fé þessa manns stóð viða
fótum. Hann visaði á fleiri staði
þar sem hass var geymt, og var
gerð húsleit i mörgum húsum i
Reykjavik og Kópavogi á sunnu-
dag og i gær. Hvergi mun mikiö
magn hafa fundizt á sama staðn-
um, en eftir þvi sem viðar var
leitað og málið rannsakað nánar,
komu i ljós fleiri aðilar, sem
höfðu fiknilyfin undir höndum.
Ljóst virðist, að hér sé um hring
fiknilyfjadreifenda að ræða, en
lögreglan vildi ekki gefa upp tölu
þeirra, sem hassið seldu. Þetta
hass er smyglað hingaö til lands
frá Kaupmannahöfn, en ekki er
látið uppi með hvaða hætti.
Auk lögreglunnar á Keflavikur-
flugvelli vinna að rannsðkninni,
lögreglan i Kópavogi, ffkniefna-
deild lögreglunnar i Reykjavik og
rannsóknarlögreglan. Allir þeir
aðilar, sem að málinu vinna
verjast allra frétta og segja, að
það sé enn á þvi stigi, aö þeir geri
sér ekki nákvæma grein fyrir
hve stórfellt fikniefnasmygl og
dreifing sé hér á ferðinni. Frá þvi
að rannsóknin hófst hefur málið
þanizt óöfluga ut og fleiri og fieiri
blandazt i það. En samt sem áður
bendir flest til að rekja megi allt
þetta fikniefnamagn til sömu
aðila. Þá er litt kannað, hvenær
allt þetta magn kom til landsins,
og hve mikið er búið að selja. Og
enn er eftir að vita hvort ekki
leynist mikið af hassi og LSD i
höndum manna, sem gera fikn
unglinga sér að féþúfu.
Undanfarið hefur flogið um
borgina, að nóg væri til af hassi
og að að auðvelt væri að verða
sér úti um það, og bendir það til
að verulegu magni hafi verið
smyglað til landsins ekki alls
fyrir löngu.
OÓ-Reykjavik.
Tveir Volkswagenbilar lentu i
hörðum árekstri á Hverfisgötu og
Frakkastfg á sunnudagskvöld s.l.
ökumennirnir virðast hvorugur
hafa séð til ferða hins, þvi hvor-
ugur hemlaði.
Bilarnir skemmdust báðir mik-
ið, en annar meira. Piltur og
stúlka meiddust, en ekki hættu-
lega.
Tók sæti á
Alþingi
EB-Reykjavik.
Hilmar Pétursson 2. varaþing-
maður Framsóknarflokksins i
Reykjaneskjördæmi, tók i gær
sæti á Alþingi fyrir Jón Skafta-
son, sem er á förum til útlanda i
opinberum erindum.
Hilmar hefur ekki setið á Al-
þingi áður.
Magnús AAárendur
kjörinn rektor til
þriggja næstu ára
Helvítis kaffið
Kaffi er gott undir vissum
kringumstæðum, og þó bezt með
brennivini, en þegar það kemst i
skáldskapinn getur sá sem semur
alltaf hallað sér að kaffi-
drykkjunni, þegar slaknar á
skáldskapargáfunni, og þvi miður
er alltof mikið af kaffi i þvl sem
samið er hér á landi, bæði í leik-
ritum, fyrir sjónvarp og i skáld-
sögum.
Þegar dýrlingurinn var hér á
ferðinni var fundio að þvi, að
hann væri stöðugt með glas i
hendi, og jafnvel reiknað út hvað
hann þyrfti að innbyrða pr.
klukkutima væri þetta alvöru-
drykkja, auk þess að vera á
stöðugu kvennafari og I slagsmál-
um. En þar sem dýrlingurinn er
hugsaður sem ofurmenni, þá er
svona misvlsun fyrirgefanleg,
ekki slöur en sú misvlsun hjá
islenzkum höfundi ágætum, sem
lét hetju sina koma gangandi yl'ir
háan f jallveg og tjalda I grænum
dali, þar sem heimasætan gekk
fram á hann sofandi i tjaldi. En til
að gera gestinn sem mestan I
augum dalameyjarinnar hætti
höfundur ekki að telja upp far-
teskið fyrr en hann var búinn að
tina til dót upp á svona fjóra
hesta.
Þetta er þó ekkert á móti þvi að
fallerast á kaffinu.
Tilefni þessara skrifa er, að ný-
lega var sýnt ágætt sjónvarps-
leikrit eftir Agnar Þórðarson,
sem er nú alveg utan kaffigráð-
unnar, en samt tókst svo slysa-
lega til, að sýningin byrjaði á
uppáhellingu, einhverri þeirri
fátæklegustu athöfn, sem hægt er
að hafa um hönd hér i kaffiland-
inu.
Þá lenti Sveinn Einarsson I þvi
að láta hafa nokkra kaffidrykkju
um hönd I sjónvarpsleikriti, sem
einnig hefur verið tvitekið. Hann
er lika alveg utan kaffigráð-
unnar, en vegna þess að I þessum
þætti falleraðist hann á kaffi-
könnunni, var hann talinn læri-
sveinn vinkonu vorrar aö norðan,
sem hefur nú um árabil skrifað
sögur til skemmtunar fólki, og
hefur ekki ætlað sér meiri hlut,
enda ærinn, og er þvi frjáls að
kaffimeðferð sinni.
Margur mun segja,að kaffið sé
nú einu sinni þjóðardrykkur. Vist
er það, en margt annað, sem fólk
hefur um hönd á hverjum degi,
þykir ekki henta I skáldskap.
Kaffisætir einfaldlega engum tíö-
indum. Það fer að vlsu ekki illa,
þegar gamlar konur eru að ráð-
stafa börnum sinum I hjónabönd,
þótt þær sötri kaffi með ráða-
brugginu. En megum við biðja
okkur undan uppáhellingum og
öðrum kaffiþáttum í' verk'jm,
sem eiga að gerast eftir að
gamlar konur hættu að ráðstafa
börnum sinum.
SvarthöfíM.