Tíminn - 16.05.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.05.1972, Blaðsíða 5
Þriðjudagur. 16. maí. 1972 TÍMINN SAMVINNU- SKÓLANUM AÐ BIFRÖST SLITIÐ 39 nemendur luku burtfararpófi Samvinnuskólanum Bifröst var slitið mánudajinn 1. mai. Skóla slitaathöfnin fór fram i hátiðasal skólans að viðstöddu miklu fjöl- menni. Athöfnin hófst með yfir- litsræðu skólastjórans, sira Guðmundar Sveinssonar. Nemendur skólans voru i vetur 79 talsins og þreyttu allir vorpróf, 40iIbekk.og39iII. bekk. A föstu starfsliði mennta- stofunnarinnar urðu þær breytingar,að ráðsmaður og hús- vörður Bifrastar, Rafn Guðmundsson.hætti störfum, en við starfi hans tók Sigurður ólafsson, frá Litla-Skarði. Óvenjulega margir auka- kennarar störfuðu við skólann og kenndu meðal annars tölvufræði, vélritun og bókfærslu. Þá voru og haldin námskeið fyrir nemendur skólans i hagnýtum búðarstörfum i Reykjavik i nóvembermánuði og fengu þeir tækifæri til að vinna i kjörbúðum Kron og Sláturfélag Suðurlands. Enn gafst nemendum tækifæri til að vinna verkefni við rafreikni Háskóla fslands. Erindaflokkur var fluttur i skólanum um islenzka bókmenntasögu af Helga Sæmundssyni, ritstjóra, en Geir Vilhjálmsson, sálfræðingur hélt fyrirlestra um sa*lfræði og kynnti nemendum 2. bekkjar hópsál- fræði i verklegri þjálfun. Námsárangur var mikill. Hæstu einkunnir i 1. bekk hlutu: Viðar G. Elisson, Reykjavik, 9.06, Óskar Steingrimsson, Akureyri 9.03, og , Erna Snorrado'ttir, Hvammstanga 9.00 Er það óvenjulegt, að svo margir nemendur i 1. bekk skólans hljóti ágætiseinkunn. Fyrstu eink unn hlutu 34 nemendur, þar af fengu 22 einkunnina 8.00 og þar yfir. Aðra einkunn fengu 3 nemendur og enginn lægri einkunn. Allir nemendur 2. bekkjar 39 að tölu luku burtfarar- prófi. Námsárangri 2. bekkinga ber eftirfarandi yfirlit vitni: A lokaprófinu sjálfu hlutu tveir nemendur ágætiseinkunn, þeir Guðmundur Steinn Gunnlaugs- son frá Hafnarfirði, 9.03 og Gunnar Magnússon frá Akranesi, 9.00. Þegar árseinkunn er reiknuð með verður niðurstaðan: Agætis- einkunn hlýtur einn nemandi. Fyrstu einkunn hlutu 35 nemendur, þar af fengu 27 einkunnina 8.00 og þar yfir. aðra einkunn fengu 3 nemendur og enginn lægri einkunn. Að yfirlitsræðu lokinni las skólastjóri að venju meðaltals- einkunnir allra nemenda skólans. Þá voru hinum brautskráðu afhent prófskirteini sin. Næst voru verðlaun veitt. Umsjónarmenn skólans hlutu viðurkenningu fyrir stórf sin, Agúst Már Grétarsson, umsjónarmaður 1. bekkjar og Björgúlfur Þórðarson, umsjónar- maður 2. bekkjar og skólans alls. Bókfærslubikarinnhlaut að þessu sinni Friðrik Agúst Óskarsson frá Laugum i Reykjadal. Verðlaun Verzlunarmannafélags Reykjavikur fyrir beztan árangur i vélritun fékk Kristin Asa Einarsdóttur frá Hafnarfirði. Viðurkenningu frá þýzka sendi- ráðinu fyrir hæfni i þýzku hlutu þrir nemendur 2. bekkjar: Aslaug Pétursdóttir frá Reykjavik 9.3, Pétur Friðrik Pétursson frá Hafnarfirði 9.25 og Ólafur G. Sigurðsson frá Hnifsdal, 9.1. Sam vinnustyttuna fyrir kunnáttu i Samvinnusögu fékk Guðmundur Steinn Gunnlaugsson, Hafnarfirði. — Þá afhenti formaður Nemenda- sambands, Samvinnuskólans, Kristin Bragado'ttir, Félagsstyttuna, verðlaunagrip, sem veittur er bezta nemanda, er bezt hefur unnið að félagsmálum. Friðrik Agúst Óskarsson frá Laugum Reykjaddal. Guðmundur Steinn Gunnlaugs- son, er hæsta einkunn hlaut á burtfararprófi, fékk sérstök verð- laun fyrir ágætan námsárangur. Hópur eldri nemenda Samvinnuskólans setti sérstæðan svip á skólaslitaathöfnina svo og mikill fjöldi aðstandenda þeirra nemanda, sem luku burtfarar- prófi. Þrir eldri námshópar voru mættir, þeir er brautskráðust fyrir 10, 20, og 30 árum.- úr hópi gestanna tóku þessir til máls: Fyrir hönd 10 ára nemenda talaði Brautskráðir nemendur frá Samvinnuskólanum i vor. Alfur Ketilsson skrifstofustjóri Sauðarkróki. úr hópi nemenda, er luku brottfararprófi fyrir 20 árum, talaði Jónas Hólmsteins- son, fulltrúi Reykjavik. Þeir Alfur og Jónas afhentu sem sameiginlega gjöf hinna tveggja nemenda - hópa vönduð tón- flutningstæki ásamt magnara- kerfi. Var þar um mjóg dýra og mikla gjöf að ræða.- Þá flutti Þorkell Magnússon, aðalbókari Borgarnesi ávarp fyrir hönd þeirra, er luku námi i Samvinnu- skólanum fyrir 30 árum. Þeir gáfu peníngagjóf i Menningarsjóð Jónasar Jónssonar, en sá sjóður styrkir efnilega nemendur til framhalds- nams. Við skólaslitin héldu eins og venja hefur verið nokkrir heima- manna stuttar ræður. Fulltrúi 1. bekkjar var Agnes Ingvarsdóttir frá Höfn i Hornafirði, 2. bekkjar Sigurður Valdimar Bragason frá L a nd a m ó ta s eli Ljósa- vatnshreppi, en Sigurður Valdimar hafði verið formaður skólafélagsins siðastliðinn vetur. Af hálfu kennara talaði Snorri Þorsteinsson, yfirkennari. Undir Iok skólaslitanna ávarpaði skólastjóri hina braut- skráðu nemendur, flutti þeim árnaðar og hamingjuóskir, en ræddi sérstaklega um æskuna og samtiðinaog þær vonir, sem við æskuna væru nú tengdar að skapa betri veröld. A hátiðahöldin við skólaslit setti einsöngur Ruth L. Magnússon, með undirleik Christina Cortes sérstakan svip svo og söngur nemendakórs Samvinnuskólans. Kórinn söng undir stjórn Guðjóns Pálssonar, söngstjóra frá Borgarnesi. Aður en heim var haldið, þágu viðstaddir veitingar. Ruth L. Magnússon söng við skólaslitin við undirleik Christine Cortes EINU SINNI ENN VEGNA ÁSK0RANA Síra Guðmundur Sveinsson skólastjóri afhendir Guðmundi Steini Gunnlaugssyni Samvinnustyttuna. Tríð Steina Steingríms leikur GÖMLU GÓÐU LÖGIN "frá því hérna á árunum" (með hæfilegri sveiflu) fyrir matargesti okkar n.k. mánudags og þriðjudagskvöld Borðpantanir hjá yfirþjóni sími 11322 VEITINGAHÚSID ÓDALÉ VID AUSTURVÖLL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.