Tíminn - 16.05.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.05.1972, Blaðsíða 8
TÍMINN Þriðjudagur. 16. mai. 1972 Aðalfundir Mjólkursamlags K.S. og Kaupfélags Skagfirðinga Nýlega eru afstaðnir aðalfundir Mjólkursamlags K.S. og Kaupfé- lags Skagfirðinga. Tobias Sigurjónsson, Geldinga- holti form. stjórnar K.S., setti báða fundina og flutti skýrslu stjórnar, en fundarstjóri á fund- unum var Gisli Magnússon, Ey- hildarholti. Ársfundur Mjólkursamlagsins Fundurinn var haldinn i Bifröst á Sauðárkróki 21. april s.l. t. ýtar- legri skýrslu Sólbergs Þorsteins- sonar, sarrilagsstjóra, komu fram m.a. eftirfarandi upplýsingar: Innvegið mjólkurmagn á árinu 1971 var kg. 7.772.943, og hafði aukizt um 7,7% frá fyrra ári. Meðalfeiti mjólkurinnar reyndist 3,828% og hafði aðeins aukizt frá árinu 1970. Neyzlumjólkursala var aðeins um 10% af heildarmagni innleggs og fóru þvi um 90% af mjólkinni til vinnslu. Á árinu framleiddi samlagið -'í>&M#.*~-«> Verzlunarhús Kuuþfélags Skagfirftinga vift Skagfirftingabraut, cn þar er m.a. kjörbúö. Smjörneyzlan nam 7.7 kg. á íbúa árið 1971 Á s.l. ári jókst smjör- neyzla hérlendis mjög verulega, og var til jafn- aðar 7,7 kg á mann, og er það svipaö og á hinum Norðurlöndunum. Neyzla smjörs og smjör- likis nam á s.I. ári sam- tals 20 kg. á mann til jafnaðar. Þessar upp- lýsingar komu fram i s k ý r s 1 u Ós k a r s Guimarssonar forstjóra Osta og smjörsbiunnar, á fundi Osta og smjör- sölunnar og Fram- leiðsluráðs landbúnað- arins, með mjólkur- samlagsstjórum á föstu- daginn. Alls sátu fund þennan 'M) — 40 manns, og var tilgangur hans að ræða markaðs og fram- leiðslumál mjólkur- iðnaðarins. Útsöluverð á sm jöri kvað Óskar vera mjög svipað hér og i Noregi og Danmörku, eða alls staðar millikr. 160,00 ogkr. 170,00 pr. kg'. Ostasalan jókst nokkuð á s.l. ári og varðum 5kg.á mann. Er þetta svipuð neyzla og t.d. i Bretlandi, en 3 — 4 kg. minna en á hinum Norðurlöndunum. bróun mjólkurframleiðslunnar i landinu á undanförnum árum hefur verið með þeim hætti, að ostaframleiðslan hlýtur i auknum mæli að flytjast til mjólkurbú- anna á Norðurlandi. Enn eru sum mjólkurbúin varbúin þess að taka að sér aukna ostaframleiðslu, en i undirbúningi er nú nýbygging Mjólkursamlags á Akureyri og bygging nýrrar ostagerðar á Húsavik. Er þess þvi að vænta, að innan fárra ára verði betur fyrir aðstöðu til ostaframleiðslu séð en nú er og þar með möguleikum til aukinnar fjölbreytni i ostagerð. Ostur var á s.l. ári fluttur aðal- lega til Bandarikjanna, Sviþjóðar og Bretlands litillega. f vetur hefur verið fluttur út ostur i til- raunaskyni til Tékkóslóvakiu og Japan. t erindi Péturs Sigurðssonar, cand.lac., fulltrúa hjá Fram- leiðsluráði.kom m.a. fram, að á 4 sumarmánuðum koma til sölu- meðferðar um 45% af heildar- magni mjólkur. Horfur eru á 5 — 6% aukningu mjólkurframleiðslu á næstu mánuðum miðað við s.l. ár Birgðir osta og smjörs eru nú mjög litlar. Aðalframleiðsluvörur næstu mánaða verða þvi ostur,smjör og undanrennuduft. Ekki er gert ráð fyrir smjörút- flutningi það sem eftir er ársins, en ostaútflutn. ætti að verða svipaður og s.l. ár. Auk þeirra fyrirlesara, sem þegar hafa verið nefndir, eru Sævar Magnilsson, cand. lac, Sveinn Tryggvason fram- kvæmdastjóri, Guðbrandur Hliðar dýralæknir og Asgeir Einarsson dýralæknir. Frá fundi Osta og smjörsölunnar meft mjólkurbússtjórum og Framleiðsluráöi. (Tímamynd G.E. 137 tonn af smjöri, 481 tonn af mjólkurostum og 18 tonn af osta- efni. Sala á skyri var um 72 tonn, og af rjóma seldust 47,800 litrar. Um áramótin siðustu voru smjörbirgðir 78 tonn og mjóikur- ostar 102 tonn. Innleggjendur voru 315 og hafði fækkað um 7. Meðalinnlegg reyndist 24.671.00 kg. og hafði vaxið um liðlega 2 þús. kg. frá fyrra ári. Heildargreiðslur til innleggj- enda fyrir framleiðsluna 1971 er um 120 milljónir, sem gerir 15.96 kr. á ltr., eða um 30 aura umfram staðargrundvallarverð. Aftalfundur kaupfé- lags Skagfirftinga Fundurinn var haldinn 27. og 28. april s.l. á Sauðárkróki. Sveinn Guðmundsson, kaupfé- lagsstjóri flutti þar yfirgrips- mikla ræðu um hag og horfur fé- lagsins, og skýrði reikninga þess fyrir s.l. ár. I ræðu Sveins kom m.a. fram, að félagsmenn voru i árslok 1350, með um 3.110 manns á framfæri, að þeim sjálfum með- töldum. Heildarvelta kaupfélags- ins og fyrirtækja þess var um 604 milljónir króna. og hafði vaxið um 32,25% frá 1970. Sala á vórum og þjónustu nam um 283 milljónum króna, og hafði aukizt um tæp 29% frá fyrra ári.. Sala á innlendum vörum var um 273 mílijónír króna. Framleiðslu- verðmæti Fiskiðju Sauðárkróks nam kr. 48.5 milljónum. Launagreiðslur Á s.l. ári greiddi Kaupfélag Skagfirðinga og fyrirtæki þess kr. 66.6 milljónir f laun, fyrir utan launaskatta, og höfðu launa- greiðslur hækkað um 22,5% frá fyrra ári. Framleiðendum var greitt um 203,8 milljónir króna fyrir innlagðar afurðir á árinu. Fastráðið starfsfólk var i árslok 121. Fóöuryöruverzlunin Fyrir siðustu áramót tók kaupf- élagið i notkun nýja bifreið, með sérstökum dælubúnaði til flutn- ings á kornuðu fóðri. Hefur sú starfsemi gengið vel, og jafnvel betur en búast mátti við svona fyrst i stað. Einnig hefur S.S. ný- lega tekið i notkun kornmyllu til mölunar á mais og byggi. Kaup- félagið hefur á hendi um 80-90% af allri fóðurvörusölunni i hér- aðinu. Fóðurvörurnar eru ágóða- skyldar. Fasteignir Fasteignir félagsins eru um 35 að tölu, og sumar mjög verð- mætar. bessar eignir eru bók- færðar á kr. 85,8 milljónir, samkv. nýja fasteignamatinu. Vélar, tæki, bilar, o.þ.h. er bók- fært hjá félaginu á kr. 18 mill- jónir. Sauðfjárslátrun Kaupfélag Skagfirðinga slátr- aði á siðasta hausti á þremur stöðum, Sauðárkróki, Hofsósi, og Haganesvik. Alls var slátrað 43.395 kindum, og var heildar k.jötinnlegg um 650 tonn. Að auki var slátrað um 500 nautgripum og 280 hrossum og folöldum. Endan- legt verð á kindakjöti til inn- leggjenda varkr- 2,13 pr. kg. um- fram verðlagsgrundvallarverð eftir hækkun grundvallarverðsins frá 1. marz 1971. Sláturhús Gert er ráð fyrir að K.S. hef ji á þessu árí byggingu á nýju slátur- húsi, er hafi möguleika á slátrun á 3.000 kindum á dag, auk 40 naut- gripa. Að auki verður ráðizt i verulega stækkun á frystihúsi fé- lagsins. Gert er ráð fyrirað nýja sláturhúsið taki til starfa haustið 1973. Höfuftstóðvar fyrir K.S. Starfsemi félagsins hefur verið rekin i nokkuð dreifðum eining- um, og hefur þvi verið sótt fast að reyna að sameina sem flestar rekstrareiningar, og i þvi sam- bandi er beðið eftir afgreiðslu bæjarstjórnar Sauðárkróksbæjar með afgreiðslu á lóðaumsókn K.S. á um 8.000 — 10.000 ferm. lóð norðan M jólkursamlags, við Skagfirðingabraut. 1 þvi húsnæði, er þar yrði reist, er gert ráð fyrir að sameina sem flestar verzlanir félagsins, og að auki flytja skrif- stofurnar i þetta nýja hús. bessi bygging er mjög aðkallandi fyrir kaupfélagið, þar sem félagið er með mjög óhægan rekstur i mörgum sinum húsum, og skrif- stofur félagsins búa við alls ófull- nægjandi aðstöðu. bað er einlæg ósk og von for- ráðamanna K.S., að bæjarstjórn Sauðárkróksbæjar úthluti um- ræddri lóð til félagsins nú innan skamms, svo að hægt verði að hefjast handa. Keikningar félagsins 1 reikningum félagsins kemur m.a. fram, að heildarfyrningar á húsum, vélum og tækjum nam kr. 12,2 milljónum, og hafði aukizt um helming frá fyrra ári, m.a. vegna endurmatshækkunar fast- eigna. Að auki var varið til við- halds húsa og tækja um 9,8 mill- jónum. Rekstrarhagnaður ársins var 11,5 milljónir tæpar, sem komu til ráðstófunar á aðaífundi, og ráðstafaði fundurinn þvi fé sem hér segir: 1. Lagt i varasjóð 4.000.000,00 2. Greitt til félaga- samtaka 150.000,00 3. Arðsúthlutun til félags- manna, i hlutfalli við við- skipti þeirra við félagið 6% af ágóðaskyldri vóruúttekt 7.000.000,00 4. Lagt i menning arsjóðK.S. 300.000,00 5. Yfirfært til næsta árs 26.32515 Samkvæmt venju fékk aðal- fundurinn mörg og margvisleg mál til afgreiðslu, sem gerðar voru sérstakar samþykktir um, en þeirra verður ekki getið hér s- e'rstaklega. Sljórnin t stjórn Kaupfélags Skagfirð- inga eiga nú þessir menn sæti: Tobias Sigurjónsson Geldinga- holti, form., Gisli Magnússon Ey- hildarholti. varaform.. Jóhann Salberg Guðmundsson ritari, Jón Eiriksson Djúpadal, Marinó Sigurðsson Álfgeirsvöllum, Stef- án Gestsson, Arnarstöðum og borsteinn Hjálmarsson Hofsósi. Og varamenn i stjórn eru þeir Gunnar Oddsson, Flatatungu og Magnús H. Gislason, Frostastöð- um. Endurskoðendur félagsins eru þeír Árni Gislason, Eyhildar- holti og Vésteinn Vésteinsson Hofstaðaseli. Sveinn Guðmundsson kaupf.stj. varð sextugur siðari fundardag- inn, og þágu aðalfundarfulltrúar og gestir fundarins veitingar heima hjá kaupfélagsstjóranum að loknum fundi. S.kr. l.mai 1972 HRT

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.