Tíminn - 16.05.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 16.05.1972, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Þriðjudagur. 16. mai. 1972 Margar konur voru meö i ferðinni. Hér er hluti þeirra aö sóla sig áöur en lagt er af staö út á goifvöll- inn. Taíiö frá vinstri: ólöf Geirsdóttir Kvk., Jakobina Guölaugsdóttir Vestm., Guöfinna Sigurþórsdóttir Keflav., Laufey Karlsdóttir Rvk., Sigurbjörg Guönadóttir Vestm., og Ágústa Guömundsdóttir, Vestm. Ilaldiö um borö I þotu Flugfélags lslands á flugvellinum I Edinborg, eftir ánægjulega 9 daga dvöl i hinu „helga landi golfsins” SLEGIÐ UA/l í SKOTLAi Texti og myndir: Kjartan L. P Fyrir nokkru kom heim frá Skotlandi um 90 manna hópur ís- lendinga, sem þar haföi dvaliö i eina 9 daga. Tilgangur ferðarinn- ar var að slétta örlitið úr skozkri jörö, en á góðri islenzku heitir það nú vist aö lcika þá vinsælu iþrótt, sem nefnist á alþjóöamáli golf. Dvaliö var I East Lothian, eða nánar tiltekið i Nort Berwick, sem er við fjöröinn Firth of Forth. Um þann fjörð hefur fjöldi tslend- inga farið, þvi að þetta cr sá, sem siglt er inn, þegar farið er til Leith. East Lothian hefur veriö kallaö „The Holy Land of Golf”. Þar er aö finna tugi golfvalla af þeirri gerö og gæðum, sem bezt þekkj- ast i heiminum. Sumir þeirra eru löngu heimsfrægir meðal þeirra, sem fylgjast með iþróttum, eins og t.d. Muirfield, þar sem opna brezka meistarakeppnin fer fram i sumar, Luffness, sem er sagður vera með einar beztu flatir (green) i allri Evrópu, en þær eru á að horfa eins og flosábreiða af beztu gerð, Dunbar, þar sem leik- ið hefur verið golf i hátt að aðra öld, og Gullane-vellirnir nr. 1., 2. og 3., svo aö nokkrir séu nefndir. A þessum völlum, og mörgum öðrum, slógu tslendingarnir um sig i þessá 9 daga. Og þar var svo sannarlega slegið og gengið. Lauslega reiknað léku flestir þetta 10 til 14 hringi. Ef reiknað er með, að i hverjum hring séu gengnir 10 km, en það er mjög nærri lagi á 18 holu velli, hefur hver maður gengið þessa 9 daga milli 100 og 140 km, eöa sem sam- svarar „spottanum” frá Reykja- vik og upp i Borgarfjörð, eða austur i Þórsmörk. t þessum hópi var fólk á öllum aldri, báðum kynjum og úr mörg- um stéttum þjóðfélagsins. Það kom Skotunum mjög á óvart, að enginn stéttamunur væri meðal tslendinganna, en hjá þeim er hann mikill. Jafnvel á golfvöllun- um bar mikið á þessum stétta- mun, sumir vellirnir nálguðust það að vera lokaðir nema fyrir einhverja lorda og hefðarfrúr. t Skotlandi lætur nærri.að hvert einasta mannsbarn leiki golf, enda er iþróttin þaðan komin, og Skotar líta á hana sem sína þjób- ariþrótt. Á sumum völlunum sá maður jafnvel svo aldrað fólk leika, að það hafði það varla af að beygja sig eftir kúlunni, þegar hún loks komst niður i holuna. Hjá þvi skipti höggafjöldinn eða lengdin engu máli, aðeins gangan um völlinn, félagsskapurinn og að slá boltann, var nægíleg ánægja fyrir það. Fyrir tslendingana, sem þarna voru i fyrsta sinn, var þessi ferð hrein opinberun, ekki aðeins gagnvart golfinu heldur bara ferðin öll og allt það, sem henni fylgdi, Búið -var á 1. fl. hóteli, Marine Hotel, sem er i gamalli og virðulegri höll. Henni hefur verið mikið breytt að undanförnu, og segja tslendingarnir, sem búið hafa þar áður, að hun taki stakka- skiptum á hverju ári. Þeir hentu gaman að þvi, að eftir að þeir fóru að koma þangað i stórum hópum á hverju ári, hefði barinn verið stækkaður mikið. Hann hefði ver- ið fyrir einn.mann i fyrstu ferð- inni, en nú tæki hann orðið heilt lið, og vel það. Á þessu hóteli voru hátt á annað hundrað starfsmenn, og þar var bæði kunnáttan og getan til að taka á móti gestum. Fyrir tslend- ingana var tvivegis slegið upp dansleik, og til þeirra fengin góð hljómsveit frá Glasgow. Sérstakt kveðjuhóf var haldið, þar sem kyrjuð voru islenzk ættjarðarlög á milli þess, sem raddböndin voru skoluð i skozkum þjóðardrykk, sem löngu er orðinn þekktur hér á landi, sem annars staðar. A hverju kvöldi var safnazt Slcgið á 12. braut á Nortb Berwich East Links-vellinum, þar sem útsýnið er sérlega fallegt. Sá sem er aö slá, er Kristmann Magnússon i Pfaff, en Arnór Iliálmarsson flugumferðastjóri stakk sn sá sem horfir svona hugfanginn á hann er Birgir Þorgilsson, annar fararstjórinn I ferðinni. golfskálanum og fékk hæsta vinning sem hann

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.