Tíminn - 16.05.1972, Qupperneq 16

Tíminn - 16.05.1972, Qupperneq 16
16 TÍMINN Þriðjudagur 16. mai. 1972 hræðilegan höfuðverk. Heldurðu að móðir þin hafi nokkuð á móti þvi að ég gangi nú upp og leggi mig fyrir? — Auðvitað ekki, ég skal gefa henni skýringu. Vesalings þú, get eg gert nokkuð fyrir þig? — Nei, þakka þér fyrir. Ég hef liklega drukkið helzt til mikið af kampavininu. Ég tek einar tvær svefntöflur og fæ mér dúr. Ég gekk upp stigann og þegar ég gekk framhjá herbergi frú Blaney, heyrði ég rödd Jónatans. Hann var aö lesa upphátt fyrir móður sina. Ég brosti með sjálfri mér. Ein manneskja i þessu húsi var að minnsta kosti hamingju- söm: Mildred Blaney. Og Jónatan var einnig hamingjusamur, hann fékk aö vera litli drengurinn hennar mömmu sinnar. Ekki gat ég sofnað, en taldi slög klukkunnar i anddyrinu. Ýmsir gengu inn á herbergi til sin til þess að fá sér dúr. Utan við dyrn- ar minar heyrði éj* Jónatan hvisla. — Kay? en eg svaraði ekki. Enn eitt hljóð heyrði ég, sem varð til þess að ég hrökk saman — Chris var að gangsetja bilinn sinn^'ílg elskaöi Chris Benthiil, og ég vissi að hann elsk- aöi mig lika. Frá þvi að við umst fyrst hafði legið einhver leyniþráður á miMi okkar, sem nú var orðinn að eldheitri ást. Kær- leikur okkar þurfti engin orö, enga snertingu, en samt sem áður varð honum ekki neitað. A hinum löngu vökunóttum kom orðið „skilnaður” oft upp i huga minn. Ef Chris heföi verið laus og lið- ugur.... en var hægt að byggja upp nokkra hamingju á óham- ingju tveggja saklausra persóna, Fleurs og Jónatans. Ég sá fyrir mér hið unga, rugl- aða andlit Fleurs, og ég reyndi að útiloka Chris frá huga minum. Næsta dag var ég bak við lok- aðar dyr i ibúðinni minni. Ég svaraði ekki i sima og opnaði fyrir engum. Ég varð að fá tima til að jafna mig. Af einskærri dauðaþreytu svaf ég eins og steinn alla nóttina. Þegar ég svo stóð á járnbrautarstöðinni seinni- partinn á mánudag, ásamt fjöl- skyldunni, til þess að kveðja Lindsay og Eirik, hafði ég fullt vald yfir mér. Ég leit ekki á Chris, og Jónatan gerði allt létt fyrir mig. — Fyrirgefðu mér, en ég get ekki hitt þig i kvöld, elskan, hvisl- aði hann að mér, — þvi ég þarf að aka mömmu heim. Hún tekur þessu fádæma vel, en ég veit,að hún fellur alveg saman þegar heim kemur og Lindsay raun- verulega farin. Þú skilur þetta allt? Ég brosti til hans. — Kæri Jónatan, auövitað skil ég. Hann þrýsti arm minn. — Blessuð, Kay. Ég fyrirleit sjálfa mig, því hann hélt,.að ég væri skilningsrik og göfug, en staöreyndin var sú,að mér létti við það aö þurfa ekki að vera nálæg honum lengur. Ég fór beina leið upp á skrif- stofu Max frá stöðinni, og grátbað hann að útvega mér eitthvað að gera, og það strax. Ég hlustaði af mikilli þolin- mæði á lýsingu hans af fallegu konunni sinni og myndarlegu börnunum, en svo klappaði hann mér á kinnina eins og góður faöir. — Kannski ertu ánægð með þetta, Kay sagði hann og kastaði til min handriti. — Þessu hefur verið flýtt um einn mánuð. — Hverju? — Sjónvarpsþættinum, sem þú ert ráðin við. Manstu ekki — Honum, sem Chris Benthill hefur samið og stjórnar. — Chris...ah. Ég stóð á öndinni — ég var búin að gleyma þessu. Passaðu þig bara með að gleyma ekki að mæta, né kunna handritið utanað. Chris Benthill er bezti maðurinn, sem þú getur unnið hjá, en það er ekki létt að gera honum til hæfis. Hann þolir til dæmis ekki að sjá handrit eftir fyrstu æfingu-hann litur svo á, að leikendur eigi-^ð kunna orðsvör sin strax svo og ánnara. Óneitan- lega nýbreytni. Hann'hló af þess- ari fyndni sinni og bauð mér_út til miðdegisverðar. Miðdegisveröur með Max var eins og sjónvarpsþáttur úr dag- lega lifinu. Viö sátum við mest áberandi borðið i glæsilegasta og fágaöasta gildaskála borgarinn- ar. Maturinn var náttúrlega framúrskarandi, og orkidér á borðinu. Ég fékk stöðugt visbend- ingu um að snúa mér litið eitt og brosa til þeirra tigulega manna kvenna, sem gáfu okkur auga. Við Max vorum góðir vinir, og ég vissi,að þetta var fyrir mig gért i auglýsingarskyni. Það var léttara að vinna með Chris en ég hafði búizt við. Ef- laust hefur það að mestu verið fyrir það, að við lögðum okkur bæði fram við vinnuna, sem við elskuðum, en héldum einkamál- um okkar algjörlega utan við hana. Það var dásamlegt að vinna fyrir Chris — fullur af ágætum hugmyndum, strangur en nærgætinn, og með sérstakan hæfileika til þess að fá alla til að gera sitt bezta. Ég fyrir mitt leyti varð þvi mjög fegin að geta ýtt Kay Lauriston til hliðar og vera aðeins manneskjan, sem ég var að leika. Fleur kom á lokaæfinguna, en svo liðu margar vikur án þess að ég sæi hana aftur. Frú Blaney hafði kvefazt og fengið lungna- bólgu upp úr þvi. Fleur fór strax til Fairfield til þess að hjúkra henni, og þessi veikindi þýddu það,að ég sá Jónatan sjaldan. Aðeins einn og einn hádegis- verður í skyndi, og þá talaði hann eingöngu um móður sina og sjúk- dóm hennar, hversu alvarlegur sjúkdómurinn væri og hve hetju- lega hún bæri sig. Ég hafði haft tal af Maeve, og hún sagt mér að þótt frú Blaney hefði haft lungna- kvef, þá væri tæpast hægt að tala um það nú. Er. hún var slöpp og ýfin nokkuð, svo Jónatan hafði fengið hana til að fara að heiman i nokkrar vikur. Fleur átti að fara með henni, en Jónatan heimsækja þær um helgar. Ég gat ekki betur séð en að við Chris yrðum ein og yfirgefin. Við vorum að æfa þriðja þátt, og þar var eitt atriði, sem Chris var ekki ánægður með. Rex Far- ley, sem lék aðalhlutverkið var i hræðilegu skapi, og hvað eftir annað varð Chris að tala til hans. Það var um að ræða atriði, þar sem við rifumst ákaflega, en komumst jafnframt að þeirri niðurstöðu að við elskuöum hvort annað. Náttúrlega áttum við svo að faðmast, ofsalega, svo blitt og ástúðlega. Rex var stifur eins og spýtudrumbur, og eftir nokkrar árangurslausar tilraunir varð hann bálvondur. — Ég veit svo sannarlega ekki hvernig þú vilt hafa þetta, sagði hann gremjulega. — Ég hef próf- að ýmsar aðferðir, en þú verður aldrei ánægður. — Þú elskar þessa konu, æpti Chris — getur þú ekki sýnt það? Þú sýnir þetta eins og að þú sért __ aö faðma aö þér heysátu, Rex. — Ég gefst upp — nema þá að þú sýnir mér það sjálfur, hvernig þú vilt hafa þetta. - Allt i lagi. Og svo fórum við Chris i gegn- um atriðið og horfði nú Rex all- þungbúinn á okkur, en aðrir leik- arar spjölluðu og reyktu. Chris þurfti ekki á neinu handriti að halda, hann kunni öll hlutverkin utan að — hann var blátt áfram dásamlegur. Við rifumst kalt og biturt — við stönzuðum og horfð- um hvort á annað, alveg eins og við gerðum daginn sem Lindsay giftist. Astin, sem við bárum hvort til annars, stóð skýrum stöfum i augum okkar. Svo tók hann mig i faðm sinn, fyrst ofsa- lega, og svo með óendanlegri bliðu. Ég var eina manneskjan sem heyrði hann hvisla: — Kay, ástin min, ástin min... Við stóðum sem snöggvast kyrr eftir að atriðinu var lokið, svo sleppti hann mér og ég snéri mér frá honum. Rex kom til okkar og var nú mýkri á manninn. — Já, ég sé hvað þú meinar. Ég var farin að halda að þessi dagur ætlaði aldrei að taka enda, en á endanum gaf Chris okkur þó leyfi til að fara. — Klukkan tiu á morgun, sagöi hann. Við fórum að taka saman dót okkar. — Biddu augnablik, Kay... Svo beið ég þangað til allir voru komnir út úr dyrunum. Hann tók aðra hönd mina. — Við verðum að tala saman, Kay, þetta gengur ekki lengur. Þú veizt þetta lika, er ekki svo? — Jú, Chris. — Billinn minn stendur fyrir utan. Við ökum eitthvað. Ég man ekki lengur hvert við ókum, en út úr Lundúna-umferð- . inni vorum viö komin,þegar Chris ■ m 1107. Lárétt 1) Dýr,- 6) Slagi.- 8) Hlemmur,- 10) Miðdegi.- 12) Jökull- 13) Forngoð.- 14) Frostbit,- 16) Sigað.- 17) Spýju,- 19) Skraut.- Lóðrétt 2) Draup,- 3) GG.- 4) Uin. 5) Húsaröð.- 7) Binda hnút,- 9) Skátrés.- 11) Ort,- 15) Sprænu,-16) For,-18) Trall.- Ráðning á gátu No. 1106 Lárétt 1) Dakar,- 6) Pál - 8) Nei.- 10) Skó,-12) EL- 13) Om,- 14) Flý.- 16) Aru.- 17). Lár,- 19) Matar.- Lóðrev* 2) Api.- 3) Ká,- 4j Ais . 5) Hnefi.-7) Lómur.-9) Ell.-ip Kór,- 15) Ýla,- 16) Ara,- 18) At,- HVELL G E I R I D R E K I iii Jí iílii. I Já —■ um aldir — Dreki — vofa sem gengur — maður sem er ódauðlegur Forn skjöl okkar sýná’ að um aldir hefur einhver Dreki barizt gegn okkur ÞRIÐJUDAGUR 16. maí 7.00 Morgunútvarp. Lands- próf í islenzkri stafsetningu kl. 9.00. Við sjóinn kl. 10.25. Hjálmar Vilhjálmsson fiski- fræðingur talar um rann- sóknir og útbreiðslu ókyn- þroska loðnu austan- og norðaustanlands og loðnu- göngur fyrir Norðurlandi i marz-april s.l.Fréttir kl. 11.00. Stundarbil (endurtek- inn þáttur F.Þ.) 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og verðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegið. Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.13 Siðdegissagan: „Úttekt á milljón” eftir P.G.Wode- house. Þýðandinn, Einar Thoroddsen stud. med., les sögulok (6). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miðdegistónlcikar. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir Tónleikar. 17.30 Saga frá Afriku: „Njagwe” eftir Karen Her- old Olsen. 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Heiinsmálin. Tómas Karlsson, Magnus Þórðar- son og Asmundur Sigurjóns- son sjá um þáttinn.' 21.15 Lög unga fólksins. Ragn- heiður Drifa Steinþórsdóttir kynnir. 21.05 iþróttir. Jón Asgeirsson sér um þáttinn. 21.30 útvarpssagan: „Ilamingjuskipti” eftir Steinar Sigurjónsson. 22. Freítir. 22.15 Veðurfregnir. Tækni og visindi Páll Theódórsson eðlisfræðingur og Guð- mundur Eggertsson prófessor sjá um þáttinn, — siðasta þátt um rannsókn og vinnslu jarðhita. 22.35 Frá tónlistarhátið i Bratislava s.l. haust. itó ,'o A hljóðbergi. Úr bréfa- skipiu^, Heloise og Abelard, Claire Bii^rj, 0g ciaude Rains lesa. 23.40 Fréttir i stuttu májj Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 16. maí 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Smyglararnir. Fram- haldsleikrit eftir danska rit- höfundinn Leif Panduro. 5. þáttur. i lausu lofti.Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. Efni 4. þáttar: Pernilla hefur kom- izt i kunningsskap við Blom og er viðstödd fund smygl- araforingjanna i fylgd með honum. En Blom áttar sig á, hvað fyrir henni vakir og ákveður að geyma hana á öruggum stað. Pétur beitir gullsmiðinn hótunum, til þess að frelsa Pernillu. Blom lofar að skila henni aftur, en sér sig um hönd, svikur loforð sitt og heim- sækir þess i stað gullsmiðinn i búðina og svæfir hann með klóroformi. (Nordvision — Danska sjónvarpið) 21.10 Setið fyrir svörum. Umsjónarmaður Eiður Guðnason. 21.45 í lausamennsku. Banda- risk fræðslumynd um lif landbúnaðarverkamanna i Florida. Gerður saman- burður á afkomu þeirra og aðbúnaði nú og fyrir tiu ár- um og leitt i ljós, að hrak- smánarleg lifskjör þessa fólks hafa litið sem ekkert batnað á undanförnum ár- um. Þýðandi Heba Július- dóttir. 22.35 Ilagskrárlok.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.