Tíminn - 16.05.1972, Blaðsíða 17
?61 .ii n .81 :»:^fctui''"'i
Þriðjudagur. 16. mai. 1972
VMlUfí?
TÍMINN
V.
17
Séra Jóhann Hannesson, prófessor:
GUÐFRÆÐIAAENNTUN
LEIKMANNA
Hvaða munur er á kristnum
fræðum og guðfræði?
Eins og málum er háttað hér
hjá oss, þekkja menn kristin fræði
aðeins sem litla námsgrein, með
litlum bókum og litlum tima i
skyldunáminu, og siðan ekki við
aðra skóla en kennaraskólann, og
reyndar i mjög smáum stil þar
lika, sökum timaskorts. Aður
voru kristin fræði kennd i
menntaskólum, en þeim fræðum
hefir fyrir alllöngu verið útrýmt
úr menntaskólunum hér á landi.
Enda eru islenzkir menntamenn
ákaflega fáfróðir á sviði kristinna
fræða, vita t.d. engin deildi á
helztu mönnum og málefnum
kristninnar i samtið vorri.
Guðfræðin er hins vegar kennd i
háskólanum og guðfræðingar
starfa meðal þjóðarinnar. Allir,
sem eitthvað þekkja til sögu
landsins, vita einhver deili á hlut-
verki kirkjunnar hér á landi, öld
fram af öld. Jafnvel skólabörnin
vita eitthvað um kristnun Islands
og fyrstu biskupana — og sumir
vita, að það var kírkjan sem fyrst
gerði menn læsa og skrifandi. Það
er altalað, að islenzk söguritun
hfjist með prestinum Ara fróða.
Staða kristinna fræða meðal
nágrannaþjóðanna er öll önnur en
hún er nú i vorum skólum. Þareru
kristin fræði kennd i mennta-
skólunum, og þau eru stór náms-
grein i kennaraskólunum, og
siðast, en ekki sizt i sumum há-
skólum.
Guðfræðin hefur sem visindaleg
háskólagrein verið byggð á námi i
klassiskum forntungum, fyrst og
fremst grisku og latinu, en viða er
hebreska kennd lika, og svo er við
háskóla .vorn. Þetta klassiska
nám er glæsilegur arfur frá
húmanismanum, en á það ber
hins vegar að lita, að klassisk
brynja fornmálanna, er nokkuð
þung öllum þorra manna, og gerir
guðfræðinámið tiltölulega langt
og þungt, 5-7 ára nám. Eðlilegt er,
að vaknað hafi sú spurning,hvort
ekki væri hægt að læra guðfræði
án þess að bera með sér þunga
brynju fornmálanna. Þetta
verður stundum að gera, td. i
kennaraskólum Norðurlanda, en
það er einnig gert i háskólanámi
þvi, sem menntar kennara handa
æðri skólum, og fólk,sem gengur
inn i hið nýstofnaða embætti
kateketa, en kateketar eru
kennarar i kristnum fræðum
undir fermingu, og þeir aðstoða
presta i stórum söfnuðum við
fermingarfræðsluna, og gera
margt annað lika.
Skal nú bent á nokkra kosti og
galla við að sleppa fornmálum úr
guðf ræðináminu. Annar
kosturinn er sá, að með þvi má
stytta sjálft guðfræðinámið veru-
lega, gera það að þriggja ára
námi. Hinn kosturinn er, að menn
geta lært til verulegrar hlitar eitt-
hvert nútimamál i stað forn-
málanna á tveimur árum, og
verður þá um að ræða fimm ára
nám. Einnig mætti tengja hér við
einhvern þátt sögunáms, sögu
eigin lands, listasögu eða 'héims
pekisögu. Með þessu móti mætti
veita mönnum mjög góða
menntun, þvi að þeir myndu eftir
sem áður læra sex af greinum
venjulegrar guðfræði, eða átta, ef
notuð er önnur greining.
Gallinn er hins vegar sá, að
menn geta ekki sjálfir þýtt
ritningartexta né skýrt þá út frá
frummálum, án þess að kunna
þessi mál, og þar með verða
menn ósjálfstæðari en ella. Auk
þess verður erfitt að fylgjast
með i sumum fagvisindaritum
.guðfræðinnar, ef menn skortir
fornmálakunnáttuna, Griskan er
móðurmál visindanna, ekki
aðeins hugvisinda, heldur einnig
náttúruvisinda. Fleiri heiti
læknisfræðinnar eru komin úr
grisku en latinu.
Kristinfræði sem háskólagrein
án fornnámsins, er hjá nágranna-
þjóðunum þriggja ára nám eða
rúmlega það. Jafnhliða náminu i
kristnum fræðum leggja menn
stund á eina háskólagrein aðra
eða tvær, likt og i BA námi á
ýmsum öðrum sviðum. Þeir, sem
þetta nám stunda, verða flestir
kennarar við æðri skóla. Ég hitti
fyrir tveimur árum rektor einn
við danskan kennaraskóla, sem á
yngri árum hafði stundað þess
háttar nám. Sérmenntun hans
var saga og kristin færði, og hann
er talinn vel menntaður maður. I
norskum blöðum frá þessu ári
gefur að lita greinar, þar sem að
þvi er spurt, hvort ekki megi
vigja málfræðinga til þeirra
prestsembætta^sem enginn sækir
um. Þessir málfræðingar eru ekki
hvaða málfræðingar sem vera
skal, heldur þeir, sem hlotið hafa
sérmenntun i kristnum fræðum
og það frá háskóla. Þá er gert ráð
fyrir, að þessir málfræðingar
stundi kennimannlegt nám um
hálfs eða heils árs skeið áður en
þeir tækju við prestsembætti.
Svarið við spurningunni fer
auðvitað eftir þeim lögum, sem
gilda i landi og kirkju. Þar sem
kirkjur eru eingöngu frikirkjur
geta söfnuðir ráðið þvi hvaða
menn þeir kalla til prests-
þjónustu. Þar sem rikiskirkjan
er, þar setur löggjafinn reglur um
menntun presta. En þau lög eru i
Danmörku allmiklu frjalslegri og
viðtækari en hér hjá oss.
Þa ákal i stuttu máli greint írá
þvi,hvernig kristnifræðinám við
háskóla er saman sett. Sem dæmi
má nefna reglugerð frá Kaup-
mannahafnarháskóla um nám i
kristnum fræðum. Hún er aðeins
15 ára gömul. Kenndar eru þessar
greinar.
1. Gamlatestamentisfræði, þar
með talin inngangsfræfti, saga
Israels og ritskýring.
2. Nýjatestamentisfræði á
sama hátt, ásamt samtiðarsögu.
3. Trúfræði, aem ávallt er
þýðingarmikil grein.
4. Kristin siðfræði, ásamt trú-
arbragðaheimspeki.
5. Kirkjusaga, bæði almenn og
saga eigin lands.
6. Almenn trúarbragðasaga,
með áherzlu á frumstæðum
átrúnaði.
Auk þess eiga menn kost á sér-
hæfingu á einhverju sviði þessa
náms. Hér með eru upp taldar sex
af aðalgreinum guðfræðinnar, og
þær geta menn allar lesið á
dönsku. Ef menn ljúka prófi i
þeim og bæta við sig kennimann-
legu námi i seminari Háskólans,
þá eiga þeir að lögum rétt til þess
að gerast prestar á Grænlandi.
En sú krafa er i þvi sambandi
gerð, áður en þeir hefja nám, að
þeir kunni að tala og skrifa
grænlenzku jafn vel og kennara i
grænlenzkum barnaskóla. I ör-
fáum setningum: Námið er
þriþætt: Eitt lifandi tu tungumál,
kristin fræði og kennimannaleg
guðfræði.
Hjá oss væri vel hugsanlegt að
skipuleggja sams konar nám við
Háskólann án mikil tilkostnaðar
og þótt menn kynnu ekki græn-
lenzku, heldur aðeins islenzku
eða einhverja grein sagnfræði
meðfram náminu i kristnum
fræðum, eða uppeldisfræði, sem
tæki álika langan tima.
Bæði i voru eigin landi og
sumum öðrum, þó ekki Norður-
löndunum, horfast menn i augu
við stóra skóla, þar sem enginn
maður lærir siðfræði — og það
sem verra er, enginn kennari er
til, sem getur kennt siðfræði, af
þvi að kennararnir hafa aldrei
lært hana sjálfir. Þá er
spurningin sú, hvort þetta sé
verjandi.
Það kom fram i óeirðunum
vestan hafs fyrir tveimur árum
meðal stúdenta og annarra skóla-
manna, að neméndur fengu
enginn tækifæri til að tala við
reynda menn um vandamál
lifsins. Ef slikir menn voru til,þá
sátu þeir inni á vinnuherbergjum
sinum og skrifuðu bækur um
sinar visindagreinar, en hugsuðu
ekki um æskulýðinn. Hinum
lærðu mónnum var ekki um það
gefið að ræða við æskulýðin um
vandamálin, blátt áfram af þvi að
þeir höfðu aldrei lært að tala, —
aldrei lært það m'ál, sem nota
þarf til þess að tala um hin
háleitustu gildi lifsins og vanda
mannlegrar tilveru.
Er þá nokkur furða, þó margir
villist af veginum og fylgi lýðnum
til illra verka?
Ég segi ykkur satt, það
stendur i lögunum, að gjald-
miðill Islands nefnist króna,
erskiptist i lOOaura (Hver var
að tala um milljón?). I skipt-
um skulu notaðir peningaseðl-
ar ogslegnirpeningar (mynt).
Seðlabankinn hefur einkarétt
til að láta gera og gefa út pen-
ingaseðla og láta slá og gefa út
peninga úr málmi og skulu
þeir vera lögeyrir i allar
greiðslur hér á landi með fullu
ákvæðisverði. Ráðherra
ákveður, að tillögu Seðlabank-
ans, gerð, lögun, útlit og
ákvæðisverð peningaseðí-
anna. Sömuleiðis skal Seðla-
bankinn láta slá peninga lir
málmi (mynt), er fullnægi
eðlilegri þörf á skiptimynt á
hverjum tima. Akveður ráð-
herra, að tillögu bankans,
ákvæðisverð peninga þeirra,
sem slá skal, svo og gerð
þeirra, þunga, stærð og málm-
blöndu. Peningar þessir skulu
það rétt slegnir, að mismunur
á þunga einstakra peninga,
sem eiga að hafa sömu þyngd,
skal ekki nema meira en 1 af
100. Ekki eru aðrir en bankar
og sparisjóðir skyldugir að
taka við greiðslu i einu á
meira fé en 500 kr. i slegnum
peningum. Peningaseðlar,
sem eru svo skemmdir, að
númer þeirra og ákvæðisverð
verður eigi örugglega greint,
eru eigi lögmætur gjaldmiðill.
Slegnir peningar, sem eru svo
slitnir eða skemmdir, að
áletranir á þeim eru ekki vel
læsilegar, teljast ekki lögmæt-
ur gjaldmiðill. Að tillögu
Seðlabanda Islands er ráð-
herra heimilt að ákveöa að
innkalla skuli einstakar gerðir
seðla og sleginna peninga,
sem i umferð eru, og þeir
hætta að vera lögmætur gjald-
miðill i lögskiptum.
Seðlabankinn skal stefna að
þvi, að hafa ávallt á móti
a.m.k. helmingi seðlamagns-
ins, sem i umferð er, gulleign,
innstæðureða aðrar auðseldar
og óbundnar eignir i erlendum
gjaldeyri, sem nota má til
greiðslu hvar sem er. Skal
bankinn birta reglulegar
skýrslur um það, hve miklum
hluta seðlaveltunnar þessi
trygging nemi.
Og ekki trúi ég þvi, sem ein-
hver læknir sagði um daginn,
að tannlæknar ættu meira gull
en the Central Bank of Ice-
land.
B.Þ.G.
6 daga stríðið - Jerúsalem
Þegar vopnahlé var gert
milli Israels og Jórdaniu 1949,
var Jerúsalem skipt i tvo
hluta. Israel hafði tekizt með
lagningu nýs vegar að halda
Gyðingahluta bæjarins, en
gamli bærinn og nýju Araba-
hverfin lentu i Jórdaniu.
Meðan Jórdania réði voru tvö
pósthús i hinum arabiska
hluta. Aðalpósthúsið móti
Heródesarhliðinu og útibú við
Jaffahliðið. Mynd 1 synir
þessa stimpla, sem notaðir
voru af Jórdaniu fram til
striðsins 1967. Mánuði eftir að
striðið brauzt út, var svo aðal-
pósthúsið opnað að nýju, 5. júli
1967.1 ágúst opnaði svo útibúið
og i nóvember voru opnuð 2
pósthús i þorpunum Bet
Khanina og Shufat, rétt utan
við bæinn.
Hinn arabiski hluti
Jerúsalem var strax sam-
einaður israelska hlutanum.
Þess vegna heyrir póst-
þjónustan i Jerúsalem beint
undir israelsk póstyfirvöld, en
er ekki með sama hætti og á
herteknu svæðunum. Eru þvi
stimplar og eyðublöð og
ábyrgðarmiðar aðeins venju-
legir israelskir en ekki með
arabiskum einkennum
Stimplar eru eftirfarandi á
þessu svæði: Jerúsalem við
Heródesarhliðið nr. 71-77, fra
5. júli 1967. Jerúsalem,
Jaffahliðið nr. 78-79, frá 27.
ágúst 1967. Jerúsalem VI.
Vélstimpill á aðalpóslhúsinu.
Stimplar 71-79 eru 35 mm i
ummál og hafa neðst mynd af
Daviðsturninum og númer
stimpilsins, mynd 2.
Vélstimpilinn, mynd 3, sýnir
einnig Daviðsturninn.
Til að halda upp á sigurinn
gaf Israel út 16. ágúst 1967,
samstæðu frimerkja með
myndum af Grátmúrnum i
gamla bæjarhlutanum, sem
nú var aftur á valdi þeirra. Af
þvi notaði pósthúsið við
Heródesarhliðið, sérstimpil,
mynd 4. Hin hebreska áletrun
stimpilsins er tilvitnun i
Jesaja 52, 7: ,,..sem friðinn
kunngjörir, gleðitiðindi flytur,
hjálpræði boðar..." Mynd 4.
Pósthúsin i Bet Khanina og
Shufat nota stimpla, sem eru
29 mm i ummáli meö staðar-
heitinu Jerúsalem, mynd 5
Jerúsalem 81, Bet Khanina,
frá 6. nóvember 1967 og
Jerúsalem 82, Shufat, frá 6.
nóvember 1967.
Sigurður II. Þorsteinsson.
Mynd 3
Mynd 4
,V'
Mynd 1
Mynd 2
Mynd 5
Auglýs
endur
Ath. að auglýsingar þurfa að berasteigi siðar en kl. 2
daginn áðuren þær eiga að birtast. Þeir, sem óska eftir
aðstoð við auglýsingagerð þurfa að koma með texta
með 2ja daga fyrirvara.
Auglýsingastofa Timans er I Bankastræti 7
Slmar 19523 og 18300