Tíminn - 16.05.1972, Blaðsíða 18
18
TÍMINN
Þriðjudagur. 16. maí. 1972
Þessi mynd var tekin af Wallace og eiginkonu hans, eftir glæsilegan kosningasigur hans f Flórida I sfö-
asta mánuði. Kona hans heitir Cornelia og ber ættarnafniö Snively. Þau gengu f hjónaband tveim vikum
cftir aö Wallace var kjörinn ríkisstjöri í sföara sinn.
OFBELDIÐ
GEGN
OFBELDINU
IGÞ-Reykjavík.
George C. Wallace er
fimmtíu og tveggja ára gam-
all. Hann fæddist 26. ágúst i
Clio i Alabama. Hann lauk
lögfræðiprófi og starfaði um
skeið sem aðstoðarsaksóknari
Alabamafylkis, en var fljót-
lega kjörinn á fylkisþingið.
Hann reyndi að ná kjöri sem
fylkisstjóri árið 1958, en féll
þá. Hann sigraði i fylkis-
stjórakosningunum árið 1962
og var fylkisstjóri til ársins
1967. Lögum samkvæmt gat
hann ekki boðið sig fram aft-
ur, en fyrri kona hans, Lur-
leen, náði þá kjöri, en hún lézt
úr krabbameini árið 1968, áður
en embættistið hennar var á
enda runnin. Hún náði kjöri
með miklum yfirburðum.
Wallace kvæntist aftur, og var
kona hans, Kornelía, nærstödd,
er hann varð fyrir skotunum.
George C. Wallace er yfir-
lýstur andstæðingur kynþátta-
jafnréttis, og hefur stjórn-
málabarátta hans einkum ein-
kennzt af þeirri staðreynd.
Honum hefur tekizt að vinna
málstað sinum fylgi utan
suðurrikja Bandaríkjanna,
þar sem kynþáttavandamálið
er ekki eins sterkur pólitiskur
þáttur i lifi manna og i suður-
hlutanum. Hann hefur lofað
þvi i kosningabaráttunni
núna, að verði hann valinn
sem forsetaframbjóðandi
demókrata þá mun „þjóðin
eygja nýja von".
Þetta er i þriðja sinn, sem
George C. Wallace freistar
þess að verða frambjóðandi
demókrata i forsetakosning-
um. Arið 1964 háði hann próf-
kjöríþremurrikjum. En hann
dró sig i hlé, þegar
repúblikanar ákváðu að
bjóða Barry Goldwater fram
til forseta. Wallace leit svo á,
að stjórnmálastefnur þeirra
væru i engu ólfkar.
George C. Wallace bauð sig
fram utan flokka árið 1968, og
hlaut þá 13.5% greiddra at-
kvæða, eða miklu minna en
þeir Richard Nixon og Hubert
H. Humphrey.
Þegar George C. Wallace
tilkynnti framboð sitt nú þver-
tók hann ekki fyrir það, að
hann kynni að verða i fram-
boði utan flokka, en hann
sagðist heldur ekki ætla sér að
styðja neinn frambjóðenda
demókrata eða republikana.
Helzt árásarefnið i þeirri
kosningabaráttu, sem hann
hefur nú háð, er tilskipuð sam-
vist svartra og hvitra i skóla-
vögnum. Þá hefur hann sagt
demókrötum, sem löngum
hafa átt miklu fylgi að fagna i
suðurríkjunum, að hefji þeir
sig „ekki til flugs og fljúgi i
rétta átt bfði þeirra ekkert
annað en samfelldur ósigur á
kjörstað."
Þótt ekki hafi blásið byrlega
fyrir George C. Wallace i
bandariskum stjórnmálum,
hefur hann þó komizt lengst i
þeirri kosningabará.ttu, sem
nú stendur yfir. 1 prófkosning-
um i Florida fékk hann 42% af
atkvæðum demókrata, og var
langt yfir ofan alla aðra demó-
kratiska frambjóðendur, eina
tiu að tölu. Hann hefur, i kosn-
ingabaráttu sinni ráðist
harkalega á fjármálabrask og
látið i ljós umhyggju fyrir
réttindum litilmagnans. Þá
vill hann ekki telja sig á móti
kynþáttamisrétti, heldur seg-
ist hann vera aðskilnaðar-
maður. „Hatursmaður kyn-
þátta er á móti manni einungis
af þvi hann er svartur. Hann
er þvi á móti sköpunarverki
Guðs. Aftur á móti er að-
skilnaðarmaður sá,sem fellur
vel við alla, þótt hann viti
jafnframt, að Guð gerði sina
aðgreiningu með þvi að gera
einn hvftan og annan svartan i
upphafi." Þannig hljóðar kyn-
þáttastefna Wallace og áhang-
enda hans.
Hvað sem þessu liður, þá
hefur Wallace þvingað demó
krata til a.ð einbeita sér meira
að spurningunni um lög og
reglu og réttindum fylkjanna
gagnvart alrikisstjórninni i
Washington.
Þó að George C. Wallace og
áhangendur hans hafi sam-
kvæmt framanskráðu borið
skaparann fyrir sig um skipt-
ing manna i hvitt og svart, þá
er það óhagganleg staðreynd,
að Wallace hefur verið sjálf-
skipaður forustumaður þeirra
öfgaafla, sem neitað hafa
bandariskum svertingjum um
sjálfsögð mannréttindi, og
staðið i vegi fyrir þvi eftir
megnúað vilji stjórnvalda um
rýmri réttindi svertingja næðu
fram að ganga. Sem fylkis-
stjóri Alabama stóð George C.
Wallace í anddyri Alabama-
háskóla til að hindra inngöngu
tveggja svartra stúdenta, og
það var hann, sem skipaði
fylkislögreglunni að beita
valdi til að stöðva mótmæla-
gönguna frá Selma til Mont-
gomery. Kjörorð hans í fylkis-
stjórakosningunum 1962 var:
Kynþáttaaðskilnað nú
kynþáttaaðskilnað á morgun
— kynþáttaaðskilnað um alla
eiJifð.
1 þeirri baráttu, sem svartir
menn hafa háð fyrir réttindum
sinum hafa menn á borð við
Martin Luther King látið lifið.
Liklegt má telja, að þeir
haturseldar, sem kveiktir
voru af mönnum eins og
George C. Wallace hafi eigi átt
litinn þátt i þvi hver urðu ævi-
lok þeirra Kennedy-bræðra.
En nú hafa öfgarnar mætt
öfgunum með þeim afleiðing-
um að lif George C. Wallace
hangir á bláþræöi.
fjArlagahækkunin
Framhald af bls. 1.
er aðuppistöðu til aukið framlag
til almannatrygginga.
Núverandi stjórnarandstaða
hafði það eitt til málanna að
leggja, þegar fjárlögin voru til
afgreiðslu, að auka útgjöld rikis-
sjóðs verulega. Hins vegar kom
engin tillaga frá hennar hendi um
að draga úr útgjöldunum.
Samkv. framansögðu má vera
ljóst, að 2/3 af hækkun útgjalda á
fjárlögum 1972, er arfur frá við-
reisnarstjórninni. Reyndar er
þessi arfur nokkuð meiri,er betur
er að gáð, eins og nú skal rakið.
Fyrst er þess að geta, að
viðreisnarstjórnin skildi eftir sig
miklar skuldir á ýmsum fram-
kvæmdaliðum rikissjóðs, er hún
fór frá völdum, t.d. var unnið
fyrir 80% hærri fjárhæð að
hafnarframkvæmdum á árinu
1971, en gert var ráð fyrir i
fjárlögum bess árs.
Við þetta lenti rikissjóður i 80
milljón kr. skuld við hafnargerð-
irnar, sem að verulegu leyti varð
að greiða með fjárveitingu á fjár-
lögum þessa árs.
Þá er þess að geta, að rikis-
sjóður á, samkvæmt skóla-
kostnaðarlögunum, að greiða
sinn hluta i stofnkostnaði barna-
og gagnfræðaskóla með jöfnum
greiðslum á fjórum árum. t einu
kjördæmi landsins, hafa verið 3
fjárfrekir skólar i byggingu, frá
árinu 1969. Siðasta greiðsluár
rikissjóðs vegna þessara skóla,
átti þvi að vera 1972. I árslokl971,
er rikissjóður átti að vera búinn
að greiða 3/4 af heildarframlagi
sinu, hafði hann ekki greitt nema
ca 45%. Vegna þessara vanskila
viðreisnarstjórnarinnar hefðu
fjárlög ársins 1972 þurft að hækka
um 40 — 50 milljónir króna, en
ekki reyndist unnt að taka i þau
fjárlög allan þann arf.
Gert er ráð fyrir þvi, að iþrótta-
sjóður greiði 40% af stofnkostnaði
iþróttamannvirkja. Til þessara
framkvæmda hafði iþróttasjóður
á siðari fjárlögum viðreisnar-
stjórnarinnar 5 milljónir kr. á
ári. Skuldir hans voru orðnar 74
milljónir króna, er viðreisnar-
stjórnin lét af völdum. Jafngilti
sú fjárhæð 15 ára fjárveitingu
viðreisnarstjórnarinnar. A núgild
andi fjárlögum er fjárveitingin
hækkuð um 160% eða i 13
milljónir króna.
Er þá komið að þætti fyrr-
verandi landbúnaðar- og sam-
göngur á ðhe rr a , Ingólfs
Jónssonar. Meðal margra bréfa,
sem hann skrifaði á siðustu 3—4
dögum, sem hann sat i land-
búnaðarráðuneytinu eftir afsögn
viðreisnarstjórnarinnar, er bréf
til Búnaðarbanka Islands, þar
sem bankanum var lofuð greiðsla
af fjárlögum ársins 1972, vegna
Bændaskólans á Hvanneyri að
fjárhæð 7,5 milljónir króna. Á
stjórnarárum þessa land-
búnaðarráðherra, hafði honum
tekizt að Utvega mest 5 millj. kr.
til skólabyggingarinnar á Hvann-
eyri, var það á árinu 1971. Var
hann þvi með bréfinu, að ráðstafa
skólanum fé fram i timann, sem
nam 1 1/2 árs fjárveitingu. Ekki
hafði landbúnaðarráðherrann
samráð við fjármálaráðherra
viðreisnarstjórnarinnar um þetta
afrek sitt.
Hér skal nefnt efni annars
bréfs, er fyrrverandi land-
búnaðarráðherra skrifaði á
valdadögum sinum. Það var
einnig til Búnaðarbankans. Hét
hann þar stofnlánadeild land-
búnaðarins öllu þvi fjármagni,
sem deildin þyrfti til útlána á
árinu 1971, umfram eigið ráð-
stöfunarfé. Þessi fjárþörf varð
180 millj. kr. 1 framkvæmda-
áætlun 1971 voru stofnlánadeild-
inni ætlaðar 60 millj. kr., eða 1/3
af fjárþörfinni. Frekarí urðu ekki
efndir Ingólfs Jónssonar. Það féll
þvi i hlut núverandi rikistjórnar
að útvega 120 millj. kr., svo að
stofnlánadeildin gæti annað verk-
efnum sinum árið 1971.
Af stjórnarandstöðunni er það
talið bera vott um eyðslu og
lélega fjármála stjórn, að stofn-
lánadeildinni eru nú útvegaðar
200 millj. kr. á framkvæmda-
áætlun til þess að sinna -verk-
efnum ársins 1972. Að visu er það
stórt stökk frá 60 millj. hans
Ingólfs, en ég vil ætla að farsælla
muni reynast að annast fjár-
útvegunina þegar heildarfjár-
öflun til fjárfestingarsjóða er
gerð með framkvæmdaáætlun,
heldur en með þvi að slá vixillán,
eins og gert hefur verið á undan-
förnum árum. Sýnist mér,að þessi
mikla fjárþörf stofnlánadeildar-
innar beri vott um athafnasemi
og framfarahug i islenzkum land-
búnaði, er það gleðilegt.
Enn skal getið um bréf, sem
Ingólfur Jónsson skrifaði
Búnaðarbankanum, þar sem
hann gaf fyrirheit um 5 millj. kr.
til veðdeildar bankans á órinu
1971, til viðbótar við þaö', sem
deildinni var ætlað á fram-
kvæmdaáætlun J>ess árs. Fyrir-
heitinu gleymdi hann hins vegar.
Nilverandi rikisstjórn útvegaði
veðdeildinni 20 millj. kr. til
útlána á árinu 1971, svo að deildin
gat að mestu sinnt verkefnum
sinum það ár, þrátt fyrir getu-
leysi fyrrverandi landbúnaðar-
ráðherra. A framkvæmdaáætlun
1972 eru deildinni ætlaðar 35 millj.
kr. og 3 millj á fjárlögum. Einnig
hefur lifeyrissjóður bænda lánað
veðdeildinni verulega fjárhæð.
Þegar samgönguráðherrann
Ingólfur Jónsson, lét af völdum,
skorti 140 millj. kr. á, að tekjur
vegaáætlunar nægðu fyrir
gjöldum, og voru þá skuldir
vegna vegagerðar 12 hundruð
miilj. kr. I ráðherratíð Ingólfs
Jónssonar hafa tekjustofnar
vegasjóðs stöðugt hækkað. Hins
vegar féll fjárveiting á fjárlögum
að mestu niður á stjórnartið hans.
Nú greiðir rikissjóður 200 millj.
kr. til vegaframkvæmda og tekur
að auki að sér að verulegu leyti
afborganir og vexti af lánum
vegasjóðs, sem vegasjóður
greiddi áður. Einnig tekur
ri'kissjóður stór lán til vegafram
Kvæmaa samkv. vegaáætlun,
sem nú er verið að ganga frá á
Alþingi. Þeirra þátt'askila, sem
núverandi rikisstjórn hefur
valdið með stórauknum fjár-
framlögum til vegamála, munu
landsmenn njóta og meta.
Byggingasjóður rikisins hefur
liðið af sömu fjárvöntun og lýst
hefur verið hér að framan. Til
þess að hann gæti annast verkefni
sin á siðastliðnu ári, varð núver-
andi rikisstjórn að útvega honum
100 millj. kr. bráðabir^ðalán frá
Seðlabanka Islands.
Stjórnarandstæðingar hafa
verið all háværir út af fram-
kvæmda og fjáröflunaráætlun
ársins 1972. Þó hefur það farið
svo sem við fjárlaga-
afgreiðsluna, að engin ábending
hefur komið frá þeim til
lækkunar. Samanburður á fram-
kvæmda- og fjáröflunaráætlun
milli áranna 1971 og 1972 er
óraunhæfur, þar sem opinberar
framkvæmdir og fjáröflun til
opinberra sjóða árið 1971 fór langt
fram úr framkvæmda- og
fjáröflunaráætlun þess árs. Mér
er ljóst, að mikið fjármagn þarf
vegna framkvæmda- og
fjáröflunaráætlunarinnar 1972,
þar sem mikill framkvæmdavilji
og bjartsýni rikir hjá þjóðinni og
enn gætir arfsins. Virkjana-
framkvæmdum verður að halda
áfram. Skipasmiðar verður að
efla. Lifsnauösyn er, að frysti-
iðnaði okkar verði komið i
samkeppnisfært horf, svo að
mörkuðum okkar i Banda-
rikjunum verði ekki stefnt i
hættu. Þessu verkefni hafði
viðreisnarstjórnin ekkert sinnt.
Til allra þessara framkvæmda
þarf mikið fjármagn. Rikis-
stjórnin er að vinna að útvegun
þess, þrátt fyrir úrtölur stjórnar-
andstöðunnar, sem lúta að þvi að
annast eigi þessar framkvæmdir,
en ekkert að sjá fyrir f járöflun til
þeirra. Reyndar er harla litið
samræmi i þessum málflutningi
stjórnarandstæðinga, þegar litið
er til þess, hvernig Sjálfstæðis-
menn spenna bogann i þeim
sveitarfélögum, þar sem þeir
fara með völd, svo sem Reykja-
vik og Garðahreppi. Þar ætla
Sjálfstæðismenn að reyna að ná
sér niðri á rikisstjórninni með
þvi að skattleggja þegna sina eins
þungt og þeim er frekast unnt á
sama tima og þeir tala um
ofsköttun og ofþennslu i þjóð-
félaginu.