Tíminn - 16.05.1972, Page 19

Tíminn - 16.05.1972, Page 19
Þriðjudagur. 16. mai. 1972 TÍMINN 19 Umsjón: Alfreð Þorsteinsson Enginn Akurnesingur fór með landsliðinu til Belgíu 5 voru settir út úr því s.l. sunnudag þegar þeir mættu ekki á æfingu Siðast liðinn sunnudag steig Hafsteinn Guðmundsson einvald- ur i knattspyrnu, þungt skref — hann setti Akurncsingana Matthi- as Hallgrimsson, Þröst Stefáns- son, Teit Þórðarson, Eyleif Haf- steinsson og Harald Sturlaugs- son, út úr landsliðshópnum, sem fór utan i morgun. Astæðan fyrir þvi, að þeir voru settir út — er að þeir hafa ekki mætt á landsliðs- æfingar. Hafsteinn valdi strax fimm nýja leikmenn i staðinn fyrir Skagamennina, þeir eru: Steinar Jóhannsson og ólafur Jú- iusson frá Keflavik, Vestmann- eyingurinn Tómas Pálsson, Valsmennirnir Ingi Björn Al- bertsson og Helgi Björgvinsson. Ólafur og Helgi hafa ekki leikiö áður ineð landsliöi. Timinn náði tali af Hafsteini Guðmundssyni, i gær, og spurði hann uin máliö. Hver er ástæðan, að Akur- nesingarnir voru settir út úr landsliðshópnum? — Þeir hafa ekki mætt á siðustu landsliðsæfingar — þeir mættu ekki s.l. fimmtudagskvöld og á laugardaginn tilkynnti Knatt- spyrnuráð Akraness, að leik- menmrmr gætu ekki mætt á sið- ustu æfinguna hjá landsliðinu s.l. sunnudag. Ég bað þá að athuga vel^hvað þeir væru að gera, það væri litið alvarlegum augum á það, ef þeir mættu ekki á æfing- una og fund, sem væri á eftir — þar sem ræða átti um Belgiuferð- ina. KRA tilkynnti þá, að það mundi ekki breyta afstöðu sinni. — Ég vissi, að leikmennirnir, væru á æfingu f.h. á sunnud. — en bjóst við,að þeir kæmu á fundinn, sem haldinn var eftir landsliðs- æfinguna. Þeirkomu ekki, en aft- ur á móti fréttist — að þeir væru að leika æfingaleik eftir hádegi, — var þvi eins og KRA væri að setja stólinn fyrir dyrnar hjá KSl. Var ekki erfitt að setja Skaga- mennina 5 út úr landsliðshópn- um? — Jú, það var mjög leiðinlegt, sérstaklega svona rétt fyrir utan- ferðina — en það var ekki annað hægt að gera, annað hvort réði KSt hvernig landsliðsæfingar færu fram — eða félagsliðin. Telurðu leikmennina, sem þú valdir — koma með að fylla skörð þau, sem Skagamennirnir skilja? — Við höfum góða varamenn i hópnum, og verður ekkert stór- vandamál með liðiö. Ég vel ekki leikmenn i landsliðið, nema ég treysti þeim. Þegar við höfðum samband við Rikharð Jónsson, þjálfara Akra- ness i gær, sagði hann — Ég get ekkert sagt um þetta mál að svo stöddu, við litum þetta það alvar- legum augum, að við getum ekk- ert sagt um málið — nerha á einu bretti. Eftirtaldir leikmenn, héldu utan til Belgiu i morgun — þar sem þeir leika tvo landsleiki 18.og 22.mai. Sigurður Dagsson, Val Þorbergur Atlason, Fram Jóhannes Atlason, ÍBA Ólafur Sigurvinsson, IBV Guðni Kjartansson, tBK Einar Gunnarsson, IBK Marteinn Geirsson, Fram Asgeir Eliasson, Fram Guðgeir Leifsson, Viking Óskar Valtýsson, IBV Hermann Gunnarsson, Val Elmar Geirsson, Fram Helgi Björgvinsson, Val Steinar Jóhannsson, tBK Tómas Pálsson, IBV Ingi Björn Albertsson, Val Ólafur Júliusson, IBK. tþróttasiðan óskar leikmönnum og.fararstjórum liðsins — beztu ferðar, og vonar að leikmennirnir verði islenzku þjóðinni til sóma. Góða ferð. SOS. Víkingur fær liðsstyrk — frá KR Enn einn meistarflokksmaður I knattspyrnu er búinn að yfirgefa KR. Um s.l. helgi skipti Sigmund- ur Sigurðsson, 23 ára, bakvörður um félag. Er hann fjórði KR-, ingurinn.ier héfur skipt um félag á stuttum tíma. t vetur, fóru Baldvin Baldvinsson (nú Völsungum) og Björn Arnason (nú Þrótt Nes) — fyrir stuttu fór Jón Sigurðsson, tit Fylkis. Sigmundur, sem hefur leikið 40 meistarflokksleiki (lékfyrst 1968) með félaginu, mun i framtiöinni leika fyrir Viking. Er þetta missir fyrir KR, þvi að Sigmundur er mjög góður bakvörður. Hann mun koma til með að styrkja Vikingsliðið. En hvers á Sigmundur að gjalda — gömul og úrelt lög KSI um félagsskipti, gera það að verkum, að Sigmundur má ekki leika með Viking i sumar, þar sem hann hefur leikið með KR á þessu ári. Er ekki kominn timi, til að breyta þessum úreltu lögum — ef leikmaður leikur 1-2 leiki með félagi, er hann búinn að bindast þvi i ár. Er hægt að bjóða ungum knattspyrnumönnum upp á svona lagað? SOS. A myndinni sést Sigmundur yfir- gefa leikvöll — nú er hann búinn að yfirgcfa KR. „Það er erfitt að leika með Best - hann getur stundum verið vandamál”‘“tbt"c“" fram að liöið fer til Danmerk- ur i byrjun ágúst? — Lið eins og Manchester United fer skiljanlega eftir fyrirfram ákveðinni dagskrá nokkuð fram i timann, en ef boð eða óskir berast frá rétt- um aðilum, er ég viss um/að það væri hægt. Ég er viss um, að strákarnir vildu koma hingaö til að leika. Þaö væri hægt að koma i miðri viku, leika einn leik, það er stutt að fara. Ég tala um þetta við framkvæmdastjórann, Frank O’Farrell, strax og ég kem heim. Hefurðu einhvern tima leik- ið gegn islenzku liöi? — Nei, hvorki með né á móti, en ég sá i sjónvarpinu leik Everton og Keflavikur á Goodison Park, Liverpool. Og fannst mér Keflavik sýna mikla getu, miðað við hversu fámenn islenzka þjóðin er. Charlton var spurður aö þvi hvort bróðir hans, Jackie Charlton, hafi ekki veriö von- svikinn eftir aö lið hans, Leeds, tapaði fyrir Woves og missti þar með af Englands- meistaratitlinum, en Bobby sagðist ekki hafa hitt bróður sinn. Að blaðamannafundinum loknum sagði Charlton þaö hafa komið sér á óvart, að hafa ekki veriö spuröur um álit sitt á landhelgismálinu — en i slfkt blanda ég mér ekki, sagði hann að lokum. A laugardaginn afhenti hann verölaun i FORD-keppn- inni, á Laugardalsvellinum, en á sunnudaginn fór hann heim ásamt konu sinni, Normu, sem ferðast meö hon- um um heiminn i sambandi við keppni þessa, en veröur að láta sér nægja að feröast án hans, eða sitja heim, þegar um keppnisferöalag með Man. Utd. er að ræða. —kb— — Ég held ég hafi leikið minn siöasta landsleik fyrir England og býst ekki við aö verða valinn á ný. Sir Alf mið- ar allt við undirbúninginn fyr- ir HM i Munchen, ’74. Það væri einna helzt.að ég yrði val- inn eftir 2 ár, þegar HM er lok- ið, sagði hinn heimskunni knattspyrnumaður úr Man- chester United, BOBBY CHARLTON, á blaðamanna- fundi á Hótel Esju, um einni og hálfri klukkustund eftir að hann steig úr þotu Flugfélags tslands á Keflavikurflugvelli, á föstudagskvöldið. Hann, ásamt Normu, konu sinni, var hingað kominn til að afhenda verðlaun i knatt- þrautakeppni FORD, sem háð er viða um heim, með þátttöku drengja á aldrinum sex til þrettán ára. — Já, þetta er i fyrsta skipti, sem ég heimsæki tsland, en áreiðanlega ekki það siðasta. Ég kann vel við mig hér. FORD-keppnin fór fyrst fram i Amsterdam, Hollandi, fyrir tveimur árum. Þá var ekki ákveðið, hvort um áfram- hald á henni yrði að ræða, en vegna þess hversu vel tókst upp þá, var ráðgert að halda hana i fleiri löndum. — Ég er ekki kominn hingað til aö selja bila fyrir FORD, heldur til að stuðla að þvi, aö keppni eins og þessi verði árangursrik. Ég vil koma þvi tii leiöar að drengir, sem ef til vill hafa ekki nógan kraft til að leika meö skólaliðum sin- um, fái tækifæri til að sýna getu sina á annan hátt. B. Charlton, sem leikið hef- ur með aðalliði Manch. Utd. i 16 ár og unnið öll hugsanleg verðlaun á knattspyrnusvið- inu, var þvi næst spurður, hvað hann hygöist gera/þegar hann legði knattspyrnuskóna á hill- una. — Ég hef undirritað samn- ing við félag mitt til fjögurra ára i viðbót og af þeim býst ég við að leika a.m.k. tvö ár. Hvað þá tekur við, veit ég ekki. Framkvæmdastjóri ein- hvers liðs? — Ég vona að ég geti leikiö sem lengst, og ég þykist vita, að framkvæmdastjórar eins og Bill Shankley, Liverpool og Don Revie, Leeds, óski þess að vera leikmenn á ný. Eins og kunnugt er náði Manchester United fimm stiga forskoti um tima i 1. deildinni ensku sl. leiktimabil, en féll skyndilega hraðbyri niður töfluna. — Það liggja eflaust margar ástæður bak viö það, en erfitt er að imynda sér hvað i raun og veru gerðist. Háttalag George Best utan vallar gæti verið ein ástæðan. Hann getur stundum veriö vandamál, þaö er eríitt aö spila með Best en ef hann leikur skynsamlega er allt i lagi. Hann er það hæfi- leikamikill og stórkostlegur leikmaöur. Er ekki hægt að fá Man- chester United til Islands til aö leika? — en það kom nefnilega

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.