Tíminn - 16.05.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 16.05.1972, Blaðsíða 20
TÍMINN Þriðjudagur. 16. maí. 1972 Jafntefli í V-Berlín og V- Þjóðverjar í undanúrslit Fjórir leikir fóru fram i Evrópubikarkeppni landsliða um helgina. Sá leikur, sem mest var í sviðsljósinu, var viður- eign Vestur-Þjóðverja g Englendinga á Olynipiu- leikvanginum i Vestur- Berlin. 77 þúsund áhorf- endur voru vitni að jafn- tefli liðanna, ekkert mark var skorað. Þar með hafa V.-Þjóðverjar tryggt sér rétt til að leika i undanúrslitum, eftir 3:1 sigurinn i London á dögunum. Ekki er hægt að segja, að Vest- ur-bjóðverjar hafi leikið varnar- leik, en þeir höfðu þó fulla stjórn á atburðarásinni og fóru að öllu með gát. Englendingar léku 4-4-2 og tókst um tíma að ná tökum á miðjunni, en vörn V.-Þjóðverja var sterk, áhlaupin báru engan ávöxt. Englendingar gerðu þrjár breytingar á liði sinu frá fyrri leiknum á Wembley. Þeir Roy McFarland, Peter Storey og Rodney Marsh komu inn á i stað Martin Peters, Francis Lee og Geoff Hurst. McFarland var bezt- ur ensku leikmannanna, hann var skuggi hins kunna leikmanns Gerd Miiller og hélt honum i skrúfstykki. Storey gætti Giinter Netzer, þess leikmanns V.-Þjóð- verja, sem öðrum fremur var tal- inn máttarstoð v.-þýzka liðsins, sem sigraði á Wembley. Storey stóð sig með mikilli prýði. Nor- man Hunter var settur út af eftir tvær aðvaranir, og Martin Peters settur inn á í hans stað. Þó að Storey og Hunter réðu lögum og lofum á miðjunni, tókst ekki að skora. Til þess veittu Alan Ball og Colin Bell þeim Chivers og Marsh/Summerbee of litinn stuðning i sóknarlotunum. Sepp Maier lék frábærlega i marki V.-Þjóðverja. Beckenbau- er var sem klettur i vörninni og Netzer beztur i framllnunni. Storey kom i veg fyrir, að hinn frábæri v.-þýzki leikmaður, Netz- er, fengi næði til athafna. Sieg- fried Held átti hættulegasta skot v.-þýzka liðsins, er hann skaut i þverslá. V.-Þjóðverjar leika við Belgiu i undanúrslitum. Morton fór ósigrað héðan - sigraði skemmtilegt KR-lið 6:1 KR-liðið er að verða eitt skemmtilegasta félagslið okkar — þegar það fer að skora mörk — verður erfitt að sigra það i sumar. Leikmenn liðsins sýndu mjög góða knattspyrnu i leiknum gegn Morton, sköpuðu sér oft góð marktækifæri, sem þeir fóru illa Morton sigraði hið unga og skemmtilega KR-lið 6:1 í mjög góðum knattspyrnuleik á Laugar- dalsveUinum s.l. sunnudags- kvöld. Var þetta slðasti leikur skozka liðsins, hér á landi — liðið sigraði alla þrjá leikina, sem það lék hér og fór þvi ósigrað frá landinu. með. Tjarnarboðhlaupið: KR vann bikar- inn til eignar ÖE-Reykjavik. KR-ingar sigruðu i Tjarnar- boðhlaupi KR i þriðja sinn i röð á sunnudaginn. Sveit KR tók strax forystu eftir fyrsta sprett (Vilmundur Vilhjalms- son). IR var þá i öðru sæti og UMSK í þriðja. Þannig hélzt röðin í mark, og var litil spenna i hlaupinu. Timi KR- inga var 2:33,3 mín, sem er bezti timi i hlaupinu siðan það var endurvakið. 1R hljóp á 2:37,6 min og UMSK á 2:50,1 min. Sigurvegarar KR eru: Vilmundur Vilhjálmsson, Orn Petersen, Grétar Guðmundsson, Stefán Hallgrimsson, Þórarinn Ragnarsson, Borgþór Magnússon, GIsli Höskuldsson, Arni Helgason, Ólafur Guðmundsson og Bjarni Stefánsson. 1 fyrri hálfleik, misnotaði Gunnar Guðmundsson, tvö mjög góð færi til að skora. Hann spyrnti yfir, í opnu færi á 15. min. — á 33. min. var hann búinn að leika á skozka markvörðinn og átti ekki eftir nema að spyrna knettinum i mannlaust markið — skot hans fór fram hjá. Þá átti Atli Héðins- son skalla, sem bjargað var á linu. Skotarnir skoruðu tvö mörk i fyrri hálfleik, Gillies á 7. mín og Chalmers á 31. mín. Á 6. mín siðari hálfleiks, skor- aði Ólafur Ólafsson, sjálfsmark. Stuttu siðar skoraði Chalmers mjög fallegt mark, með skalla — knötturinn hafnaði efst I mark- horninu. Björn Pétursson, skor- aði svo eina mark KR-liðsins, á 29. min. Mason og Chalmers, skoruðu tvö siðustu mörk skozka liðsins. Eins og fyrr, var Chalmers beztur i skozka liðinu — hann skoraði þrjú mörk „hat trick" (skoraði einnig ,,hat trick" I leiknum við Keflavik). KR-liðið lék mjög vel og þurfa KR-ingar ekki að óttast, að sama sagan frá þvi I fyrra endurtaki sig i ár — að lenda I fallbaráttunni i 1. deild Eg hef trú,að hið unga KR-lið eigi eftir að gera stóra hluti i 1. deildinni I sumar. SOS. Gunther Netzer var maður leiksins inilli Englendinga og V.- Þjóðverja á Wembley á dögun- um. i viðureign þjóðanna á Olympiuleikvanginum íV.-Berlin um helgina stóð hann sig að visu vel, en naut sin ekki sem skyldi vegna strangrar gæzlu. Real Madrid varð spánskur meistari Madrid, 14/5 (ntb-upi). Real Madrid varð spánskur meistari I knattspyrnu 1972, eftir 4:1 sigur yfir Sevilla á sunnudag. Valencia var i öðru sæti og Barce- lonaþriðja,enliðið tapaði 1:2 fyr- ir Malaga i slðasta leik keppninn- ar. Jafntefli í Búkarest Ungverjar og Rúmenar gerðu jafntefli,2:2,I Evrópukeppninni á sunnudag, en leikurinn fór fram I Búkarest. Liðin verða þvi að leika aukaleik um það, hvort liðanna leikur við Sovétrfkin i undanúr- slitunum. 1 fyrri leiknum I Búda- pest varð einnig jafntefli, 1:1. 1 leikhléi var staðan 2:1, Ungverjum I hag. Aukaleikurinn fer trúlega fram i Belgrad. Danskt met í stangarstökki Kaupmannahöfn, 14/5 (ntb-rb) Flemming Johansen setti nýtt danskt met I stangarstökki á móti I Kaupmannahöfn á sunnudag, er hann stökk 4,94 m. Hann bætti þar með met Steen Smidt-Jensen um 4 sm. Bezti árangur Johansens áður var 4,80 m. ITALIR REÐU EKKERT VIÐ BELGÍSKA LIÐIÐ Belgia sigraði Itali, sigurvegarana i siðustu Evrópukeppni landsliða, i Brússel á laugardag með 2 mörkum gegn 1. Löndin gerðu jafntefli i Milanó fyrir tveimur vikum 0:0. Sigur Belgiu var verðskuldaður. Þeir réðu miðjunni svo gott sem allan leikinn, og hraði belgiska liðsins var áberandi meiri en ítalanna, sem þó eru engir aukvisar. Meðal hinna 35 þúsund áhorf- enda voru nokkur þús- und ítalir, en þrátt fyrir áköf hvatningarop, dugði slikt ekki. Eftir 23 minútur skoraði Wil- fried van Moer eftir aukaspyrnu Leon Semmeling. van Moer varð þó fyrir miklu óláni i leiknum. Rétt fyrir leikhlé fótbraut hann sig i árekstri við Italann Bertini. Heimaliðið lék varnarleik I upp- hafi siðari hálfleiks, og nokkur harka komst i leikinn. 2:0 kom á 71. mln., er Paul van Himst gerði draumamark, skaut viðstöðu- laust eftir ágæta sendingu frá Raoul Lambert. Á siðustu minútunum skoraði Luigi Riva mark itala úr vitaspyrnu. Hefur áhuga á ísl. knattspyrnumönnum Þjálfari skozka 1. deildarliðsins Morton, sem var hér á keppnis- ferðalagi, hefur mikinn áhuga á að fá tvo islenzka knattspyrnu- menn til að æfa og leika með liði sinu n.k. keppnistimabil i Skot- landi. Þessir tveir leikmenn eru: Ólafur Júllusson, Keflavik og hinn ungi og efnilegi útherji frá Vestmannaeyjum, Asgeir Sigur- vinsson, hann er bróðir Olafs, bakvarðar i landsliðinu. Vildl skozki þjálfarinn, fá þá Ólaf og Asgeir, lánaða til að leika með Morton gegn KR s.l. sunnu- dagskvöld. En ólafur, sem kom- inn er I landsliðshópinn fékk ekki leyfi til að leika með Morton og Asgeir fór til Eyja kl. 9.00 f.h. á sunnudag — gat hann þvi ekki leikið með Morton. Boðið til að fara til Skotlands og æfa og leika, stendur þeim Ólafi og Ásgeiri enn til boða — ef þeir hafa áhuga. SOS. Aftari röð frá vinstri: örn Petersen, Stefán Hallgrimsson, tirétar tiuOmundsson, Þúrannn Kagnars- son, og Vilmundur Vilhjálmsson. Fremri röð: Gísli Höskuldsson, Arni Helgason, Bjarni Stefánsson, Borgþór Magnússon og Ólafur Guðmundsson. ( Timamynd Róbert) POUTISKT BOÐ- HLAUP í NOREGI búninga sina mótmæla- merki gegn aðild Noregs að Efnahagsbandalag- inu. Merkin voru tekin af öllum sveitunum, áð- ur en þær komu i mark, nema sveit OSK, sem tókst að ljúka hlaupinu með merkin á búningun- um. Oslo, 14/5 (ntb). Fimm sveitir voru dæmdar úr leik i Holmenkollenboðhlaup- inu á sunnudag af stjórnmálalegum ástæð- um. Slikt hefur aldrei komið fyrir áður. Orsök- in var sú, að hlaupararnir festu á

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.