Tíminn - 16.05.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 16.05.1972, Blaðsíða 20
TÍMINN Þriðjudagur. 16. mai. 1972 Jafntefli í V-Berlín og V- Þjóðverjar í undanúrslit Fjórir leikir fóru fram i Evrópubikarkeppni landsliða um helgina. Sá leikur, sem mest var i sviðsljósinu, var viður- eign Vestur-Þjóðverja g Englendinga á Olympiu- leikvanginum i Vestur- Berlin. 77 þúsund áhorf- endur voru vitni að jafn- tefli liðanna, ekkert mark var skorað. Þar með hafa V.-Þjóðverjar tryggt sér rétt til að leika i undanúrslitum, eftir 3:1 sigurinn í London á dögunum. Ekki er hægt að segja, að Vest- ur-Þjóðverjar hafi leikið varnar- leik, en þeir höfðu þó fulla stjórn á atburðarásinni og fóru að öllu með gát. Englendingar léku 4-4-2 og tókst um tíma að ná tökum á miðjunni, en vörn V.-Þjóðverja var sterk, áhlaupin báru engan ávöxt. Englendingar gerðu þrjár breytingar á liði sinu frá fyrri leiknum á Wembley. Þeir Roy McFarland, Peter Storey og Rodney Marsh komu inn á i stað Martin Peters, Francis Lee og Geoff Hurst. McFarland var bezt- ur ensku leikmannanna, hann var skuggi hins kunna leikmanns Gerd Miiller og hélt honum i skrúfstykki. Storey gætti Giinter Netzer, þess leikmanns V.-Þjóð- verja, sem öðrum fremur var tal- inn máttarstoð v.-þýzka liðsins, sem sigraði á Wembley. Storey stóð sig með mikilli prýði. Nor- man Hunter var settur út af eftir tvær aðvaranir, og Martin Peters settur inn á í hans stað. Þó að Storey og Hunter réðu lögum og lofum á miðjunni, tókst ekki að skora. Til þess veittu Alan Ball og Colin Bell þeim Chivers og Marsh/Summerbee of litinn stuðning i sóknarlotunum. Sepp Maier lék frábærlega i marki V.-Þjóðverja. Beckenbau- er var sem klettur i vörninni og Netzer beztur i framlinunni. Storey kom i veg fyrir, að hinn frábæri v.-þýzki leikmaður, Netz- er, fengi næði til athafna. Sieg- fried Held átti hættulegasta skot v.-þýzka liðsins, er hann skaut i þverslá. V.-Þjóðverjar leika við Belgiu i undanúrslitum. Morton fór ósigrað héðan - sigraði skemmtilegt KR-lið 6:1 KR-liðið er að verða eitt skemmtilegasta félagslið okkar — þegar það fer að skora mörk — verður erfitt að sigra það i sumar. Leikmenn liðsins sýndu mjög góða knattspyrnu i leiknum gegn Morton, sköpuðu sér oft góð marktækifæri, sem þeir fóru illa Morton sigraöi hiö unga og skemmtilega KR-liö 6:1 i mjög góöum knattspyrnuleik á Laugar- dalsveliinum s.l. sunnudags- kvöld. Var þctta slðasti lcikur skozka liösins, hér á landi — liöið sigraði alla þrjá leikina, sem það lék hér og fór þvi ósigrað frá 1 fyrri hálfleik, misnotaði Gunnar Guðmundsson, tvö mjög góð færi til að skora. Hann spyrnti yfir, í opnu færi á 15. min. — á 33. min. var hann búinn að leika á skozka markvörðinn og átti ekki eftir nema að spyrna knettinum i mannlaust markið — skot hans fór fram hjá. Þá átti Atli Héðins- son skalla, sem bjargað var á Tjarnarboðhlaupið: landinu. .... ......... ™.e. ................. ... linu. Skotarnir skoruðu tvö mörk i fyrri hálfleik, Gillies á 7. min og Chalmers á 31. min. A 6. min siðari hálfleiks, skor- aði Ólafur Ólafsson, sjálfsmark. Stuttu siðar skoraði Chalmers mjög failegt mark, með skalla — knötturinn hafnaði efst i mark- horninu. Björn Pétursson, skor- aði svo eina mark KR-liðsins, á 29. min. Mason og Chalmers, skoruðu tvö siðustu mörk skozka liðsins. Eins og fyrr, var Chalmers beztur i skozka liðinu — hann skoraði þrjú mörk ,,hat trick” (skoraði einnig ,,hat trick” i leiknum við Keflavik). KR-liðið lék mjög vel og þurfa KR-ingar ekki að óttast, að sama sagan frá þvi i fyrra endurtaki sig iár — aðlenda i fallbaráttunni i 1. deild Eg hef trú,að hið unga KR-lið eigi eftir að gera stóra hiuti i 1. KR vann bikar inn til eignar OE-Reykjavik. KR-ingar sigruðu i Tjarnar- boðhlaupi KR i þriðja sinn i röð á sunnudaginn. Sveit KR tók strax forystu eftir fyrsta sprett (Vilmundur Vilhjálms- son). IR var þá i öðru sæti og UMSK i þriðja. Þannig hélzt röðin i mark, og var litil spenna i hlaupinu. Timi KR- inga var 2:33,3 min, sem er bezti timi i hlaupinu siðan það var endurvakið. IR hljóp á 2:37,6 min og UMSK á 2:50,1 min. Sigurvegarar KR eru: Vilmundur Vilhjálmsson, örn Petersen, Grétar Guðmundsson, Stefán Hallgrimsson, Þórarinn Ragnarsson, Borgþór Magnússon, Gisli Höskuldsson, Árni Helgason, ólafur Guðmundsson og Bjarni Stefánsson. deildinni i sumar. SOS. Aftari röö frá vinstri: örn Petersen, Stefán Hallgrimsson, Grétar Guömundsson, Þórarmn Kagnars- son, og Vilmundur Vilhjálmsson. Fremri röö: GIsli Ilöskuldsson, Arni Helgason, Bjarni Stefánsson, Borgþór Magnússon og ólafur Guömundsson. ( Timamynd Róbert) Gunther Netzer var maöur leiksins milli Englendinga og V.- Þjóðverja á Wembley á dögun- um. t viðureign þjóöanna á Olympiuleikvanginum IV.-Berlin um helgina stóö hann sig aö visu vel, en naut sin ekki sem skyldi vegna strangrar gæzlu. Real Madrid varð spánskur meistari Madrid, 14/5 (ntb-upi). Real Madrid varð spánskur meistari i knattspyrnu 1972, eftir 4:1 sigur yfir Sevilla á sunnudag. Valencia var i öðru sæti og Barce- lona þriðja, en liðið tapaði 1:2 fyr- ir Malaga i siðasta leik keppninn- ar. Jafntefli í Búkarest Ungverjar og Rúmenar gerðu jafntefli, 2:2, i Evrópukeppninni á sunnudag, en leikurinn fór fram i Búkarest. Liðin verða þvi að leika aukaleik um það, hvort liðanna leikur við Sovétrfkin i undanúr- slitunum. I fyrri leiknum i Búda- pest varð einnig jafntefli, 1:1. I leikhléi var staðan 2:1, Ungverjum i hag. Aukaleikurinn fer trúlega fram i Belgrad, Danskt met í stangarstökki Kaupmannahöfn, 14/5 (ntb-rb) Flemming Johansen setti nýtt danskt met i stangarstökki á móti i Kaupmannahöfn á sunnudag, er hann stökk 4,94 m. Hann bætti þar með met Steen Smidt-Jénsen um 4 sm. Bezti árangur Johansens áður var 4,80 m. ÍTALIR REÐU EKKERT VIÐ BELGÍSKA LIÐIÐ Belgia sigraði Itali, sigurvegarana i siðustu Evrópukeppni iandsliða, i Brússel á laugardag með 2 mörkum gegn 1. Löndin gerðu jafntefli i Milanó fyrir tveimur vikum 0:0. Sigur Belgiu var verðskuldaður. Þeir réðu miðjunni svo gott sem allan leikinn, og hraði belgiska liðsins var áberandi meiri en ítalanna, sem þó eru engir aukvisar. Meðal Hefur áhuga á ísl. Þjálfari skozka 1. deildarliösins Morton, sem var hér á keppnis- feröalagi, hefur mikinn áhuga á að fá tvo islenzka knattspyrnu- menn til að æfa og leika með liði sinu n.k. keppnistimabil I Skot- landi. Þessir tveir leikmenn eru: Ólafur Júliusson, Keflavik og hinn ungi og efnilegi útherji frá Vestmannaeyjum, Asgeir Sigur- vinsson, hann er bróðir ólafs, bakvarðar i landsliðinu. hinna 35 þúsund áhorf- enda voru nokkur þús- und ítalir, en þrátt fyrir áköf hvatningarop, dugði slikt ekki. Eftir 23 minútur skoraði Wil- fried van Moer eftir aukaspyrnu Leon Semmeling. van Moer varð þó fyrir miklu óláni i leiknum. Rétt fyrir leikhlé fótbraut hann sig i árekstri við ítalann Bertini. Heimaliðið lék varnarleik i upp- hafi siðari hálfleiks, og nokkur harka komst i leikinn. 2:0 kom á 71. min., er Paul van Himst gerði draumamark, skaut viðstöðu- laust eftir ágæta sendingu frá Raoul Lambert. A siðustu minútunum skoraði Luigi Riva mark Itala úr vitaspyrnu. knattspyrnumönnum Vildi skozki þjálfarinn, fá þá Ólaf og Asgeir, lánaða til að leika með Morton gegn KR s.l. sunnu- dagskvöld. En ólafur, sem kom- inn er i landsliðshópinn fékk ekki leyfi til að leika með Morton og Ásgeir fór til Eyja kl. 9.00 f.h. á sunnudag — gat hann þvi ekki leikið með Morton. Boðið til að fara til Skotlands og æfa og leika, stendur þeim ólafi og Ásgeiri enn til boða — ef þeir hafa áhuga. SOS. POLITÍSKT BOÐ- HLAUP I Oslo, 14/5 (ntb). Fimm sveitir voru dæmdar úr leik i Holmenkollenboðhlaup- inu á sunnudag af stjórnmálalegum ástæð- um. Slikt hefur aldrei komið fyrir áður. Orsök- in var sú, að hlaupararnir festu á NOREGI búninga sina mótmæla- merki gegn aðild Noregs að Efnahagsbandalag- inu. Merkin voru tekin af ölium sveitunum, áð- ur en þær komu i mark, nema sveit OSK, sem tókst að ljúka hlaupinu með merkin á búningun- um.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.