Tíminn - 16.05.1972, Qupperneq 24

Tíminn - 16.05.1972, Qupperneq 24
Hrópaði „Hæ, George” um leið og hann skaut að Wallace Þriðjudagur. 16. mai. 1972 Tuttugu og fimm ára hvítur maður handtekinn fyrir skotárás ina á Wallace í gærkvöldi NTB—Washington. George Wallace, fylkisstjóra íAlabama, og einum þeirra, sem nú keppa um útnefningu sem forsetaefni Demó- krataflokksins, var sýnt banatilræði i gærkvöldi. Hann var á framboðsfundi i bænum Laurel, sem er i Maryland, 55 km. frá Washington, þegar ungur, hvitur maður snaraðist að honum og skaut fimm skotum úr litilli skammbyssu á Wallace. Þrjú skot- anna hæfðu hann, eitt i kvið, annað i öxl og hið þriðja í fót. Tveir menn aðrir urðu fyrir skotum. Fylkisstjór- inn var fluttur á sjúkrahús og var gerður á honum upp- skurður i gærkvöldi, en óvist var þá talið, hvort tækist að bjarga lifi frambjóðandans. Wallace var nýbúinn að ljúka ræðu sinni, þegar árásin var gerð, en það var kl. 20 að Islenzkum tlma. Hann gekk niður úr skotheldum ræöu stölnum, fór úr jakkanum og ætlaði að fara að taka I hendur áheyrenda, þegar 25 ára gamall hvitur maður, ljós- hærður skreyttur mörgum merkjum meö myndum af Wallace og kosningaslag- orðum, gekk að fram- bjóöandanum og hrópaði „George, George”, vatt sér að honum og dró upp skamm- byssu og hleypti af fimm skotum af stuttu færi. Skyrta Wallace litaðist blóði og hann féll á jörðina. Hélt tilræðis- maöurinn áfram að skjóta á hann, eftiraöhann var fallinn. Tveir menn aðrir urðu fyrir skotum, öryggisvörður, sem særðist alvarlega og lögreglu- maður, sem ekki er talinn I lifshættu. Eiginkonan stóð við hlið hans Eiginkona Wallace, Cornelia, var við hlið manns sins, og kastaði hún sér yfir hann þar sem hann lá. Þegar hún stóð upp, var ljósgul dragt hennar lituð blóöi. Mikil hræðsla greip mann- fjöldann, þegar skothriðin hófst og ruddist fólkiö æpandi um staöinn. Lögreglumenn og öryggis- verðir héldu mannfjöldanum frá hinum slösuðu og öskruðu á móti, og báöu fólk um að halda sig i hæfilegri fjarðlægö. Kallað var á sjúkrabil, en Wallace blæddi mikið og óttuðust menn, að hann mundi deyja i höndum þeirra, og var hann þvi drifinn upp i Frú Wallace kastaöi sér yfir mann sinn, eftir aö hann féll til jaröar fyrir skotum árásarmannsins. Hér sést hún grúfa sig yfir hann. Simamynd. „stationbil” og ekið á móts við sjúkrabilinn. Höfð voru bfla- skipti, þegar bilarnir mættust, og var Wallace fluttur á Holy Cross sjúkrahúsið, þar sem honum var þegar gefið blóð. Nixon fékk fréttirnar strax Maðurinn, sem skaut á Wallace kom á framboðs- fundinn á Kadilakkbil, árgerð 1971. Er hann frá Milwaukee i Visconsinfylki. Meira var ekki vitað um hann i gærkvöldi. Nixon forseta var þegar i stað tilkynnt um tilræðið. Hann fyrirskipaði, að sér yrðu fluttar fregnir af liðan fylkis- stjórans i alla nótt. Forsetinn fékk fréttirnar beint af árásarátaðnum gegn um öryggisþjónustuna. Hann lét þegar I stað senda einn af liflæknum sinum, sem er sérfræðingur i meðferð skotsára, til Holy Cross sjúkrahússins i þyrlu. 1 sjúkrabilnum lá Wallace i móki, en stundi upp, að hann gæti ekki náð andanum. Lögreglumaður, sem kraup við hlið hans, skömmu eftir að hann varð fyrir skotunum, tók á pdls fylkisstjórans, og sagði siðar, að hann fyndist ekki, og að „þeim hefði tekizt það”. A sjúkrahúsinu voru margir læknar að bjarga lifi fram- bjóðandans. Blóði var stanzlaust dælt i hann, en blóömissirinn var mikill. Við rannsókn kom i ljós, að Wallace hafði miklar innvortis blæðingar, og að kúlan, sem lenti' i kviði hans, hafði skaddað mörg liffæri og sat föst i hryggnum, sem einnig var skaddaður. Rétt áður en skurðaðgerð hófst kl. 22.30, eftir islenzkum tima, eða tveimur og hálfri klukkustund eftir tilræðið, gat Wallace sagt nokkur orð við læknana. Var bezt gætt Frá sjúkrahúsinu bárust ekki aðrar fréttir, en að meiðslin væru hættuleg, en læknar vonuðust til að geta bjargaðlifi fylkisstjórans. Frá Hvita húsinu bárust þær fréttir, að ástandið væri mjög alvarlegt. En fréttamenn virtust hafa greiðari aðgang að fréttum um liðan Wallace þaðan, en frá sjúkrahúsinu, sem var umkringt öryggis- vörðum I gærkvöldi og nótt. George Wallace var bezt gætt allra þeirra frambjóðenda, sem eru I kjöri i yfirstandandi forkosningum. Auk margra öryggisvarða, sem leyniþjónustan lagði til fylgdu honum eigin lifverðir, sem eru úr úrvalsliði Alabamalögreglunnar. Þar til i gærkvöldi hafði hann varast að koma nærri áheyrendum sinum i kosningabaráttunni. Yfirieitt hafði hann haldið fundi innan dyra og umhverfis ræðustóla, sem hann talaði úr hafa jafnan verið skotheld gler. Stóð aðeins höfuð hans og herðar upp fyrir gler- brúnirnar. Fyrr i gær var pipt á fram- bjóðandann á fundum, og fékk hann ekki hljóð til að boða stefnu sina, en á fundinum i Laurel, sem haldinn var i stórri verzlunarmiðstöð, fögnuðu áheyrendur honum, og bar ekki á neinum mótmæl- endum. Þetta mun hafa ýtt undir, að hann varð við kröfum áheyrenda að stiga niður til þeirra og þrýsta hendur kjósenda. Og þá gekk ungi maðurinn frá Wisconsin fagnandi á móti honum og hrópaði „Hæ, George”, og skothriðin dundi. Hér liggur Wallace á jöröinni, eftir skotárásina. Simamynd. Á blaðsíðu 18, er sagt frá stjórnmálaferli Wallace og skoðunum hans t Létt Traust Rúmgóð Ferðizt frjáls — hvert sem er— hvenær sem er — og flytjið með yður þak yfir höfuðið. / \arniai Sfy&áibbm h.f Suðurlandsbraut 16 - Reykjavik • Simnefni: >Volver« - Simi 35200

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.