Tíminn - 17.05.1972, Side 1

Tíminn - 17.05.1972, Side 1
IGNIS FRYSTIKISTUR RAHORG SIMI: 26660 RAFIÐJAN SIMI: 19294 Hassmálið: 20 yfirheyrðir og 4 í gæzluvarðhaldi OÓ-Reykjavik Ljóst er, að þvi mikla magni af hassi, sem lögreglan hefur fundið við húsleit á nokkrum stöðum, var smyglað i einu lagi til landsins og að það er smygl- og söluhringur, sem sér um aðdrætti og dreifingu efnisins. Ekki er vitað með vissu, hve mikið hassmagnið er, en meira hefur komið i leitirnar en fannst á sunnudag. Yfir 20 manns, sem á einn eða annan hátt eru við málið riðnir, hafa verið yfir- heyrðir. Fjórir sitja i gæzluvarðhaldi, tveir úr Reykjavik og hjón, sem búsett eru i Kópavogi. Fleiri hafa setið inni i lengri eða skemmri tima, meðan yfir- heyrzlur standa yfir. Frh. á bls. 15 330 fastráðnir verkamenn hjá Eimskipafélaginu Þó-Reykjavík Starfsmannafjöldi Eimskipafélags Islands i Reykjavík er nú um 875 manns, kom þetta m.a. fram d aöalfundi félagsins, sem haldinn var i Reykjavik i gær. 423 skipverjar eru nú skráöir á skip félagsins, en þau eru 16 aö tölu. Starfsmenn á skrifstofu félagsins i Reykjavik eru 78 talsins. í vöruafgreiðslu félagsins starfa nú aö jafnaði 370 - 380 menn. — Þá má og geta þess, aö af verkamönnum i þjónustu Et eru um 330 fastráðnir og fá þeir þvi greitt kaup, þótt ekki séu verkefni fyrir hendi viö losun eöa lestun skipa. Heildartekjur félagsins árið 1971 voru 1455 milljónir, en heildarútgjöld félagsins, án fyrninga, voru 1255 millj- ónir. Bein rekstrarút- gjöld Eimskipafélagsins hafa þvi numið hvern dag, sem svarar 3,4 milljónum króna hvern dag ársins. Launagreiðslur E1 til starfsfólks á vegum félagsins, inntar af hendi af skrifstofu félagsins i Reykjavik á árinu 1971, námi 353 milljónum króna. 1 þessari fjárhæð eru þó ekki meðtalið, það sem greitt er til ýmissa verktaka, svo sem viðgerðarstöðva, og smiðjanna i Reykjavik, vegna viðgerða á skipum o.fl. Auk þess hefur Eimskipa- félagið innt af höndum miklar launagreiðslur vegna vinnu við losun og lestun skipa á höfnum úti á landi, sem um- boðsmenn félagsins þar annast um að greiða fyrir félagið. Innlendir umboðsmenn EI úti á landi eru 49 að tölu, en er- lendir umboðsmenn að með- tölum agentum eru rösklega 200 talsins. A árinu 1971 voru gefin út rétt um 85 þús. farmaskirteini og eru það 7 þúsund fleiri en árið 1970. Er h c <Q san leg t að kolmunninn komi í stað síldarinnar? Þó-Reykjavik. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson mun halda til kolmunna- rannsókna eftir hvita- sunnuna. Með Árna i ferðinni verður Eldborg frá Hafnar- firði og mun skipið verða með sildarnót við veiðarnar. Sveinn Sveinbjörnsson, fiski- fræðingur, sem verður leiðangurs- stjóri um borð i Árna, ásamt Hjálmari Vilhjálmssyni, sagði blaðinu i gær, að ætlunin hefði verið, að Árni hefði lagt af stað i þennan leiðangur mun fyrr, en vegna vélarhreinsunar seinkar skipinu fram að helginni. Árni mun v e r ð a v i ð kolmunnarannsóknir á svæðinu milli Fær- eyja og íslands og er ætlunin að skipið verði við þær fram til 20.júni eða svo, en þá fer skipið til sildar- leitar i Norðursjó. Fyrir utan Arna Friðriksson og Eldborg er vitaö að tveir færeyskir bátar munu reyna þarna veiöar, og tveir norskir bátar verða á þessu svæði með flotvörpu, sem þeir draga á milli sin. Þá er vitað að rússnesk skip verða.á þessum slóðum, en Rússar hafa stundað kolmunnaveiði á þessu svæði i nokkur ár. Arni Friðriksson, mun fyrst taka yfirlitskönnun á stóru svæði, en siðan er hugmyndin að skipið reyni að veiða eins mikið og hægt er. Við veiðarnar notar skipið stóra flotvörpu og eins loðnuvörpu. Gunnar Hermannsson, skip- stjóri á Eldborgu, sagði, er viö ræddum við hann.að til stæði að þeir á Eldborgu færu til þessara veiða eftir hvita- sunnuna, og færu þeir með síldanótina til þessara veiða. — Sagði Gunnar, að hann hefði gjarnan viljað taka flotvörpu með sér lika,en hann hana ekki ennþá, en það yrði kannski seinna. Gunnar sagði, að ef flot- varpan væri með i förinni, þá væri svo til öruggt að einhver afli fengist, svo þyrfti að koma aflanum i kassa og fara með hann á erlendan markað, en þvi miður væri ekki vitað um hvernig markaður væri fyrir kolmunna erlendis, þar sem það hefðu aðeins verið Rúsar, sem hefðu veitt hann fram til þessa. Gunnar vildi ekki svara þvi, hvort mikil framtið væri i þessum veiðum, en á sildar- árunum við Auslurland hefði oft verið mjög mikið af kol- munna undan Austurlandi, alveg upp að 10 - 12 milum. — Sagði Gunnar, að hann hefði einu sinni kastað á mjög slóra kolmunnatorfu 18 milur út af Dalatanga i henni heföi verið fleiri hundruð tonn af kolmunna. — Kolmunninn heldur sig frekar i hlýjum sjó, og þar sem sjór hefur verið óvanalega hlýr það sem af er þessu ári, gera menn sér vonir um, að hann komi nær landi en venjulega. — Við munum landa kolamunanum i bræðslu fyrir austan, ef þessar veiðar ganga, sagði Gunnar, og bætti þvi við, að hann þætti betri til bræðslu en loðnan, og á haustin yrði hann allt að 9% feitur. . ■ Veröur kolamunninn kannski til aö lengja veiöitima nótabátanna. Þaö er margt.sem bendir tii pess, — og ef svo fer, þá fá hinártómu síldarbræöslur á Austurlandi aftur verkefni. A myndinni sjáum viö kolmunna, en hann þykir ekki beint fallegur fiskur, og er oftast 30 - 40 cm langur, en gctur oröiö allt aö 50 cm. wmmma Belgarnir fá fimm þús. krónur aukalega fyrir hvert mark sem þeir skora hjá íslandi Humarinn kostar 300 krónur upp úr sjó ÞÓ-Reykjavik. Ilann er oröinn dýr 1. flokks is- len/.kur humar, því að i sumar þarf fiskverkandi að grciða 250 krónur fyrir hvert kíló af óbrotn- um humarhala, sem er meira en 30 grömm. Ofan á þetta verö bæt- ist 20% stofnfjársjóðsverð, og er humarverðið þá komið i 300 krónur. Verðlagsráð sjávarútvegsins náði samkomulagi um lágmarks- verð á ferskum og slitnum humar á humarvertið 1972, á fundi sinum i gær. Verð á 1. flokks óbrotnum humarhala, 30 grömm og yfir verður 250 krónur fyrir hvert kiló, og ofan á bætist 20% stofnfjár- sjóðsverð. 2. flokks óbrotinn humarhali 10 g að að 30 grömmum og brotinn humarhali 10 g og yfir verður nú keyptur á 120 kr., og þegar stofn- fjársjóðsgjald hefur bætzt við er verðið komið i 144 krónur. Á siðustu humarvertið, var humarverðið 189 krónur fyrir 1. flokk og 89 krónur fyrir 2. flokk, ofan á þetta verð bættist stofn- fjársjóðsgjald. — Verð á 1. flokks humri hækkar þvi að þessu sinni, fyrir utan stofnfjársjóðs- gjlad, um 61 krónu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.