Tíminn - 17.05.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.05.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Miðvikudagur 17. mai. 1972. Ræða Steingrfms Hermannssonar í útvarpsumræðunum í fyrrakvöld SKIPULEG VINNUBRÖGÐ GANGSRÖÐUN VERKEFNA ERU LÍFSNAUÐSYN HÉR Það eru þau vinnubrögð, sem ríkisstjórnin vill viðhafa EB-Reykjavik. — Þegar rikisstjórn ólafs Jóhannessonar kom til valda á s.l. sumri, mátti tiðum lesa grein- ar I Morgunblaðinu um reynslu- lausa ráöherra, og var þá gjarnan vitnað í viðtöl við þá, sem reynsluna áttu að hafa, einkum háttvirtan 1. þingmann Reyk- víkinga Jóhann HafStein. Þeir, sem hlustuöu á ræðu þessa manns s.l. föstudagskvöld, munu áreiöanlega fáir kjósa að njóta reynslu Jóhanns Hafstein að nýju við stjórn okkar lands. Þetta sagöi Steingrimur Her- mannsson i upphafi ræöu sinnar I útvarpsumræöunum I fyrrakvöld Siöan sagöi hann: „Einna mesta athygli mina vakti þó málflutningur háttvirts 11. landskjörins þingmanns, ólafs G. Einarssonar. Þessi háttvirti þingmaöur hefur sérstaklega tekið sér þaö fyrir hendur á þessu þingi aö sýna fram á mjög aukna skattabyröi meö hinum nýju skattalögum, eins og fjölmargar greinar hans I Morgunblaöinu báru með sér. En hann spennti bogann of hátt og óvarlega, og þessi viðkunnanlegi maður hlaut meðaumkun margra, þegar út- reikningarnir og rökstuöningur- inn hrundi stig af stigi. Siðan hafa Sjálfstæðismenn kappkostað að sanna mál sitt á þann vafasama hátt að nota, hvar sem þeir ráöa, heimildir til hækkunar á fasteignagjöldum og jafnvel útsvörum. í einstökum til- fellum getur slikt veriö nauösyn- legt, en viðast viröist það ákveöiö án minnsta tillits til þess hver þörfin er. Þó efast ég um, að i nokkru bæjar- eöa sveitarfélagi hafi veriö seilzt lengraen þar, sem ólafur G. Einarsson ræöur. Þar lét hann fyrir fáeinum dögum meirihluta þeirra Sjálfstæöis- manna samþykkja 50 af hundraöi hækkun á fasteignagjöldum m.a. meö þeim vafasama rökstuön- ingi, þegar allt annaö var þrotiö, aö nauðsynlegt væri aö greiöa upp allar lausaskuldir hreppsins á þessu eina ári. Það er sorglegt, aö þessi annars prúöi maöur skuli láta vanhugsuö pólitisk skamm- timasjónarmiö þeirra Sjálf- stæöismanna hafa sig til slfkra hluta. Þessara vinnubragöa Sjálfstæöismanna ættu skatt- greiðendur aö minnast, þegar fasteignagjöld birtast. Siðastliðið haust var einnig óspart hæözt aö málefnasamningi rikistjórnar Ólafs Jóhannesson- ar. Hann var talinn hiö furðuleg- asta plagg og óframkvæmanlegur meö öllu,og gleggsta vitnið var reynsluleysi ráöherranna. Nú er þessi söngur breyttur, enda dylstengum, aö meira hefur veriö efnt en nokkur þoröi aö vona á þeim skamma tima, sem rikis- stjórnin hefur setið. Hæstvirtri rikisstjórn þótti sjálfsagt að gefa út hinn itarlega málefnasamning, þannig aö þjóöin öll gæti gert sér grein fyrir þvi, hverju væri lofaö og hverjar efndirnar yrðu. Þetta þótti stjórnarandstæöingum furöu djarftog drógu dár aö. Nú er upp- litiö annaö. Nú má helzt skilja á málflutningi stjórnarand stæöinga, aö alltof mikið hafi veriö framkvæmt, og ég veit, aö einstaka ágætur stuöningsmaöur þessarar rikisstjórnar leggur nokkurn trúnaö á slikan mál- flutning. Athygli þeirra vil ég vekja á þvi, að arfurinn var gifurlega mikill, og mikiö þarf aö hreinsa út eftir 12 ára valdatima viðreisnarstjórnarinnar. Ekki veitir þvi af aö byrja strax. 0G FOR- A þeim fáu minútum, sem ég hef til umráða vil ég fara nokkrum orðum um loforð og efndir i atvinnumálum. Þvi var heitið að taka upp skipulagshyggju i staö þess handahófs, sem áður rikti. 1 þessu skyni var þegar á fyrstu vikum þingsins lagt fram frumvarp til laga um Framkvæmdastofnun rikisins. Markmið með Fram- kvæmdastofnun rikisins er aö taka upp forgangsröðun og áætlanagerö i þjónustu atvinnu- lifsins. Vitanlega hefur áætlana- gerð þekkzt i þessu landi á undan- förnum árum, en með slik vinnu- brögö var nánast farið sem feim- nismál. Aætlanir voru vart sýnilegar nema skyggnum mönn- um, ein og einn háttvirtur þing- maöur komst aö oröi fyrir fá- einum dögum. Ég hygg, að flestum sé raunar oröiö þaö ljóst nú, að slik skipuleg vinnubrögö og forgangsrööun verkefna eru lifsnauðsyn i okkar fámenna landi, þar sem þörfinni fyrir fjármagn til margs háttar framkvæmda verður seint eöa aldrei fullnægt. Með Framkvæmdastofnun rikisins hefur einnig verið stigiö mikilvægt skref á þeirri yfirlýstu braut aö rétta hlut dreifbýlisins frá þvi, sem veriö hefur. Sem bet- ur fer er hugtakið jafnvægi I byggð landsins ekki lengur þaö aöhlátursefni, sem þaö gjarnan var fyrir fáeinum árum. Við, sem búum á þéttbýlissvæöunum, skiljum það betur og betur, aö viö eigum ekki lengi þetta land, ef viö byggjum þaö ekki allt. Við skiljum það einnig, að þjóðarbúið er sem ein heild, félagsbú, þar sem allir þættir eru jafnréttháir. Þvi hvaö yröi um okkur, sem Steingrimur Hermannsson suövesturlandiö byggjum, ef hrá- efnisöflunin, landbúnaðurinn og fiskvinnslan i kringum landið þryti? Þeirri spurningu geta allir svarað. Þaö er einnig ljóst, að þeir, sem aö slikum störfum vinna, hvar sem þeir búa eiga rétt á sömu lifskjörum og lifsgæðum sem aðrir landsmenn. Með þetta i huga var meöal annars ákveöiö aö efla verulega sjóð þann, sem áöur hét Atvinnu- jöfnunarsjóður en nefnist nú Byggöasjóður. Gjafmildi við- reisnarstjórnarinnar var auglýst með miklum orðaflaumi i Morgunblaðínu, þegar sú rikis- stjórn hét 15 milljónum króna i Atvinnujöfnunarsjóö á ári hverju i lOár.Máttijafnvelhalda, að þar væri um ofrausn að ræöa. Ég er hins vegar ekki viss um, að menn hafi gert sér grein fyrir þvi sem skyldi, að i þennan sjóð rennur nú nálægt þvi sjöfalt meira fjár- Framhald á bls. 15 ■■V.V.V.W.W.V.V.W.W.’.W.W.W.'.V.WWWiWAWWWWW.V.VWAWAWW.WAWWAWWW.VMniV.V.V.V.VAWAW.V Ræða Vilhjálms Hjálmarssonar í útvarpsumræðunum í fyrrakvöld: Unnið að víðtækum endurbótum í landbúnaðarmálum EB-lteykjavik. Hér á eftir fer liluti þeirrar ræöu, er Vilhjálmur lljálmarsson hélt i útvarpsumræöunum frá Sameinuöu þingi I fyrrakvöld. 1 ,,A viðavangi” i blaðinu i dag er fjallaö um niðurlag ræöu Vii- hjálms. Fyrir rúmu ári — eða nánar til- tekið 24. marz 1971 — fluttu full- trúar þriggja stjórnmálaflokka á Alþingi tillögu til þingsályktunar um útfærslu islenzkrar fiskveiði- lögsögu i 50 milur, eigi siöar en 1. september 1972. Stuðningsmenn þáverandi rikis- stjórnar voru ekki reiðubúnir til töku slikrar ákvörðunar og felldu þessa tillögu. Afstaða flokkanna til úrfærslu fiskveiðilögsögunnar varð höfuð- mál kogninganna, sem urðu hinar sögulegustu á 44 ára timabili. Þjóðinveitti þreyttum ráðherrum lausn i vor og ný rikisstjórn var mynduð. í málefnasamningi hennar er landhelgismálið númer eitt. Og hún hófst handa án tafar að vinna að framgangi þess og á þann hátt, að eftir var tekið, bæði innan lands og utan. Deilt er um arfshlut hinnar nýju rikisstjórnar úr dánar- og þrotabúi viðreisnarinnar sálugu. Óhaggað stendur, að sú stjórn lét eftir sig hrikalegustu óðaverð- bólgu, sem þekkzt hefur á Islandi, falda fram yfir kosningar bak hrófatildri bráðabirgða verð- stöðvunar. — Útgjaldabálkur sið- ustu fjárlaga viðreisnarinnar var i raun falsaður um þúsund milljónir. — Togurum Islendinga hafði fækkað stórkostlega frá þvi þeir voru flestir, enda var skiln- ingur á togaraútgerð svo tak- markaður á viðreisnartimunum, aö sjávarútvegsráöherra stakk eitt sinn upp á þvi á LÍÚ-fundi aö fá lánaðan gamlan skuttogara hjá pólskum — svona til prufu. — Og fiskiðnaðurinn var vanræktur i ofurtrausti á erlenda stóriðju. — Þessi dæmi tala sinu máli um viö- skilnaðinn á stjórnarheimilinu og mörg fleiri mætti nefna. En gott árferði getur aldrei reiknazt með erfðargóssi, né hagstætt verðlag á heimsmarkaði —og þá að sjálf- sögðu ekki heldur þau herlegheit, sem þessu fylgja i þjóðarbúskapi Islendinga.----Þvi minni ég á þetta, að arfurinn frá siðustu rikisstjórn er óhjákvæmilegur bakgrunnur i sannri mynd af starfi nýrrar. Fyrsta verk rikisstjórnar Ólafs Jóhannessonar var að rétta nokk- uð hlut launþega og sjómanna og hækka lifeyrisgreiðslur til ör- yrkja og aldraðra. Stjórnarand- stæðingar kenndu þetta til óhófs og veizluhalda, sem frægt varð — og voru enn við sama heygarð- hornið i umræðunum siðast liðinn föstudag. — Þessum fyrstu að- gerðum i kjaramálum var siðan fylgt eftir meö lögum um 40 stunda vinnuviku og viðtækum aðgerðum i orlofsmálum verka- manna, húsmæðra og bænda, og með þvi að koma á lágmarks tekjutryggingu, 18 þús. kr. á mánuði fyrir hjón, i stað 8 þús. kr. lifeyris hjá viðreisn. Bætt kjör byggjast á eflingu framleiðslu og aukningu þjóðar- tekna. Aðrir hafa drepið á iðju og útgerð. Ég vik að landbúnaðar- málunum. Viö verðlagningu landbúnaðar- vara 1. desember var launaliður verðlagsgrundvallar leiðréttur um 21% i samræmi við kaup- hækkanir þær, sem oröið höföu þá og áður á árinu. Söluskattur hefur verið felldur niður af mjólkurvörum og fleiri söluvörum bænda. Unnið er að viðtækum breyting- um á landbúnaðarlöggjöfinni. Ný jarðræktarlög verða af- greidd á Alþingi fyrir þingslit, og lög um innflutning á sæði holda- nauta voru afgreidd áður. Rýmkaður hefur verið réttur til ellilifeyris, og lifeyrissjóðslögin i heild verða nú tekin til endur- skoðunar. Undirbúin er löggjöf um orlof sveitafólks. öll lög um kaupsrétt og um ábúð jarða eru i skoðun. Frumvarp til nýrra laga um Framleiðsluráð, verðlagningu og fleira er til meðferðar á Alþingi, og unnið er að heildaráætlun um landgræðslu og skipulega nýtingu landsgæða. Fleira er i skoðun, og er ekki tóm til að rekja hér einstaka þætti En að þessum málum öllum er unnið i nánu samráði við fag- og stéttarsamtök bændanna sjálfra. Varðandi lánamál land- búnaðarins minni ég á, að afurða lánin hafa verið leiðrétt, sjóðum Búnaðarbankans aflað fjár, íbúöarlán i sveitum hækkuð um þriðjung til samræmis við önnur ibúðalán, og veðdeildarlán til jarðarkaupa meira en tvö- földuð. Fjárframlög til landnámsins eru nú 53 milljónir i stað 30 i fyrra og tala Framleiðnisjóös 22 milljónir á móti engu 1971, en báöa þessa þýðingarmiklu pósta hafði viðreisnin beitt niðurskurði áöur. Fjárveiting til Bændaskól- ans á Hvanneyri var þrefölduð, og nú er i fyrsta sinn veitt fé til undirbúnings bændaskóla á Suðurlandi. Akveðið hefur verið að ljúka rafvæðingu íslands á þremur árum. Um raforkumálin er það ann- ars að segja i sem allra fæstu orð- um, að rikisstjórnin hefur kynnt þá stefnu sfna, að stórvirkjanir skuli ekki fyrirfram bundnar hagsmunum erlendra, að tengja skuli orkuveitur — og orkumála- stjórnir- i sterka landsheild, með þátttöku byggöarlaganna, og að stefnt skuli að sem jöfnustum kjcrum allra orkunotenda. Vert er og að vikja að sam- göngumálunum. — Viðreisnin svelti flugvellina að þvi marki, aö óhjákvæmilegt þótti að tvöfalda framlög til flugmála og vel það. Ný f jögurra ára vegáætlun er i smiðum þessa dagana. Sýnt er,að viðhaldsfé vex nú verulega um- fram verðhækkanir. Hrað- brautarframkvæmdir verða i fullum gangi næstu fjögur árin. Borgarfjörður verður brúaður hjá Borgarnesi og lokið tengingu Vilhjálmur Hjáimarsson Djúpvegar. Unnið verður eftir sérstökum lánsf járáætlunum norðan lands og austan. Torfær- urnar á Skeiðarársandi verða sigraðar á þrem árum. — ,,Ég kem aftur að sjá hiö nýja Island, sem verður að þvi verki loknu”, sagði merkur útlendingur hér á dögunum. Svo er að sjá sem stjórnarand- stæöingum hafi orðið meira en lit- ið bumbult af athafnasemi rikis- stjórnarinnar, ef marka má flaumósa málflutning þeirra við ýmis tækifæri. I vetur gerðu þeir t.d. mikinn glumrugang út af breytingum á skattalögunum. — Enginn bar sér þó i munn, að breytingar hefðu verið óþarfar, enda sagði fjár- málaráðherra viðreisnar i þing- ræðu nokru áður en sú stjórn af- gekk, að kerfið væri flókið, gjöld- in of mörg, alltof þungir skattar á unglingum og framkvæmdin sjálf allt of dýr. Nú er svo óskapazt yfir tekju- stofnum sveitarfélaga og hrópað um árás á Reykajvík, — sem auð- vitað býr þó við sömu tekjustofna og önnur sveitafélög i landinu. — — En hins er að engu getið, að á siðasta ári viðreisnar voru 18 sveitarfélög komin i þrot og þurftu sérstaka aðstoð úr Jöfn- unarsjóði — og hefði vafalitið stórlega fjölgað að óbreyttum lögum. iiB Í ;..Í. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.