Tíminn - 17.05.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 17.05.1972, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 17. mai. 1972. TÍMINN n AAagnús óskarsson: Ferðamenn og stjálbýli í Sviss, Svíþjóð og á íslandi auki gættu bændurnir aö sumar- húsum og öörum mannvirkjum borgarbúa. bess vegnavaröstofn- aöur sjóöur, sem heitir Stiftelsen Stockholms Skargard, sem hefur meöal annars þaö hlutverk aö halda eyjunum i byggð. Sjóöurinn kaupir land af bændum sem eru aö flosna upp, en reynir gjarnan aö fá þá eða aöra til aö búa þar áfram. A árunum 1962-1970 hafði sjóöurinn keypt land fyrir upphæð, sem svaraöi 120 milljónum is- lenzkra króna. Stjórn sjóðsins hafði leitað samstarfs við búnaðarráöunauta til aðfinna ráð Magnús Óskarsson til þess að skapa eyjabændunum lifvænleg kjör við búskap og ferðamannaþjónustu. Mér virðist að þarna i skerja- garðinum við Stokkhólm sé fylgt alveg gagnstæðri stefnu við það, sem gert er i Róndalnum. I Svi- þjóð eru það borgarbúar, sem kaupa upp og skipuleggja landið sem útivistarsvæði. beir gera bændurna að leiguliðum, til að þeir haldi þvi við og geri það að- laðandi dvalarstað fyrir ferða- fólk. 1 Róndalnum virtust bænd- urnir yfirleitt ráða yfir landinu og láta starfsmenn sina skipuleggja afnot ferðamanna af þvi. betta held ég, að gæti verið umhugs- unarefni fyrir islenzka bændur. Bjarni Arason, ráðunautur hefur bent á, aö hér á íslandi sé að verða breyting á verðmætamati lands, sem nauðsynlegt sé fyrir bændastéttina að fylgjast vel með. Hann sagði meðal annars i erindi, sem hann flutti nýlega: „Til skamms tima hafði land utan þéttbýlissvæða aðeins verð- gildi sem grundvöllur land- búnaðarframleiðslu, annað tveggja sem ræktunarland eða beitiland. Nú á siðustu árum er farið að gæta hér á landi þess sjónarmiðs, að landið haföi verð- gildi i sjálfu sér, sem útivistar- svæði og dvalarstaður i fritimum til að njóta hvíldar og endurnær- ingar i upprunalegu umhverfi. Hér á landi er þetta viðhorf til- tölulega nýtt. Fyrst gætti þess i sambandi við laxveiðijarðir og þar var þá meira og minna bland- að hinu upprunalega mati, það er verðmæti uppskerunnar, laxinum sem matvöru. Nú hefur þetta nýja verðmætismat færzt út til þeirra staða, sem hafa til að bera Útsýni frá Ernen. (Ljósm. M.ó.) sérstaka náttúrufegurð og aöra kosti,er gerir landið vel falliö til sumardvalar og sumarbústaöa- bygginga. bessi þróun á mati lands er eðlilega mun eldri i þéttbýlli ná- grannalöndum okkar en hér á landi, þar sem segja má,að hún sé i byrjun. bar hefur hún leitt til breytingar á hugtökum um eignarrétt á landi, og það svo að a.m.k. sums staðar i Vestur- Evrópu er litiö Svo á, að eignar- réttur bænda á landinu sé tak- markaður viö að nýta landið til landbúnaðar, en þýði ekki ráð- stöfunarrétt á þvi að ööru leyti.” Ferðamenn og islenzkar sveitir 1 mörgum löndum hefur byggð færzt saman þrátt fyrir vaxandi fólksfjölda. Margar ástæður eru fyrir þessum fólksflutningum, en aðalástæðan er liklega sú, að tækniþróun hefur valdið offram- leiðslu á landbúnaðarafuröum, sem aftur leiðir til lélegra lifs- kjara hjá bændum, er búa á kostarýrum jörðum eða viö erf- iðar samgöngur og markaðsaö- stæður. Jafnvel i góðum land- búnaðarhéruðum hefur ibúum fækkað það mikið vegna tækni- þróunarinnar, að erfitt er að skapa ibúunum viðunandi félags- lega aðstöðu. 1 flestum þeim löndum,þar sem byggðir hafa farið i eyði, vegna fólksflutninga til þéttbýlis, hefur verið reynt að sporna við þróun- inni með ýmsum ráðum, Flestar þessar þjóðir greiða bændum úr sameinginlegum sjóðum fyrir að halda uppi búsetu. Einnig er stuölað að þvi.að smáiðnaður, opinberar stofnanir og skóiar flytjist út i dreifbýlið, og siðast en ekki sizt, þar sem unnt er að fá ferðamenn til að heimsækja byggðirnar, er reynt að láta ibúana njóta ávaxtanna af ferða- útveginum. bað mun vera almenn skoðun hér á landi, að ekki sé æskilegt að byggð á tslandi dragist neitt að ráði saman frá þvi sem nú er. Fyrir þessu eru ýmiss rök, sem ég hirði ekki að rekja. Stjórnvöld hafa gert ýmislegt til að viðhalda byggðinni, þó að mörgum finnist að þau mættu gera enn betur. beir Jón'as Jónsson og Gísli Jónsson lögðu i vetur fram tillögu til þingsályktunar, þar sem þvi er beint til rikisstjórnar, að láta fara fram athugun á skipan og fram- kvæmd ferðamála, með það fyrir augum að ferðaþjónusta verði til stuðnings við æskilega þróun landsbyggðarinnar. bað er vafa- laust gagnlegt að látá slika at- hugun fara fram. í þvi sambandi væri rétt að kynna sér^ivað Norð- menn, Svlar, og þó sérstaklega Svisslendingar hafa gert til aö láta ferðaþjónustu styðja æski- lega byggðaþróun, þó að viö getum sjálfsagt ekki farið eftir erlendum uppskriftum óbreytt- um. Nú þegar er ferðaþjónusta, ekki sizt leiga veiðileyfa, orðin verulegur atvinnuvegur i sveitum, en hún er illa skipulögð. baö er trú min,að skipulagið verði varla bætt nema samtök bænda taki málið að sér og láti ráöu- nauta sina starfa að skipulagn- ingunni, eins og gert er I Sviss. Hér á landi eru margir, sem eiga erfitt með að sætta sig við,að Framhald á bls. 19 TILRAUNASTÖÐ í KIRKJUGARÐI Siðustu árin hefur veriö þrengt mjög aö gamla garöin- um við Aðalstræti, trjám fækkað og horn þar jafnvel notaö sem bilastæöi. barna stóö fyrrum kirkja Reykvik- inga.og liklega hefur verið jarðað i garöinum frá dögum fyrstu kristni á Islandi. Garö- urinn hefur i fyrstu verið grasi gróinn og með upphækkuðum sumum leiðunum, likt og aðrir kirkjugaröar á Islandi. En árið 1884 varð á mikil breyt- ing. Schierbeck landlæknir, sem þá var nýlega kominn hingað, reisti sér mikiö og veglegt hús og afgirti garð við húsið, þ.e. i gamla kirkjugarð- inum. Schierbeck gerði við- tækar tilraunir með trjáplönt- ur, blómjurtir og matjurtir þarna i garðinum, sem var milli 3000 og 4000 ferálnir að stæð, luktur þriggja álna há- um skiðgaröi úr plönkum. Garðurinn hefur veriö kirkju- garður, skrifar Schierback, en hefur i nálega 40 ár verið hirt- ur sem tún, þangaö til ég tók' hann fyrir sáögarð. Megnið af frætegundum til tilraunanna fékk Schierbeck frá grasa- fræðiprófessor Schúberer i Kristjaniu (Oslo), eða alls 702 tegundir. Mikið af trjám og runnum var lika frá Kaup- mannahöfn. Flutti sameinaða gufuskipafélagið plönturn ar ókeypis. Schierbeck reyndi nær 100 tegundir trjáa og runna, og segir frá árangrin- um um ræktunartilraunir sin- ar i Timariti hins islenzka bókmenntafélags árin 1886 og 1890. Schierbeck gerði tilraun- ir með 40 matjurtategundir, t.d. lauk, káltegundir, rófur, kartöflur, salat, spinat, gul- rætur, piparrót, rabarbara, jaröarber, ertur, baunir, mustarð o.fl. Ennfremur gúrkur og grasker i vermireit- um. Höröu árin 1884 og 1885 uxu i garði hans 128 tegundir sumarblóma og 108 tegundir fjölærra skrautjurta. Sáö var beint i garöinn til sumarblómanna, án vermi- reita, og báru 78 tegundir blóm. Schierbeck nefnir sán- ingardag og blómgunartima og tilfærir einnig noröurtak- mörk tegundanna i Noregi. Bygg til tilrauna fékk hann frá Altenprestsetri á 70. breiddargráðu i Noregi, og einnig bæði frá Bodö og Dan- mörku. Hafra, rúg og sumar- hveiti reyndi hann einnig. Einnig bókhveiti, hör, hamp, rauðsmára, fóðurflækjur ofl. Af laukblómum ræktaöi hann t.d. dvergliljur, sverðliljur, páskaliljur, hýasintur, vetrar- gosa, keisarakrónu ofl. A árunum 1885 - 1890 segist hann hafa sent um þúsund rabarbaraplöntur út um land- ið. I görðum i Reykjavik voru á dögum Schierbecks nokkrir ribsrunnar og einstöku reyni- tré. Helztu skrautjurtir i görð- um voru: Venusvagn, regn- fang, burnirót, silfurhnappur og sverölilja. t sólreiti var sáð á fáeinum stöðum til all- margra sumarblóma. ,,A Is- landi mætti,” segir Schier- beck, „koma upp ágætum gróöurskálum, ef fé væri til þess, meö þvi að veita heitu vatni frá hverunum eftir ræs- um niðri i jörðinni og reisa hús yfir. Þá væri bæöi hitinn feng- inn og raki”. Schierbeck hefur hér séö hvað koma mundi, og gróöurhúsum var hann kunn- ugur i Danmörku. bað var sannfæring hans, að góöur garðyrkjuskóli mundi veröa mjög til eflingar garðyrkjunni og-til að sýna vilja sinn i verki, fékk hann sér 30 dagsláttna land að Rauðará viö Reykja- vik og hóf þar miklar jarða- bætur, túnrækt og matjurta- rækt. „Eftir það fór að koma skriður á jarðrækt Reykvik- inga”, segir Einar Helgason garðyrkjustjóri, en hann var um skeið nemandi Schier- becks. Garðurinn við Aðal- stræti var lengi ein helzta pr- ýði Reykjavikurbæjar. Hann er „tilkomumesti garðurinn, sem til er hér á landi”, sagði Einar Helgason i „Björkum” 1914. I garðinum óx lengi eitt stærsta birkið i Reykjavik og tvö sérlega mikil silfurreyni- tré frá dögum Schierbecks. Annaö þeirra stendur þar enn og gljáviöirinn stóri, sem margar gljáviöihrislur I borg- inni eru komnar út af. Sýna ætti sóma þvi, sem enn er eftir af garðinum. Þarna, i gamla kirkjugarðinum, fóru um skeið fram umfangsmestu garðyrkjutilraunir á Islandi. Silfurreynir frá dögum Schierbecks í gamla kirkju garöinum viö Aöalstræti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.