Tíminn - 17.05.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 17.05.1972, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Miðvikudagur 17. mai. 1972. stöðvaði bílinn. Hann tók um hendur minar og snéri mér að sér. — Ég elska þig, Kay. En það veiztu vist nú þegar. — Já, ég veit það Chris. Ég elska þig lika, þótt ég hafi reynt að berjast á móti þvi. Ég hef... Ég kom engu orði upp, þau drukknuðu i tárum. Chris tók mig i faðminn, til að reyna að hugga mig. Vegna þess að ég er giftur Fleur og þú trúlofuð Jónatan. Hið vonlausa i aðstæðum okkar gerði mig orðlausa — fyrir duttlunga örlaganna hafði Chris mætt Fleur og kvænzt henni rétt áður en hann hitti mig. . . . og ég hins vegar haldið að tilfinn- ingarnar, sem ég bar til Jónatans, væru hin eina sanna ást. Chris lyfti höfði minu, svo augu okkar mættust. — Horfðu á mig, Kay. Ég við- urkenni ekki þessar aðstæður sem endanlegar. Ég útrými þeirri hugsun, að við fáum aldrei að njóta hvors annars. — En Chris, hvernig getum við vonazt til þess — hvernig getum við það? — Sem stendur. . . veit ég það ekki. Og meira get ég ekki sagt fyrr en ég hef talað við Fleur. Viltu aðeins lofa mér einu — það er að treysta mér? — Já, af heilum hug, Chris. Við töluðum ekki öllu meira, ég var ánægð með að sitja við hliðina á honum, með arm hans utan um mig og höfuðið við barm hans. Hað var komið myrkur, þegar Chris setti bilinn aftur i gang. Við borðuðum kvöldverðinn saman, en svo ók hann mér heim. l>að getur tekið sinn tima, Kay, en þvi máttu trúa að okkar timi kemur að lokum. Lofar þú mér þvi að trúa á það? - Já. flann kyssti mig einu sinni, stuttum en ástúðlegum kossi, og svo ýtti hann mér frá sér. Hetta verður að duga okkur þangað til við höfum rétt til að njótast, Kay. Ég skildi, að hann vildi hafa hemil á tilfinningum sinum til min, og að hann hrafðist þess að ég gerði það einnig, þangað til við hefðum fullan rétt til þess að gefa þeim lausan tauminn. Á morgun og alla komandi daga urðum við að mætast aðeins sem vinir, og þegarégstakk lyklinum minum i skrána heima, var ég stolt yfir þvi, að einmitt þessi maður skyldi elska mig og ég fann,að hann mundi ég aldrei svikja i neinu. Hað var mikill léttir að geta kastað sér út i vinnuna, þótt ég hitti Chris daglega. Sannast að segja hafði ég aðeins gott af þvi að sjá hann, karlmennska hans gaf mér þrótt og von. Frú Blaney varkomin heim, og Fleur hélt áfram að hjúkra henni og var þvi sjaldan i Lundúnum. Á föstudegi sagði Chriíj mér, að hann ætlaði að fara til Fairfield, og sama dag hringdi Jónatan og bað mig að koma með sér til Fair- field um helgina. Ég reyndi að bera fram afsak- anir, en Jónatan vildi ekki hlusta á þær. — Mamma bað mig alveg sér- staklega að koma með þig, elsk- an. Hún sagði að það væri svo langt siðan að hún hefði séð þig. 011 fjölskyldan verð- ur bá saman komin, sagði hún. Þú getur ekki borið fyrir þig annriki núna, þvi aö ég veit að þú ert laus og liðug. Það var satt, og af þvi að það var léttara að láta undan en að finna uppá frekari afsökunum, varð það úr, að ég skyldi koma með. Jónatan ók bilnum, og ég átti þess von að hann mundi fara að tala um framtiðina, en hann talaði aðeins um móður sina, hve nauðsynlegt það væri að hún tæki lifinu með ró, þvi liðan hennar hefði verið mjög alvarleg um tima. Ég hlustaði þolinmóðá hann, og vár glöð yfir þvi, að hann lét sér nægja nokkur samúðarfull orð frá minni hlið. Einu sinni var ég djúpt snortm af þvi hve Jónatan var móður sinni auðsveipur og umhyggjusamur. Nú olli það mér einungis gremju. Að vissu leyti er það voðaleg synd að Lindsay skyldi taka upp á þvi að gifta sig — hún skildi mömmu svo vel, og var svo dug- leg að sjá um öll húsverkin, á þann hátt, sem mömmu likaði. Fleur vill duga henni, en það væri synd að segja,að húsverkin léku i höndum hennar, sagði Jónatan. — Ég er á alveg andstæðri skoðun hvað Lindsay snertir, svaraði ég kuldalega, — þaö bezta, sem fyrir gat komið var að Lindsay skyldi giftast, og vera nú of langt i burtu til þess að geta snúizt i kring um móður þina. Hún mundi hafa frestað brúð- kaupinu annars, og ég er viss um að hún hefði gert það i það óendanlega. Ég vissi vel að honum mundi ekki hafa likað þetta svar mitt, en ég var svo hneyksluð yfir þvi, að Jónatan, sem annars var svo tillitssamur og góðgjarn, skyldi leyfa sér að hafa að engu lifsham- ingju Lindsayar. Nokkuð strangur á svipinn sagði Jónatan: — Lindsay mundi hafa verið fyrst okkar til þess að bjóða hjálp sina — henni mun ekki liða vel, þegar hún fréttir að mamma þarfnast hennar. — Hvers vegna skyldi hún þurfa að fá að vita það, spurði ég stutt i spuna. — Mömmu þinni er nú næstum batnað, og hún hefur Maeve, hún hefur Stellu og Fleur, svo maður nefni ekki þig og Dorian. Er það ekki fullnægj- andi? Jónatan horfði til min dálitið ringlaður. — Kay, ég held að þú skiljir okkur ekki stundum, allt sem ég meinti....... En nú vildi ég ekki tala meira um Blaney-fjölskylduna. — Það er þvert á móti, Jónatan, ég held að ég skilji ykkur fuilkomnlega, sagði ég og fór að tala um annað. Mildred Blaney sat i flosa- klæddum stól i hinni sólgylltu dagstofu, og hafði um sig hirð eins og drottning. Börnin hennar snérust i kring um hana. — Vildi hún ekki skemil undir fæturna? vildi hún ekki fá teppi yfir hnén? Var henni of heitt? Var henni kalt á bakinu? Hafði hún lyst á ein hverju að drekka? Á ég að lesa fyrir þig? Er það eitthvað, sem við getum gert fyrir þig? — Sjáðu bara, hvernig börnin min dekra við mig, Kay, sagði hún, þegar hún hafði heilsað mér. Ég hafði blóm meðferðis og nýja sögubók, en stofan var yfirfull af blómum, ávöxtum og fleiri smá- gjöfum, svo ég hálfskammaðist min fyrir það, sem ég kom með. Ég heilsaði Chris, og ég held að enginn hafi getað séð nokkuð á okkur. En hugarástandið á Fair- field virtist vera nokkuð þung- lamalegt þetta siðdegi. Jafnvel F’leur, sem venjulega var full af lifi og fjöri, var þreytuleg og dauf. Ég fór að hugsa um það(hvort hún væri orðin svona þreytt, eftir að hafa hjúkrað mömmu sinni svona lengi, eða þá beisk yfir þvi að hafa ekki séð Chris svona lengi. Hafði hún tekið eftir einhverjum breytingum i fari hans? En það var erfitt að segja um þetta þegar Fleur var annars vegar. Bara að ég hefði getað hatað hana, hugs- aði ég örvingluð. En ég fann að enda þótt hún væri eiginkona Chris, og yrði það kannski fram- vegis, mundi ég aldrei geta borið til hennar aðrár tilfinningar en vinsemd og alúð. Við sátum við hádegisverðar- boí>ið,þegar pósturinn var borinn inn daginn eftir. Frú Blaney var rétt komin niður, svo fjölskyldan öll sat við borðið. Meðal bréfanna og blaðanna var stórt umslag til Fleur með ameriskum stimpli. Ég veit ekki enn hvað það var, sem fékk okkur öll til þess að biða með öndina i hálsinum eftir þvi að Fleur opn- aði bréfið. Það var eins og við fyndum á okkur að eitthvað þýð ingarmikið kæmi upp úr umslag- inu, og sátum við öll steinþegj- andi á meðan Fleur las bréfið. Við sáum uppnámið i andliti hennar og hið óttafulla augnatillit sem hún gaf Chris. Svo hristi hún höf- uðið nokkrum sinnum, eins og að hún botnaði ekki neitt i neinu. — Hvað er þetta eiginlega, Fleur? spurði Chris vingjarnlega. Hún horfði bara á hann og rak upp tryllingslegan hlátur. Hann gekk hratt til hennar. — Fleur...... Hún rétti honum bréfið. Hann las það hratt. — Herra minn trúr. . . þetta er með ólikindum......... Þau horfðu hvort á annað og svo fór Fleur að hlæja aftur. Rödd frú Blaney skar sig gegn- um stofuna. — Fleur, reyndu að 1108. Lárétt 1) Afrikubúar.-6) Hund,- 8) Fugl.- 10) Sagt,- 12) Nhm,- 13) Tónn.- 14) Nóasonur.- 16) Hlé,- 17) Strák,- 19) Voði,- Lóðrétt 2) Spila - 3) Guð,- 4) Hérað.- 5) Lélegt,- 7) Stétt,- 9) Brjálaða.- 11) Hriðarkófi.- 15) Kattarmál,- 16) Hryggur,- 18) Armynni,- Ráðning á gátu No. 1107. Lárétt 1) Elgur,- 6) Agi,- 8) Lok. 10) Nón. 12) Ok. 13) Tý,- 14) Kal,- 16) Att,- 17) Ælu,- 19) Skart,- Cr Lóðrétt 2) Lak,- 3) GG,- 4) Uin,- 5) Blokk,- 7) Hnýta,- 9) Oka.- 11) Ótt,- 15) Læk,- 16) Aur. - 18) La,- HVELL G E I R I D R E K I /'Skipulag, WalkerA X Varlega Zak —-4^ þetta er forn og virðu legur andstæðingur — Dreki! Þegar náttúruhamfarir verða, hvernig komist þið hrægammar svona fljótt á staðinn til að ræna? MIÐVIKUDAGUR 17. maí 7.00 Morgunútvarp. Fræðslu- þáttur Tannlæknafélags islands þkl. 8.35: Loftur Ólafsson tannlæknir talar um orsakir tannskemmda. Kirkjutónlist kl. 10.25. 13.15 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Siðdegissagan: „Flakk- arinn og trúboðinn” eftir Somerset Maugham. i þýð- ingu Ásmundar Jónssonar. Jón Aðils leikari byrjar lest- urinn. 15.20 Fréttir. Tilkynningar. Fræösluþáttur Tannlækna- félags islands (endurtek- inn) 15.20 Miðdegistónleikar: islenzk tónlist. 16.15 Veðurfregnir. Erindi: Jarðir á islandi eftir Bene- dikt Gislason frá Hofteigi. Arni Benediktsson flytur. 16.45 Lög leikin á flautu. 17.00 Fréttir. 17.10 Tónlistarsaga 17.30 Nýþýtt efni: „Fortið i framtið” eftir Erik Danechen Loftur Guðmundsson rithöfundur les bókarkafla i eigin þýð- ingu (1). 18.00 Frettir á ensku. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Daglegt mál 19.35 íslenzkt mál 2.0.00 Stundarbil 20.30 „Virkis vetur” eftir Björn Th. Björnsson. 21.30 Þeir, sem skapa þjóðar- auðinn 22.00 Fréttir. 22.15Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Gömul saga” eftir Kristinu Sigfúsdóttur. Ólöf Jónsdóttir byrjar lestur sinn. 22.35 Norsk nútimalónlist Guðmundur Jónsson piano- leikari kynnir þrjú tónverk. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. IMiilii I MIÐVIKUDAGUR 17. mai 18.00 Froskaprinsinn. Brezk ævintýramynd um ungan konungsson, sem verður fyrir þeirri óskemmtilegu lifsreynslu, að honum er með göldrum breytt i frosk, og lagt svo á, að i þvi gervi verði hann að una, ef til vill um langa hrið. Þýðandi Heba Júliusdóttir. 18.45 Slim John. 25. þátt- ur endurtekinn. 19.00 Hlé. 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Munir og minjar. Kvöld- stund i Byggðasafni Vest- fjarða á isafirði.Meðal ann- ars eru skoðaðir gamlir kvenbúningar og ögurstofa, en lengst er staldrað við i sjóminjadeild safnsins, þar sem spjallað er við aldraðan sjómann, Bæring Þor- björnsson. Umsjón Ólafur Ragnarsson. 20.50 The Hollies. Finnskur þáttur um hina vinsælu danshljómsveit The Hollies frá Liverpool. Rætt er við þá félaga, og einnig leika þeir nokkur lög. (Nordvision — Finnska sjónvarpið) Þýð- andi Kristmann Eiðsson. 21.25 Eltingaleikurinn. (Kid Glove Killer) Bandarisk sakamálamynd frá árinu 1941. Leikstjóri Fred Zinne- mann. Aðalhlutverk Van Heflin, Marsha Hunt og Lee Bowman. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. Borgarstjóri nokkur ákveður að hreinsa bæ sinn af öllum undir- heima- og glæpalýð. Dygg- asti fylgismaður hans við það verk er velmetinn lög- fræðingur. En brátt fær ung- ur visindamaður, sem vinn- ur hjá lögreglunni, grun um, að lögfræðingurinn gangi ekki að þessu verki af heil- um huga. 22.35 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.