Tíminn - 17.05.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 17.05.1972, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 17. mai. 1972. TÍMINN 15 Conally segiraf sér ■ Nixon segist fara NTB-Washington Johan Conally, fjármálaráö- herra Bandaríkjanna, sagði af sér i dag. Það var Nixon forseti sjálfur, sem tilkynnti þetta, en neitaði að gefa skýringu á afsögn Conallys. Nixon segist hafa skipað Charles Schultz i embætti fjármálaráðherra en Conally mun þó gegna þvi enn um sinn, eða þar til öldungadeildin hefur 20 yfirheyrðir Þeir, sem úrskurðaðir hafa verið i gæzluvarð- hald, eru fyrst og fremst þeir, sem grunaðir eru um að hafa selt eða ætlað að selja hassið. Lögreglan vill ekki gefa upp hve mikið magn hefur fundizt af hassi, en það skiptir nokkrum kilóum. Einnig hefur lögreglan undir höndum um 50 töflur af LSD, sem einnig fundust við hús- leit, eins og hassið. Allt bendir til,að það hass, sem fundizt hefur, hafi komið til landsins i sömu ferð. Kom það með skipi frá Kaupmannahöfn fyrir 12 dögum. Þeir, sem vinna aö rannsókn málsins, hafa grun- semdirum,aðskipverjiá tilteknu skipi sé meðsekur og hafi smyglaðhassinu til landsins. Þótt mikið hafi fundizt af hassinu.er vist,að búið er að selja allnokkuð magn, af þvi, sem kom i sendingunni. Húsleit hefur verið gerð á nokkrum stöðum, eða þar sem ástæða þótti til að leita vegna grunsemda um að þar væri hass að finna, en lögreglan vill ekki gefa upp á hve mörgum stöðum fikniefnin fundust. Hass er alls ekki ódýrt i Danmörku, þótt verðið þar sé yfirleitt mun lægra en hægt er að selja það hérlendis. 1 Höfn er verðið frá 6 til 10 kr. dönskum hvert gramm. Fer það eftir framboði og eftirspurn hverju sinni. 1 Reykjavik er grammið selt á 250 kr., þannig að ágóðinn verður tvöfaldur eða þre- faldur, ef hægt er að koma þvi til neytenda. En það þarf talsvert fé til að kaupa hass i kilóatali i Kaupmannahöfn. Við rannsókn kom i ljós,að féð til hasskaupanna er komið frá nokkrum aðilum, og var það lagt fram gagngert i þvi skyni að kaupa efnið og smygla þvi til tslands og selja. Eitthvað af þvi fólki, sem situr i gæzlu- varðhaldi og hefur verið yfir- heyrt, lagði fram fé til kaupanna i Danmörku — en I þvi efni eru ekki öll kurl komin til grafar. Rannsóknarmenn segjast ekki geta sagt á þessu stigi málsins, hvort þetta er i fyrsta sinn, sem þesir aðilar hafa smyglað veru- legu magni af fikniefnum til landsins. Svo virðist sem nokkuð náið samband sé milli flestra þeirra aðila, sem við málið eru riðnir. Eru þetta kunningjar, sem að minnsta kosti eru tengdir sameiginlegu áhugamáli, sem er hassneyzla. Allt það fólk, sem þarna er um að ræða er ungt að árum. Mennirnir úr Reykjavik, sem sitja i gæzluvarðhaldi voru hand- teknir s.l. sunnudag. 1 gær var ung kona i Kópavogi úrskurðuð i 10 daga gæzluvarðhald og i morgun var maður hennar tekinn og úrskurðaður I allt að 30 daga gæzluvarðhald. Húsleit var gerð á heimili þeirra, en þar fundust engin fikniefni að neinu tagi. En samt sem áður eru þau grunuð um að vera viðriðin málið. — PÓSTSENDUM — samþykkt skipan Schultz. Verður það væntanlega eftir að Nixon kemur heim frá Moskvu. Forsetinn ræddi við mannfjölda^ um það bil 500 manns fyrir útan hvita húsið i gærkveldi og staðfesti hann þá, að hann færi til Moskvu. ,,Ég fer á laugardaginn”, sagði forsetinn. Þrátt fyri áköf mótmæli öryggis- þjónustumanna dvaldi Nixon i um það bil 10 minútur með fólkinu, sem tókhonum mjög vinsamlega. Þetta var i fyrsta skipti, sem hann minntist á Moskvu-ferð sina eftir að hann fyrirskipaði hafn- bannið á Norður-Vietnam. „Þegiðu hona" |~fr^gh|* 10d County, varð hann æfur af reiði og ásakaði starfs- manninn um slæleg vinnu- brögð. En þegar tölur fóru að berast róaðist hann. „Ibúar Flórida hafa sent stjórnmála- leiðtogum skilaboð,” rumdi hann sællega. „Við höfumunnið sjálfan Demókrataflokkinn. Þetta eru timamót i Banda- riskum stjórnmálum Við höfum umsnúiö Demókrata- flokknum.” En Wallace gerði meira en að snúa Demókrataflokknum við, hann snéri honum þannig að rangan kom út, „inside out”. Demókratinn, sem næstur kom var Hubert Humphrey, sem fékk aöeins 18% atkvæða. Edmund Muskie, sem flestir höfðu veðjað á sem sigurvegara, fékk aðeins helming þess atkvæðamagns sem Hump- hrey fékk varð fjórði á eftir Henry Jackson, sem fékk 13%. 1 biturri ræðu að kvöldi kosningadags, sagði Muskie um Wallace: „Ég hata það, sem hann er fulltrúi fyrir. Maðurinn er lýðskrumari og æsingamaður af versta tagi. Þessi úrslit i Florida sýna meir en ég hafði getað imyndað mér að maðurinn er fær um að laða fram i öðru fólki það versta hugsanlega.” Ræða Muskies varð þegar að miklu umræðuefni. Sumum þótti Muskie hafa staðið sig með afbrigðum vel i að flytja ræðuna, tvimælalaust það bezta, sem hann hafði gert i allri kosningabaráttunni og bráðnauðsynlegt til að hressa upp á slaka baráttu hans. öðrum þótti ræðan barnaleg og töldu það fáranlegt, jafnvel að það yrði til þess,að Muskie yrði að hætta keppni, að halda fram að allir þeir, er greiddu Wallace atkvæði sitt i forkosningunum væru negra- hatarar og fasistar. For- kosningaatkvæði eru oft and- spyrnuatkvæði og ef til vill eru milljónir Bandarikjamanna, þar á meðal margir Florida- búar, sem styöja alls ekki stefnu Wallace i kynþátta- málum en finna sjálfa sig utan við kerfið, eins og þessi litli maður gerir. George McGovern tók undir þá skoðun: „Það er sama hvernig við litum á það, dag- urinn i dag, var reiðarslag fyrir þá, sem trúa djúpt og einlæglega á mannréttindi. En ég get ekki viðurkennt það sem staðreynt, að 40% atkvæðanna, sem fóru til Wallace hafi verið frá negra- höturum. Margir hafa kosið Wallace til að sýna andúð sina á þvi sem aflaga hefur farið.” Enginn þrætti fyrir það, að sigur Wallace i Florida hefði galopnað möguleikana fyrir óvæntum úrslitum á flokks- þingi Demókrata i Miami Beach i sumar, og að hann getur haft geysileg áhrif á þau prófkjör, sem framundan eru. Allir frambjóðendurnir sem fylgdu Wallace á eftir i Florida hafa þurft að endur- skipuleggja baráttu sina rækilega og þeir hafa sannar- lega lært sitthvað á sigri litla mannsins, George Wallace.” íþróttir Framhald af bls. 16 Belgia - Portúgal 3:0 Danmörk - Belgia 1:2 Belgia — Luxemborg 4:0 Portúgal - Belgia 1:1 Skotland - Belgia 1:0 Italia - Belgia 0:0 Belgia - Italia 2:1 Allir leikirnir, nema við Luxemborg, eru liður i Evrópu- keppni landsliða, þar sem Belgia er komin i fjögra liða úrslit. 1 niu ofantöldum leikjum — hefur Belgia unnið 6, gert tvö jafntefli, og tapað aðeins einum, skorað 17 mörk gegn fjórum. SOS. Framhald af bls. 8. magn úr rikissjóði, eða 100 milljónir króna á ári hverju i 10 ár. Full ástæða er til þess að binda miklar vonir við það, að Fram- kvæmdastofnun rikisins verði öllu atvinnulifi landsmanna mikil lyftistöng, en sérstaklega ber þess að vænta, að stofnuninni megi takast að rétta verulega hlut dreifbýlisins i atvinnuþróun. Þvi var einnig heitiö að stórefla togaraflota landsmanna, sem var kominn i algjöra niðurniðslu á timum viðreisnarstjórnarinnar. Þetta er nú verið að gera það myndarlega, að sumum þykir nóg um. Heitið var sérstöku átaki til endurbóta á frystihúsunum, enda komið á elleftu stundu vegna þeirrar þróunar, sem orðið hefur á erlendum mörkuðum. Unnið er að itarlegri áætlanagerð á þessu sviði, en þótt henni sé ekki að fullu lokið, er ákveöið að hefja framkvæmdir i töluverðum mæli þegar á þessu ári, meðal annars meö 200 milljón króna aukinni fjárveitingu til Fiskveiði- sjóðs og tvöföldun á þvi fjármagni, sem lánasjóður sveitarfélaga fær til umráða. Fjárþörfin i þessu skyni verður mikil, liklega um eða yfir kr. 2000 milljónir. Þetta er hins vegar for- gangsverkefni og verður að sitja fyrir flestu öðru, og það verður að sjálfsögðu fjármagnað á næstu þremur til fjórum árum. Þvi var heitið að ljúka innan þriggja ára rafvæðingu allra þeirra bújarða i sveitum, sem hagkvæmt er talið að fái raforku frá samveitum. Þegar i nóvem- ber s.l. var lögð fram á Alþingi þriggja ára áætlun um raf- væðingu dreifbýlisins, og i frum- varpi að framkvæmdaáætlun er gert ráð fyrir öllu þvi fjármagni, sem talið er nauðsynlegt til þess að standa við þá áætlun. Jafn- framt er unnið að þvi að kanna, hvort unnt megi reynast aö veita raforku til þeirra fáu byggðar- laga, sem enn eru ekki á þriggja ár áætluninni. Þannig má t.d. telja öruggt, að samþykkt verði BÆNDUR Höfum aftur fyrir- liggjandi VITAMIN O G STEINEFNABLÖND UR frá EWOS A-B: Ewomin F. fyrir mjólkurkýr. Jarmin . fyrir varphænur. Jarmtigg fyrir unggrisi. Racing fyrir hesta. K.M.Z. saltsteinn, nauðsynlegur öllu búfé. K. F. K. FÓÐURVÖRUR GUÐBJÖRN GUÐJÓNSSON heildverzlun, Siðumúla 22. Sími 85695. veita um verulegan hluta Reykja- fjarðárhrepps i Djúpi, og verið er að kanna, hvort til greina geti komið að rafvæða frá samveitu góðan hluta af Gufudalssveit. Samfara þessari stórauknu raf- væðingu dreifbýlisins er ætlunin að auka virkjunarframkvæmdir eins og frekast er kostur. Er það viða orðin hin brýnasta nauðsyn eftir vanrækslu undanfarinna ára. T.d. vil ég geta þess, að i Vestfjarðakjördæmi var á siðast- liðnu ári varið 10,7 milljónum króna til miðlunar i Langavatni við Mjólkárvirkjun. A þessu ári eru hins vegar ætlaðar kr. 14 mill- jónir til þess að ljúka þeirri miðlun. Auk þess hefur hæstvirt- ur fjármálaráöherra fallizt á að gera á framkvæmdaáætlun ráð fyrir u.þ.b 11 millj. kr. til byrjunarframkvæmda við aðra virkjun við Mjólká, þannig að tryggt megi verða, að þeirri virkjun verði lokið á árunum 1973 og 1974. Loks eru ætlaðar kr. 4 milljónir til Blævardalsár- virkjunar I Djúpi. Þar með verð- ur tryggð raforka i nýtt dreifi- kerfi um Nauteyrarhrepp og Rey kjaf jarðarhrepp . Til virkjunarframkvæmda i Vest- fjarðakjördæmi munu þvi renna um kr. 29 milljónir á þessu ári i stað 12 á þvi siðasta. Vegaáætlun liggur nú fyrir i hinu háa Alþingi. Einnig i vega- málum kemur fram rikur vilji til þess að stórauka framkvæmdir. Þvi var t.d. strax vel tekið, þegar ég, við fyrstu umræðu sið- astliðinn miðvikudag, vakti athygli á þvi, að nauðsynlegt væri að gera ráð fyrir verulegu lánsfé, a.m.k. 25 milljónum króna til Djúpvegar á ári i næstu 3 ár, til viðbótar framlagi á vegaáætlun, enda má annars segja, að þeim kr. 10 milljónum, sem teknar voru að láni á siðastliðnu ári, hafi verið til litils varið. Að sjálfsögðu verður að ljúka framkvæmd, sem þannig er hafin, á sem skemm- stum tima, til þess aö arður fáist af fjármagninu. Eins og fram er komið, hefur hæstvirtur fjár- málaráðherra samþykkt að gera ráð fyrir viðbótarlánsheimild að upphæð kr. 25 milljónir I þessu skyni. Sýnist mér með þessu sæmilega tryggt, að Djúpvegi verði lokið að ögri á næstu þrem- ur árum. Góðir íslendingar! Þessi stutti samanburður á loforðum og efnd- um sýnir það glöggt, að hæstvirt rikisstjórn og stjórnarmeiri- hlutinn hafa talið það skyldu sina að láta hendur standa fram úr ermum og leitast við að lagfæra sem fyrst fjölmargt það, sem vanrækt hefur veriö á undanförn- um árum. Þó veit ég að ýmsum þyki sinn hlutur of litill. Það er eölilegt, þar sem lítiöhefur veriö framkvæmt i lengri tima. Þar er þörfin mikil. Engu að siður er það staðreynd, að aukning á þvi fé, sem ætlað er til opinberra fram- kvæmda, er gifurleg og boginn spenntur til hins ýtrasta. Þetta sannar þvi fyrst og fremst það, hve mikil þörfin er fyrir for- gangsröðun, áætlanagerð og skipulagshyggju i okkar þjóð- arbúskap. Það eru þau vinnu- brögð, sem þessi hæstvirt rikis- stjórn vill viðhafa. Um hana mun islenzka þjóðin standa vörö.” SlMI: 14390 P.O. BOX 5111 \ i; 1.1\t ÞARFTU l’OlltOLTASkb llvrrgi incira úi'val: WOKLII (1P IIIAKOriTV 2000 IMTIt ISIAI. WIIIBIIA S.L. LAPLATA •IIAIOK STAII <0 adidas

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.