Tíminn - 17.05.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 17.05.1972, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 17. mai. 1972. TÍMINN 17 Kristján B. Þórarinsson* FÖGUR GLIMA I SÚKN Laugardaginn 6.mai var háð 62. Islandsgliman, og fór hún að þessu sinni fram i Vogaskóla. Þar var keppt um fegurðarverðlaun og er það i þriðja sinn, sem það er gert. Árið 1970 gaf Þórsteinn Kristjánsson, glimudómari, bikar fyrir fagra glimu. Bikarinn hlaut þá til eignar Hjálmur Sigurðs- son, Víkverja. Þorsteinn gaf árið 1971 annan bikar, sem skyldi verða framhaldsbikar, en þá hlaut Guðmundur Freyr Halldórsson, Armanni bikarinn, og vann Hjálmur bikarinn af Guðmundi.' Frey, þannig að þetta er i annað sinn, sem Hjálmur Sigurðsson, Vikverja, hlýtur viðurkenningu fyir fallega glimu. Rétt er að geta þess, að Hjálmur var ekki með i fyrra vegna meiðsla. sem hann hlaut. Hjálmur fékk 65,1 stig fyrir fagra glimu, en þessir komu á eftir: 2. Guðmundur Freyr Halldórss, Á 62,7 stig 3. Sigurður Jónss., UV 55,4 stig 4. Sveinn Guðmundsson, Á 54,4 stig 5. Þorvaldur Þorsteinss., A 54,0 6. Ingi Yngvason, HSÞ 52,2 stig 7. Kristján Yngvason, HSÞ 52,2 stig 8. Jón Unndórss., KR 42,3 stig 9. Rögnvaldur Ólafsson, KR 36,6 stig 10. Ómar Ulfarsson, KR 32,4 stig. Skotkeppni f Leir- dal í lok mánaðarins Axel Sölvason form. Skotfélagsins Aðalfundur . Skotfélags Reykjavikur var haldinn nýlega. Stjórn félagsins skipa nú: Axel Sölvason, formaður, Sigurður Isaksson, varaformaður, Jósef ólafsson, ritari, ólafur ófeigsson, gjaldkeri, með- stjórnendur Egill Stardal og Ingvar Herbertsson. Æfingar voru þrisvar i viku i íþróttahöllinni i Laugardal, og er það liklega siðasti veturinn i þvi húsnæði. Ráðgerð er æfingarað- staða i 60 m salnum undir stúku Laugardalsvallar, Baldurshaga. Skotkeppni verður haldin á útisvæði félagsins i Leirdal i lok mai,keppt verður á 50 m færi með léttum 22 cal. rifflum undir 7 punda þunga. Sikti verða frjáls og sjónaukar leyfðir upp i stækkun x6 ( keppt verður um þrenn verðlaun, sem Leó Schmidt hefur gefið. Verið er að standsetja úti- svæðið, og verður það bráðlega nothæft til æfinga. Seinna i sumar er áætluð keppni með stærri rifflum á 200 m. færi og verður nánar sagt frá henni siðar. ÆTLAR AÐ SIGRA í MUNCHEN Þeldökkir Bandarikjamenn hafa löngum veriö sigursælir á ólympiuleikum, sérstaklega i styttri hlaupagreinum. A þessari mynd eru tveir i hörkukeppni, t.v. er Lee Evans, heimsmethafi i 400 m hlaupi <43,8 sek.) og Wayne Collett. Evans sigraði I þessu hlaupi á 44,6 sek., en Collett fékk sama tima. Lee Evans hefur fullan hug á að verja OL-titil sinn á leikunum í Múnchen, en hann varð oiympiu- meistari i Mexíkó. ERFIÐ KEPPNI ISL. FRJÁLSÍÞRÓTTAFÓLKS ÖE-Reykjavik. Á næsta ári fer fram Evrópu- bikarkeppni landsliða i frjáls- iþróttum. A fundi Evrópusam- bandsins, sem fram fór i Lausanne i Sviss nýlega, var rað- að i riðla undankeppninnar, bæði karla og kvenna. íslendingar tilkynntu þátttöku, i þriðja sinn i keppni karla og i fyrsta sinn i keppni kvenna. Þrir riðlar verða i undankeppni karla, en þess skal getið, að flest- ar þjóðir Evrópu eru með i keppninni að þessu sinni. Islend- ingar eru i C-riðli, sem fram fer i Brússel 30. júni og 1. júli, en eftir- taldar þjóðir keppa þar: Noregur, Belgia, Danmörk, Island, Holland og Luxemburg. Tvær efstu þjóðirnar halda áfram keppni i milliriðlum. í kvennaflokki eru tveir riðlar, og islenzku stulkurnar eru i B- riðli, sem fram fer i Kaupmanna- höfn eða Arósum sömu daga og 4. Fimmtudags- mótið á morgun 4. Fifnmtudagsmót ársins fer fram á morgun, 18.mai á Mela- vellinum, og hefst kl. 19. Keppnisgreinar verða: KARLAR: 400 m hlaup, kringlu- kast og hástökk. KONUR: 400 m hlaup og kringlu- kast. keppni karla. Eftirtaldar þjóðir eru i þeim riðli: Finnland, Dan- mörk, Noregur, Island, Irland og Tékkóslóvakia. Keppni kvenna fer fram sömu daga og karlakeppnin, 30. júni og 1. júli, og tvær beztu þjóðirnar halda áfram keppni i milliriðlum. SKARÐSMÓTIÐ HAÐ UM HVlTASUNNUNA Þrátt fyrir hækkandi sól og sumarbliðu er keppnistimabili skiðamanna enn ekki lokið. Baráttan i Bikarkeppninni i alpa- greinum stendur sem hæst en henni lýkur með seinasta punkta- móti vetrarins, Skarðsmótinu, sem haldið verður á Siglufiröi um hvitasunnuna. Eins og fram kom fyrr i vetur, þá er bikarkeppnin nýbreytni hér a landi. Sigurvegarinn er áá, sem hlýtur beztan samanlagðan árangur úr sex keppnum af þeim tiu, sem haldnar eru á punkta- mótum vetrarins. Fyrir Skarðsmótið er baráttan mjög hörð á milli þriggja fyrstu manna, en staða fremstu manna er: 1. Arni Óðinsson, Ak. 9,59 stig 2. Tómas Jónsson, R. 11.90 stig 3. Hafsteinn Sigurðsson 1. 17.67 stig 4. Guðmundur Jóhannesson 1. 74,39 stig 5. Viðar Garðarsson, AK. 78,15 stig 6. Jónas Sigurbjörnsson, A. 84,24 stig 7. Hákon Ólafsson, S. 84,97 stig 8. Björn Haraldsson, H. 95,32 stig. Þar eð Arni hefur aðeins tekið þátt i fjórum keppnum i vetur verður hann aö skila sér vel bæði | i svigi og stórsvigi á Skarðsleika á mótinu, til þess að eiga mögu- leika á sigri. Tómas og Hafsteinn hafa hins vegar þegar lokið sex keppnum og eru þvi ekki eins , háðir árangri á Skarðsmótinu. Hinn nýbakaði Islandsmeistari i svigi, Haukur Jóhannsson, fyrir- gerði möguleikum sinum i keppni þessari á punktamótinu i Reykjavik, þar sem honum tókst illa upp, en hann eins og Arni Óðinsson, voru þá nýkomnir frá Bandarikjunum og misstu af tveimur fyrstu punktamótum vetrarins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.