Tíminn - 18.05.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 18.05.1972, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 25. mai 1972. TÍMINN 9 /TTT tmi . RltsfjijriiarskTifstofur I ítlduhúsmu, Íf«Mr::::::::::: léaóo — 18305. Skrifstofvr Bankastræfi 7. AfffreJSs losftni 11323, Auglýsln gasícnj 19523, ASror skrifstofur simj T8300, ÁskriftárgjaM cr;:22S;60::á::mánulSt::lnnanlanife.::4:::laú Deilurnar í Sjálfstæðis- flokknum Hafi einhver ekki áður lagt trúnað á þær fréttir, að mikil óeining riki i innsta hring Sjálfstæðisflokksins, þarf hann ekki að vera i vafa eftir eldhúsdagsumræðurnar. Ingólfur Jónsson varði allmiklu af tima sinum sem sið- asti ræðumaður flokksins til að bera á móti öll- um sögum um slika sundrungu. Þetta tókst Ingólfi ekki hönduglegar en svo, að öllum, sem á hlýddu, mátti ljóst vera, að hann var að reyna að fela ótviræðan ágreining og deilur i flokknum. Það er lika kunnugt öllum, sem eitthvað fylgjast með stjórnmálum, að miklar deilur hafa staðið og standa yfir um forustuna i Sjálf- stæðisflokknum. Á landsfundinum á siðastl. vori átti Gunnar Thoroddsen persónulega mestu fylgi að fagna, en þeir Jóhann Hafstein og Geir Hallgrimsson gerðu með sér bandalag á móti honum, og ákvað Gunnar þá að keppa ekki við Jóhann um sjálfa formannsstöðuna, heldur að keppa við Geir um varaformennsk- una. Geir vann naumlega, þótt Jóhann styddi hann af alefli. Eftir ósigurinn i þingkosningun- um magnaðist þessi ágreiningur, þvi að ýmsir kenna forustu Jóhanns og Geirs um, hvernig fór. Þá hefur einnig verið reynt að sakfella Gunnar og talið, að hann hafi stuðlað að sundr- ungu i flokknum, er hafi orðið honum til tjóns i kosningunum. Sú skoðun á þvi talsverðu fylgi að fagna i flokknum, að skynsamlegast sé að vikja þessum þremenningum til hliðar og velja i staðinn einhvern nýjan forustumann, t.d. Magnús Jónsson eða Ingólf Jónsson. Það er þvi rétt, sem Hannibal Valdimarsson sagði i eld- húsdagsumræðunum, að þingið og flokksstjórn Sjálfstæðisflokksins skiptist nú i fimm hópa i foring jamálunum. En foringjadeilan er ekki nema annar þáttur sundrungarinnar i Sjálfstæðisflokknum. Hinn þátturinn snýst um málefnalega baráttu flokksins og stefnumörkun. Um það er mikill og vaxandi ágreiningur i flokknum. Sjálft Mbl. birti forustugrein um það i vetur, að stefnu- mörkunin hefði verið mjög i molum hjá flokkn- um á meðan hann var i rikisstjórn, og hefði hann t.d. að mestu eða öllu vanrækt að marka sér stefnu i menningarmálum og félagsmálum, sem eru þó mikilvægustu mál nútimans. Fast- ar verður ekki að orði kveðið af flokksblaði um stefnuleysi i höfuðmálum. En þetta stefnuleysi hefur enn magnazt siðan flokkurinn lenti i stjórnarandstöðu. Framganga flokksins á þvi þingi, sem nú er að ljúka, hefur borið öruggt vitni um,að flokkurin fylgir nú engri ákveðinni stefnu, heldur hrökklast til og frá og lætur til- viljanir einar ráða afstöðu sinni til einstakra mála. Þessar deilur og sundrung i stærsta stjórn- málaflokknum eru ekki eingöngu einkamál hans. Þau varða þjóðina alla, þvi að þessi sundrung innan hans mun gera hann enn óábyrgari en ella og áhrif hans þvi óhollari á gang þjóðmálanna. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Verður aftur efnt til kosninga á Ítalíu? Myndun meirihlutastjórnar verður miklum erfiðleikum bundin NÆSTKOMANDI fimmtu- dag kemur italska þingið sam- an til fyrsta fundar eftir þing- kosningarnar, sem fóru fram 7. og 8. þ.m. Horfur eru á,að þvi muni ganga jafnilla að koma sér saman um stjórn og fyrir kosningar, en það var rofið og efnt til kosninga, þótt eitt ár væri eftir af kjörtima- bilinu, vegna þess að það gat ekki komið sér saman um myndun rikisstjórnar. Kosn- ingarnar höfðu svo litlar breytingar i för með sér, að segja má.að staðan sé áfram næstum hin sama og var fyrir kosningarnar. StÐAN þingræðið var endurreist á Italiu að lokinni siðari heimsstyrjöldinni, hef- ur stjórnarforustan alltaf ver- ið i höndum kristilega flokks- ins. A árunum 1950-’62 studdist hann við borgaralega mið- flokka, þ.e. frjálslynda flokk- inn og lýðveldisflokkinn, og sósialdemókrata, þar sem hann hafði ekki meirihluta sjálfur. Arið 1962 varð sú breyting á, að flokkur vinstri sósialista, sem hafði áður haft nána samvinnu við kommún- ista, gerðist aðili að stjórnar- samstarfinu, en frjálslyndi flokkurinn, sem var ihalds- samastur þessara flokka, heltist úr lestinni. Þetta stjórnarsamstarf, þ.e. milli kristilega flokksins, sósialista, sósialdemokrata og lýðveldis- flokksins, hefur haldizt nokk- urn veginn fram á siðastl. ár, en oft gengið stirðlega og stjórnarskipti þvi verið tið. Eftir forsetakjörið sem fór fram um áramótin, slitnaði al- veg upp úr þvi vegna ágrein- ings milli kristilega flokksins og sósialista, og hefur minni- hlutastjórn kristilega flokks- ins farið með völd siðan. ÓTTAZT var fyrir kosn- ingarnar, að erfiðleikarnir við stjórnarsamstarf áðurnefndra fjögurra flokka myndi verða vatn á myllu öfgaflokkanna til hægri og kommúnista, en flokkarnir, sem höfðu verið mest við stjórn landsins riðn- ir, myndu tapa. Einkum óttuð- ust menn mikla fylgisaukn- ingu nýfasista, þar sem kon- ungssinnar, sem áður höfðu sérstakan flokk, höfðu nú bandalag við þá. Niðurstaðan var þó ekki á þessa leið. Ný- fasistar unnu að visu nokkuð á, en kommúnistar og þeir smáflokkar, sem næstir þeim stóðu, töpuðu . Flokkarnir sem höfðu farið með stjórn á siðastl. áratug, héldu hins vegar stöðu sinni. 1 kosningunum var kosið til beggja deilda þingsins, eða fulltrúadeildarinnar, sem er skipuð 630 þingmönnum, og öldungadeildarinnar, sem er skipuð 315 þingmönnum. Sá er munurinn á kosningum til deildanna, að konsingaréttur- inn er bundinn við 25 ára ald- ur, þegar kosið er til öldunga- deildarinnar, en við 20 ára aldur, þegar kosið er til full- trúadeildarinnar. ÚRSLIT kosninganna urðu þau, að kristilegi flokkurinn fékk 267 þingsæti i fulltrúa- deildinni, eða einu fleira en áður, en 135 í öldungadeild- inni, og er það óbreytt tala. Flokkurinn hélt þvi hlut sinum óbreyttum. Tyrolar, sem eru i bandalagi við kristilega flokk- inn, fengu 3 sæti i fulltrúa- deildinni og 2 i öldungadeild- inni, og er hvort tveggja óbreytt. Lýðveldisflokkurinn, sem er umbótasinnaður miðflokkur og hefur verið stjórnarflokkur undanfarinn áratug, hlaut 14 þingsæti i fulltrúadeildinni i stað 9 áður, og 5 i öldunga- deildinni i stað tveggja áður. Hefur hann þvi styrkt veru- lega aðstöðu sina. Frjálslyndi flokkurinn, sem er hægrisinnaður miðflokkur og hefur verið utan rikis- stjórnar siðastl. áratug, beið hins vegar verulegan ósigúr. Hann hlaut 21 sæti i fulltrúa- deildinni i stað 31 áður, og 8 i öldungadeildinni i stað 16 áður. Sósialdemokratar hlutu 29 sæti i fulltrúadeildinni, og er það óbreytt tala, og 11 i öld- ungadeildinni i stað 10 áður. 1 kosningunum 1968 höfðu þeir sameiginlegt framboð með sósialistum, en samstarf þeirra rofnaði á kjörtimabil- inu. Sósialistar fengu 61 sæti i fulltrúadeildinni, eða einu færra en áður, og 33 i öldunga- deildinni i stað 36 áður. Kommúnistar fengu 179 sætii fulltrúadeildinni i stað 177 áður, og 94 i öldungadeildinni i stað 101 áður. En þess er að gæta, að náinn bandalags- flokkur þeirra, sósialista- flokkur öreiga, sem hafði áður 23 sæti i fulltrúadeildinni, fékk nú engan þingmann kjörinn. Styrkur kommúnista og bandamanna þeirra hefur þvi raunverulega rýrnað, i full- trúadeildinni um 21 sæti og i öldungadeildinni um 7 sæti. Fylgismenn kinverskra kommúnista buðu sérstaklega fram, en fengu engan mann kjörinn. Nýfasistar fengu 56 sæti i fulltrúadeildinni i stað 30 áður (konungssinnar þá meðtald- ir), og 26 i öldungadeildinni i stað 13 áður. Athyglisvert er, að þeir unnu meira á i kosn- ingunum til öldungadeildar- innar, og bendir það til þess, að þeir hafi unnið hlutfallslega meira á meðal eldri kjósenda. FYRIR kosningarnar var talað um, að tveir stjórnar- myndunarmöguleikar yrðu einkum fyrir hendi eftir þær. Annar var sá, að kristilegi flokkurinn myndaði stjórn með frjálslynda flokknum, lýðveldisflokknum og sósial- demokrötum. Þessi möguleiki hefur minnkað vegna ósigurs frjálslynda flokksins. Hinn möguleikinn var sá, áð kristi- legi flokkurinn myndaði stjórn með sömu flokkum og undan- farinn áratug, þ.e. lýðveldis- flokknum, sósialdemokrötum og sósialistum. Þar mun eink- um standa á þvi, að sósialistar leggja áherzlu á, að kommún- istar verði með i stjórninni. Kommúnistar hafa búið sig undir stjórnarþátttöku með þvi að gerast mun borgara- legri en áður. T.d. hafa þeir lýst yfir þvi, að þeir muni ekki gera það að skilyrði fyrir stjórnarþátttöku, að Italia fari úr Atlantshafsbandalaginu. Kristilegi flokkurinn lýsti yfir þvi fyrir kosningar, að hann myndi hvorki vinna með ný- fasistum ne' kommúnistum. 1 kosningabaráttunni bar sérstaklega mikið á tveimur leiðtogum kristilega flokksins eða þeim Andreotti, sem er nú forsætisráðherra, og Fanfani, sem var forsetaefni flokksins i vetur. Margir spá þvi, að Fan- fani geti átt eftir að koma mjög við sögu. Enn fleiri eru þó sammála um, að stjórnar- myndunin verði erfið, og ef til vill verði Leoni forseti brátt að efna til kosninga á nýjan leik. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.