Tíminn - 19.05.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.05.1972, Blaðsíða 1
IGNIS ÞVOTTAVELAR | RAFIDJAN — VESTURGOTU 11 19294 RAFTORG V/AUSTURVÖLL 26660 111. tölublað — Föstudagur 19. mail972 —56. árgangur ÞINGSKJOL ORÐIN NÆR EITT ÞÚSUND Gífurle EB — Reykjavik. Gifurlegt annriki hefur verið á Alþingi undanfarna daga, enda mjög mörg mál legið fyrir, sem koma hefur þurft i höfn fyrir þings- slit, sem fram fara i dag. Þingskjöl eru nú orðin nokkuð á tiunda tuginn samtals, á þinginu i fyrra mun tala þeirra hafa farið yfir átta hundruð, enda þá óvenjumörg mál lögð fyrir þingið. í gær og i fyrradag voru margir fundir haldnir i báöum þing- deildum, svo og i Sameinuðu þingi i gær og fjöldi mála afgreitt. A þriðjudaginn afgreiddi Sameinað þing yfir tiu þings- ályktanir. 1 fyrradag stóðu fundir i þingdeildunum langt fram eftir. Fundurinn i neðri deild var til kl. tvö um nóttina. t gær voru einnig mjög langir fundir i þing- deildunum. I fyrradag voru niu stjórnar- frumvörp samþykkt sem lög frá Alþingi. Þeirra á meðal var frum varpið um Stofnun Arna Magnússonar á tslandi, frumvarp um ný höfundalög, frumvarp um rá&stafanir til jöfnunar á náms- kostnaði, frumvarp um breyting á lögum um Lífeyrissjóð 'starfs manna rikisins, frumvarp til staðfestingar $ bráöa- birgðalógum um breyting á lögum um ráðstafanir i sjávar- útvegi, frumvarp um breyting á lögum um erfðafjárskatt, frum- varp um getraunir, frumvarp um heimild til lántöku vegna fram- kvæmdaáætlunar 1972, frumvarp um stofnun og slit hjúskapar. Þá var frumvarp um þingsköp Alþingis að lögum og tvö þing- mannafrumvörp voru afgreidd sem lög, frumvarp Björns Fr. Björnssonar um breyting á sveitarstjórnarlógum og frum- varp um breyting á lögunv um iðnfræöslu, flutt af þeim Sigurði Magnússyni, Eðvarð Sigurðssyni og Bjarna Guðnasyni. Þá var m.a. tveimur þing- mannafrumvörpum visað til rikisstjórnarinnar, — frumvarpi Steingrims Hermannssonar og Halldórs Kristjánssonar um breyting á lögum um fiskvinnslu- skóla og frumvarpi Steingrims Hermannssonar og Asgeirs Bjarnasonar um aðstoð ríkisins viö kaup og rekstur á snjóbilum, þar sem þeirra er þörf vegna heil- brigðisþjónustu. t gær var m.a stjórnarfrum- varpið um Tækniskóla tslands samþykkt, eftir aö frávisunar- Kosið í Þing- vallanefndina EB — Reykjavik. 1 Sameinuðu Alþingi i gær fór fram kosning Þingvallanefndar, þriggja þingmanna, til loka næsta þings. Kosnir voru þeir Eysteinn Jónsson, Gils Guömundsson og Steinþór Gestsson. gt annríki á Alþingi síðustu daga frumvarp um Háskólann og frumvarp um siglingalög. Þá var vegaáætlun 1972 — 1975 tekin til umræðu i Sameinuðu þingi og urðu mjög miklar deilur um hana, einkum um veggjald á tillaga frá Jónasi Jónssyni hafði verið felld. Hins vegar var sam- þykkt breyingartillaga við frum- varpið um að heimilt verði að starfrækja raungreinadeildá Isa- firði. Frumvarp um lifeyrissjóð sjómanna varð að lögum i gær, frumvarp um orlof húsmæðra, Reykjanesbraut og Suðurlands- vegi. Jónina Jónsdóttir. Kdda Walderhaug. Bfllinn eftir veltuna (Tímamynd G.E.) VEGwTyfÍR BORGARFJÖRÐ á árunum 1974—-75 KJ — Reykjavik. I breytingatillögum fjár- veitinganefndar við yega- áætlun eru sundurliðaðar fjár- veitingar til vegafram- kvæmda, og kemur þar i ljós, að á árunum 1974 og 1975 verður nærri þrjú hundruð milljónum varið til vegagerð- ar yfir Borgarfjörð, og mun þetta vera stærsta verkefniö á vegaáætluninni, ef frá eru taldar framkvæmdirnar á Skeiðarársandi, sem verða fjármagnaðar sérstaklega. Þá kemur i ljós, að ætlaðar eru 25 milljónir i ár og næstu þrjú ár til Djúpvegar, i tsafjarðar- djúpi. 1 ár eru ætlaðar nærri 120 milljónir I Suðurlandsveg milli Reykjavikur og Selfoss og nærri 100 milljónir i fram- kvæmdir Reykjavik—Kolla- fjörður. A næsta ári verður gert átak i Grinda vikurveginum, á veginum um Miðnesheiði, í Kollafirði og innst i Hvalfirði. Auk þess er gert ráð fyrir hraðbrauta- framkvæmdum á Egilsstöðum i sumar og á næsta ári milli Hnifsdals og tsafjarðar og i Eyjafirði. TVÆR STÚLKUR FÓRUST Á REYKJA NESBRAUTINNI og sú þriðja liggur stórslösuð eftir bílveltuna ÓÓ-Reykjavik Mikið slys varð á Reykjanesbrautinni kl. 1.30 aðfararnótt fimmtudags. Volks- wagenbill, sem i voru þrjár stúlkur, fór út af veginum, endastakkst og kastaðist 60 til 70 metra vegalengd. Stúlkurnar köstuðust allar úr. Tvær þeirra létust og hin þriðja er mikið slösuð, en er ekki talin i lifshættu. Stúlkurnar, sem fórust hétu Jónina Jónsdóttir, 20 ára til heimilis að Bergstaðastræti 48 og Edda Walderhaug, 28 ára gömul. Hún átti heima aö Ljósheimum Hasssmyglarinn tekinn og málið á lokastigi OÓ-Reykjavfk Sleitulaust hefur verið unnið að þvi að upplýsa smyglið og dreifingu á hassinu, sem laumað var á land á Akureyri 6. þessa mánaðar. Þeir, sem að rannsókninni vinna segja, að linurnar séu nú að skýrast og er verið að bera saman lokafram- burð þess fólks, sem lengst hefur verið i vörzlu, eða siðan á áunnu- dag. Snemma i gærmorgun var handtekinn maður, sem allt bendir til aö smyglað hafi hassinu til landsins. Er það skipverji á Laxfossi. Laxfoss kom til Reykjavikur kl. 5 I gærmorgun. Biöu þá lögreglu- menn á bryggjunni og fóru um borð strax og skipið lagðist að bakkanum. Var farið beint i klefa mannsins, hann handtekinn og leit gerð. Fannst eitthvað af hassi, sem hann hafði undir höndum og einnig tiltölulega há peningaupphæð. Skipverjinn, sem er á svipuðum aldri og þeir, sem áður voru handteknir býr i Kópavogi og er bróðir mannsins, sem úr- skurðaður var i gæzluvarðhald þar á þriðjudag. Var hann yfirheyröur i gær, en i gærkvöldi var ekki búið að úrskurða hann i gæzlu. Sem fyrr verst lögreglan allra frétta um rannsóknina, en segir þó,aö hiin sé á lokastigi. Greini- legt er, að hér er um ákveðinn hring að ræöa Sá bræöranna, sem fyrr var handtekinn, sér um útvegun hassins erlendis, I þessu tilfelli sennilega i Amster- dam. Hinn smyglaði þvi til landsins,en mennirnir, sem settir voru til vörzlu s.l. sunnudag, höföu þaö verkefni aö dreifa þvi. Fleiri aöilar sjá um peningaút- vegun til kaupanna, þótt þeir, sem flytja fikniefnið inn leggi þar mest af mörkum. En margir fleiri hafa lagt fram minni upphæðir og lagt fram pöntun og áttu siðan aö fá varninginn þegar hann kæmi til landsins. Sjálfsagt hafa einhverjir verið búnir að fá sinn skammt.þegar lögreglan komst i spilið, en aörir áttu ósóttar pantanir. Þótt lögreglan vilji litið segja, má ráöa af öllum sólarmerkjum,að hún hefur komizt yfir pöntunar- listann og viöskiptavinirnir verða yfirheyrðir, en alls er búið að yfirheyra á þriðja tug manna vegna hassmálsins. 20. Stúlkan, sem lifði af, heitir Sigriður Ingadóttir, 22 ára, Brautarholti 22. Billinn, sem stúlkurnar voru i, er i eigu bilaleigunnar Fals. Voru þær að koma sunnan af Keflavikurflugvelli. Var hann kominn inn undir Lónakot, sem er um 4 km sunnan við gjaldskýlið við Straum. Svo viröist sem þar hafi bíllinn verið kominn yfir á rangan vegarhelming, eftir þvi sem sjónarvottar segja. Var það fólk i bfl, sem var á suðurleið. Kona, sem ók þeim bil, sá hvar billjós komu á móti á röngum vegar- helmingi. Hún ok eins langt út á hægri vegarkant og hægt var, og stöðvaði bil sinn þar. Bjóst hún við,aö þarna yrði hörkuárekstur. En þegar Volkswagen billinn var kominn rétt að kyrrstæða bilnum, var honum sveigt skyndilega yfir á réttan vegarhelming, eða á hægri akrein miðað við stefnu bílsins. En það skipti engum togum, að billinn lenti út af veginum hægra megin. Okukona og farþegar i kyrrstæöa bilnum, sáu hinn fara i loftköstum út fyrir veg, endastakkst billinn yfir stór- grýtisurð. Stúlkurnar þrjár köstuðust allar út úr bflnum. Ein þeirra hentist 10 eða 12 metrum lengra en bilinn. Mjög fljótlega eftir slysið var kallað á sjúkrabil og voru stúlkurnar fluttar á slysadeild Borgarspitalans. Voru tvær þeirra látnar^þegar þangaö kom. En sjónarvottar telja,að þær hafi látizt nær samstundis og bfllinn valt. Sigriður Ingadóttir, er mikið slösuð. Báðir lærleggir brotnir, hún er sködduð á hrygg og hand- leggsbrotin. Einnig er hún sködduð á andliti og viöar. Ekkert bendir til.að bilnum hafi verið ekið á meiri hraða en leyfi- legt er á Reykjanesbrautinni. Ekki er að sjá,að bilun háfi orðið bflnurn, fyrir slysið. Allir hjól- baröar eru heilir, en eftir velturnar er bilinn illa farinn, — talinn ónýtur. Stúlkurnar tóku bflinn á leigu um kl. 7 um kvöldið. Er talið.að Jónína hafi ekið honum. Oryggisbeltin héngu ónotuð er bfllinn valt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.