Tíminn - 19.05.1972, Síða 2

Tíminn - 19.05.1972, Síða 2
2 TÍMINN Föstudagur 26. maí 1972. Tekst að semja við Breta um landhelgismálið? Þeir Einar Agústsson utan- rikisráOherra og Lúðvik Jósefsson sjávarútvegsráö- herra halda tii Lunduna á þriðjudag til viðræðna við Sir Alec Douglas Homc, utan- rikisráðherra Breta, og fleiri ráðherra og embættismenn brezku stjórnarinnar. A blaöamannafundi, sem utan- rikisráðherra hélt i fyrradag, lystihann þeim vonum sinum, að þessi fundur yrði árangurs- rikur. A þessum fundi munu islenzku ráðherrarnir leggja tillögur sinar fyrir brezku stjórnina uin það, hvað tslend- ingar viija til slaka til að veita brczkri togaraútgerð umþótt- unartima til að aðlagast hin- um nýju aðstæðum á tslands- miöum, eftir að tslendingar hafa fært fiskveiðilöcsöt'u sina i 50 sjómilur. Einar Agústsson sagði, að annað hvort vonaðist hann tii að bráðabirgöasamkomulag næðist á þessum fundi i l.ondon, eða málið yrði útkljáð fyrir fullt og allt. Itáðgerður er fundur Einars Agústssonar og Walter Sehcel, utanrikis- ráðherra V-Þýzkalands, eftir viðræðurnar i London. Mun fumlur þeirra scnnilcga eiga sér stað i sambandi við vor- fund ulanrikisráðherra Atlantshafsrikjanna I Bonn i byrjun næsta mánaðar. Skipulegar aðgerðir gegn eiturlyf janeyzlu Mikla athygli hefur vakið, að upp hefur komizt um stór- lellt smygi á hassi hingað til lands. Itannsóknarlögreglan hefur nú þetta mál til með- ferðar, og virðist það aII við- tækt. Ilér þarf að reisa traustar skorður gegn þvi, að þessi ófögnuöur nái tökum á is- lenzkum ungmennum. I>au vandamál, sem við er að etja, t.d. i Danmörku. af þcssum ófögnuði, eru geigvænleg, og lif margra efnilegra ung- menna cr lagt i rúst, cr þau verða eiturlvfjasölum að bráð. Þeir eiturlyfjanevtendur, sem verst eru leiknir, liafa flestir byrjað á neyzlu hass, en siðan tekið til við neyzlu sterkari og hættuiegri eiturefna. Ólafur Jóhannesson for- sætis- og dómsmálaráöherra skýrði frá þvi á Alþingi i fyrradag, að sctt hcfði verið á stofn formleg rannsóknar- nefnd viðkomandi ráðuneyta og embætta til að vinna gegn útbrciðslu eiturlyfjaneyzlu hér á landi. tslenzk stjórnvöld hafa gott samstarf við aðila i öðrum löndum um þessi mál. Sagði forsætisráðhcrra, að nú væri unnið að þessum málum á skipulcgan hátt, og mætti cinskis láta ófrcistað til að koma i veg fyrir eiturlyfja- neyzlu hér á landi. En skyndi- aðferðir væru ekki liklegar til varanlegs árangurs. Hér yrði að stemma á að ósi með mark- vissu og skipulegu starfi. BÆNDUR 16 ára piltur vanur i sveit óskar eftir starfi i sumar. Upplýsingar i sima 36203. 1 11 li 111 tilvalið áhald til þessara hluta. Og ef slikur plankabútur væri heflaður og málaður gæti hann verið hibýlaprýði, ekki siður en ýmislegt annað á atómöld og abstrakt timum. Sem sagt — kaðalspotti og plankabútur kosta ekkert, en geta orðið að miklu gagni. I.J.” A SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA $ Véladeild ARMULA 3 REYKJAVIK, SIMI 38900 CHEVROLET NOVA CHEVELLE 133 CHEVELLE MALIBU CHEVROLET BISCAYNE CHEVROLET BEL AIR CHEVROLET IMPALA CHEVROLET CAPRICE Ef kviknar í ,,t haust brann Glaumbær við Frikirkjuveg. Stundum hefur mér orðiö hugsað til þess, hvernig farið hefði, ef kviknað hefði i Glaumbæ þegar þar voru inni 1200 manns eða meira. Þaö er gott að þurfa aldrei að hugsa það til enda. En það leiðir aftur hugann að þvi, hvernig bruna- vörnum sé háttað i samkomu- hús . i landinu, danshúsum, kvik- myndahúsum, skólum, leik- húsum o.s.frv. Auðvitað sér brunavarna eftirlitið um að þetta sé allt i lagi — vonandi.. Kunnugur maður i samkomu- húsum Reykjavikur og nágrennis sagði, að brunavarnir og aöstaða til björgunar værihverginógu góð, nema i Þjóðleikhúsinu. Nú fullyrði ég ekki um neitt slfkt, en spyr: Eru stór og öflug slökkvi- tæki á öllum þeim stöðum, sem fólk kemur saman á? Og eru alltaf menn við hendina, sem kunna með þau að fara, og að slökkva eld ef upp kæmi? Þegar kviknar i, fara ljósin oft strax, af eölilegum ástæðum. Eru til i kvikmyndahúsum og öðrum sam- komustöðum góðar luktir eöa Ijóskastarar til að lýsa fólki með? I myrkri og reyk getur fólk orðið illa áttavillt. Það er alkunna, aö i samkomuhúsum i Reykjavik, og þó enn frekar i öðrum plássum, er hleypt inn á skemmtanir og dansleiki miklu fleira fólki en húsin raunverulega rúma. Þegar svo við það bætist, að oft er fjöldi fólks lftt fær vegna ölvunar, þá gæti orðið erfitt að bjarga öllum út, ef eldur kæmi udd. Forráðamenn allra samkomu- húsa þurfa að gera sér ljóst, að óhapp getur átt sér stað, og gerir ekki boð á undan sér. Að brenna inni fólk fyrir heimsku og hirðu- leysi, er meira en nokkur getur risið undir. Sú hugsun, að allt slampist af, á hér ekki við. Svo eru það brunavarnir i heimahúsum. Aldrei er það of mikið brýnt fyrir fólki að fara varlega með eld, og sýna mikla aðgæzlu i þeim efnum. Þaö er t.d. góður siður, að húsráðendur gangi um alla ibúðina og liti eftir, áður en gengið er tii náða að kvöldi, og á það ekki sizt við þar sem fleiri eða færri reykja. Hins- vegar sýnir reynslan,að stundum kviknar i hjá hirðusamasta og aðgætnasta fólki, og sannast þar eins og oftar, að öllum getur yfir- sézt. Þess vegna þarf i rauninni hver fjölskylda að gera sér ljóst, hvernig hún betur bjargað sér, ef óhappið henti og það kviknaði i. Ég ætla ekki að fara aö kenna neinum, hvernig hann eigi að bjarga sér úr bruna, aðeins að vekja á þvi athygli, að það er- hverjum manni nauðsynlegt að gera sér ljóst, að svo getur farið að menn þurfi á þvi að halda. Þó er það tvennt, sem ég aðeins vildi minnast á. Fyrir alla, sem búa á efri hæðum húsa eða ofar en á fyrstu hæð, er skynsamlegt að eiga kaðalstiga i svefnherberginu eða á öðrum hentugum stað, nokkrum metum lengri en úr glugga og niður á jörð, i næstum hverju herbergi er miðstöövarofn eða eitthvað, sem hægt er að festa i. Ef slikt er ekki fyrir hendi, er ekki úr vegi að setja sterkan krók i gluggakarm. Mér er það i minni, þegar Hótel tsland brann, bjargaði bændahöfðinginn Guðmundur á Stóra-Hofi sér á kaðli út um glugga, og var hann þó orðinn háaldraður — kominn um áttrætt. Að eiga kaðalspotta við hendina er varúðarráðstöfun sem ekkert kostar, svo teljandi sé, nema getur bjargað manns- lifum, ef svo ber til. Ég vil svo aðeins nefna annað, sem ekkert kostar, en getur orðið að miklu gagni. Ef fólk þarf að komast út um glugga, þarf oftast að brjóta rúðu. Það er alkunna, að ef rúða er brotin, viljandi eöa óviljandi, verða löngum eftir glerbrot i körmunum i kring. Meira að segja þaulvanir innbrotsþjófar hafa fengið af þeim illar skrámur. Ef fólk á við hendina dálitla trékylfu er fljótlegt að brjóta rúðu og hreinsa brotin úr karminum. 40 cm plankabútur, 2x4 mjókkaður i annan endann, svo að væri mátulegt handgrip, Litlir bílar eru ódýrir í rekstri og liprir í snúningum. En stór fjöldskylda þarf stóran bíl. NOVA SEDAN líkist minni bílum í viðhaldi og rekstri, það kostar ótrúlega lítið að eiga Nova. NOVA er heldur ekki stærri en svo, að það er auðvelt að leggja honum í stæði og stjórna honum í mikilli umferð. En innanmálið er önnur saga. NOVA SEDAN er rúm- góður sex manna bíll. Hann er fjögurra dyra. Sætin eru hærri en í minni bílum og svigrúmið meira fyrir alla. Chevrolet Nova sameinar kosti stórra og lítilla bíla. Verð frá kr. 589-000- Átt þú stóra fjölskyldu og lítinn bíl ?

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.