Tíminn - 19.05.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.05.1972, Blaðsíða 3
Föstudagur 26. maí 1972. TÍMINN ÖÖQfl Z! l||!"| j hmhmIIIimiIimmimimii Bandarískar kvikmyndir í Peking Einn liðurinn i bættri sambúö Bandarikjanna og Kina, er sýn- ing bandariskra kvikmynda i Peking. Ekki verður um auðug- an garð að gresja af bandarisk- um kvikmyndum i Peking til að byrja meö, þvi Kinverjar hafa ekki fjárfest nema i tveimur bandariskum kvikmyndum enn sem komið er. Það er kvik- myndin Joe Hill, og fjallar um ömurleg örlög bandariska verkalýðsleiðtogans, og hin myndin er Jane Eyre. ogreiddir simareikningar Bandariska simaþjónustan hef- ur farið fram á fyrirfram- greiðslu vegna uppsetningar á. simum og og simanotkunar i , sambandi við þing bæði demó- krata og republikanaflokksins, sem haldin verða i sumar. Astæðan er sú, að demókrata- flokkurinn hefur enn ekki greitt simareikninga sina frá siðasta þingi, en reikningurinn hljóðar upp á ca. 144 milljónir króna. Þykir simafélaginu ekki ástæðulaust, að reyna að tryggja, að það sitji ekki uppi með tvo ógreidda reikninga eft- ir önnur fjögur ár. • Lét gera sig ófrjóan Það gerist nú æ oftar, að karl- menn láti gera sig ófrjóa, og einn þeirra, sem það hefur gert er Viggo Petersen, danskur sál- fræðingur. Astæðan fyrir þvi að hann lét gera þetta er sú, að konahans þolir engin getnaðar- varnarlyf. Þau hjón eiga þrjú börn, og höfðu ekki hugsað sér að eignast fleiri börn. Viggo segir, að það hafi ekki verið erf- itt að taka þessa miklu ákvörð- un, sér i lagi vegna þess, að i starfi sinu hafi hann séð svo mikið af börnum, sem hafa ver- ið óvelkomin i þennan heim, og orðið að liða fyrir það æ siðan. Reyndar segist Viggo hafa fundið til svolitils þunglyndis fyrst eftir aðferðina, en það hafi þó horfið, enda hafi hann hugsað út i það, að konur komast úr barneign, og sætta sig við það, og þvi sé ekkert eðlilegra en að karlmenn hætti að gera átt börn á einhverjum ákveðnum tima. Á myndinni sjáið þið Viggo og konu hans, og tvö af bórnum þeirra, Tinu 6 ára, og Erik 12 ára. Þau eiga heima á sveitabæ skammt fyrir utan Hróarskeldu i Danmörku. Hvern hafarðu mest? Hið heimsfræga vaxmyndasafn Madame Tusaud i London hefur látið fara fram skoðanakönnun meðal gesta safnsins, þar sem kannað er, hvaða persónu úr sögunni gestirnir hata mest. Komið hefur i ljós, að Hitler er i fyrsta sæti. 1 öðru sæti er Mao Tse-tung, og fjöldamorðinginn Jack the Ripper er i þriðja sæti. 1 fjórða sæti kom enginn annar en Richard Nixon, sem reyndar getur varla talizt til söguper- sóna enn sem komið er frekar en Mao foringi, en fólk mátti einnig velja hatursmenn úr hópi hinna lifandi, ef reikna mátti með, að viðkomandi ætti eftir að teljast til sögufrægra persóna i * íramtiðinni, og það munu þeir Mao og Nixon eflaust gera. Dracula var i fimmta sæti, en þegar kannað var, hverjir væru mest elskaðir af gestum safns- ins varð Edward Kennedy i fyrsta sæti, þótt undarlegt megi virðast, og i öðru sæti varð Winston Churchill. Skáldsaga Mussolinins kvikmynduö ttalski einræðisherrann Musso- lini skrifaði ekki eins og Hitler bókina Mein Kampf, en hann skrifaði þó bók. Þegar hann var 27 ára gamall, eða þar um bil, skrifaði hann skáldsögu, sem birtist sem framhaldssaga i dagblaði árið 1910. Italski kvik- myndagerðarmaðurinn Alfredo Bini, hefur nú keypt réttinn til þess að gera kvikmynd eftir þessari skáldsögu. Sagan heitir Claudia Particella, ástmær kardinálans. Sagan kom út 30 árum áður en Pius páfi XI út- nefndi Mussolini „manninn, sem forsjónin sendi okkur." Ekki hefur verið skýrt frá þvi enn, hvenær kvikmyndin verður fullgerð, eða hverjir eiga að fara með hlutverk i myndinni, en án efa mun marga fýsa að sjá mynd, sem gerð verður eftir sögu jafn þekkts manns og Mussolini var. Flutti aðeins góðar fréttir Kaliforniska dagblaðið „Góðar fréttir", sem haföi það að mark- • miði sinu, að segja aðeins frá góðum og skemmtilegum at- burðum hefur orðið að hætta að koma út eftir tveggja ára starf- semi. Astæðan er sú, að blaðið fékk ekki nægilega mikið af auglýsingum, til þess að útgáf- an gæti borgað sig. Auglýsendur hafa lýst þvi yfir, að þeir trúi ekki á sölumátt góðra frétta, og þar sem ekki sé hægt að búast við,að blaðið seljist i nægilega stóru upplagi borgi sig ekki aö auglýsa i þvi. Ekki hefur blaðið sjálft skýrt frá þvi, að það sé hætt útkomunni, enda flokkast sú frétt ekki undir góðar fréttir, og má þvi ekki birtast i blaðinu sjálfu. Þegar blaðið var á há- tindi frægðar sinnar, seldist það i 10 þúsund eintaka upplagi, en það er ekki nægilegt upplag til þess að það borgi sig, aö gefa blaðið út. . Ai_An 0 o OC oo S?ri // '¦>' r\, 0 6 0 0 C J ! *Ao /1 r o /¦ — Ég held, að pabba sé fariö ao lika vel við þig, Einar. Nú heimtar hann ekki lengur að sitja á milli okkar. stórkostlegur hnefaleikari. Bara verst, hvað hann er — Heyrðu, eigum við ekki að klóra hvort öðru A bakinu? it-is DENNI DÆAAALAUSi Hvar eru myndabækurnar?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.