Tíminn - 19.05.1972, Qupperneq 7

Tíminn - 19.05.1972, Qupperneq 7
TÍMINN 7 Föstudagur 26. maí 1972. íwA Utg«fand); Framsóknarflokkurinn 1Í13-22. Auglýsingasimjl T9S23,. ÁskrtfUtiííaW kr, H2S,öo á kr. lí.oö ainUkfft. — ^ASrarxS^rtfítþförxislrntx'tajOg^X;:.:;: tianúírxÍönájitáhijfeiiSÍiiiilÍÍUtStöÍ.ÍÍÍ:::::::::: fiíáSaprertt h.f, (Ótttát) 25,5% kaupmáttaraukning Eitt helzta atriðið i ádeilu stjórnarandstæð- inga á rikisstjórnina i útvarpsumræðunum var sú fullyrðing, að rikisstjórnin hefði stórskert kjör launþega með þeim verðhækkunum, sem hún hefur óhjákvæmilega orðið að leyfa að undanförnu. Alþýðuflokkurinn hafði t.d. naum- ast nokkuð annað til að deila á rikisstjórnina fyrir og taldi hana hafa svikið hinar vinnandi stéttir og tekið þær kjarabætur, sem um samd- ist i desember, allar aftur og vel það! Hagrannsóknadeild Framkvæmdastofnunar rikisins hefur nú gert útreikninga á kaupmætti launa verkfólks og iðnaðarmanna 1. júni i fyrra og eins og hann er áætlaður 1. júni n.k. Samkvæmt þeim útreikningum, sem ekki verða dregnir i efa, eru staðreyndirnar þessar: • Kaupmáttur timakaups verkafólks og iðnaðarmanna verður um næstu mánaða- mót 25.5% meiri en hann var 1. júni i fyrra. • Kaupmáttur vikukaups verkafólks og iðnaðarmanna verður 15.3% meiri 1. júni 1972 en hann var 1. júni 1971. í útreikningunum á kaupmætti timakaups kemur stytting vinnuviku fram að fullu sem hækkun kauptaxta, en i vikukaupstöxtum kem- ur stytting vinnuviku hins vegar ekki fram, þar sem stytting vinnuviku veldur ekki hækkun vikukaupstaxta fyrir dagvinnu. Til viðbótar þessu ber að geta þess, að með styttingu vinnuvikunnar hafa rauntekjur ým- issa verkamanna og iðnaðarmanna aukizt verulega, vegna þess að stytting vinnuvikunn- ar, þ.e. fækkun dagvinnustunda, hefur ekki stytt raunverulegan vinnudag, og þar með hef- ur yfirvinnu og næturvinnustundum, sem greiddar eru með álagi og miklu hærra verði, fjölgað að sama skapi. Kaupmáttur rauntekna starfsmanna i ýmsum greinum hefur þvi auk- izt verulega meira en fram kemur i ofan- greindum útreikningum Hagrannsóknadeildar Framkvæmdastof nunarinnar. Af þessu sést, hve fjarri öllum sanni ádeila stjórnarandstöðunnar á rikisstjórnina er. En þessi ádeila er einnig hámark ósanngirninnar, þvi að það vita allir, sem þessi mál kynna sér, að þær verðhækkanir, sem rikisstjórnin hefur séð sig tilneydda að leyfa að undanförnu, þótt hún reyni að spyrna fótum gegn verðhækkun- um af fremsta megni, er að mestu leyti arfur frá verðstöðvunartimabilinu, arfur frá stjórn- artima þeirra manna, sem hæst hrópa nú gegn verðhækkunum. Þessar verðhækkanir ætluðu þeir að dylja fyrir þjóðinni meðan verið var að kjósa, en svo oft voru þeir búnir að leika þann leik, að þjóðin var farin að sjá i gegnum sjónarspilið. Tvöfeldni stjórnarandstæðinga gagnvart launþegum i þessu máli kemur glögglega fram i leiðara Mbl. i gær, þar sem látið er að þvi liggja, að kaupmáttaraukning launþega hafi orðið allt of mikil og atvinnu- vegirnir geti ekki undir henni staðið. — TK ERLENT YFIRLIT Cornelia hefur gert Wallace að nýjum manni Gengi hans í prófkjörunum er mikið henni að þakka Cornelia Wallace nýtur sín vel, hvernig sem á hana er litiö. t AMERISKUM blöðum hef- ur verið sagt frá þvi, að Cornelia Wallace, rikisstjóra- frú i Alabama, hafi boðið hópi barna og foreldra þeirra til morgunverðar i rikisstjóra bústaðnum. Hópur þessi var á ferðalagi, og hafði honum seinkað af einhverjum ástæðum, svo að rikisstjóra- frúnni þótti rétt að greiða fyrir honum. t hópnum voru bæði hvit börn og svört. Wallace rikisstjóri kom heim á meðan á morgunverðinum stóð og kallaði strax konu sina afsiðis ogspurði með nokkrum þjósti, hvort það væri tilhlýðilegt að láta blandaðan hóp skóla- barna borða i rikisstjóra- bústaðnum. — Þú þarft ekki að borða hér, elskan min, svaraði rikisstjórafrúin blið- lega, en þó ákveðið. Þá var Wallace öllum lokið og hann settist að snæðingi með gest- unum. Þessi saga hefur allmikið verið sögð að undanförnu, þvi að hún þykir allgott dæmi um þá breytingu, sem orðið hefur á Wallace siðan hann gekk i siðara hjónabandið og þau áhrif, sem siðari kona hans hefur haft á hann. WALLACE var 23 ára, þegar hann kvæntist fyrri konu sinni, Lurleen, en hún var þá 16 ára. Hann var þá vörubifreiðarstjóri, sem jafn- framt stundaði nám, en hún var búðarstúlka. Þau þoldu siðan saman súrt og sætt meðan hann var að brjótast til valda i Alabama_Það féll Lurleen illa, þegar hún þurfti fyrst að mæta með manni sin- um á fundum, þvi að hún var hlédræg að eðlisfari. En þetta vandist af henni, og þegar Wallace gat ekki, vegna laga- ákvæða, látið endurkjósa sig rikisstjóra, bauð hann Lurleen fram og fékk hana kjörna. En hún gegndi ekki rikisstjóra- embættinu nema i tvö ár, þvi að skömmu eftir að hún varð rikisstjóri, veiktist hún af krabbameini, og varð það banamein hennar. Wallace hafði raunar öllu ráðið meðan hún var rikisstjóri. Vararikis- stjórinn, sem tók við að henhi látinni, reyndist Wallace hins vegar óþægur i taumi, og varð fullurfjantlskapurmilli þeirra. Þeir kepptu i prófkjöri um rikisstjóraembættið 1970, en þá mátti Wallace aftur bjóða sig fram. Wallace sigéaði naumlega. Fráfall Lurleen hafði bersýnilega gengið nærri honum, og" hann virtist ekki sami maður og áður. Farið var að spá þvi, að hann myndi ekki gefa kost á sér aftur sem forsetaefni, enda myndi það reynast tilgangslitið. En fyrir rúmu ári varð hin mikla breyting á högum hans. Hann kvæntist þá i annað sinn, 52 ára gamall. Hin nýja kona hans var ,19 árum yngri en hann. Hún virðist ekki aðeins hafa endurvakið lifsgleði hans og baráttuvilja. Hún ger- breytti klæðaburði hans og ýmsum vafasömum fram- gönguháttum, m.a. i sjón- varpi. Jafnframt hafði hún, beint og óbeint, áhrif á skoðanir hans og málflutning, auk þess sem hann hafði lært af reynslunni. Hinn nýi Wallace ákvað að freista gæfunnar sem forsetaefni i annað sinn, og úrslit próf- kjörsins i Flórida sýndu, að hann var hinum gamla Wallace miklu sigursælli. CORNELIA er vaxin upp i allt öðru umhverfi en Lurleen. Hún er af þekktum og efnuð- um Suðurrikjaættum. Móðir hennar var systir eins áhrifa- mesta stjórnmálamanns Alabama á sinum tima, Folsoms rikisstjóra. Folsom var orðinn ekkjumaður, þegar hann varð rikisstjóri, og hlaut móðir Corneliu þvi það hlut- verk að annast veizlur fyrir hann og taka á móti gestum við hlið hans. Cornelia er þvi frá gamalli tið heimagangur i rikisstjórabústaðnum. Hún varð snemma pólitisk og studdi Adlai Stevenson ein- dregið i forsetakosningunum 1952 og 1956. Arið 1958 vann hún fyrir Wallace, þegar hann reyndi að ná kosningu sem rikisstjóri i fyrsta sinn. Wallace var þá studdur af Fol- som, sem gat þá ekki gefið kost á sér, en Folsom hafði upphafiega hjálpað Wallace til að ná kosningu til þingsins i Alabama og leit á hann sem hálfgerðan lærisvein sinn. Wallace tapaði i prófkjörinu 1958, en reyndi aftur 1962, og var þá Folsom aðalkepþi- nautur hans. Folsom var framfarasinnaður og hóf- samur i kynþáttamálum, og notaði Wallace sér óspart hið siðarnefnda. Það nægði hon- um til að sigra Folsom i próf- kjörinu, og til að vinna siðan i sjálfum rikisstjórakosningun- um. Arið 1966, þegar Wallace gat ekki boðið sig fram aftur, reyndi Folsom enn að ná kosn- ingu, en hann féll fyrir Lur- leen i profkjörinu. A þessum baráttutima þeirra Wallace og Folsoms mun Cornelia hafa verið takmarkaður aðdáandi hins fyrrnefnda. CORNELIA hóf ung nám og stundaði það við ýmsa þekkta skóla i Suðurrikjunum með góðum vitnisburði. Jafnhliða náminu lagði hún stund á tón- list og iþróttir. Hún tók þátt i keppni um fegurðardrottningu Alabama og hlaut annað sæti. Hún var fengin til að leika i kvikmynd, sem þó var aldrei fullgerð, en i sambandi við myndatökuna fór hún i langt ferðalag, eða alla leið til Hawaii, Astraliu og Flórida. Ferðinni lauk i Flórida, og þar kynntist hún ungum milljóna- mæringi. Giftust þau nokkru siðar, og bjó hún þar næstu átta árin. Þá lauk hjóna- bandinu með skilnaði, og Cornelia fluttist með tvö börn sin til Alabama. Þar kynntist hún eldri dóttur Wallace, og urðu þær vel kunnugar. Sá kunningsskapur leiddi til þess, að fundum hennar og Wallace barsaman, sem aftur leiddi til þess.að þau stofnuðu til ráða- hags fyrir rúmu ári, eins og áður segir. Meðan Cornelia átti heima i Flórida, lagði hún mikla stund á ýmsar iþróttir. Hún tók þátt i kappakstri og lauk flugprófi. Hún sinnti þá minna stjórn- málum en áður, en stjórn- málaáhugi hennar óx að nýju eftir heimkomuna til Alabama. Hún er sögð frjáls- lynd i skoðunum og framfara- sinnuð, og miklu hófsamari i kynþáttamálum en maður hennar hefur verið. Hér gætir þess vafalitið, að hún er alin upp i röðum menntaðra Suðurrikjamanna, sem á sin- um tima voru einir beztu stuðningsmenn Franklins D. Roosvelt. Málefnalega hefur hún vafalaust haft heppileg áhrif á mann sinn. Það hefur svo ekki verið Wallace litill styrkur, að hún er með friðustu konum i sjón og framgöngu. Oneitanlega er hún sú kona forsetaefna demo krata, sem leitt hafa saman hesta sina að undanförnu, sem mesta eftirtekt og aðdáun hef- ur vakið, en hún hefur verið með manni sinum á flestum kosningafundum hans. Þessa dagana,eða eftir að skotárásin var gerð á Wallace, beinist meiri athygli að henni en nokkurri annarri konu Bandarikjanna. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.