Tíminn - 19.05.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.05.1972, Blaðsíða 8
TÍMINN Föstudagur 26. mai 1972. Þorsteinn Matthíasson: FERÐ Nýr barnaskóli tók til starfa i Fossvogshverfi i haust. Þar er skólastjóri Kári Arnórsson, þekktur og velmetinn skóla- maður, sem áður stjórnaði barnaskólanum á Húsavik við Skjálfandaflóa. Hann hefur þvi á undanförnum árum meðhöndlað ungmenni sem eiga rætur i þvi héraði, sem á 19.öld var talið bera hæst i bókmenningu hér á landi. Ég get vel unnt æskufólkinu i Fossvogi að njóta starfshæfni Kára. En landsbyggöin þarf lika á góðum mönnum að halda, og þess vegna finnst mér.að ég hefði ekki siður viljað vita hann heima hja' áér á Húsavik. — Jú, ef til vill er þetta meiri breyting en maður gerði sér grein fyrir, þegar af staö var farið. Þó er eins vetrar starf sjálfsagt of skammur timi til þess að hægt sé að gera sér fyllilega ljóst, hve mikil þessi breyting er. Hér hef ég verið með skóla i vetur sem aðeins sækja þrir yngstu flokkar skyldunámsins, sex, sjö og átta ára börn. En á þeim aldri eru þau kannski minna háð ytra umhverfi sinu en siðar meir verður. Skólinn á Húsavik náði yfir allt barnastigið að þrettán ára aldri. Starfssviðið er þvi talsvert annað þar en hér hefur verið. Það, að mér finnst nokkur munur á framkomu barnanna, kann að stafa af þvi, að á Húsavik hafði ég kynni af fólkinu, þekkti foreldrana, jafnvel afann og öminuna. Þetta skapar hjá manni allt annað viðhorf. Maður hefur gert sér hugmynd um börnin þegar þau koma i skólann. Hér er aftur á móti fólk, sem ég þekki engin deili á áður. Mér fannst i fyrstu að krakkarnír hér væru dálitið fri af sér, en ég hygg að það breytist við nánari kynni, kannski vegna þess, að ég sam- lagast sjálfur umhverfinu að ein- hverju leyti. Hvaða áhrif telur þú það hafa á börn á þessum aldri, að foreldrarnir vinni fullan vinnu- dag utan heimilis? — Égheldaðá þvi sé enginn vafi, að það hefur slæm áhrif á börnin, eigi þau ekki athvarf þegar þau koma heim frá skólanum. Ég þekki ekki fullkomlega hvernig þessu er háttað he'r i hverfinu, en finnst þó, að yfirleitt sé vel að börnunum búið. Þetta er velmeg- andi hverfi. Ég sé ekki svo mikið athuga- vert við það, þótt báðir foreldrarnir ynnu úti ef börnin ættu eftir sem áður athvarf heimafyrir eða annars staðar, þar sem þau finna öryggi. Það er staðreynd,sem verður að horfast i augu við, að heimilis- hættir eru breyttir frá þvi sem áður var. Spurningin er þvi aðeins um það, hvernig þjóð- félagið kemur til móts við þessi breyttu viðhorf. Það vill svo skemmtilega til, að ég hef hér fyrir framan mig eyðu- blað um könnun á dagvistarþörf fyrir börn kennara hér i Reykja- vik. Þar er sú spurning fyrir kennarana, hve mikinn áhuga þeir hafi á dagvist fyrir sin börn, miðað við,að báðir foreldrar yinni utan heimilis. Og er þá i þvi sam- bandi um tvennt að ræða, dag- heimili fyrir ung börn og skóla- dagheimili eftir að skólaskyldan hefst. Hins vegar held ég, að það sem gera mundi einna mest gagn i þessum efnum væri samfelldur skóli. Þá mundu eldri nemendur vera samfelldan tima i skólanum.en ekki vera á sifelldum hrakningi til og frá allan daginn. Þeirra skólatima væri þá lokið á ákveðnum tima dags og þvi auðveldara fyrir foreldrana að skapa þeim að- stöðu. Það sem ég á við með sam- felldum námstima, er ekki endi- lega það, að námsgreinarnar séu hver á eftirannari, heldur ef eyða verður milli beinna kennslu- stunda, þá skapi skólinn lestrar- og undirbúningsaðstöðu, þannig að þau yfirgefi ekki skólann fyrr en starfsdeginum er að fullu lokið. Og vafalaust væri æskilegast, aö skólinn gæti þannig losað börnin við allt skyldubundið heimanám. — Nú má ætla, að vinna beggja foreldra utan heimilis, gefi heimilinu auknar tekjur. Er ekki eðlilegt og skylt, að þeim sé fyrst og fremst varið til þess að skapa þeim börnum bætta aðstöðu, sem af þessum sökum fara á mis við eðlilega heimilishætti eða a.m.k. þjóðfélaginu sé skylt að verja þannig sinum hlut aukins fjárafla sem þessu nemur. — Jú, vist getum við verið sammála um það, en hins vegar virðist þetta einhvern veginn svo, að fólkið vill heldur að skatt- peningarnir séu notaðir i annað — einhver þægindi handa þeim fullorðnu. — Getur þjóðfélagið horft á það aðgerðalaust, að börn verði heimilislaus og að þær auknu tekjur, sem það orsakar séu notaðar til að seðja að einhverju leyti munaðargirni fullorðinna manna og kvenna? — Jú, þeim sem á annað borð hugsa eitthvað raunhæft út i þetta mál, hlytur að blöskra þetta. En mér finnst skólarnir t.d. hér á höfuðborgarsvæðinu, ákaflega gott dæmi um þetta, þvi að lang- flestir, ef ekki allir barna- skólarnir eru of setnir vegna skorts á skólarými. Þetta kemur meðal annars i veg fyrir það, að hægtsé að hafa samfelldan skóla. Þó hef ég hugmynd um, að ýmsum þyk i sem of mikill hluti af skattgjöldum þeirra sé tekinn til opinberra bygginga, sérstak- lega skólabygginga. Þetta er að minu viti eitt mesta vandamálið hér i skólum Reykja- vikur. Byggi ég þá skoðun á þeirri reynslu, sem ég hef nú fengið i vetur. Það, hvað skólarnir eru of- setnir, er hemill á eðlilegar framfarir i skólanum. Þessi skóli, sem ég starfa við, er ágætt dæmi um þetta. Hann er nýjasti skólinn i borginni, er búinn að starfa aðeins einn vetur, en strax á næsta ári þarf að þrisetja i allar stofur . Svo við vikjum aftur að þvi, sem við minntumst á áðan, úti- vinnu beggja foreldra, sem sifellt á sér stað i vaxandi mæli. Þá hlýtur að vakna sú spurning, hvort ástæða sé til að vinnu- timinn sé jafnlangur og hann er, þegar i mörgum tilfellum er um tvöfaldar tekjur að ræða. Mér finnst að það mundi bjarga ákaf- lega miklu, ef vinnutiminn styttist. Er þörf á tuttugu til tuttugu og fjögurra stunda vinnu til að fram- fleyta einu heimili og sinna eðli- legum þörfum þess? A ég þar við þegar báðir foreldrar vina úti 10 - 12 tima hvort, og séu þannig miklu lengur utan heimilis en nauðsynlegt kann að vera. Ég hohl.ao hjón ættu fremur að leita að leiðum til að skipta með sér vinnutimanum utan heimilis á hagkvæman hátt, þvi að minu viti er það slæm uppeldisstefna að kaupa allt frá sér. Það er i flestum tilfellum betra að foreldrarnir geti sjálfir verið þátttakendur i þvi starfi. Annað heyrir til undantekninga. Við tslendingar höfum unnið langan vinnutima og vafalaust margir haft miklar tekjur, en svona langur vinnutimi hlýtur að koma niður á menningarstarf- semi. Þetta er mjög niður- drepandi fyrir allt menningar- starf. Það þekkir maður frá smærri stöðum. Ef vinnutiminn verður um lengri tima óhóflega langur, þá dregur það úr þrótti manna við félagsstörf, og fram koma færri einstaklingar sem skara fram úr á menningar- og listasviðinu. Sjónarmiðið i dag er að svara sem allra mestum kröfum, sem tizkan setur fram á hverjum tima, án þess að hugsa um það, hvort menn á eðlilegan hátt hafi tekjur til að standa undir þeim, aðeins auka þá vinnuálagið. Skólinn getur stuðlað að þvi að skapa vissan hugsunarhátt, ef honum er leyfilegt að hafa slik áhrif, sem er náttulega alltaf matsatriði, hve mikinn áróður skólinn má reka fyrir ákveðnum atriðum, þótt honum finnist þau horfa til bóta. En skólinn þarf lika að athuga, á hvern hátt hann getur notað sér tizkuna og leitt hana inn á farsælar brautir. Ég lit á skólann sem uppeldis- stofnun i vaxandi mæli.Þvi valda fyrst og fremst breyttir þjóð- félagshættir. En hins vegar held ég,að það sé staðreynd, að þetta hefur verið viðurkennt svona i umræðum og á pappirnum, . en þvi hlutverki þrátt fyri þaö mjög litlu svarað i framkvæmdum. — Getur skólinn rækt nokkurt uppeldishlutverk, ef hann má ckí'.i hafa nein mótandi áhrif? Við lifum á svo örum breytingatimum, að það er nokkur vandi að skera úr þvi a hverjum tima, hvað leggja skal mesta áherzlu á i uppeldislegu til- liti. En mér finnst hins vegar höfuðatriðið, að maður reyni að ala upp sjálfstæða einstaklinga, sem færir verði um að mynda sér skoðun á hverjum tima. En þótt ég tali um það, að vandi sé að segja til, hvað leggja beri áherzlu á i uppeldinu, þá álit ég að það sé talsverð ástæða fyrir skólana að leggja rika áherzlu á kristindóm, siðferðisfræðsluna I kristninni. Við komumst ekkii hjá þvi að vera með vissar aðgerðir i sambandi við umgengnisvenjur og tillit,sem taka verður til sam- félagsins og náungans. Þetta verður að rækta með fólkinu og gefa þvi reglur til að lifa eftir. Að visu eru alltaf að koma fram ný sjónarmið og nýtt mat á þessum hlutum. Og til þess að slitna ekki úr samhengi við yngri kyn- slóðina, verður maður einnig að reyna að setja sig inn i hennar hugsunargang. Þótt ég hafi i starfi minu gegnum árin reynt að fygljast heð helztu nýjungum, sem hafa komið i uppeldis- og kennslumálum og hagnýtt mér það, sem ég hef haft tök á, og talið til bóta, finn ég þó að breytt um- hverfi hreyfir frekar við mér, enda er ég ekki lengur bundinn ýmsum öðrum störfum sem voru talsverður þáttur i umsvif- um minum heima á Húsavik. Við hofum haft foreldraheim- sóknir hingað i skólann, tvisvar i vetur. Svo höfum við breytt dálitið um form á þeim upplýsingum, sem skólinn lætur foreldrum i té um námsárangur barnanna. Við höfðum engin eiginleg miðsvetrarpróf, heldur sendum við heim umsögn eða greinargerð um hvern nemanda. Eftir að þessi. greinargerð hafði borizt heimilunum, voru for- eldraviðtölin svo skipulögð. Virtist mér sem almenn ánægja væri með þetta fyrirkomulag. í skólanum eru i vetur 293 ' nemendur og við hann starfa sjö kennarar. I haust bætast svo væntanlega um 150 nemendur við. Þá verðum við að öllum likindum með tuttugu deildir, en stofurnar eru sjö, sem kennsla fer fram 1. Og eins og ég vék að áðan, tel ég þennan húsnæðisskort skólanna eitt erfiðasta viðfangsefnið, hér i Reykjavik. Eftir þvi sem ég þekki til úti á landi, er ástandið viðast hvar betra hvað þetta snertir. — Hvað um áhrif fjölmiðla? —Þessi árátta fjölmiðla að halda á lofti og gera fréttnæmt allt það, sem miöur fer, hjá unglingum.en tala fátt um það, sem betur má, er mjög slæmt og getur orðið einskonar skóli fyrir þá, sem veikir eru á svellinu — mér liggur við að segja afbrota- skóli. Og það er svo um mest af þvi efni, seni við fáum i fjölmiðlum þar er mikið meira af þvi nei- kvæða. Striðsfréttir syngja i eyrum og eru fyrir augum dag- lega og margendurteknar. Ég sé ekki,að það hafi neinn tilgang að flytja okkur Islendingum þetta. Þetta eru sennilega áhrif erlendis frá. Þar hafa menn áh uga á styrjöldum og styrjaldarrekstri. Kári Arnórsson skólastjóri. Sigurborg Ragnarsdóttir, kennari. Helga Hjálmtýsdóttir, kennari. Sif Ægisdóttir. Elisabet Þórarinsdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.