Tíminn - 19.05.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.05.1972, Blaðsíða 9
TÍMINN Föstudagur 26. maí 1972. SKÓLALÍF VI. SVOG Arásarhneigð m annsins nærist á þessu fréttaefni, en mér er óskiljanlegt, hvaða tilgangi þetta á að þjóna okkur, sem hvorki . höfum her né berum vopn, eða að tslendingar geti haft mikinn áhuga á hryðjuverkum, sem annars staðar eru unnin. Það er áreiðanlega mjög slæmur áhrifa- valdur fyrir börn og unglinga, sú ofbeldisdýrkun, sem fram kemur i kvikmyndaiönaðinum, og þá kannski einnig i frásögnum, sem fluttar eru i sjónvarpi og útvarpi, en ofbeldið virðist eiga þar ein- læga dýrkendur. I starfi minu hér hef ég orðið fyrir vonbrigðum að þvi leyti, að áformað var að taka upp nýja kennsluhætti, svo kallaðan opinn skóla. En mér sýnist, að það verði hér það margir nemendur miðað við húsnæði, að það verði erfittað koma þessu við, nema að mjög litlu leyti. Þetta álit ég mjög slæmt, þvi ég held, að Is- lendingum sé full þörf á þvi að koma á tilraunaskóla i þessu efni, en hann þarf að minu viti að búa við eðlilegar aðstæður en ekki undir þvingun frá alltof miklu álagi. Það sem átt er við með opnum skóla er þaö, að bekkjar- einingarnar eru lagðar niður, nemendur eru teknir inn i nokkuð stórum hópum, og svo aftur i smærri einingum. Þessi kennsla fer inn á þær brautir að þjóna betur þörfum hvers einstaklings en sú bekkjarkennsla sem við höfum haft, og þessu samfara að innleiða hið svokallaða punkta- kerfi, þar sem nemendurinr geta fariö á nokkurn veginn eöli- legum hraða gegnum námið. Þessi skóli hér er byggður með það fyrir augum að henta þessari kennslutillögun, ef ekki er ofsetið. Þetta er mikil breyting á kennsluháttum, sérstaklega fyrir kennarana. Þarna þurfa þeir margir að vinna saman. Þeir sem hafa sama árgang verða aö vinna saman i timunum og skipuleggja það strax á haustin i byrjun skólaárs. Menn verða að breyta einstakiingsbundnu viöhorfi, til- einka sér nýjar starfsaðferðir og vinna út frá öðrum forsendum en áður. Bandarikjamenn eru komnir langt i þessu og eru þess fullvissir, að það muni verða þeirra framtiðarskipulag i kennsluháttum. „Ég er sannfærður um það, aö l:ægt er að byggja allt það skóla- húsnæði, sem þjóðin þarfnast, ef vilji er fyrir hendi. Það sýnir sig á ýmsum öðrum framkvæmdum, sem unnar eru, aö sé sámhugur um þær, skortir ekki fjármagn. Skólastjórar hér hafa alltof lengi látið það viðgangast að yfir- fylla sinar stofnanir þvi að það kemur niður á kerfinu þegar aðstöðuna skortir. Við þessu eiga skólastjórarnir að segja: „Nei, takk. þetta er húsnæði fyrir þennan ákveðna barnafjölda, við komum ekki fleiri hér inn, og málin verður að leysa einhvern veginn öðruvisi. Við verðum að geta sinnt okkar starfi eins og til er ætlazt og á að vera”. Þetta hafa þeir ekki gert, en ég álit.að það sé misskilin greiðvikni, þvi aö hún er ef til vill bara á kostnað þess mikilvægasta i skólakerfinu. • ☆ ■ Helga Hjálmtýsdóttir Hún kennir 7 og 8 ára börnum, og þetta er hennar fyrsta, mjög ánægjulega, starfsár. — Hvað olli þvi,að ég ákvað að gerast kennari? Ég var fyrst nemandi i Kvennaskólanum i Reykjavik og útskrifaðist þaðan. Svo fór ég til Bandarikjanna sem skiptinemi og var þar i eitt ár. Ég kynntist nýju skólakerfi og kennsluað- ferðum — mjög ólikum þeim, sem ég þekkti hér heima. Þetta vakti áhuga minn og ég ákvað að afla mér kennaramenntunar. Þetta fvrsta starfsár hefur verið mjög ánægjulegt. Kannski hef ég ekki komið fram með miklar nýjungar, en þó breytt i ýmsu þeim venjum sem mér finnst of þvingandi. Eins og þú sérð, sitjum við hér i skólastofunni við nokkurs konar hringborð. Hér er enginn skammarkrókur. Sá sem eitthvað brýtur af sér, fær sæti inni i miðjum hringnum. Þar situr hann þangað til um mál hans hefur verið fjallað. Það gera þrir bekkjafélagar hans, sem til þess eru kvaddir hverju sinni. Þetta hefur gefizt mjög vel. Börn eru réttlát og óhlutdræg. Ég hef samband við foreldrana, þegar mér hefur virzt ástæða til, og einnig beði<þá að koma til min ef eitthvað ber á milli, sem þeim finnst þurfa skýringa við eða ástæðu til að ræða um. Jú, starfið á vel við mig, og ég vona að svo verði áfram. ■ ☆ ■ Hún Sif Ægisdóttirer bara sex ára telpa — samt er hún oröin læs og situr í sjö ára deild. Jú, þaö eru reyndar tvö önnur börn, sem eru svona dugleg. Já, þaö skiptir miklu máli að vera iðinn og dug- legur i skóla. Listaverk i daesins önn. Elisabet Þórarinsdóttir, hefur ákveöið að verða tannlæknir. Nei, hún ætlar ekkert að vorkenna krökkunum þó að þau haldi að þetta sé sárt. ja, hún ætlar bara að deyfa. „Dýrt er að láta gera við tennurnar? Já, kannski. En pabbi og mamma fra ókeypis.” Sigurborg Ragnarsdóttir. Hún kennir sex ára börnunum. Tekur á móti þeim, sem koma til skólans i fyrsta sinn. Sigurborgu þekkja flestir Is- lendingar, ekki þó sem kennara i Fossvogsskóla, heldur sjónvarps- þul. En það er vist sama hvort hún er i sjónvarpinu eða skóla- stofunni, hún nýtur vinsælda á báðum stöðum. Kennslan fer fram i björtum rúmgóðum sal. Þar annast tveir kennarar 39 barna hóp, sem skipt er i smærri hópa, og valin verk- efni, ekki endilega öllum þau sömu, fremur eftir áhuga og starfshæfni. Átthagafræði skipar þarna virðulegan sess, enda mikið teiknað. Sumir foreldranna vilja lita svo á, að þegar börnin eru tekin i skólann sex ára eigi sjö ára námsefnið að færast niður og til- heyra þeim aldri, annars þjóni þessi breyting engum tilgangi. Þetta er misskilningur. Þessi fyrsti vetur er miðaður við að kynna þeim skólann og jafna stöðuna milli þeirra þannig.að þau standi svipað að vigi til að hefja hið eiginlega nám sjö ára gömul miðað við hæfni þeirra sem einstaklinga. Starfið er ánægjulegt en nokkuð erfitt. Það krefst undirbúnings og i mörg horn er að lita i hverri kennslustund. 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.