Fréttablaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 1
● lögðu breiðablik, 8–1 Landsbankadeild kvenna: ▲ SÍÐA 29 Eyjastúlkur byrja með stórsigri ● bláir og grænir litir hjálpa Jónas Ingólfur Gunnarsson: ▲ SÍÐA 22 Sigraðist á krabbameini ● lokar myndbandaleigunni á sunnudögum Pálmi Þór Ívarsson: ▲ SÍÐA 38 Vill eyða meiri tíma með fjölskyldunni MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 MIÐVIKUDAGUR FJÖLDAFUNDUR Á AUSTUR- VELLI Áhugamenn um lýðræði boða til mótmælafundar á Austurvelli í dag. Hóp- urinn hvetur alla til að mæta á völlinn og sýna ráðamönnum rauða spjaldið. Fund- urinn verður í hádeginu. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG EINNA BEST Í BORGINNI Bjartviðri suð- vestantil, þungbúnara annars staðar. Skúrir eða slydduél fyrir norðan. Fremur svalt. Sjá síðu 6 19. maí 2004 – 136. tölublað – 4. árgangur EKKI RÝMRI RÉTT Lögmaður Jóns Ólafssonar í meiðyrðamáli gegn Davíð Oddssyni forsætisráðherra segir Davíð ekki hafa rýmri rétt en hinn almenna borgara til að meiða æru annars manns í krafti stöðu sinnar. Sjá síðu 2 LÍKUR Á NIÐURFELLINGU Þekktur sænskur kaupsýslumaður verður ekki ákærður vegna kaupa á hlutabréfum í JP Nordiska skömmu áður en Kaupþing tók bankann yfir. Líkur eru á því að mál Íslend- inga sem eru í rannsókn fái sömu örlög. Sjá síðu 4 Á MÓTI Alfreð Þorsteinsson, oddviti framsóknarmanna í borgarstjórn, segist andvígur lagasetningu um eignarhald á fjöl- miðlum. Sama gildi um mjög marga fram- sóknarmenn um allt land. Borgarstjórn ræddi fjölmiðlafrumvarpið í gær. Sjá síðu 6 DEILT UM EFTIRLITIÐ Þingmaður Samfylkingar í landbúnaðarnefnd gagnrýnir fyrirliggjandi frumvörp landbúnaðarráð- herra. Ráðherrann segir gagnrýnina tilhæfu- lausa og kveðst treysta þar til bærum aðil- um fullkomlega. Sjá síðu 8 59%74% Kvikmyndir 34 Tónlist 32 Leikhús 32 Myndlist 32 Íþróttir 26 Sjónvarp 36 Halldór Gylfason: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Bestu buxur í heimi ● fjármál o.fl. NIÐURSTÖÐURNAR KYNNTAR Samskipti gengu brösuglega og yfirstjórn var takmörkunum bundin. 11. september 2001: Samskiptin brugðust NEW YORK, AP Samskiptabúnaður björgunarmanna og þeirra sem stjórnuðu björgunaraðgerðum í World Trade Center 11. september 2001 var ófullnægjandi. Þess vegna þurftu björgunarmenn oft að taka ákvarðanir sem gátu ráðið lífi og dauða án þess að fá upplýs- ingar frá þeim sem kynnu að hafa betri yfirsýn. Þetta kemur fram í skýrslu nefndar sem hefur rannsakað hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin. Þar kemur fram að starfsmenn Neyðarlínu ráðlögðu fólki á efri hæðum að halda sér þar frekar en að reyna að komast út. Margt af því fólki lést þegar turnarnir féllu. ■ LÖGREGLA Maðurinn sem rændi verslun á Laugarvatni í fyrradag var næstum búinn að valda stór- tjóni með ökulagi sínu síðdegis í gær. Skömmu eftir að manninum var sleppt úr haldi lögreglunnar á Sel- fossi í gær stal hann litlum sendibíl og hélt áleiðis til Reykjavíkur. Lögregla mældi bílinn á of miklum hraða á Suðurlandsvegi við Litlu kaffistofuna en maðurinn virti ekki boð lögreglunnar um að stöðva. Voru þá settir upp vegartálmar á gatnamótunum við Rauðavatn en maðurinn ók framhjá þeim. Hann ók einnig framhjá vegartálmum á gatnamótum Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar og ók í áttina til Mosfellsbæjar. Lögreglan mældi manninn á allt að 170 kílómetra hraða þegar hann ók framhjá veg- artálmunum. Fjórir lögreglubílar eltu manninn á Vesturlandsvegi og inn í Aðaltún. Þar lauk eftirförinni með því að lögreglubíll ók á sendi- bílinn. Að sögn lögreglu er mikil mildi að ekki hafi orðið slys á fólki því maðurinn hafi ekið mjög glæfra- lega og brotið flest umferðarlög. Sjá nánar síðu 16 Laugarvatnsræninginn stal bíl eftir að hafa verið sleppt úr haldi lögreglunnar: Á 170 framhjá vegartálmum Jónína óviss í afstöðu til frumvarpsins Meirihluti allsherjarnefndar Alþingis samþykkti breytingartillögur stjórn- arflokkanna á fjölmiðlafrumvarpinu og afgreiddi málið til lokaumræðu á Alþingi. Jónína Bjartmarz styður breytingarnar og segir þær til bóta. ALÞINGI „Breytingartillögurnar voru lagðar fram á fundinum og samþykktar af meirihluta nefnd- arinnar. Tillögurnar munu því liggja frammi við upphaf þing- fundar á morgun,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður allsherj- arnefndar Alþingis, en fundi nefndarinnar um fjölmiðlafrum- varpið lauk rétt fyrir klukkan ell- efu í gærkvöld. Þriðja umræða um frumvarpið hefst á Alþingi klukkan tíu í dag. Jónína Bjartmarz, varaformaður allsherjarnefndar, vildi ekki svara því hvort hún styddi fjölmiðla- frumvarpið eins og það liti nú út, en aðspurð um málið vildi hún að- eins segja: „Ég styð þessar breytingartil- lögur. Þær eru til bóta eins og aðr- ar breytingartillögur sem hafa ver- ið gerðar á málinu,“ sagði Jónína. Fundur nefndarinnar hófst klukkan átta í gærkvöld og lauk ekki fyrr en um ellefu eins og áður segir. Fulltrúar stjórnarandstöðunn- ar í allsherjarnefnd segja breyt- ingartillögurnar breyta litlu og enn séu til staðar mörg veigamik- il álitamál sem ekki hafi tekist að fá niðurstöðu í. Búast má við heitum umræð- um um fjölmiðlafrumvarpið á Al- þingi í dag, enda um eitt mesta hitamál í stjórnmálum að ræða í langan tíma. bryndis@frettabladid.is ÓVÍST MEÐ ÞINGLOK Útlit er fyrir að þingstörfum ljúki ekki fyrr en um eða upp úr næstu mánaðamótum en upphaflega átti þinginu að ljúka 7. maí. Tugir mála eru enn á dagskrá þingsins og bíða umræðu, þeirra á meðal fjölmiðlafrumvarpið og frumvarp um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Fjöldi þingmanna ætlaði reyndar að vera kominn í frí um þetta leyti og hafa margir þurft að hætta við eða breyta ferðum með fjölskyldunni til útlanda. Falsaðar myndir: Hermaður handtekinn BRETLAND Breskur hermaður hefur verið handtekinn vegna falsaðra mynda af misþyrmingum fanga sem birtust í dagblaðinu Daily Mirror. Hermaðurinn var færður til yfirheyrslu hjá hernum en hafði ekki verið kærður í gærkvöld. Grunur um fölsun vaknaði um leið og myndirnar birtust. Herinn rannsakaði þær og lýsti því yfir að þær væru falsanir. Stjórnendur Daily Mirror andæfðu því í fyrstu en viðurkenndu svo að þeir hefðu verið blekktir. Fyrir það mátti Piers Morgan ritstjóri taka pokann sinn. ■ ENDALOK EFTIRFARAR Fjórir lögreglubílar eltu manninn á Vestur- landsvegi og inn í Klapparhlíðarhverfið. Þar lauk eftirförinni með því að lögreglubíll ók á sendibílinn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.