Tíminn - 24.05.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.05.1972, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 24. mai. 1972. TÍMINN ,3 Hassmálið: E/nn í gæzluvarð- haldi á Akureyri OÓ-Reykjavík. Rannsókn hassmálsins i Reykjavik og Kópavogi hélt áfram alla heigina, og fer nú senn að koma að þvi, að hægt verði að gera sér heildarmynd af málinu. En það er farið að teygja arma sina víðar. S.l. laugardag var handtekinn á Akureyri ungur maður, sem hafði hass undir höndum, og er sýnilegt, að mál hans er tengt hassmálinu hér syðra. Var maðurinn úrskurðað- ur i gæzluvarðhaid, og nú sitja þvi sex manns inni vegna sölu á ffkni- efninu. Á Akureyri stendur rannsóknin sem hæst, og hafa margir verið yfirheyrðir, en ekki þótti ástæða til að úrskurða fleiri en þennan eina i gæzlu. Mestu af þvi hassi, sem smyglað var i margum- ræddri sendingu, var smyglað á land á Akureyri. Ungur maður, sem búsettur er þar, aðstoðaði við að koma sendingunni á land, og eitthvað af henni varð eftir nyrðra. Lögreglan vill litið eða ekkert um málið segja, en komið er í ljós, að hassið, sem Norðlend- ingar hafa haft og hafa undir hönd um, er úr sendingunni, sem kom með Laxfossi, og einnig hefur verið sent hass frá Reykjavik til Akureyrar. Er full ástæða til að ætla, að maðurinn, sem situr i gæzlu á Akureyri, hafi dreift hassinu þar, þvi að I Reykjavlk og Kópavogi hafa þeir einir verið úr- skurðaðir i gæzluvarðhald, sem smygluðu og dreifðu efninu, en ekki þeir, sem sannanlega hafa keypt það. Þeir hafa verið yfir- heyrðir og siðan sleppt lausum. En á Akureyri er þegar búið að yfirheyra marga aðila, og heldur rannsóknin áfram. 1 Kópavogi er dómsrannsókn þegar hafin, og i Reykjavik hefst hún i dag, miðvikudag, en til þessa hefur verið um frumrann- sókn að ræða. 200 þús. eintaka þýzkt tímarit helgað / I ^ íslandi SJ-Reykjavik Júnihefti þýzka timaritsins Merian er eingöngu helgað ts- landi. Fjölmargar greinar eru i blaðinu eftir íslendinga og erlenda menn, og þeim fylgja ljósmyndir héðan svo og myndir af listaverkum is- lenzkum. Merian er mánaðar- rit, gefið út i Hamborg, og fjallar að jafnaði um borgir og landshluta. Meðal efnis blaðsins er grein um Þingvelli eftir dr. Kristján Eldjárn, dr. Sigurður Þórarinsson skrifar um Surts- ey, Indriði G. Þorsteinsson um Reykjavik og Akureyri, Hall- dór Laxness um töfra ritaðs máls, þá eru greinar eftir Harald J. Hamar, Pétur Kid- son Karlsson, Amaliu Lindal, Arna Johnsen og frásaga eftir Gunnar Gunnarsson. MUHktr : j Timaritið er 106 blaðsiður og mjög vandað að frágangi. Aft- ast er tslandskort ásamt korti afmiðbæReykjavikur. Þá eru i ritinu ýmsar upplýsingar ætlaðar ferðamönnum og listi yfir merka staði. Ein myndanna I hinu vandaða timariti ii» niii 'ii lllllllklllllllll I: l,l:l!l.:i:. Körfudagurinn mikli Yfirleitt linnir ekki pappirsfióð- inu á borðum þingmanna, þann tima sem þing stendur. Það er þvi eðlilegt, að þeir gripi til pappirs- körfunnar nokkrum minútum fyrir þinglausnir og varpi nokkru af pappirsmagninu í þær með sigurbros á vör. Hátt i þúsund mál voru tekin til meðferðar að þessu sinni, og þvi var pappirinn með meira móti s.I. laugardag. Þingstörfin að þessu sinni hafa mjög mótazt af stórhug nýrrar rikisstjórnar, sem mörgu hefur þurft að koma í framkvæmd af þvi, sem heitið hefur verið i stjórnarsamningnum. Þá hefur ákveðinn ferskleiki sett svip sinn á þingstörfin, og mál borið á góma, sem varla hefði þýtt að ræða fyrir nokkrum árum —jafn- vel að þau hafi haft sæmilegan framgang. Allt bendir þvi til þess, að sú forhlið lýðræðisins, sem þingiðer, hafi aldrei nema gott af þvi að láta gustinn frá nýjum for- ustumönnum leika um sig. Tvö mál, sem að vísu snerta ekki beint nema takmarkaðan hóp manna, hlutu giftudrjúga af- greiöslu á þessu þingi. Þar er átt við höfundalögin, sem hafa verið að velkjast einhversstaðar i þok- unni siðastliðin tiu ár eða svo, og samþykktin um að leggja fyrir næsta þing skipulag á endur- greiðslu til höfunda á upphæð, er svarar til greidds söluskatts á bókum. Þó ekki væri annað en þetta tvennt, má hiklaust telja þetta bókmenntasinnaðasta þing, scm háð hefur verið I langan tima. Var lika mál til komið, þvi að ekki er nóg að guma af bók- menntum. Þær verða lika að hafa sitt viðurværi. Það er ánægjulegt fyrir Svövu Jakobsdóttur, þingmann og rit- höfund, að hún skuli hafa hrundið söluskattsmálinu af stað, strax á fyrsta þingi sinu. Rithöfundar hafa áður setið á þingi, og sitja jafnframt Svövu, en þeir hafa ef- laust villzt einhvers staðar í þorskinum og efnahagsmálunum almennt. Þegar málið var svo komið á það stig, að erfiðlega horfði um afgreiðslu þess, greip Gunnar Thoroddsen inn I með breytingartillögu Mun forveri hans, Jón Thorodd- sen, áreiðanlega hugsa hlýtt til hans úr sinum stað, enda sjálfur upphafsmaður seinni tima ritald- ar i landinu. Þetta þing mun svo eiga sinn veröuga sess i íslandssögunni fyrir þá samstöðu, sem það sýndi i landhelgismálinu, fimmtánda febrúar s.l. Munu menn vera sammála Eysteini Jónssyni, for- seta sameinaðs þings, um það efni. Kom þá enn á daginn, að dægurþras og rigur eiga ekki ali- an leikinn. Dægurþrasið var einn- ig viðsfjarri á körfudaginn mikla, þegar menn gátu með góðri sam- vizku, og eftir langan dag, gripiö hátt i þúsund mái i báðar hendur og varpað þeim undir borðið. Svarthöfði Braut leirtauið í Glæsibæ og eggin fóru á eftir OÓ-Reykjavik. Þau fjölmörgu innbrot, sem framin voru i Reykjavik yfir hvitasunnuna, likjast fremur tiltektum geggjaðra manna en afbrotum, sem framin eru i auðgunarskyni. Er engu lik- ara en að allur sá fjöldi inn- brotsmanna, sem leggur i vana sinn að brjótast inn I hús, geri sér enga grein fyrir þvi, hvort eitthvað það sé geymt á innbrotsstöðunum, sem verða mætti þeim að gagni eða ekki. Aðalatriði virðist vera að komast inn og brjóta og bramla. Væri athugandi að leyfa þessum mönnum heldur að brjóta niður hús og skúra, sem þarf að rifa. Og ef þeir endilega vilja, mætti láta lög- regluna hlaupa á eftir þeim að verki loknu. Með þessu mætti spara borgurunum mikil út- gjöld. A laugardagskvöld brauzt maður inn i veitingahúsið i Glæsibæ. Erindi hans þangað var að komast i leirtauið og eggjabirgðirnar. Rótaði hann diskum og glösum niður af hillum og skápum og braut allt af þvi tagi, sem hann kom höndum yfir. Vinglösum og staupum kastaði hann um sali, og að þvi loknu gaf hann sér tlma til að kasta eggjabirgð- um hússins, sem voru miklar, um loft og veggi. Þegar maðurinn kom út sást til hans, og var hann handsamaður nokkru siðar. Brotizt var inn i vöru- geymslur heildverzlunar Egg- erts Kristjánssonar við Sundahöfn. Þar var leitað að verðmætum um allt hús og skrifstofu, en einskis er sakn- að. Stolið var útvarpstæki i heildverzlun Péturs Péturs- sonar við Suðurgötu, og þar var rótazt um allt hús, en ekki er annars saknað. Brotizt var inn i ísafoldarprentsmiðju við Þingholtsstræti, fiskbúð við Njálsgötu, Freyjubúðina við Freyjugötu, SIS á Kirkju- sandi, Kaffistofu Guðmundar og ibúð við Skipasund, svo að eitthvað sé nefnt. I tsafoldar- prentsmiðju var stolið nokkur hundruð krónum úr kaffisjóði starfsfólks. Annars staðar var stolið einhverju af skiptimynt. ÞYRLA ANDRA t HJÁLPARFLUGI KJ-Reykjavik Andri Heiðberg þyrluflugmað- ur fór I hjálparflug á þyrlu sinni á hvitasunnudag, og þrátt fyrir slæm skilyrði á leiöinni upp á Vatnajökul, náði hann að sækja þangaö slasaðan pilt og koma honum á Borgarsjúkrahúsið. Piltur úr Hjálparsveit skáta lenti með höndina i viftuspaða snjóbíls sveitarinnar um klukkan sex á hvitasunnudag, og sködduð- ust tveir fingur. Haft var sam- bandi við Andra Heiðberg, sem lagði af stað klukkan rúmlega niu um kvöldið og fékk mikinn mót- vind á leiðinni að Búrfelli. Þaðan hélt hann áfram í mistri og mold- roki, en hafði viðdvöl i Jökul- heimum, meðan dimmast var af Þingslit Framhald af bls. 1 lög, þar af voru 67 stjórnar- frumvörp, þingmannafrum- vörpin voru 25. 5 þingmanna- frumvörpum var visað til rikisstjórnarinnar og 1 s t j ó r n a r f r u m v a r p i. 14 stjórnarfrumvörp voru ekki útrædd og 34 þingmannafrum- vörp. Alls voru frumvörpin, sem lögð voru fyrir nýafstaðið þing, 146. 45 þingsályktunartillögur vor samþykktar sem ályktun Alþingis, 1 tillaga var afgreidd sem ályktun neðri deildar þingsins. 15 þingsályktunartil- lögum var visað til ríkis- stjórnarinnar. 52 tillögur voru ekki útræddar. Alls voru fram bornar á þessu þingi 116 þings- ályktunartillögur. Alls voru 288 mál til með- ferðar i þinginu. Tala prent- aðra þingskjala varð 966, eöa fleiri en nokkru sinni fyrr. nóttu. Um klukkan þrjú um nótt- ina var hann kominn á Vatna- jökul, þar sem skátarnir biðu, og var svo kominn að Isakoti við inntaksmannvirki Búrfellsstöðv- ar um klukkan fimm um morgun- inn, en þaðan flaug hann með slasaða piltinn suöur á Borgarspitala i Reykjavik. Þeim sem fylgdust með flugi Andra, þótti hann standa sig vel, þvi að bæði var, að veður var ekki sem bezt, og svo hitt, að villu- gjarnt er á þessum slóðum, þar sem eru miklir sandar og snj- óskaflar. BÆNDUR Er nokkurn ykkar, sem vantar 15 ára stúlku til hjálpar i sumar. Kaup eftir samkomulagi. Upplýsingar i sima 25736 eða i fiskbúð- inni Frakkastig 7, Reykjavik. BÆNDUR Samviskusamur og lipur 13 ára drengur óskar eftir að kom- ast á gott sveitabýli. Upplýsingar i sima 25282. n> , ^ Til tœkifœrisgjafa 7^ GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON gullsmiður Bankastræti 12 Sími 14007 c. STBINHRINGAR GULLOG SILFUR fyrirdömurog herra GULLARMBÖND HNAPPAR HÁLSMEN o.fl. SENTIPOSTKRÖFU() ----------

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.