Tíminn - 24.05.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.05.1972, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 24. mai. 1972. TÍMINN Ánægðir með sam- komuna í Laugar- dalshöll segja Hinrik Bjarnason og séra Bernharður Guðmundsson ÓV-Reykjavík. ,,Ég var mjög ánægöur meö samkomuna," sagöi Hinrik Bjarnason, framkvæmdastjóri Æskulýðsráðs Reykjavikur, er Timinn talaði við hann í gær um hvitasunnusamkomuna i Laugardalshöllinni. „Vissulega voru á henni annmarkar, en þá tökum við, sem að samkomunni stóðum, fúslega á okkur, enda voru þeir annmarkar einkum tæknilegir. Unga fólkið var til mikillar fyrirmyndar, en þao,sem helzt mátti að þessu finnayvar, að samkoman varð ekki eins sam- felld qg við hefðum óskað, þannig að í staðinn fyrir, að þarna hefði verið ein heildardagskrá, voru þetta smærri „prógrömm", sem vitaskuld voru misjafnlega vel heppnuð. Hinrik sagðist ekkert hafa haft á móti þeim, er stóðu fyrir ytan Laugardalshöllina með spjöld, er á var letrað meðal annars „Jesús Kristur til sölu" og „Fer gróðinn inn á giróreikning Jesú?" „Mér þótti sattt að segja að- dáunarvert, hvað þetta fólk var þolinmótt," sagði Hinrik, „en hitt er svo annað mál, að Jesús Kristur hefur verið seldur i ýms- um myndum siðustu 2000 árin, og> vist er, að það fitnar enginn giró- reikningur peningalega af þessari samkomu." Séra Bernharður Guðmunds- son, æskulýðsfulltrúi Þjóð- kirkjunnar, sem stjórnaði sam- komunni, sagðist einnig vera mjög ánægður með samkomuna, þegar á allt væri litið. „Astæðan fyrir þvi, að Jesú-fólkinu var ekki veitt meiri eftirtekt en raun bar vitni, var sú, að það heyrðist ein- faldlega ekki í þvi nema rétt við sviðið. Trúbrot hafði flutt mjög góða dagskrá þar á undan, og það var náttúrlega misskilningur að láta Sviana koma inn strax á eft- ir. Satt að segja veit ég ekki um neinn, sem hefði getað komið inn á i þá stemmingu, sem Trúbrot skildi eftir sig," sagði sér Bern- harður. „Við verðum náttúrulega að gæta að því," sagði séra Bern- harður ennfremur, „að Sviarnir eru alls ekki neinir skemmti- kraftar, og kannski má segja,að það sé vafamál, hvort þeir hafi átt heima á þessari samkomu. Þeir hafa notið sin miklu betur á smærri stöðum, þar sem and- rúmsloftið hefur verið annað, og má nefna sem dæmi, að i Samkomugestir í Laugardalshöllinni. (Tlmamynd Gunnar) Bústaðakirkju fyrir helgina var klukkan orðin tvö, þegar gestir fengust loks til að fara. Sömu sögu er að segja af Akureyri, þar sem þeir voru með samkomu á annan i hvitasunnu. En mér finnst su staðreynd, aö þegar samkomunni lauk i Laug- ardalshöllinni sátu hópar fólks með þeim um alla ganga og sungu kristileg lög, tala sinu máli. Og maður veit aldrei, hvenær Orðið ber ávöxt. Ég veit til dæmis til þess, að á Hótel Esju, þar sem þau búa, er stanzlaus straumur ungs fólks á herbergið til þeirra. Annað gott dæmi er, að áður en þau héldu til Akureyrar, hringdu i okkur þrir ungir menn, sem höfðu verið á samkomunni i Laugar- dalshöllinni, og vildu þeir fá að fara með norður til að segja frá þeirri reynslu, sem þeir urðu fyrir við að fylgjast með þessu unga fólki. Þannig held ég, að þrátt fyrir að Jesú-hópnum hafi ekki verið fagnað með húrra- hrópum i Laugardalshöllinni, þá hefur hann haft sin áhrif, og þar með tel ég,að koma hans á sam- komuna hafi borgað sig marg- falt." , Þingmenn málglaðir á nýafstöðnu þingi: Töluðu í 412 klst. - og 40 mín. betur EB-Reykjavík A þvi Alþingi, sem nú er nýlokiö, töluöu al- þingismennirnirallsí 412 klukkutíma og 40 mínútum betur í þing- sölunum. Líklega hefur ekki verið talað eins mikið á neinu þingi og þessu, a.m.k. ekki frá 1952, þegar byrjað var að taka allt það, sem sagt er á þingfundunum á segulband. Þingmenn, þeir, sem áttu sæti á Alþingi 1960 voru þó næstum eins duglegir að tala og þeir þingmenn, sem sátu á þessu þingi, þvi að á þinginu 1960 töluðu þeir alls i 400 klukkutima. Það mun yfirleitt vera svo, að málgleði þing- manna er mikil á fyrsta þingi eftir valdatöku nýrrar riki- sstjórnar. Þingmönnum er þá eðlilega mikið niðri fyrir, eins og sannaðist á þessu þingi. Þá ber þess að gæta, að ný- afstaðið Alþingi var með þeim lengstu, sem haldin hafa verið, enda ekki nema eðli- legt, að þinghald nú hafi verið lengra en oft áður, þar sem þingmennirnir eru nú á launum allt árið. KÆRUSTUPAR HÆTT K0MIÐ Klp-Reykjavik. Ungt kærustupar i Vestmanna- eyjum var hætt komið á laugar- dagskvöldið, er gúmmbáti, sem þau voru á, hvolfdi, þar sem þau voru á leið úr Hrauney i Heimaey. Hafði herrann boðið dömunni i siglingu út i eina eyna, en heldur var vont i sjó og ekkert skemmti- siglingaveður. Parið var á leið til lands, eins og Eyjaskeggjar kalla að sjálfsögðu Heimaeyna sina, þegar hliðaralda sneri bátn- um við, svo að þau féllu bæði i sjó- inn. Þeim tókst báðum að komast aftur um borð, en þau höfðu þá misst aðra árina. Ónnur var þo eftir, þvi að hún var bundin við bátinn. og tókst herranum að nota hana sem stýri og ná þannig landi undan veðri og sjó. Þau gengu siðan yfir Klifiö til byggða, sem er um 6 km leið, og ekki greiðfær. Var það vel af sér vikið,þvi að vindur var mikill og þau bæði gegnblaut eftir volkið. Þegar til byggða kom, var smalað saman mönnum og haldið til baka til að bjarga bátnum. Gekk sú ferð vel og slysalaust. IfiUÐ Starfsmaður óskast til eftirlits og fl. starfa i Reykjavik. Þarf að hafa ökuréttindi og þekkingu á bifreiðum. Húsnæði á staðn- um. Tilboð merkt „Framtið 1313" sendist af- greiðslu blaðsins fyrir 1. júni n.k. Barnavinafélagið Sumargjöf Aðalfundur félagsins verður haldinn i Hagaborg Fornhaga 8, mánudaginn 29. þ.m. kl. 17,30. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn Sumargjafar. VANTAR VINNUAFL? Atvinnumiðlun menntaskóla- og kennaranema er tekin til starfa. Vinsamlegast hafið samband við okkur sem fyrst. Sími 2-54-50 TILB0ÐÓSKAST i Caterpillar jarðýtu D-8 er verður sýnd að Grensásvegi 9 næstu daga. Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri mánudaginn 29. mai kl. 11 árdegis. Sölunefnd varnarliðseigna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.