Tíminn - 24.05.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.05.1972, Blaðsíða 6
TÍMINN Miðvikudagur 24. mai. 1972. Samvinnuhreyfingin á tímamótum Umðjón Samband* ungra framsóknarmanna *+^^m^^m-^^m>+>m^m'm^'+^+^*+^mÍ>m^*»'+>*im fMfc^ m^m^ <* * Á fundi, sem SUF efndi til fyrir nokkru kom fram að SAMVINNUHREYFINGARINNAR BÍÐA FJÖLÞÆTT VERKEFNI Fyrir nokkru efndi Samband ungra framsóknarmanna til fundar aö Hótel Loftleiðum um samvinnuhreyfinguna. Á fundin- um ræddu Hannibal Valdimars- son, félagsmálaráöherra, Ey- steinn Jónsson, forseti alþingis, Itagnar Arnalds, alþingismaöur, Erlcndur Einarsson, forstjóri, Hjörtur Hjartar, framkvæmda- stjóri, Friðgeir Björnsson, lög- fræöingur og Baldur Óskarsson, fræðslustjóri MFA, um verkefni og stööu samvinnuhreyfingarinn- ar í islenzku þjóðfélagi. Umræð- um stjórnaði ólafur Ragnar Grimsson. Umræður voru mjög fjörugar og kom þar greinilega fram-, hve miklu hlutverki sam- vinnuhreyfingin hefur gegnt og mun þurfa að gegna i uppbygg- ingu á öllum sviðum. Til að gefa lesendum SUF-síð- unnar hugmynd um þær umræð- ur, sem þarna fóru fram, verða hér rakin nokkur atriði. •Samvinnuhreyfingin hefur ávallt verið og mun verða baráttu- hreyfing fyrir bættu samfélagi. •Samvinnuhreyfingin hefur verið meginmáttarstóli i upp- byggingu landsbyggðarinnar. An verulegs framlags af hennar hálfu verður ekki hægt að stemma stigu við byggðaröskun i landinu. •Samvinnuhreyfingin færði fyrr á öldinni atvinnulifið i íslenzkar hendur. Á okkar timum mun hún verða helzta vopn þjóðarinnar i baráttunni gegn alþjóðlegum auðhringum. •Samvinnuhreyfingin hefur verið i fararbroddi fyrir nýjum at- vinnugreinum. Iðnaður hennar er eini raunverulegi stóriðnaður- inn, sem íslendingar hafa eignazt. •Samvinnuhreyfingin er systurhreyfing verkalýðshreyfingarinn- ar. Hennar hlutverk er að tryggja að kaupið hagnýtist sem bezt til bættra kjara. • Samvinnuhreyfingin hefur ásamt verkalýðshreyfingunni sýnt fjöldafræðslu verðugan áhuga. Á þeirra vegum er hinn sameiginlegi bréfaskóli aðeins visirinn að þvi, sem koma þarf. Félagsmálaskóli þessara tveggja hreyfinga er eitt af brýnustu verkefnum samtimans. •Samvinnuhreyfingin og verkalýðshreyfingin þurfa að taka hönd- um saman á fleiri sviðum. Þeirra bíða mörg sameiginleg verk- efni. Forystumenn beggja hreyfinganna þurfa að gefa þessu samstarfi verðugan gaum. •Samvinnuhreyfingin verður að njóta i verki þess, að komin er til valda rikisstjórn, sem styðst við hreyfingar fólksins, og hefur sett sér það markmið að efla félagshyggju á öllum sviðum. Nú þarf að greiða götu samvinnuhreyfingarinnar, svo að hún geti sinnt stórverkefnum fólkinu i landinu i hag. Verksmiðjur StS á Akureyri. Eini stóriðnaðurinn i eigu islendinga. SUF efnir til funda um landhelgismálið víða um land: Fjölsóttur fundur í Keflavík Næsti fundur verður í Vestmannaeyjum Samband ungra fram- sóknarmanna hefur ákveðið að efna á næst- unni til funda um land- helgismálið. Fyrsti fundurinn var i Keflavik i siðustu viku og voru framsögumenn þar Már Pétursson, form. SUF, og Pétur Einarsson lög- fræðinemi. Utanrikis- ráðherra, Einar Ágústs- son, sem einnig var boð- aður framsögumaður, gat ekki komið vegna anna við þingstörf. Annar fundurinn um landhelgismálið verður i Vestmannaeyjum i næstu viku pg verða framsöguræðumenn þar Þórarinn Þórarinsson, formaður utanrikis- málanefndar alþingis, og ólafur Ragnar Grimsson, lektor. Margeir Margeirsson, form. FUF i Keflavik setti fundinn og skipaði Pál Jónsson fundarstjóra og Friðrik Georgsson fundarrit- ara. Auk framsöguræðumann- anna tóku til máls Ólafur Guð- mundsson, Ari Sigurðsson, Jón Skaftason, Páll Jonsson og Valtýr Gu&mundsson, sem i lok fundar- ins tilkynnti.að rétt i þvi hefði al- þingi samþykkt að fella niður hinn fræga vegaskatt. Var þeirri ákvörðun tékið með fögnuði. Fyrri framsögumaður, Pétur Einarsson, skýrði i upphafi ræðu sinnar frá ráðstefnu, sem ÆSt hefði haldið um landhelgismálio og þeim sjónarmiðum, sem þar hefðu komið fram. Þá gerði ræðu- maður friðunaraðgerðir að sér- stöku umræðuefni, rakti helztu rök fyrir nauðsyn þeirra og nefndi ýmiss dæmi um ofveiöi. Siðan sýndi hann fram á, hvernig sam- komulag þjóða um friðunarað- gerðir hefði reynzt of seinvirkt, og rökstuddi hvers vegna út- færsla fiskveiðimarka væri eina raunhæ'fa leiðin. Að lokum lagði Pétur Einarsson áherzlu á, að Islendingar einbeittu sér að full- vinnslu aflans og eflingu mat- vælaiðnaðar i landinu. Siðari framsögumaður, Már Pétursson, ger&i grein fyrir stöðu landhelgismálsins, og siðustu at- burðum i deilunni. Hann rakti itarlega þau rök, sem fram hefðu komið af hálfu Islendinga, og hvaða sjónarmið einkenndu helzt málstað andstæðinga okkar. Fjallaði hann um alþjóðadóm- stólinn i Haag og stöðu hans I málinu. Að lokum drap Már Pétursson á, hvernig málin kynnu að horfa við alþjóðaráðstefnunni, sem áætlað er að fjalli um þessi mál á komandi ári. Már Pétursson Pétur Einarsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.