Tíminn - 24.05.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.05.1972, Blaðsíða 8
TÍMINN Miðvikudagur 24. mai. 1972. Starfshættir skóia og að- staða til líkamsræktar Sagt frá þingræðu Vilhjálms Hjálmarssonar um það efni KIS- Reykjavík. Kins og fvrr var getið hér I hlaðinu hefur Vilhjálmur lljálm- arsson (F) lagt fram á Alþingi til- lögu til þingsályktunar um að skora á rikisstjórnina að láta rannsaka aðstöðu til likamsrækt- ar i skólum landsins og vinnu- álagið i skólunum. — Skólarnir cru tvimælalaust langstærsta starfsviðið i landinu, næst á eftir heimilunum sjálfum, sagði Vilhjálmur, þegar hann mælti fyrir þessari tillögu i slð- ustu viku. — Nýlega hefur verið sagt frá þvi i fréttum, að (>:i þús. manns hafi verið i skólum hér á landi i vetur. Þetta er ungt l'ólk, sem er i mótun. Miklu varðar fyr- ir.andlegan og likamlegan þroska þess,að vel takist með skólaárin. I'egar þar við bætist, að i skól- iiii 11111 ræðst gjarnan hverl verður viðhorf þess til þjóðfclagsins, þá má öllum vera Ijóst, að mikið er i húfi. Vilhjálmur ræddi einnig kostn- aðarhliðina, fjármagnskostnað- inn og vinnu nemenda og kennara og sagði,að það varðaði alþjóð meira en flest annað, hvað fram færi innan veggja skólanna. Það væri þvi eðlilegt að um málið væri fjallaö á Alþingi. Ryðja veröur nýjar brautir Vilhjálmur gerði grein fyrir ástæðunum, sem lágu til flutn ings tillögunnar, vitnaöi i samtöl viö foreldra ungmenna á ýmsum skólastigum, og i umræður frá siðasta Alþingi, m.a. vitnaði hann i ræðu Eysteins Jónssonar þá. En Eysteinn haföi gagnrýnt mjög til- högun heimavinnu i ýmsum skólum, og að lokum komizt svo að orði: ,,Það verður að ryðja nýjar brautir með hjálp þeirrar reynslu, sem aðrar þjóðir hafa. Ég þekki fólk, sem á heima á Norðurlöndum og á unglinga i skólum, sem eru þannig settir, að þeirfara á morgnana um kl. 8 að heiman og koma svo heim aftur um kl. 4., hafa þá lokið dagsverki oftast nær. Þetta er eins og annað Hf. Þetta er eðlilegt lif. Hjá okkur likist þetta engu eðli- legu lifi. Það er nánast eins og martröð. Við erum náttúrlega samdauna þessu og það þarf sjálfsagt mikið álak til þess bara að sjá þetta, gera sér grein fyrir þessu. Þvi það liggur hér i landi að ætla unglingum miklu meira verk en fullorðnu fólki,. Og niður- staðan er lika eftir þvi oft á tiðum" Mikili munur á heima- verkefnum pilta og stúlkna Vilhjálmur sagði, að það hefði enn hvatt sig til að flytja þessa til- lögu að hann hefði i vetur orðið persónulega vitni að einu afbrigði vinnuálags i skólum, sem hefði vakið furðu sina og beinlinis óhug. Það væri i handavinnudeild Kennaraháskóla tslands, en hann hefði i vetur fylgzt allnáið með störfum nokkurra nemenda þar, Varðandi vinnuálagið væri eink- um tvennt, sem sér fyndist óeöli- legt. t fyrsta lagi afskaplega mik- ill munur á heimaverkefnum pilta og stúlkna, enda þótt bæði kynin stefndu aö sömu réttindum. Og i öðru lagi að daglegur vinnu- limi stúlkna væri það langur að engu tali tæki. Villijálniur lljálniarsson Vinnutiminn Hann kvaðst hafa orðið vitni þess, að fariö hefði verið á fætur á milli kl. 7 — 7 1/2 á hverjum morgni sex daga i viku og setið við heimaverkefni alla eftirmið- daga og öll kvöld fram til kl. 1 og 2 á nóttunni, einnig oftast eitthvað unnið á sunnudögum lika. Þannig hefði það gengið frá haustnóttum og fram á þennan dag. I greinar- gerö hefði hann talað um 80 klst. vinnuviku, en vinnutimi stúlkn- anna i þessum skóla hefði i vetur a.m.k. verið i raun miklu lengri en þvi næmi. Þegar við bættist, að hér væri um mjög einhliða vinnu að ræða, og að alls engar leik- fimisiðkanir væru um hönd hafð- ar, þá væri ekki á góðu von. — Hvernig halda menn, að ástand þessara nemenda heilsu- farslega séð sé orðið eftir 7 mán- aða „törn" á þennan hátt, sem ég hef lýst?" sagði Vilhjálmur. Hann kvaðst siðastur manna vilja mæla með iðjuleysi ungmenna, en af þvi að skólanám væri auð- vitað vinna eins og hvað annað, sem menn legðu fyrir sig á ýmsum æviskeiðum, þá ættu menn að geta orðið sammála um það, að ekki ætti að gera svona ólikar kröfur um vinnutima og af- köst til fólks á skólaaldri, en til fullorðins fólks almennt. Vilhjálmur kvaðst nefna þetta dæmi úr Kennaraháskólanum, af þvi að hann þekkti það svo vel, en eins og þegar hefði komið fram, þá áliti hann að hér væri viða pottur brotinn. Tími til kominn aö leita úrbóta Varðandi þann lið tillögunnar, sem fjallaði um aðstöðu til likamsræktar i skólum, lagði Vil- hjálmur áherzlu á þjóðlifsbreyt- ingar, sem orðið hefðu i þá stefnu að draga úr likamlegri áreynzlu á ótal sviðum. Þvi þyrfti að vera vel á verði. tþróttaaðstaða væri dýr en óvist væri lika að nægi- legrar hagsýni væri gætt við gerð skólamannvirkja. Sem dæmi um skipulagsleysi i húsnæðismálum skóla og óhæfi lega aðbúð nemenda lýsti hann þrengslunum i menntaskólanum gamla og kvað það mikla þver- stæðu, þegar ungmennum úr ágætum og raunar stundum óhæfilega stórum ibúðum okkar tslendinga væri þjappað saman i svo þröngar skólastofur, að engu tali tæki og nefndi einstök dæmi um þrengslin i skólanum. Vilhjálmur minnti á, að lengi hefði verið i löggjöf ákvæði um, að allir skólanemar skyldu fá ein- hverja lágmarkskennslu i leik- fimi eða annarri likamsrækt. Kominn væri timi til að gera sér grein fyrir, hvað á skorti aö þessu væri fullnægt og leita siðan leiða til úrbóta. Þótt iþróttamannvirki væru dýr ættum við að geta komið þeim upp, ef gætt væri fullrar hagsýni i gerð skólamannvirkja yfir höfuð. Málið verði skoðað alveg sérstaklega — Ég minnti á það i upphafi máls mins, að skólamálin eru með vissum hætti rhjög i deigl- unni. Það eru byggð mörg skóla- hús, þvi að við þurfum að gera hvort tveggja, hafa undan fjölg- uninni og ljúka þvi að byggja upp kennsluaðstöðu, fyrir æskuna al- mennt, þvi að skólahús, fremur en aðrar byggingar, voru auð- vitað ekki til hér fyrir nokkrum áratugum. Það er stefnt að þvi, að gera námsefnið hagnýtara, taka uppnýjarkennsluaðferðir og beita nýrri skipan i skólastarfinu i heild á einstökum skólastigum. Það má þvi kannski spyrja sem svo, til hvers er þá að vera að flytja tillögu á borð við þessa, sem ég hef lagt hér fram, tillögu um áérstaka rannsókn á aðstöðu til likamsræktar óg á vinnu álagi i skólunum. Þvi til vil ég svara þessu: I fyrsta lagi álit ég ástandið á þessum væng mjög alvarlegt og svo alvarlegt að hópar ungs fólks á ýmsum skólastigum hafa litla eða enga aðstöðu til likamsrækt- ar, hvað stórir hópar get ég náttúrlega ekki gert mér grein fyrir. Á það unga fólk beinlinis á hættu að biða varanlegt heilsu- tjón, bæði vegna óskynsamlegra vinnubragða og meðfylgjandi streitu og svo vegna skorts á likamsrækt, vegna hreyfingar- leysis i bókstaflegum skilningi. t öðru lagi tel ég,að meö góðum vilja sé unnt að afmarka þessi atriði, sem tillagan fjallar um og að mögulegtáe þannig að gera sér grein fyrir ástandinu á þessum sviðum og hefjast handa um úr- bætur fyrr en ella væri, ef beðið væri niðurstöðum af þeim almennu athugunum og að- gerðum, sem nú fara fram og ég hef áður vikið að. Ég tel, að hér sé um það alvar- legt mál að ræöa, og þó jafnframt það einangrað, að það beri að veita þvi þann forgang að skoða það alveg sérstaklega. Frá Húsmæðraskólanum Hallormsstað Samhliða almennri húsmæðrafræðslu starfar við skólann næsta skólaár sérstök deild f yrir stúlkur, sem vilja búa sig undir störf við gistihús, mötuneyti og likar stofnanir. Inntökuskilyrði gagnfræðapróf eða hliðstæð menntun og 18 ára aldur. Nánari upplýsingar gefur skólastjórinn Guðbjörg Kolka, Hallormsstað. FISKISkÍpTILSÖLU 350, 270, 250, 100, 65, og 10 tonna. llöt'uin kaupendur að flestum stærðum fiskiskipa. Sérstaklega vantar okkur báta af stærðum 10-40 tonn. MIÐSTÖÐIN KIRKJUHVOLI SÍMAR 26260 26261 Starfstúlknafélagið Sókn FÉLAGSFUNDUR verður haldinn fimmtudaginn 25. mai kl. 9 eh. i Lindarbæ (niðri). Fundarefni: 1. Staða konunnar i atvinnulifinu, gestir frá Rauðsokkahreyfingunni mæta á fundinum. Vilborg Harðardóttir flytur framsöguerindi. 2. Rætt um sumarstarfið, orlofsferðir o.fl.. Mætið vel ogstundvislega. Starfstúlknafélagið Sókn. MELAVÖLLUR t kvöld kl. 20.00 leika: VALUR - ÞRÓTTUR VALUR------ÞRÓTTUR Reykjavíkurmótið Hálfnað erferk þá haf ið er sparnaður skapar verðmeti Samvinnubankinn Jón Grétar Sigurðsson héraðsdómslögmaður Skólavörðustíg 12 Simi 18783 Erlingur Bertelsson héraðsdómslögmaður K1RKJUTORGI6 Simar 15545 og 14965 UROGSKARTGRIPIR: KORNELJUS JONSSON SKÚLAVÖRÐUSTlG 8 BANKASTRÆTI6 f% 18588 -18600

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.