Tíminn - 24.05.1972, Page 9

Tíminn - 24.05.1972, Page 9
Miövikudagur 24. mai. 1972. TÍMINN 9 Athugasemdir við skrif á SUF-síðu 18. maí sl. Það hefur væntanlega ekki farið framhjá mörgum af lesendum Timans, að for- ysturhenn SUF hafa orðið mjög uppnæmir vegna ráðstefnu um Framsóknarflokkurinn i nútið og framtið, sem FUF i Reykjavik efndi til þ. 29.og 30. april s.l. A SUF — siðunni þ. 18/5 s.l. birtust siðan beinar persónulegar árásir á aðstandendur ráð- stefnunnar, sem SUF - forustan kallar: „einangraðan minnihluta með einangraðar sérskoðanir i sameiningarmálinu”. SUF — siðan telur, að stefna flokksins i sameiningarmálinu sé skýr og vitnar til þess, að miðstjórnar- fundur nú i vetur hafi hlustað með mikilli athygli á Eystein Jónsson flytja skýrslu um málið. Ég skora á SUF - siðuna að birta þessa skýrslu, — a.m.k. þann kafla, þar sem Eysteinn skýrði frá þvi, að hér væri um að ræða verkefni, er tæki mörgárað framkvæma, og enginn gæti sagt um.hvort nokkur árangur næðist. Það sakaði ekki heldur að láta fylgja með ummæli Ólafs Ragnars Grimssonar, á sama miðstjórnarfundi, þar sem hann mæltist til,að sameiningarmálið væri tekið út af dagskrá, þar sem mörg mikilvægari mál þyrfti að ræða. Ég tel ekki óeðlilegt, að i stórum og breiðum flokki, eins og Framsóknarflokkurinn er, hafi menn ólikar skoðanir á ýmsum málum, m.a. á sameiningar- málinu. En það er alvarleg ógnun við lýðræðið i flokknum, þegar SUF — siðan i Timanum, sem er mál- gagn ungra framsóknarmanna um allt land, er notuð til persónu- legra árása á einstaka flokks- Við hér á Sögueyjunni erum miklir menn og þurfum ekki að sjá f skildinginn. Loftleiðir og Flugfélag Islands eru i kapphlaupi um örfáa farþega, sem fara til Skandinaviu og London, og oft eru þess dæmi, að þotur, sem taka i sæti 120- 160 manns, eru að skrölta á þessum flugleiðum með frá 10- 30 farþega. Allir sjá hvilik só- un þetta er með þessu dýru tæki. Frændur okkar Skandi- navar gátu og vildu ekki sóa svona fjármunum út i bláinn, en við, sem teljum 200 þúsund hræður, erum að leika milljónaþjóö. í innanlands- flugi högum við okkur á svip- aðan hátt, viöa hafa risið upp samtök úti um land með miklu brambolti til að stofna flug- rekstur, t.d. á tsafirði hér um árið, og fór það á höfuðið sem kunnugt er. Vestmannaeying- ar stofnuðu Eyjaflug, það fór sömu leið með miklu fjárhags- tjóni, og varð þar sorglegt dauða slys. 1 mörgum héruðum er verið að koma á fót tilraunum með ný flugfélög, sem eiga að keppa um þennan litla mark- að, meðal annars til að annast sjúkraflug. Undanfarna ára- tugi hefur Björn Pálss. rekið sjúkraflug, eins og alþjóð er kunnugt, og er hann löngu menn og flokksfélög vegna ,,sér- skoðana”. Þorsteinn Ólafsson viðskipta- fræðingur, fulltrúi SUF i blaðstj- órn Timans, skrifar grein i Timann þ. 18/5 s.l., sem hann nefnir „Flokksþráhyggja”. Þar gagnrýnir hann harðlega þá flokksmenn, sem lýst hafa yfir stuðningi við stefnu og forystu- menn Framsóknarflokksins. Þ.Ó.telur þetta vera alvarlegan kvilla, er hann nefnir flokksþrá- hyggju. Telur hann liklegt, að slikir menn muni snúa „Faðir- vorinu” uppá flokkinn. En lengi getur vont versnað. Sú uggvæn- lega þróun, að ungir framsóknar- menn lýsi yfir stuðningi við Framsóknarflokkinn, er ekki eina ástæðan fyrir því, að blað- stjórnarmaður þessi stingur niður penna. Nei! Þessir „flokks- þráhyggjumenn” — sem hann nefnir svo — hafa einnig orðið uppvisir að þvi að gagnrýna stjórnSUF! Og af hverju má ekki gagnrýna stjórn SUF? — Það er af þvi að stjórn S.U.F. hefur á undanförnum árum verið sú „vakandi gagnrýnis- rödd”, sem hefur gagnrýnt stefnu og forystu Framsóknarflokksins. — Og blaðstjórnarmaðurinn tekur William Fulbright, sér til vitnis um það, að það að gagnrýna flokk sinn, sé hin æðsta þjónusta og mestu „gull- hamrar”. — Ekki getur Þ.Ó. þess, hver ástæðan sé fyrir þvi, að stjórn SUF þolir ekki slika „gull- hamra.” Ég get mér þess til, að ástæðan sé hin viðfræga hógværð og litil- læti helztu forystumanna SUF. A SUF-siðunni 18/5 s.l. er rammagrein undir fyrirsögninni: „Hvi ekki sannleikann um ráð- stefnuna?” landfrægur fyrir sitt mikla og óeigingjarna starf. Marga hættulega ferð hefur hann flogið til Grænlands i tvisýnu veðri. Það eru yfir 3000 sjúklingar, sem Björn hefur flutt á tveim áratugum, og hve mörgum mannslifum hann hefur bjargað með snarræði sinu og dirfsku, veit vist eng- inn. Austfirðingar eru nú komnir af stað meö stofnun flugfélags, og andar heldur köldu til starfsemi Flugþjón- ustu Björns Pálssonar. Þó hef- ur hann haft i vetur ágæta flugvél staðsetta á Egilsstöð- um til þjónustu fyrir Austur- land. „Þegar Björn kom á Ló- unni” heitir grinfyrirsögn i Þjóðviljanum, sem á að vera þakklæti til Björns frá Aust- firðingum. Undirskriftin er S.A. Það er gert grin að aldri vélarinnar, sem er þó endur- byggð og i fyrsta flokks standi. Það er rætt um skipulagningu á læknisþjónustu, og þvi ekki að skipuleggja sjúkraflug á sama hátt, svo að fjárhags- lega sé hægt að þjóna þvi og alltaf sé flugvélakostur til staðar. Islendingar munu seint gleyma fórnfúsu starfi Björns Pálssonar, og veröur honum vart fullþakkað það, sem hann hefur gert fyrir þjóð sina. Austfirðingur. Hinn „sannleikselskandi” greinarhöfundur, sem að visu lætur ekki nafn sins getið, spyr siðan ýmissa spurninga, sem eru flestar svo listilega samdar að vera jafnframt ósannar full- yrðingar. Ein spurningin hljóðar svo: „Hvers vegna er ekki sagt frá þvi, að fundarstjóri neitaði að bera upp tillögu Ólafs Ragnars Grimssonar, þegar meirihluti ráðstefnugesta óskaði eftir þvi og studdi þá ósk i atkvæðagreiðslu? Svarið er: Af tiilitssemi við ólaf Ragnar Grimsson. Þegar fyrir- spurnartima um erindi Hannesar Jónssonar var lokið og ráðstefnu- gestir komnir i kaffihlé, kom Ó.R.G. til fundarstjóra Friðjóns Guðröðarsonar, hdl og skýröi honum frá þvi, að hann ætti eftir að bera fram örstutta fyrirspurn til Hannesar og fór fram á að fá að spyrja(áður en Guömundur G. Þórarinsson hæfi erindi sitt, sem var næst á dagskrá. Fundarstjóri varð viö þessari bón. En i stað þess að beina fyrir- spurn til frummælenda eins og Ó.R.G. hafði boðað, ávarpaði hann ráðstefnuna og kvaðst harma þann ófrið og hávaða, sem á ráðstefnunni væri. — Vegna þessa ófriðagkvaðst hann ætla að bera fram tillögu til ályktunar fyrir ráðstefnuna — sem allir ættu að geta oröið sammála um, vegna þess að i henni væru einungis orðréttar setningar upp úr stefnuályktun flokksins. Óskaði hann eftir(að atkvæði yröu greidd þegar i stað. Spruttu þá fram ýmsir aðstoðamenn og dreifðu ályktun ó.R.G. meðal ráðstefnugesta , en fylgjendur Ó.R.G. gerður háreisti. Fundarstjóri kvaðst harma þessa framkomu Ó.R.G. — Hér hefði verið svikizt aftan að sér,og kynni hann sliku illa. Kvaðst hann ekki hafa búizt við slikri fram- komu af manni i stöðu Ó.R.G. Ó.R.G. hefði alla möguleika á að ræða þessi mál undir dagskrár- liðnum „almennar umræður” og myndi hann halda áfram dagskrá eins og auglýst hefði verið. — Ekki sætti Ó.R.G. sig við þessa afgreiðslu mála og hélt uppi miklu málþófi, en fylgismenn hans öskruðu og létu illum látum. — Eysteinn Jónsson, forseti sam- einaðs Alþingis, sem sat ráð- stefnuna, kallaði nokkrun sinnum yfir hópinn og sagði, að fundar- stjóri yrði að ráða þessu. Að lokum sljákkaði i þeim, sem háværastir höfðu verið, og hélt fundarstjóri áfram dagskrá. 1 almennu umræðunum lýsti ég undirritaður þvi yfir, að ég hefði siður en svo neitt á móti þvi, að ráðstefnan samþykkti ályktun, hvar I voru orðréttar setningar upp úr samþykktum flokksins — aldrei væri góð visa of oft kveðin — hinsvegar heföi ég taliö, að forystumenn S.U.F. hefði getað sýnt þá tillitssemi við forystu F.U.F. sem ráðstefnuna hélt, að hafa samráð um slika ályktun. • Ég taldi,að i ályktunina vantaði skýlausan stuðning við Fram- sóknarflokkinn og þá nauðsyn, að Framsóknarflokkurinn væri efldur i framtiðinni og að félags- hyggjufólkið i landinu sameinaðist undir merkjum .Framsóknarflokksins. Ég bar þvi fram viðaukatilllögu þess efnis, við tillögu Ó.G.R. og hvatt ráð- stefnugesti til að samþykkja til- löguna meö þeirri viöbót. Og þannig breytt var ályktunartil- lagan samþykkt af öllum fundar- mönnum. Það leið hins vegar ekki á löngu þar til ljóst varð, hvaða túlkun Ó.R.G. og fylgismenn hans ætluðu að leggja i ályktunina, þótt Þeir þyröu ekki að skýra frá þvi á ráðstefnunni. Að lokum vil ég harma þær per- sónulegar árásir, sem SUF-siðan hefur látið sér sæma, að halda uppi gegn Hannesi Jónssyni, blaðafulltrúa. Málefnaleg gagn- rýni er eitt, en persónulegar árásir annað. Þorsteinn Geirsson. Form. FUF i Reykjavik. STÖRF VIÐ LEIKSKÓLA Hafnarfjarðarbær óskar að ráða starfs- fólk við leikskólann Álfaskeiði 16, fóstru, heilsdagsstarf, fóstru, hálfsdagsstarf, tvær aðstoðarstúlkur. Umsóknir sendist undirrituðum eigi siðar en 2. júni nk. Bæjarstjórinn, Hafnarfirði, Flugið og íslendingar Verkamannafélagið Dagsbrún. FÉLAGSFUNDUR verður haldinn fimmtudaginn 25. mai kl. 20.30. í SIGTtJNI VIÐ AUSTURVÖLL Fundarefni: 1. Kosning fulltrúa á þing Verkasam- bands Islands. 2. Félagsmál. Félagsmenn fjölmennið og sýnið skirteini við innganginn. Stjórn Dagsbrúnar. BÆNDUR - HÚSFREYJUR Ég verö 14 ára i haust. Mig langar mikiö til þess aö komast I sveit og kynnast þar llfi og störfum. Ég hefi góö meömæli frá skóia minum og geri engar kaupkröfur. Upplýsingar f sima 83745. LOKAÐ vegna jarðarfarar kl. 12-4 i dag. Hús ga gna ver zlun Kristjáns Siggeirssonar h.f. SKURÐLÆKNIR Hér með er auglýst til umsóknar staða skurðlæknis við Sjúkrahús Vestmanna- eyja. Umsækjendur skulu vera viðurkenndir sérfræðingar i skurðlækningum. Launakjör eru skv. samningum Læknafé- lags Reykjavikur við rikis- og Borgar- spitala, eins og þeir eru á hverjum tima. Umsóknarfrestur er til 30. júni 1972. Umsóknir sendist landlækni. Bæjarstjóri. Lausar stöður Stöður aðstoðarskólastjóra við Mennta- skólann á Akureyri, Menntaskólann við Hamrahlið og Menntaskólann i Reykjavik eru lausar til umsóknar. Samkvæmt 53. gr. reglugerðar nr. 12/1971, um menntaskóla, skulu aðstoðar- skólastjórar ráðnir af menntamálaráðu- neytinu til fimm ára i senn úr hópi fastra kennara á menntaskólastigi. Umsóknir um framangreindar stöður, ásamt upplýsingum um námsferil og störf, skulu hafa borizt menntamálaráðu- neytinu fyrir 15. júni n.k. Menntamálaráðuneytið, 17. mai 1972. Malnlng I Jamworur Laugavegi 23 — Símar 11295 & 12876 — Reykjavík ÚREDAIMA TRÉllm Vatnsþétf Uredana trélím í 5 og 10 kílóa og 12 gramma pakkn- ingu. Póstsendum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.