Tíminn - 24.05.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.05.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Miðvikudagur 24. mai. 1972. A SJOSTONG VIÐ EYJAR! Andersonarn Andorsen og ir i brún slýrima ni á Danska Pétri. Fjærst skipstjórinn íhiiíiiii Jóel Þór Andersen. ICinil Andersen, kokkurinn Ingveld Klp-Keykjavik Mikill ferðamannastraumur var til Vestmannaeyja um hvita- sunnuna. Voru farnar margar flugferðir milli lands og Eyja, auk þess sem Herjólfur og önnur skip og bátar komu með l'ólk. Stærsti hópurinn kom þó með Gullfossi, sem lá þar við bryggju yfir helgina. Meðal farþega var hópur sjóstangaveiðimanna, en i Eyjum fór fram alþjóða-sjó- stangaveiðimót, sem var vel sótt. Auk þess fór fram stórmót i golfi og svo kepptu heimamenn við Akureyringa i knattspyrnu. Heldur var veður leiðinlegt i Eyjum yfir hvitasunnuna, suð- austan rok og bræluskratti eins og karlarnír kölluðu það. Sögðu þeir þetta vera Gullfossbrælu, en það væri alltaf bræla, þegar Gullfoss kæmi þar i höfnina. Þrátt fyrir það voru menn harðir við að sækja sjóinn með stangirnar, og voru 7 bátar i þvi að flytja fiskimennina á miðin. Fyrri daginn var veitt fra kl. 16.00 til 21.00 en þann siðari frá kl. 7.00 til 16.00. Var mikill handagangur i öskjunni,þegar komið var á miðin og dregið af kappi. Veiðin var góð, menn fengu þetta um og yfir 300 kg, en sumir fóru þó niður i nokkra fiska. 1 sveitakeppninni sigraði a sveit Vestmannaeyja,sem veiddi samtals 1011,1 kg. önnur varð sveit Karls Jörundssonar Akur- eyri með 946,9 kg og þriðja b sveit Vestmannaeyja með 865,3 kg. 1 allt voru sveitirnar 9 talsins — allar islenzkar, en auk Is- lendinganna voru keppendur frá Bandarikjunum, Skotlandi, Eng- landi og Þýzkalandi. 1 sigursveitinni voru þeir Sævar Sæmundsson, Óli Gaard Jensen, Jón ögmundsson, og Sveinn Jónsson, sem jafnframt fisknasti einstaklingurinn með 316 kg., þar af- veiddi hann 301,5 kg siðari daginn. Mestan afla kvenna fékk Margrét Helga- dóttir, 227,3 kg, en stærsta fiskinn dró Konráð Arnason, Akureyri þorsk, sem vóg 5,9 kg. Hann fékk einnig flesta fiska eða 323 talsins. Aflahæsta skipið i mótinu varð Danski Pétur, skipstjóri Emil Andersen. Fékk „áhöfn hans" samtals 2044,6 kg. Emil vann þar með skipstjórbikarinn til eignar, en hann hefur tvivegis áður verið með aflahæsta skipið i þessum mótum. Fyrir utan þessi verðlaun voru einnig veitt verðlaun fyrir stærsta fiskinn af hverri tegund og hlutu þau þessi: Ufsi3,4kg. JónSæmundsson, Keflav. Karfi, 1,5kg. Sveinn Jónsson, Vestm. Lýsa 1,4 kg. Sveinn Jónsson, Vestm. Keila 5,8 kg. Karl Jörundsson, Akureyri Lúða 3,2kg. Kristinn Jóhanness. Akureyri. Þorskur5,9kg Konráð Arnason, Akureyri, Ýsa 3,6 kg. Eirikur Sigurgeirss. Vest. Steinbitur 2,8 kg. Reynir Eyjölfss. Reykjavik. Fyrir sjóstangaveiðimennina og golfarana voru haldin kveðju- hóf,og var mikið fjör hjá báðum aðilum. En sjálfir slógu Eyja- skeggar upp dansleikjum eina minútu eftir miðnætti á hvita- sunnudag. Var þegar uppselt á báða dansleikina, enda dunaði dansinn fram á rauða morgun. — Karlarnir mæna upp i brúna og bíða eftir skipun frá skipstjóranum um að renna út. — Allar stangir bognar f átökunum við þann gula. (Tlmamyndir —klp—)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.