Tíminn - 24.05.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 24.05.1972, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 24. mai. 1972. TÍMINN 13 A OSK HVERS VEIÐIMANNS ER AÐ LL VOTN AF FISKI ajnwftmyssg 1971 nam kr. 1 milljón, og að auki voru veittar kr. 700 þús. til greiðslu styrkja vegna eldri framkvæmda. A fjárlögum þessa árs greiðir rikissjóður 2.2 millj., en þar af eru 1.2 millj. til greiðslu á styrkj- um vegna eldri framkvæmda, fyrir tilkomu Fiskiræktarsjóðs. Á aðalfundi L.S. i nóv. s. 1. var að þvi fundið, að óhæfilegur dráttur hefði orðið á greiðslu gjalda til Fiskræktarsjóðs, þar sem vatnsaflsstöðvar höfðu litið sem ekkert greitt til sjóðsins frá stofnun hans. Skoraði fundurinn á rikisvaldið að hlutast til um inn- heimtu á tekjum sjóðsins án frekari dráttar og veita sérstakt ^^* .lóii Finnsson, hrl. framlag til lúkningar á f járskuld- bindingum vegna eldri fram- kvæmda. Umsóknir höfðu þá borizt frá 17 aðilum um styrki úr sjóðnum. Það má telja ljóst, að það fé, sem Fiskræktarsjóður kemur til með að hafa, muni ekki nægja til þess að fullnægja eftirspurn eftir fjár- magni, og má það ekki liðast, að þeir aðilar, sem ber að greiða lög- boðin gjöld til sjóðsins bætist við að greiða þau. Fyrirmæli vantar um innheimtu, gjalddaga og lög- taksrétt, og þyrfti að bæta úr þvi. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að eitt af aðalbaráttu málum stangarveiðimanna hefir verið að friða ár fyrir neta- veiði, fækka netum og lengja friðunartimann i þeim ám, þar sem slikar veiðar eru stundaðar, og setja neta- og ádráttarveiði þröngar skorður. Ekki sizt hefir verið lögð áherzla á að stækka friðunarsvæðin við árósa. Þróunin að nútima löggjöf um laxveiði hófst á ofanverðri 19. öld með lögum nr. 16/1876, viðauka- lögum við Landsleigubálk Jóns bókar frá 1281. Samkvæmt þjóðveldislögunum og Jónsbók, máttu menn á Ieið sinni stanga fiska.er lágu á brotum og lágu i götu þeirra, enda væri þar eigi veiðistóð landeigenda. Hinsvegar máttu menn ekki gera sér ferð eða leggja lykkju á leið sina til veiða i land annars manns. Margir kannast við þessa setn- ingu úr Jónsbók: „Ganga skal Guðsgjöf til fjalls sem til fjöru, ef gengið vill hafa". Leitun mun vera á lagaákvæði, sem hefir verið skráð á fegurri hátt. Lögin frá 1876 mæltu m.a. svo fyrir.að lax skyldi vera friðhelgur frá 1. sept. til 20. mai. Með lögum nr. 5/1886 voru landsleigubálkur Jósb. og við aukalögin afnumin. Þá var lax friðaður 3 mánuði fyrir veiðum i sjó, ám og vötnum á hverju sumri, og vikufriðun ákveðin 36 klst. Grundvöllurinn að núverandi löggjöf var lagður með lax- og silungsveiðilögunum nr. 61/1932, sem var merk lagasetning, en þá var laxveiði i sjó algerlega bönn- uð. Vikufriðun fyrir annarri veiði en stangarveiði var ákveðin 60 klst. Hún er nú 84 klst. og hefir verið það siðan 1957. Mér er ekki kunnugt um, að nokkurt annað laxveiðiland við Norður-Atlants- haf hafi veitt veiðirétti eig- enda veiðivatna slika vernd, en hún var fullkomlega eðlileg, þar sem lögin gerðu ráð fyrir ræktun veiðivatnanna. Þessi vernd veiðiréttareigenda hafa stangarveiðimenn ávallt tal- ið sjálfsagða. t ályktun, sem gerð var á siðasta aðalfundi L.S. um úthafsveiðarnar segir m.a., að stöðugt vofi yfir sú hætta, að árangur þeirrar hagstæðu þróun- ar, sem orðið hafi hér á landi i ræktun göngufisks, verði gereyði- lagður meðan skefjalausar veiðar á fiskistofnunun séu stundaðar á úthöfunum. Fundurinn telji aug- ljóst, að fiskur, sem gangi i ferskt vatn til þess að hrygna, hafi algera sérstöðu, þar sem stærð fiskistofnanna og aflamagn bygg- ist á þeim lifsskilyrðum, sem fiskinum séu búin frá hendi náttiiru og manna, og ekki sizt þeirri fiskirækt, sem stunduð sé i hverju landi. Frá liffræðilegu, fjárhagslegu og siðferðilegu sjónarmiði sé óréttlætanlegtaðveiða slikan fisk á úthafinu, heldur beri að veiða hann i fersku vatni, enda fái þá hver þjóð þann afla, sem henni ber, eða i hlutfalli við það, sem hún hafi lagt af mörkum til vaxt- ar og viðhalds stofninum. Hvergi sé jafnauðvelt að koma við rétt- látri skiptingu á fiskistofnum. Landssamband stangarveiði- félaga hefir verið aðili að samtök- um stangarveiðimanna á Norður- löndum, Nordisk Sportfisker- union, siðan 1967 og hefir þar átt hlut að og fengið samþykktar ályktanir um bann við laxveiðum á úthafinu. Einnig danski fulltrú- inn tók þátt i þessari samþykkt. Mál þetta var siðan tekið upp á þingi Norðurlandaráðs af Sigurði Ingimundarsyni og Nils Jakobsen frá Noregi, en var visað til nefnd- ar og hefir sennilega sofnað þar. Nú þegar Bandarikjaþing hefir, flestum Á óvart, samþykkt heim- ild til handa forsetanum að banna innflutning á fiski frá þeim löndum, sem stunda rán- yrkju á höfunum, má búast við þvi, að einhver viðunandi lausn fáist á úthafsveiðunum á laxi. Það er fjarri mér að halda þvi fram, að vaxandi fiskigengd i ám og vötnum sé stangarveiðimönn- um og áhugamönnum um þessi mál einum að þakka. Alþingi, með skynsamlegri veiðilöggjöf, stofnun Veiðimála- skrifstofu, og veiðieigendur sjálf- ir, eiga sinn stóra hlut að þessu máli. Mér finnst hinsvegar ástæða til þess að minna á, vegna þess að oft er til þess vitnað, hve erlendir veiðimenn, sem hingað komu til veiða hafi farið vel með árnar, að sá árangur, sem náðst hefir, er eingöngu islenzku fram- taki fyrir að þakka og að þetta gerist á þeim tima, sem islenzkir aðilar og veiðimenn hafa umráð yfir veiðinni. Það er þvi algerlega óþarft að vera að ala á tortryggni i garð stangarveiðimanna með samanburði við veiðimennsku erlendra manna, og ég er sann- færður um, að flestir veiðiréttar- eigendur gera sér ljóst, að nýting islenzkra veiðimanna á veiði- vötnunum á undanförnum árum, hefir átt mestan þátt i þvi að auka verðmæti þeirra. Það leiðir af eðli málsins, að þvi betur sem veiðist, þeim mun hærri leiga fæst fyrir veiðiréttindin. Ég tel einnig ljóst, að sú framþróun, sem átt hefir sér stað á þessu sviði, hefði verið óhugsandi, ef ekki hefði komið til hinn mikli og almenni áhugi Islenzkra stangarveiðimanna á stangarveiði og fiskirækt. Landssamband stangarvéiði- félaga og stangarveiðifélög hafa hinsvegar ávallt barizt gegn hverskonar rányrkju á fiskistofn- um og fordæmt ótæpilega alla veiðimennsku, sem er til þess fallin að ganga á fiskistofnana. Sambandið og félögin hafa jafnan haldið uppi áróðri fyrir aukinni og bættri veiðimenningu og hafa m.a. i þvi skyni gengizt fyrir kennslu i köstum og kastkeppn- um, sem er mikilvægur þáttur i þessu efni, enda hafa miklar og almennar framfarir orðið á þessu sviði. En þrátt fyrir hina hagstæðu þróun, sem orðið hefir i fiski- gengd og fiskirækt hér á landi, er þvi ekki að leyna, að islenzkir stangarveiðimenn, sem laxveiði stunda, hafa veruíegar áhyggjur um þessar mundir. Ástæðurnar eru alkunnar. Erlendir stangarveiðimenn flykkjast nú til landsins til veiða I beztu og eftirsóttustu veiðiárnar fyrir tilstuðlan islenzkra aðila og milliliða, sem gera sér útleigu ánna að atvinnugrein, með þeim afleiðingum.að verð á veiðileyf- um hefir hækkað svo stórkost- lega, að það er orðið ofviða islenzkum stangarveiðimönnum. Spurningar hafa risið um laga- heimild fyrir þessari starfsemi og hversu opinberu eftirliti væri háttað með henni. Með óbreyttri þróun þessara mála, eru horfur á þvi, að bezti veiðitiminn, 11/2-2 mánuðir i öllum betri ánum, verði leigður útlendingum en Islend ingum sjálfum verði aðeins skild- ar eftir 2 vikur i byrjun og lok veiðitimans. Jafnframt eru uppi mikil áform um byggingar á veiðihöllum með tilheyrandi þjónustu fyrir hina erlendu gesti. Óbrotin og einföld veiðihús duga ekki lengur. Það þarf að flytja þjónustuna og þægindin með sér út i kyrrð hinnar islenzku sveitar. Það þarf einkabilstjóra, leiðsögu- mann og snúningastrák til þess að beita og bera byrðarnar. Þessu fylgir auðvitað mikill kostnaður, sem stórhækkar veiðileyfin. tslenzkum stangarveiðifélög- um og stangarveiðimönnum er mikill vandi á höndum, hvernig bregðast skuli við þessari þróun mála. Horfur eru á, að stangar- veiðifélög telji sig tilknúin til þess að taka þátt i þessum darraðar- dansi, svo þau missi ekki öll itök við veiðiárna. Það er mikil öfugþróun, þegar isl. stahgarveiðifélög verða að fara inn á þessa braut, svo óskemmtileg sem hún er, - en hvað skal gera? Það þarf að auka þjóðartekjurnar og renna fleiri stoðum undir isl. efnahags- lif er viðkvæði, sem oft heyrist i dag. Við þurfum að auka gjald- eyristekjur þjóðarinnar. -Lifið er saltfiskur var einu sinni skrifað. - Miklar áætlanir eru uppi um að gera fsland að ferðamannalandi og auka þannig gjaldeyristekjur þjóðarinnar. Renna þá margir hýru auga til veiðiréttindanna til þess að egna með fyrir erlenda ferðamenn. Haft er-við orð, að gera mætti stangarveiðina að stóriðju. Nú er umhverfisnefnd og nátt- úruvernd ofarlega á baugi. Einn- ig hér á okkar landi, m.a. i sölum Alþingis. Mönnum verður æ'ijós ara, hve mikils virði þaö er að eiga stórt og viðáttumikið land, skyldur þeirra við landið og kom- Framhald á bls. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.