Tíminn - 24.05.1972, Page 13

Tíminn - 24.05.1972, Page 13
12 TÍMINN Miðvikudagur 24. mai. 1972. Miðvikudagur 24. mai. 1972. TÍMINN 13 Ungfrú læknir, á frummálinu Kraulcin Doctor Leikstjóri: Albert Lattuada, Kvikmyndari: Luigi Kveillcr Tónlist: Ennio Morricone, itölsk — júgósiafnesk frá 197« Sýningarstaður: lláskólabió, islenzkur texti. Ég býst ekki við, að margir muni eftir kvikmynd, sem var sýnd i Laugarásbiói fyrir u.þ.b. 15 árum, það var „Erakkinn” handritið var byggt á einni af smásögum Dostofjeskis. Albert Lattuada stjórnaði þeirri mynd, sem var afar vel gerð og áhrifarik. Ekki hefur honum tekizt siður i þetta sinn. Hér segir frá ungri konu, sem þjónar landi sinu dyggilega i fyrri heim- styrjöldinni. Hún er þýzk og er potturinn og pannan i drápi Kitcheners lávarðs, sem fórst ásamt 700 manns við dular- fullar aðstæður 1916, þegar hann var á leið til Rússlands. Við fáum ekki að vita nafn þessarar konu umfram kenni- nafn hennar „ungfrú læknir”, hún er hugmyndarikari, djarf- ani og hugþrúöari en karl- mennirnir, sem starfa með henni. bað er hún, sem nær i formúlu eiturgassins, sem Í’MMH A myndinni scst Sus y Kendall Þjóðverjar notuöu seinna i striðinu með hryllilegum af- leiðingum. Suzy Kendall leik- ur njósnarann vel, hún á auð- velt með að vera sannfærandi, hvort heldur hún þykist vera venjuleg stofustúlka eða her- togafrú. Lattuda leitast við að sýna einmannalegt lif njósn- ara og spennu, sem hlýtur að brjóta fólk niður andlega. „Ungfrú læknir” er morfin- isti, svo furðulegt verður að teljast, hve mikið hún afrekar fyrir land sitt. Réttilega lætur Lattuada myndina enda á þvi að hún gerir sér ljósar vit- firringslegar afleiðingar striðsins og sér, hversu heimskulegt það er að drepa meðbræður sina. Þessi mynd snertir mann dýpra en marg- ar aðrar striðsmyndir, hún er svo mannleg. Sum atriðin eru i senn sterk og óhugnanleg t.d. reið herdeildarinnar, þegar gasárásin stendur, menn og hestar likjast mest ófreskjum og slæðurnar af gasinu gera sitt til að auka á draugaleg áhrif. Spennan helzt alla myndina allt frá upphafsatriö- inu. Ég er ejcki alveg dús við Kenneth More i hlutverki yfir- manns brezku leyniþjónust- unnar, og James Booth hefði mátt vera minna sætabrauðs- legur, en þetta er nú sparða- tiningur þvi i heild er myndin vel gerð og efninu gerð tæm- andi skil. PL Magni Guðmundsson: XXX STJÓRN Á STARFI 0G STARFSMÖNNUM 5. Korstjóramenntun. —Verðandi forstjóri fyrirtækis eða stofnunar þarf i raun réttri tvenns konar undirbúning. Sumt getur hann lært i uppvextinum, annað ekki fyrr en siðar, þegar hann hefir gegnt starfi um hrið. Af þeim greinum, sem kenndar eru i almennum framhaldsskól- um unglinga, má ýkjalaust telja eina þeirra ganga næst þvi að vera bein æfing fyrir væntanleg- an leiðtoga. Það er beiting móðurmálsins, — samning rit- gerða, jafnvel smásagna og ljóða. Slikt kennir honum að tjá sig, kennir honum orð og merkingu þeirra, kennir honum að skrifa. t sama augnamiði eru málfunda- félög i skólum gagnleg, einnig munnleg vörn prófritgerða, sem gjarnan mætti verða algengari. Hvorttveggja kemur honum að iiði i forstjórastarfinu, þegar hann gefur tilskipanir, sem þurfa umfram allt að vera gagnorðar, skýrar og ótviræðar, eða þegar hann miðlar upplýsingum og fréttum innan fyrirtækisins og ut- an. t æsku er og auðveldast að afla sér þekkingar og skilnings á rök- fræði og stærðfræði. Þá gefst kostur að kynnast grunnatriðum visinda og vinnubrögðum þeirra, sögu og félagsfræði og siðast en ekki sizt hagfræði og skilgrein- ingartækjum hennar. Þennan lærdóm geta menn öðlazt með skólanámi, svo sem áður segir, — eða með sjálfsmenntun, eins og margir afburðamenn hafa gert á öllum timum. Með þessu er ekki dregið úr gildi verzlunarskóla. Þeir kenna sérhæfð skrifstofustörf, sem eru nauðsynleg undirstöðumenntun, en ekki stjórn fyrirtækja. Hlut- verk þeirra er að búa nemandann undir fyrsta starfið, sem hann sækir um. Á siðustu árum hafa háskólarnir tekið málið i sinar hendur og stofnað sérhæfðar deildir fyrir stjórnsýslu. En reynsla viö stjórnarstörf er ekki siður mikilvæg en nám og lærdómur. Aðeins reyndur maður kann að meta og taka áhættu. Að- eins hann getur beitt dómgreind og tekið ákvarðanir. E.t.v. er ekkert jafn hlálegt og ungmenni, er numið hefir „starfsmanna- stjórn” i viðskiptaskóla — og telur sig þess umkominn að stjórna fólki og fyrirtæki. Slikur piltur kann að gera mikinn skaða, en varla mikið gagn. t starfi forstjóra eru ótal þættir, sem ekki er unnt að skilja, nema þegar reynsla er fengin, — reynsla i stefnumörkun, skipu- lagningu, upplýsingam iðlun, vinnumælingum, starfsmanna- þjálfun og starfsmannaörvun. Reynslulausum manni eru þessir hlutir innihaldslaus, lifvana orð. Þvi fer ekki milli mála, að þörf er framhaldsmenntunar fyrir þá, sem þegar fást við stjórnsýslu. Um það vitnar vissulega sjá fjöldi námsskeiða, sem haldinn er fyrir þessa menn á vegum félagasam- taka og menntastofnana. Stöðuþjálfun innan fyrirtækis (career planning). —Þegar fyrir- tæki stækkar, annaðhvort vegna innri vaxtar eða samruna við önnur fyrirtæki, gerist æ vanda- samara að fylla i skörðin. Þetta er samt nokkuð, sem ekki verður umflúið. Þjálfun þeirra, sem við eiga að taka, er heilög skylda stjórnsýslu. Nýju mennirnir þurfa meira að segja að vera fyrirrennurunum fremri, ef fyrir- tækið á að geta tekið framförum eða jafnvel aðeins haldið velli i harðnandi samkeppni. Stöðuþjálfun stefnir ekki ein- ungis að þvi að veita einstakling- um leiðsögn og æfingu i þvi starfi, sem hann þegar hefir, heldur býr hann undir að takast á hendur þá ábyrgð, sem hæfileikar hans framast leyfa. Virk áætlun i þessu skyni tryggir yngri deildarstjór- um og mönnum á uppleiö frama- von og stöðuhækkun við þeirra hæfi, þegar timar liöa. Mun það eitt stuðla að meiri stöðugleika og staðfestu, fækka uppsögnum og mannaskiptum. Annar kostur fylgir i kjölfarið. Þegar maður er i þjálfun fyrir framtiðarstarf, lærist honum betur, hvaða kröfur eru til hans gerðar. Honum verð- ur ljóst, i hverju honum var ábótavantog hvar hann fór villur vega. Arangurinn er nær ætið sá aö eina orku hans i rétta farvegi og auka afköstin. Nauðsynlegt er að hefja stöðu- þjálfun heldur fyrr en siðar, þvi að menn þurfa að geta dvalið nægilega lengi i hverju starfi á leið upp metorðastigann. Einnig er æskilegt, að ávallt sé unnt að velja milli tveggja eða þriggja manna, þegar að þvi kemur að skipa i æðstu stöður. Ekki verður þvi alltaf við komið að þjálfa menn til ábyrgðarstarfa að öllu leyti innan fyrirtækisins. Oft þarf að senda þá á námskeið i sérskólum eða æðri menntastofn- unum. Utanlandsferðir og aðstoö eða samvinna við önnur fyrirtæki geta og vikkað sjóndeildarhring- inn. Stjórnsýsla á jafnan að hafa augun opin fyrir þeim, sem sjá lengra en nef þeirra nær. Sá hæfi- leiki manns að geta skoðað fyrir- tækið og hagsmuni þess i heild, en þó starfað á sinu afmarkaða sviði, er flestum öðrum dýrmætari. Að sjálfsögðu getur stórfyrir- tæki ekki eygt allar þær gáfur, sem með mönnum þess kunna að leynast. Fer vel á þvi að fela sér- stökum aðila aðuppgötva þá, sem lofa góðu. Frumval starfsmanns til stöðuþjálfunar skiptir megin- máli. Engin forskrift segir til um, hvernig að skuli farið, en þessa kosti verður að segja ofarlega: Heiðarleika, vitsmuni, metnað, ábyrgð, dómgreind og samstarfs- hæfni. Ef efniviðurinn er réttur, mun menntun og þjálfun ein- staklinganna geta þróaö með þeim þá stjórnarhæfileika, sem fyrirtæki og stofnanir nútimans þurfa svo mjög á að halda, ekki sizt hér á tslandi. Jón Finnsson: HEITASTA OSK HVERS STANGAVEIDIMANNS ER AD FYLLA OLL VOTN AF FISKI A s.l. hausti voru liðin 21 ár frá stofnun Landssambands stangar- veiðifélaga. f sambandinu eru nú 23 félög með um 2500 félagsmenn. Fjöldi þeirra, sem leggur stund á stangarveiði, er þó miklu meiri, þvi að stór hópur manna er ófélagsbundinn, og auk þess fær- ist það i vöxt, að fjölskyldur stangarveiðimanna taki þátt i þessari hollu og skemmtilegu iþrótt. Að sjálfsögðu verður ekk- ert um það fullyrt, hve stór sá hópur er, sem fer til lax- og silungsveiða einhvern tima á sumri hverju, þar sem engin könnun hefur farið fram á þvi, en sá hópur fer vaxandi, og er ekki ósennilegt, að hann sé milli 10 og 20 þúsund manns. Stangarveiðin er orðin þjóðar- sport tslendinga. Ekki einungis stangarveiði- félög geta orðið aðilar að L.S. Einnig fiskiræktarfélög geta orð- ið aðilar, enda hafa samtökin og stangarveiðifélögin fiskirækt á stefnuskrá sinni. Markmið L.S. er að koma á sem viðtækustum samtökum stangar- veiðimanna, gæta hagsmuna þeirra og bæta aðstöðu þeirra til stangarveiði, m.a. með þvi; að'vinna að endurbótum á lax- og silungsveiðilöggjöfinni, aðkoma i veg fyrir rányrkju og ofveiði á göngu- og vatnafiski og stuðla að aukningu fiskistofna i ám og vötnum, og að tekin verði til fiskiræktunar ár og vötn,sem fisklaus eru, að vinna að náttúruvernd, að stuðla að auknum skilningi almennings á málefnum sam- bandsins og tilgangi þess og góöri samvinnu stangarveiðimanna og veiðieigenda, að vera fulltrúi stangarveiði- félaga, innan vébanda sambands- ins, gagnvart þvi opinbera. Landssamband stangarveiði- félaga hefir leitazt við að vinna að framgangi áhugamála stangar- veiðimanna með þvi að reyna að hafa áhrif á þá aðila, sem hafa völd til þess að móta þróun veiði- málanna. A starfsferli sinum hefir sam- bandið gert fjölmargar ályktanir og samþykktir um veiðimál i við- tækari merkingu, sem beint hefir verið til Alþingis og stjórnvalda, en einnig hafa farið fram viðræö- ur við þessa aðila um einstök málefni. Þessar starfsaðferðir eru að sjálfsögðu seinvirkar og erfitt að vega og meta áhrif þeirra, en þó hygg ég, að ekki verði um það deilt, að þær hafi haft jákvæð áhrif á þróun veiði- málanna og borið árangur, þótt þvi fari fjarri, að allar tillögur stangarveiðimanna hafi náð fram að ganga, en L.S. átti fulltrúa i nefnd þeirri, sem vann að siðustu endurskoðun á lax- og silungs- veiðilögunum. Svo sem kunnugt er, hefir ráð- herra (landbúnaðarráðherra) yfirstjórn veiðimála með hönd- um, en honum til aðstoðar um stjórn þeirra eru veiðimálastjóri og veiðimálanefnd, en i henni eiga sæti 5 menn, sem ráðherra skipar til 4 ára. Einn skipar ráð- herra án tilnefningar, en hina 4 samkv. tilnefningu Búnaðarfél. tslands, Hafrannsóknastofnunar- innar, Landssamb. veiðifélaga og Landssamb. stangarveiðifélaga. I eldri veiðimálanefnd, sem stofnuð var með lax- og silungs- veiðilögunum nr. 61/1932, áttu sæti þrir menn, en hvorki Lands- samband veiðifélaga né Lands- samband stangarveiðimanna hafði rétt til að tilnefna menn i nefndina. Samkv. eðli málsins bar að veit’a veiðifélögunum þennar rétt, sem eigendum veiði- réttar, en réttur L.S. var áunninn árangur af störfum Landssamb- andsins og áhugamanna, neyt- enda veiðiréttarins, og fól i sér mikilvæga viðurkenningu af hálfu hins opinbera á störfum þessara aðila að veiðimálum. Sameiginlegt áhugamál allra isl. stangarveiðimanna er að sjálfsögðu það, að þeir eigi kost á veiðileyfum við hóflegu verði. Af, þessu leiðir, að stangarveiðimenn eiga enga ósk heitari en þá, að fylla öll veiðivötn af fiski. Þeir hafa heldur ekki látið sitja við orðin tóm, én sýnt i verki, að þeir eru reiðubúnir til þess að leggja mikið i sölurnar, bæði fé og fyrirhöfn, til þess að ósk þeirrá megi rætast. Stangarveiðifélögin og samtök annarra áhugamanna hafa um árabil unnið að ræktun veiðivatna bæði með starfrækslu eigin klak- og eldisstöðva og með kaupum á seiðum, sem sett hafa verið i ár og vötn, sem þessir aðil- ar hafa haft til umráða. Ekki eru til neinar heildar- skýrslur um þessa starfsemi, en það væri ómaksins vert að reyna að taka saman skýrslu um hana, og óhætt er að fullyrða, að þetta starf er orðið ærið mikið að vöxt- um. Af stangarveiðifélögum geri ég ráð fyrir, að Stangarveiðifélag Reykjavikur hafi verið stórtæk- ast á þessu sviði, og er skemmst að minnast samninga félagsins um ræktun á Lagarfljótssvæðinu, en önnur stangarveiðifélög hafa einnig lagt verulega af mörkum til þessara mála. Landssamband stangarveiðifélaga hefir ekki far- ið út i fiskirækt sjálft, enda leigir það ekki nein veiðisvæði og er raunar bannað i lögum sam- bandsins. Að athuguðu máli var talið árangursrikara, að félögin legðu sjálf til hliðar fé til fiskiræktar, eins og þau hafa gert, enda myndu ýmis vandkvæði fylgja úthlutun úr sameiginlegum sjóði. Með stofnun Fiskiræktarsjóðs, samkv. lögum nr. 76/1970, var merkum áfanga náð, sem allir áhugamenn um stangarveiði fögnuðu, en L.S. mun þegar á ár- unum 1954- 1955 hafa gert tillögur um stofnun fiskræktarsjóðs. Tekjur sjóðsins eru, samkv. núgildandi lögum: 1. Fjárveiting úr rikissjóði. 2. Gjald af skirum veiðitekjum veiðifélaga 2%. 3. Tekjuafgangur fiskeldis- stöðva rikisins. 4. 3% af óskirum tekjum vatns- aflsstöðva i landinu, er selja orku til almennings. 5. Aðrar tekjur. Framlag rikis- sjóðs til Fiskræktarsjóös á árinu 1971 nam kr. 1 milljón, og að auki voru veittar kr. 700 þús. til greiðslu styrkja vegna eldri framkvæmda. A fjárlögum þessa árs greiðir rikissjóður 2.2 millj., en þar af eru 1.2 millj. til greiðslu á styrkj- um vegna eldri framkvæmda, fyrir tilkomu Fiskiræktarsjóðs. A aðalfundi L.S. i nóv. s. 1. var að þvi fundið, að óhæfilegur dráttur hefði orðið á greiðslu gjalda til Fiskræktarsjóðs, þar sem vatnsaflsstöðvar höfðu litið sem ekkert greitt til sjóðsins frá stofnun hans. Skoraði fundurinn á rikisvaldið að hlutast til um inn- heimtu á tekjum sjóðsins án frekari dráttar og veita sérstakt Jón Finnsson, hrl. framlag til lúkningar á fjárskuld- bindingum vegna eldri fram- kvæmda. Umsóknir höfðu þá borizt frá 17 aðilum um styrki úr sjóðnum. Það má telja ljóst, að það fé, sem Fiskræktarsjóður kemur til með að hafa, muni ekki nægja til þess að fullnægja eftirspurn eftir fjár- magni, og má það ekki liðast, að þeir aðilar, sem ber að greiða lög- boðin gjöld til sjóðsins bætist við að greiða þau. Fyrirmæli vantar um innheimfu, gjalddaga og lög- taksrétt, og þyrfti að bæta úr þvi. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að eitt af aðalbaráttu málum stangarveiðimanna hefir verið að friða ár fyrir neta- veiði, fækka netum og lengja friðunartimann i þeim ám, þar sem slikar veiðar eru stundaðar, og setja neta- og ádráttarveiði þröngar skorður. Ekki sizt hefir verið lögð áherzla á að stækka friðunarsvæðin við árósa. Þróunin að nútima löggjöf um laxveiði hófst á ofanverðri 19. öld með lögum nr. 16/1876, viðauka- lögum við Landsleiguijálk Jóns bókar frá 1281. Samkvæmt þjóðveldislögunum og Jónsbók, máttu menn á Ieið sinni stanga fiska, er lágu á brotum og lágu i götu þeirra, enda væri þar eigi veiðistöö landeigenda. Hinsvegar máttu menn ekki gera sér ferð eða leggja lykkju á ieið sina til veiða i land annars manns. Margir kannast við þessa setn- ingu úr Jónsbók: „Ganga skal Guðsgjöf til fjalls sem til fjöru, ef gengið vill hafa”. Leitun mun vera á lagaákvæði, sem hefir verið skráð á fegurri hátt. Lögin frá 1876 mæltu m.a. svo fyrir.að lax skyldi vera friðhelgur frá 1. sept. til 20. mai. Með lögum nr. 5/1886 voru landsleigubálkur Jósb. og við aukalögin afnumin. Þá var lax friðaður 3 mánuði fyrir veiðum i sjó, ám og vötnum á hverju sumri, og vikufriðun ákveðin 36 klst. Grundvöllurinn að núverandi löggjöf var lagður með lax- og silungsveiðilögunum nr. 61/1932, sem var merk lagasetning, en þá var laxveiði i sjóalgerlega bönn- uð. Vikufriðun fyrir annarri veiði en stangarveiði var ákveðin 60 klst. Hún er nú 84 klst. og hefir verið þaö siðan 1957. Mér er ekki kunnugt um, að nokkurt annað laxveiðiland við Norður-Atlants- haf hafi veitt veiðirétti eig- enda veiðivatna slika vernd, en hún var fullkomlega eðlileg, þar sem lögin gerðu ráð fyrir ræktun veiðivatnanna. Þessi vernd veiðiréttareigenda hafa stangarveiðimenn ávallt tal- ið sjálfsagða. 1 ályktun, sem gerð var á siðasta aðalfundi L.S. um úthafsveiðarnar segir m.a., að stöðugt vofi yfir sú hætta, að árangur þeirrar hagstæðu þróun- ar, sem orðið hafi hér á landi i ræktun göngufisks, verði gereyði- lagður meðan skefjalausar veiðar á fiskistofnunun séu stundaðar á úthöfunum. Fundurinn telji aug- ljóst, að fiskur, sem gangi i ferskt vatn til þess að hrygna, hafi algera sérstöðu, þar sem stærð fiskistofnanna og aflamagn bygg- ist á þeim lifsskilyrðum, sem fiskinum séu búin frá hendi náttúru og manna, og ekki sizt þeirri fiskirækt, sem stunduð sé I hverju landi. Frá liffræðilegu, fjárhagslegu og siðferðilegu sjónarmiði sé óréttlætanlegt að veiða slikan fisk á úthafinu, heldur beri að veiða hann i fersku vatni, enda fái þá hver þjóð þann afla, sem henni ber, eða i hlutfalli við það, sem hún hafi lagt af mörkum til vaxt- ar og viðhalds stofninum. Hvergi sé jafnauðvelt að koma við rétt- látri skiptingu á fiskistofnum. Landssamband stangarveiði- félaga hefir verið aðili að samtök- um stangarveiðimanna á Norður- löndum, Nordisk Sportfisker- union, siðan 1967 og hefir þar átt hlut að og fengið samþykktar ályktanir um bann við laxveiðum á úthafinu. Einnig danski fulltrú- inn tók þátt I þessari samþykkt. Mál þetta var siðan tekiö upp á þingi Norðurlandaráðs af Sigurði Ingimundarsyni og Nils Jakobsen frá Noregi, en var visað til nefnd- ar og hefir sennilega sofnað þar. Nú þegar Bandarikjaþing hefir, flestum á óvart, samþykkt heim- ild til handa forsetanum að banna innflutning á fiski frá þeim löndum, sem stunda rán- yrkju á höfunum, má búast við þvi, að einhver viðunandi lausn fáist á úthafsveiðunum á laxi. Það er fjarri mér að halda þvi fram, aö vaxandi fiskigengd i ám og vötnum sé stangarveiðimönn- um og áhugamönnum um þessi mál einum að þakka. Alþingi, með skynsamlegri veiðilöggjöf, stofnun Veiðimála- skrifstofu, og veiðieigendur sjálf- ir, eiga sinn stóra hlut að þessu máli. Mér finnst hinsvegar ástæða til þess að minna á, vegna þess að oft er til þess vitnað, hve erlendir veiðimenn, sem hingað komu til veiða hafi farið vel með árnar, að sá árangur, sem náðst hefir, er eingöngu islenzku fram- taki fyrir að þakka og að þetta gerist á þeim tima, sem islenzkir aðilar og veiðimenn hafa umráð yfir veiðinni. Það er þvi algerlega óþarft að vera að ala á tortryggni i garð stangarveiðimanna með samanburði viö veiðimennsku erlendra manna, og ég er sann- færður um, að flestir veiðiréttar- eigendur gera sér ljóst, að nýting isienzkra veiðimanna á veiði- vötnunum á undanförnum árum, hefir átt mestan þátt i þvi að auka verðmæti þeirra. Það leiðir af eðli málsins, að þvi betur sem veiðist, þeim mun hærri leiga fæst fyrir veiðiréttindin. Ég tel einnig ljóst, að sú framþróun, sem átt hefir sér stað á þessu sviði, hefði verið óhugsandi, ef ekki hefði komið til hinn mikli og almenni áhugi islenzkra stangarveiðimanna á stangarveiði og fiskirækt. Landssamband stangarvéiði- félaga og stangarveiðifélög hafa hinsvegar ávallt barizt gegn hverskonar rányrkju á fiskistofn- um og fordæmt ótæpilega alla veiðimennsku, sem er til þess fallin að ganga á fiskistofnana. Sambandið og félögin hafa jafnan haldið uppi áróðri fyrir aukinni og bættri veiðimenningu og hafa m.a. i þvi skyni gengizt fyrir kennslu i köstum og kastkeppn- um, sem er mikilvægur þáttur i þessu efni, enda hafa miklar og almennar framfarir orðið á þessu sviði. En þrátt fyrir hina hagstæðu þróun, sem orðið hefir i fiski- gengd og fiskirækt hér á landi, er þvi ekki að leyna, að islenzkir stangarveiðimenn, sem laxveiði stunda, hafa verulegar áhyggjur um þessar mundir. Ástæðurnar eru alkunnar. Erlendir stangarveiðimenn flykkjast nú til landsins til veiða i beztu og eftirsóttustu veiðiárnar fyrir tilstuölan islenzkra aðila og milliliða, sem gera sér útleigu ánna að atvinnugrein, með þeim afleiðingum, að verð á veiðileyf- um hefir hækkað svo stórkost- lega, að það er orðið ofviða islenzkum stangarveiðimönnum. Spurningar hafa risið um laga- heimild fyrir þessari starfsemi og hversu opinberu eftirliti væri háttað með henni. Með óbreyttri þróun þessara mála, eru horfur á þvi, að bezti veiðitiminn, 11/2-2 mánuðir i öllum betri ánum, verði leigður útlendingum en tslend ingum sjálfum verði aðeins skild- ar eftir 2 vikur i byrjun og lok veiðitimans. Jafnframt eru uppi mikil áform um byggingar á veiðihöllum með tilheyrandi þjónustu fyrir hina erlendu gesti. Óbrotin og einföld veiðihús duga i ekki lengur. Það þarf að flytja þjónustuna og þægindin með sér út i kyrrð hinnar islenzku sveitar. Þaö þarf einkabilstjóra, leiðsögu- mann og snúningastrák til þess að beita og bera byrðarnar. Þessu fylgir auðvitað mikill kostnaður, sem stórhækkar veiðileyfin. tslenzkum stangarveiðifélög- um og stangarveiðimönnum er mikill vandi á höndum, hvernig bregðast skuli við þessari þróun mála. Horfur eru á, að stangar- veiðifélög telji sig tiiknúin til þess að taka þátt i þessum darraðar- dansi, svo þau missi ekki öll itök við veiðiárna. Það er mikil öfugþróun, þegar isl. stangarveiðifélög verða að fara inn á þessa braut, svo óskemmtileg sem hún er, - en hvað skal gera? Það þarf að auka þjóðartekjurnar og renna fleiri stoðum undir isl. efnahags- lif er viðkvæði, sem oft heyrist i dag. Við þurfum að auka gjald- eyristekjur þjóðarinnar. - Lifið er saltfiskur var einu sinni skrifað. - Miklar áætlanir eru uppi um að gera tsland að ferðamannalandi og auka þannig gjaldeyristekjur þjóðarinnar. Renna þá margir hýru auga til veiðiréttindanna til þess að egna með fyrir erlenda ferðamenn. Haft er við orð, að gera mætti stangarveiðina að stóriðju. Nú er umhverfisnefnd og nátt- úruvernd ofarlega á baugi. Einn- ig hér á okkar landi, m.a. i sölum Alþingis. Mönnum verður æ íjós ara, hve mikils virði þaö er aö eiga stórt og viðáttumikið land, skyldur þeirra við landið og kom- Framhald á bls. 14 1

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.