Tíminn - 24.05.1972, Síða 14

Tíminn - 24.05.1972, Síða 14
14 TÍMINN Miðvikudagur 24. mai. 1972. //// er miðvikudagurinn 24. maí 1972 HEILSUGÆZLA Slökkviliftift!og gjúkrabifreiðar fyrir Reykjavik og Kópavog. Simi 11100. Sjúkrabifrcið i Hafnarfirði. Simi 51336. Slysavarðstofan i Borgar- spitalanum er opin allan sólarhringinn. Simi 81212. Tannlæknavakt er i Heilsu- verndarstöðinni, þar sem Slysavarðstofan var, og er opin laugardaga og sunnu- daga kl. 5-6 e.h. Simi 22411. Apótek llafnarfjarðar er opið alla virka daga frá kl. 9-7, á laugardögum kl. 9-2 og á sunnudögum og öðrum helgi- dögum er opið frá kl. 2-4. Kvöld, nætur og helgarvakt: Mánudaga-fimmtudaga kl. 17.00-08,00. Frá kl. 17,00 föstu- daga til kl. 08,00 mánudaga. Simi 21230. Up plýsingar um læknisþjónustu i Reykjavik eru gefnar I sima 18888. I.ækningastofur eru lokaðar á laugardögum, nema stofur á Klapparstig 27 frá kl. 9-11 f.h. Simi 11360 og 11680. — Um vitjanabeiðni visast til helgidagavaktar. Simi 21230. ónæmisaðgerðir gegn mænu- sótt fyrir fullorðna fara fram i Heilsuverndarstöð Reykjavik- ur á mánudögum frá kl. 17-18. Kvöld og helgidagavörzlu apó- teka i Reykjavik vikuna 20. til 26. mai annast Vesturbæjar Apótek, Háaleitis Apótek og Laugarnesapótek. Næturvörzlu lækna i Keflavik 24. mai annast Arnbjörn Ólafsson. ÁRNAÐ HEILLA' Attræður verður i dag Ólafur R. Hjartar, járnsmiður frá Þingeyri. Ólafur er nú staddur i Reykjavik, og tekur á móti gestum i Atthagasal Hótel Sögu i kvöld kl. 20.30. FÉLAGSLÍF Kvenfélag Laugarnessóknar. Farin verður skemmtiferð um bæinn laugardaginn 27. mai. Upplýsingar hjá Katrinu, sima 32948. Kvenfélag Asprestakalls. Fundur i Asheimilinu, Hóls- vegi 17, i kvöld miðvikudaginn 24. mai kl. 20.30. Rætt um skemmtiferð og fleira. Siðasti fundurinn i vor. Fjölmennið. Stjórnin., Kvenfélag Brciðholts. Fundur fimmtudaginn 25. mai kl. 20.30 i anddyri Breiðholtsskóla. Arkitektarnir Stefán Jónsson og Reynir Vilhjálmsson, skipulagshöfundar i Breiðholti 1, útskýra hugmyndir sinar um skipulagið, og fulltrúi Reykjavikurborgar kynnir framkvæmdir á þvi. Félags konur fjölmennið og takið gesti með, karla sem konur. Stjórnin. FLUGAÆTLANIR Flugfélag tslands h.f. Innanlandsflug. Miövikudag er áætlun til Akureyrar (3 ferðir) til Vestmannaeyja (2 ferðir), til Húsavikur, Isa- fjarðar (2 feröir), til Patreks- fjarðar, Egilsstaða (2 ferðir) til Sauðárkróks. Millilanda- flug. Miðvikudag: Sólfaxi fer frá Keflavik kl. 08.30 til Glas- gow, Kaupmannahafnar, og Glasgow og væntanlegur aftur til Keflavikur kl. 18.14 um kvöldið. Loftleiðir h.f.Snorri Þorfinns- son kemur frá New York kl. 07.00. Fer til Oslóar og Kaup- mannahafnar kl. 08. 00. Er væntanlegur til baka frá Kaupmannahöfn og Osló kl. 16.50. Fer til New York kl. 17.30. Þorfinnur karlsefni kemur frá New York kl. 07.00. Fer til Luxemborgar kl. 07.45. Er væntanlegur til baka frá Luxemborg kl. 16.30. Fer til New York kl. 17.15. SIGLINGAR Skipadeils S.t.S. Arnarfell fer i dag frá Reyðarfirði til Hull og Rotterdam. Jökulfell fer væntanlega i dag frá Keflavik til New Bedford. Disarfell fór 19. þ.mj frá Svendborg til Reyðarfjarðar, Þorlákshafnar og Reykjavikur. Helgafell er i Heröya, fer þaðan væntanlega 26. þ.m. til Gufuness. Mælifell er i Helsingfors, fer þaðan til Kotka og lslands. Skaftafell er i Reykjavik. Hvassafell er i Svendborg, fer þaðan 26. þ.m. til Reykjavikur. Stapafell fór i gær frá Rotterdam til Reykja- vikur. Litlafell fór i morgun frá Akureyri til Reykjavikur. Liselotte Lönborg er á Horna- firði. Merc Selandia er i Reykjavik. Martin Sif er væntanlegur til Hornafjarðar 26. þ.m, Mickey fer væntan- lega i dag frá Finnlandi til Blönduós. FÉLAGSLÍF' Félagsstarf eldri borgara. Miðvikudaginn 24. mai verður opið hús að Norðurbrún 1, frá kl. 1.30. til 5.30 eh. Aðalskoðun bifreiða i lög- sagnarumdæmi Reykjavikur i mai 1972. Miðvikudaginn 24. mai R-7201 — R-7350. MINNINGARKORT Minningarkort Flugbjörg- unarsveitarinnar fást á eftir töldum stöðum: Bókabúð Braga Brynjólfssonar, Minn- ingabúðinni Laugavegi 56, hjá Sigurði M. Þorsteinssyni, simi 32060, hjá Sigurði Waage, simi 34527, hjá Magnúsi Þórarinssyni, simi 37407 og Stefáni Bjarnasyni simi 37392. Minningarspjöld Kapellusjóðs Séra Jóns Steingrimssonar fást á eftirtöldum .stöðum : Minningarbúðinni, Laugaveg 56/ Skartgripaverzlun Email Hafnarstræti 7, Þórskjöri, Langholtsvegi 128, Hrað- hreinsun Austurbæjar, Hliðar- Minningarspjöld liknarsjóðs dómskirkjunnar, eru afgreydd hjá Bókabúð Æskunnar Kirk- juhvoli, Verzlunni Emmu Skólavörðustig 5, Verzluninni öldugötu 29 og hjá prestkonum. Nemendamót Kvennaskólans, verður i Tjarnarbúð laugardaginn 20.mai og hefst með borðhaldi kl. 19.30. Fjölbreytt skemmtiatriði. Miöar við innganginn. Heitasta ósk Framhald af bls. 13 andi kynslóðir. Þau Lifsgæði, sem felast i náttúru landsins, verða ekki metin til fjár og krónurnar eru ekki algildur mælikvarði á þau lifskjör, sem landsmönnum eru búin. Við verðum að gera okkur grein fyrir þvi, hversvegna við ætlum að bæta landskosti og vernda náttúru landsins. Sé það ekki fyrst og fremst gert okkar sjálfra vegna og þeirra, sem á eftir koma, þá missir þessi hug- sjón gildi sitt. 1 nútima þjóðfélagi er ekki nóg að sjá þegnum fyrir orlofi á sumri hverju. Velferðarþjóðfélagi ber einnig að gefa þeim tækifæri til þess að njóta orlofsins, og hverjir skyldu vera betur að þvi komnir eða eiga til þess meiri rétt, að njóta gagna og gæða landsins en landsmenn sjálfir. Það er öfugþróun, ef isl. stangarveiði- menn verða hálfgerðar hornrekur i sinu eigin landi. Stangarveiði, þar með talin laxveiði, er ekki og á ekki að vera forréttindi rikra manna á okkar mælikvarða. Þróunin í þessum málum stefn- ir hraðfara i þá átt, að veiðirétt- indin i eftirsóttum veiðiám lendi i höndum einstaklinga, sem braska með þau á erlendum markaði. Þetta er óheillaþróun og henni verður að snúa við. Stangarveiðimenn hafa ekkert á móti erlendum ferðamönnum, né heldur að þeir eigi kost á þvi að komast i veiði, en það verður að skipuleggja þessi mál þannig, að innlendir stangarveiðimenn lendi ekki utangarðs. Ég vil taka skýrt fram, að ég áfellist ekki veiðieigendur fyrir að taka hæsta boði, sem þeim býðst i veiðiréttindi sin við núver- andi aðstæður. Við getum ekki vænzt þess, að þeir einir sýni slika sjálfsafneitun. Ég þykist einnig vita, að fjölmargir þeirra hafi samúð og skilning á vanda isl. stangarveiðimanna og vilji leita lausnar á honum Stjórn Landssambands stangarveiðifélaga hefir átt vin- samlegar viðræður við stjórnar- menn Landssambands veiði- félaga, veiðimálanefnd og veiði- málastjóra um þessi mál. Ef góð- vild og sammgirni rikir á báða bóga, hefi ég þá trú, að hægt sé að finna lausn á þeim. ísl. stangarveiðimenn og veiði- eigendur hafa átt mikil og góð samskipti á liðnum árum og það er engin ástæða til að ætla að svo geti ekki orðið áfram. Svo sem kunnugt er, var veiði- eigendum með veiðilöggjöfinni frá 1970 gert að skyldu að stofna veiðifélög. Persónulega tel ég einnig nauðsynlegt, að lögfest verði, að veiöifélögin skuli vera i Landssambandi veiðifélaga. Það myndi styrkja stjórnina mjög og gera veiðieigendum kleift að skipa sinum málum, án ihlutunar hins opinbera, með frjálsum samningum. Veiðimálin, einkum laxveiöimál, hafa löngum verið mikil tilfinn- ingamál og eru það enn i dag. Þvi ber að fara að öllu með gát. Þau eru ekki pólitisk mál i þeim skilningi, að afstaða manna til þeirra fari eftir flokkspólitiskum linum. Hinsvegar eru þau snar þáttur i lifi og lifskjörum þjóðar- innar og þvi er nauðsynlegt, að stjórnmálamenn hugleiði þau eins og önnur þýðingarmikil þjóð- mál. BÆNDUR 13 ára drengur óskar að komast i sveit. Upplýsingar i sima 34156, Eeykjavik. BÆNDUR 15 ára piltur óskar eftir sveitaplássi i sumar. Er vanur i sveit. Upplýsingar i sima 32490. Félag framsóknarkvenna í Reykjavík Fundur verður að Hallveigarstöðum fimmtudaginn 25. mai n.k. kl. 20.30. Fr. Pálina Kjartansdóttir, húsmæðra- kennari, mun hafa sýnikennslu á grænmetisréttum. Stjórnin. Minar beztu þakkir færi ég öllum fjær og nær, sem heiðruðu mig og glöddu á marg- vislegan hátt og gerðu mér sjötugsafmæl- ið ógleymanlegt. VALGERÐUR GISLADÓTTIR Hólastekk 4, Reykjavik tJtför eiginkonu minnar, móður, tengdamóöur og ömmu RAGNHILDAR HJALTADÓTTUR fer fram frá Fríkirkjunni i Reykjavík miðvikudaginn 24. mai kl. 1.30. Þeir sem vildu minnast hennar, vinsamlegast láti líknar- stofnanir njóta þess. Kristján Siggeirsson Guðrún Kristjánsdóttir Hannes Guðmundsson Hjalti Geir Kristjánsson Sigriður Th. Erlendsdóttir og. barnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir og amma BJÖRG VIGFÚSDÓTTIR, Brekkugötu 3, Akureyri sem lézt 19. þm., verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju laugardaginn 27. þm., kl. 1.30. Sólveig Sveinsdóttir Bjarni Sveinsson Arni Sveinsson og barnabörn Rafn Sigurvinsson Asta Sigmarsdóttir Asta ólafsdóttir. Útför eiginmanns mins og föður okkar ÞORGRÍMS TÓMASSONAR forstjóra verður gerð frá Neskirkju, fimmtudaginn 25. þm., kl. 1.30 eh. Ingibjörg Pálsdóttir og börnin Unnusti minn, sonur og bróðir ÁSKELL GEIRSSON Alfheimum 36 er lézt 17. mai.verður jarðsunginn frá Langholtskirkju, fimmtudaginn 25. maí kl. 3. Hildur Helgadóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Gestur Geirsson Una Gunnarsdóttir Eiginmaður minn HARALDUR JÓSEFSSON bóndi, Sjávarhólum andaðist i Landsspitalanum 13. mai. Jarðarför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. f/rir hönd barna, tengdabarna, barnabarna og annarra vandamanna. Guðrún Karlsdóttir Faðir okkar SIGURJÓN SIGURÐSSON frá Miðskála undir Eyjafjöllum til heimilis að Sigtúni 23 lézt 22. mai I Borgarspitalanum Börnin. JÓRUNN KRISTLEIFSDÓTTIR Sturlu-Reykjum andaðist á Sjúkrahúsi Akraness að morgni hvitasunnu- dags. Jarðarförin fer fram frá Reykholtskirkju, laugar- daginn 27. mai kl. 14.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.