Tíminn - 24.05.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 24.05.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Miðvikudagur 24. mai. 1972. Ó, Kay, ég er svo fegin að þú skulir loksins vera komin heim. Hún kom út i anddyrið. Hún var óvenjulega föl, litilfjörleg og eitt- hvað svo viðkvæmnisleg. Þegar hún sá Chris bak við mig, lagði hún hendurnar fyrir augun og brast i grát. Ég tók utan um hana og leiddi hana inn i stofuna. Hún þurrkaði sér um augun, og brosti litlu, eymdarlegu brosi. — Afsakið að ég skuli hegða mér svona bjánalega. . . . það er bara það. . . . Chris, Kay, að ég er barnshafandi. 7. kapituli. betta var þungbærasta augna- blik lifs mins. A meðan að F'leur sal þarna i stólnum, föl og eymdarleg, féll lifshamingja min til grunna. Þögnin var örlaga- þrungin, þangað til Chris gekk að stólnum hennar. Rödd hans var mild, en ég sá hvað það kostaði hann að tala rólega. — Ertu viss um þetta, Fleur? — Alveg viss — núorðið. Ég var hjá lækninum i dag. Hún snéri sér að mér og ég efast ekki um að hún hefur séð og skilið augnsvipinn minn, áður en ég fékk duliö hann. — Æ, vertu ekki svona ringluð, Kay. Rödd hennar skalf. — Þrátt fyrir allt fórum við Chris i brúö- kaupsferð, þó hún stæði ekki nema þrjá daga. Er þetta ekki satt, Chris? — Jú, svaraöi hann stillilega. Hún stóð á fætur, en svo erfið- lega að það var eins og að henni væri það um megn. Hún néri höndunum saman i fullkominni örvinglan, og það orkaði ekki tvi- mælis hvað það var sem henni of- bauð að segja. En Chris varð henni fyrri til. Hann snéri sér fyrst til min en svo að Fleur og tók utanum hana. Mér lá við yfir- íiði við að heyra orð hans, þótt ég vissi vel að hann átti engan annan úrkost. — Það fyrsta, sem við verðum að gera er aö koma þessu hjóna- bandi okkar i lag, Fleur. Hún kastaði sér i fang hans. — O, Chris, allt er á ferð og flugi fyrir augum minum, og ég skammast min svo fyrir að vera hrædd. . . . en nú..... — En nú skulum við koma lagi á þetta öngþveiti. Rödd Chris var bliðleg, eins og að hann væri að tala við barn. F'Ieur kom nú til sjálfrar sin að mestu, gekk til min og þrýsti mér að sér. — Kay, geturðu fyrirgefið mér að gera svona uppistand i þinni ibúð? Ég hef verið að reyna að ná i Chris i allan dag, og mér datt i hug að þú mundir vita hvar hann væri niðurkominn. bað verður bezt að við förum — ég finn að ég treysti mér til að standa frammi fyrir systkinum minum og mömmu núna, fyrst Chris er með mér. Fyrripartinn i dag langaði mig til þess eins að flýja langt i burtu frá þessu öllu saman. — Ég skil þig, sagði ég. Rödd min var eins og að hún kæmi úr fjarska. — Komdu Fleur, sagði Chris. Hún kyssti mig i flýti. — Ég sé þig bráðum aftur, Kay. — Ég fer i ferðalag, sagði ég. — Ég hef fulla þörf fyrir að taka mér fri. — Nú, Jónatan hefur ekkert sagt frá þvi. — Hann veit ekkert um þetta. . . ennþá. Ég er dálitið þreytt eftir kvikmyndina. — Jæja, farið þiö nú að reyna að hafa ykkur af stað, sagði ég og gerði tilraun til að brosa. „Farið- farið-farið” var eins og hrópað hið innra með mér. A endanum gat ég lokað hurðinni á eftir þeim, og eins og i svefni skjögraði ég uppi rúmið mitt. bar lá ég vak- andi og starði upp i þakið þangað til fór að lýsa af degi. Næsta morgun tók ég hring Jónatans ofan, og fór að byrja á bréfi til hans. Bréf varð það að vera, þvi ég var engin manneskja til að mæta frekara uppistandi. Eftir fleiri tilraunir skrifaði ég þetta stutta bréf: „Kæri Jónatan. — Einhvern- tima á ævi okkar gerum við öll glappaskot. Ég hélt að ég elskaði þig nógu heitt til þess að verða konan þin, en mér skjátlaðist. Fyrirgefðu mér Jónatan, og reyndu að skilja mig. Ég mun ætið hugsa til þin með hlýhug. — Kay”. Ég fann vel að þetta var ófull- komið bréf, en ég gat ekki betur gert. Ég sendi þaö með sérstök- um sendli i búðina til hans. Siðan hringdi ég til Max og sagði honum að ég hyrfi úr borginni um tima. Ég fékk sæti i fyrstu flugvél til Parisar, þaðan svo suður á bóg- inn og stanzaði i litlu fiskiþorpi, en þangað hafði ég áður komið. Staðurinn var indæll, en dagarnir innantómir og fábrotnir. En eigi að siður heppnaðist mér það, sem ég ætlaði mér, nefnilega það að sætta mig við þá hugsun að verða aldrei eiginkona Chris. Gat nokk- uð hindrað það skilyrðislausara en hið ófædda barn? Ég var ung og eitthvað varð ég að fá út úr lifinu, ég mátti ekki taka mér sæti úti i horni og láta sorg og vonbrigði færa mig i kaf. Ég átti þó enn framabraut mina, aldrei hafði hún verið þýðingar- meiri fyrir mig en einmitt nú. Gegnum vinnuna var ekki von- laust að ég fyndi frið og ham ingju. Sá dagur mundi koma að þjáningar minar væru ekki svona harmsárar, einhvern dag mundi allt þetta aðeins vera minning — kannski sársaukafull minning, en samt sem áður aðeins minning. Þegar ég var komin svona langt i hugsun minni fór ég til Lundúna aftur. Ég heimsótti Max og bað hann, eins og guð mér til hjálpar, að útvega mér svo mikla vinnu, að ég fengi ekki tima til að hugsa. Max vissi vist lengra nefi sinu um mitt ástand. Hann klappaði mér á höndina og reyndist sannur vinur sem jafnan. — Ég hef afburða-gott hlutverk handa þér alveg tilbúið, sagði hann. — bað er aðalhlutverkið i öperettu á Palace. Þetta er ágætt hlutverk, eins og skapað handa þér. bessi óperetta verður sýnd afar lengi. — Þetta hentar mér alveg ágætlega. A heimleiðinni ákvað ég fyrir fast að þarna skyldi ég ná minum fyrsta, stóra árangri sem leikkona. Ég kastaði mér út i æfingar, og tók mér þar að auki dans- og söngtima. Ef ég fékk smáhlé, var ég hjá leikhúsklæðskeranum, myndasmiðnum eða þá að ég hafði blaðamannaviðtal. Þannig liðu dagarnir, og á hverju kvöldi gekk ég til náða algjörlega upp- gefin, og sofnaöi strax. Að sjáflsögðu hafði ég fengið bréf frá Jónatan. Hann hafði árangurslaust reynt að ná i mig i sima, skrifaði hann. Hann sagðist ekki geta trúað þvi aö ég meinti það, sem i bréfinu stóð. Ég hefði bara veriö yfir mig þreytt, ég þyrfti aðeins að hugsa mig betur um. . . . Hann gaf mér upp marg- ar ástæöur fyrir þvi að ég hefði rift trúlofuninni, en aðeins ekki þá réttu.... að ég elskaði hann ekki lengur. Hann bað mig um að hitta sig, og undirritaði bréfið „Þinn ætið einlægi Jónatan”. Ég reif bréfið hægt i sundur. Við höfðum ekki um fleira að tala. Og loks rann dagur frumsýn- ingarinnar upp. Lokaæfingin var alveg hræðileg. Búningar rifnuðu, dansmeyjar hrösuðu og tognuðu um öklann og leiktjöld skemmd- ust. En á sjálfri frumsýningunni var eins og að allt félli i ljúfa löð, og allir voru haldnir þessum ólýs- anlega spenningi, sem ætið rikir bakvið leiksviöið á frumsýningu. Þetta kvöld var það eitt, sem ég tók framyfir allt. Faðir minn hafði komið fljúgandi frá Ameriku til þess eins að vera við- staddur frumsýninguna. Ég var næstum brostin i grát þegar hann gekk inn i búningshverbergið mitt, glæsilegur, unglegur og skemmtilegur, með fangið fullt af blómum, og augun af stolti þegar hann sá mig. Við þetta bættist,að mamma hafði einnig munað eftir mér, þvi simskeyti sendi hún mér frá hinni hlið hnattarins. Blómin voru um allt — Jónatan sendi mér dökkrauðar rósir. Einnig komu blóm frá Fleur. beim fylgdi litið kort: — Til hamingju, kæra Kay. Við sitjum hjá hljómsveitinni og ósk- um þér alls hins bezta. Ég var sex sinnum kölluö fram alein, og leikhússgestir fögnuðu mér ákaflega. Þetta var raun- verulega min fyrsta, stóra hylling áheyrenda minna, og tárin streymdu niöur kinnarnar minar, þegar ég komst inni búningsherbergið. 1112. Lárétt 1) Vegir.- 6) Verkfæri,- 8) Ósk,- 10) Slæ.- 12) Keyr.- 13) öðlast,-14) Bók,-16) Sjö.- 17) Púki.- 19) Hestur.- Lóðrétt 2) Umhyggja,- 3) Nes.- 4) Hár - 5) Anza.- 7) Óvirðir.- 9) Styrktarspýta.- 11) Vafi,- 15) Dropi,- 16) Óasi.- 18) Tré,- Ráðning á gátu nr. llll Lárétt 1) Fangi,- 6) Kær.- 8) Rok,- 10) Ata - 12) Ak,- 13) Al,- 14) MIG,- 16) Ali,- 17) Ælt,- 19) Æskan.- Lóðrétt 2) Akk.- 3) Næ,- 4) Grá,- 5) Frami.-7) Falin.-9) Oki.- 11) Tál,- 15) Gæ s,- 16) Ata,- 18) LK- HVELL G E I R I D R E K I Hver vill sjá andlit þitt! Og hvers vegna ættum viö að auka á þá hættu, sem II! III ilil I MIÐVIKUDAGUR 24.mai 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. .12.25. Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.00 Við vinnuna. Tónleikar 14.30 Sfðdegissagan: „Flakkarinn og trúboðinn” eftir Somerset Maugham.i þýðingu Asmundar Jónssonar. Jón Aðils leikari les sögulok (6). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miðdegistónleikar: Is- lenzk tónlist. 16.15 Veðurfregnir Hefðu þau aldrei átt að fæðast? Sæmundur G. Jóhannesson ritstjóri flytur erindi. 16.45. Lög leikin á fagott 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 Nýtt efni: „Fortið framtiö” eftir EriF Danechen. Loftur Guðmundsson rithöfundur les bókarkafla i eigin þýðingu (3). 18.00 Fréttir á ensku 18.10Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar 19.30 Daglegt mál. Sverrii Tómasáon cand.- mag. séi um þáttinn. 19.35 AlitamálUmræðuþáttur sem Stefán Jónssor stjórnar. 20.00 Stundarbil. Freyi Þórarinsson kynnir Bitlana 20.35. „Virkisvetur” efti Björn Th. Björnsson Endurflutningur tólfta o| siðasta hluta. Steindór Hjör leifsson les og stjórnar leik flutningi á samtalsköflun sögunnar. 21.45 Næturljóð eftir Gabrie Fauré. Evelyne Croche leikur á pianóið næturljói nr. 5 i B-dúr op 37 og nr. 6 Des-dúr op 63. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Kvöldsagan „Gömul saga eftir Kristinu Sigfúsdóttu Ólöf Jónsdóttir les )4). 22.35 Nútimatónlist. Halldó Haraldsson kynnir siðar verk Stravinskis. 23.20 Fréttir i stuttu máli Dagskrárlok. Miðvikudagur24. mai 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Fjórir úr hópnum-Dönsk fræðslumynd um vandamál sykursjúkra. Brugðið er upp svipmyndum af lifi fjögurra sjúklinga og skýrt eðli sjúk- dómsins og einkenni. Þýðandi og þulur Ellert Sig- urbjörnsson. 20.50 Lennon / MaCartney Norskur þáttur um tvo hinna heimskunnu Bitla. Rætt er við þáfélaga og rifjaðir upp atburðir úr lifi þeirra. Einn- ig flytja norskir listamenn nokkur af frægustu lögum þeirra. (Nordvision — Norska sjónvarpiö). Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.35 Valdatafl.Nýr brezkur framhaldsmyndaflokkur um valdabaráttu og metorðakapphlaup manna i æðstu stöðum risavaxinnar iðnaðar- og verzlunarsam- steypu. 1. þáttur. Nýliðinn. Þýðandi Heba Júliusdóttir. 22.20 Slim JohnÆnskukennsla i sjónvarpi. 25. þáttur end- urtekinn. 22.35 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.